Arcturians

Úr Arcturian Anthology

Sanat Kumara

Sanat Kumara yfirmaður stjörnuskipsins Aþenu:

Hann ásamt fleiri Acturians eru 9ndu víddar verur og eru sem Arcturians í 5tu vídd í gegnum þá 9ndu sem eins konar blöndu af báðum. Þegar þeir fara í gegnum uppstigningu úr 9ndu vídd verða þeir meira ljósverur.

Eitt séreinkenni þeirra er að njóta þess að vera til og annað séreinkenni er að þeir hafa þörf fyrir að hafa markmið. Þeir eru ekki stríðsmenn, en þeir eru óttalausir. Þegar þeir standa frammi fyrir öflum sem eru augljóslega sterkari en þeir, þá finna þeir leið til að vinna með það eða framhjá því.

Tilvera þeirra sem verur á inni sviðum vetrarbrautanna spanna hundurð milljóna ára. Sumar þessar verur hafa form, en aðrar ekki og sannleikurinn er sá að þær eru ekki allar kærleiksríkar.

Við höfum verið settir í hlutverk verndara vegna eðlis okkar og aðstæna. Tækni þeirra gerir þeim kleift að vernda margar tilverur, sérstaklega jörðina sem er heimkynni okkar og við köllum Vetrarbrautina sem þeim finnst fyndið.

 

Saga mannkyns – Sanat Kumara

Ég minntist á áður samskipti mín við veru að nafni Esura, konu með ótrúlega hæfni og vitsmuni – þessa eiginleika sem okkur Arcturians finnst mest heillandi og kjósum að hafa samskipti við.

Eins og ég sagði, þá varð ég ástfanginn af þessari veru fyrir u.þ.b. fyrir 10 milljón árum skv. sögu jarðar, fyrir Homo sapiens.

Í raun var hún fimmtu víddar vera, en var að gera tilraunir með að breyta yfir í þriðju vídd. Þú myndir kalla hana „Skammlífa“ og ég meina það sem nafnorð, ekki sem lýsingarorð. Á þessum tíma og áður í nokkur tugmilljón ára voru fimmtu víddar verur og hærri á jörðinni. Þau voru Skammlíf í eðli sínu og urðu ekki fyrir neikvæðum áhrifum af jarðlegum óróa og voru að gera tilraunir með jarðlega eiginleika. Sum þeirra sem voru ævintýragjörn, forvitin og hugrökk breyttu tímabundið yfir í þriðju víddar form.

Þau voru í þriðju vídd um mjög skamman tíma og snéru síðan aftur í fimmtu vídd og hærra og voru miklar umræður á meðal þeirra Skammlífu um jákvæðan ávinning þess að vera í þriðju vídd til lengri tíma og voru umræðurnar með tilliti til hættu og takmarkana þess að vera í þriðju víddar formi.

Eins og ég sagði hófum við Esura samband okkar í fimmtu vídd og í fimmtu vídd höfðum við form. Í raun vorum við í fimmtu víddar veruleika að afla reynslu af því að hafa líkama eins og þið mennsku hafið, en líkami í fimmtu vídd víbrar miklu hraðar en þriðju víddar líkamar.

Þegar ég sem „Utanjarðarvera“ elskaðist með Esura og hún hafði tekið við sæði mínu, lækkaði hún tíðni sína í þriðju víddar tíðni til að finna hvernig það væri og kom síðan aftur í fimmtu vídd með barnið sem var þá samruni af Arcturian og Skammlífum, en þá einnig jarðarvera. Esura hafði útlit jarðarveru eins og margir þeirra Skammlífu.

Hér komum við að hrífandi frávikum og ósýnilegum rótum líffræði ykkar. Við erum að tala um milljónir ára til baka, fyrir fyrstu Homo sapines og fyrir Neandertals fólkið.

Þau Skammlífu sem fóru niður í þriðju vídd, gátu verið um tíma í jarðneskum líkama, en snúið samt aftur til baka til hærri tíðni. Ef þau hins vegar fóru yfir þessi tímamörk, festust þau þar í sínu jarðneska formi.

Í fyrstu á meðan þau Skammlífu gerðu tilraunir með að fara á milli fimmtu og þriðju víddar, skildu þau þennan tímaramma, en eftir því sem leið á tilraunir þeirra í að fara á milli vídda um mörg þúsund ára skeið, urðu sum þeirra kærulaus og óvarkár.

Á tímabilinu fyrir Neanderthal fólkið uppgötvuðu þau Skammlífu að þau gátu farið inn í líkama dýra og öðlast reynslu af því að upplifa jörðina í gegnum líffæra og taugakerfi þeirra dýra sem þau fóru inn í. Glugginn eða tímaramminn sem þau höfðu var til staðar og á meðan hann var þar, gátu þau lifað örugg í þriðju víddar veruleika sem dýr.

Sum þeirra Skammlífu uppgötvuðu alveg sérstaka reynslu í líkömum spendýra sem þið kallið kynlífsfullnægju og fannst þetta mest heillandi reynslan af því að vera í jarðneskum líkama. Sum þeirra urðu svo heilluð, að þau misstu tengingu við raunveruleika tímarammans, þar sem þau kusu frekar að vera í líkamlegu formi og „festust“ og komust því ekki til baka í fimmtu víddina.

Á þessum tíma frá 10 milljónum ára til u.þ.b. 1milljón ára aftur í tímann komu margar Utanjarðar siðmenningar til jarðarinnar.

En nú verður sagan aðeins flóknari. Þið hafið kynþátt spendýra, í raun margar tegundir spendýra sem hafa ólíka og einstaka eiginleika. Þessi mismunur hefur að gera með hvar þessir frummenn þróuðust.

Og á meðan við erum enn í þessu umræðuefni vil ég segja að hluti af þessu mennska ættartré á rætur í sjónum. Það voru menn sem þroskuðu meiri tengingu við sjóinn og þróuðust sem sjávarverur og önduðu að sér lofti, en höfðu einnig mannleg einkenni. Þeir þróuðu hliðstæður við ættbálka hvaldýra s.s. háhyrninga og hvala.

Flestar þessara vera eru útdauðar, en nokkrar eru enn til í litlum einingum til þessa dags. Þið kallið þær hafmeyjar og hafmenn. Þær eu ekki hluti af goðafræðinni, heldur raunveruleiki, en sem er að fjara út og hverfa.

Á meðal allara þessara frummanna og nú erum við að tala um frum Neanderdalhs höfðuð þið aðgreiningu á milli tveggja ólíkra þátta vitundarinnar. Önnur var hrein spendýr og svo annar minni, Skammlífir sem urðu fastir í spendýrslíkama – eða upphaflegu prímatarnir.

Til útskýringar, þá erum við að tala um fyrir 27 milljónum ára þegar Skammlífir voru í fimmtu vídd að gera tilraunir í þeirri þriðju. Þeir voru könnuðir vitundarinnar.

Seinna eftir að ég hitti Esura fyrir 10 milljón árum voru sumir Skammlífir að gera tilraunir með að fara niður í jarðneskan veruleika dýra, sérstaklega fyrstu prímatanna.

Eftir það héldum við áfram til þess áhugaverða tíma, síðustu milljón árin, þegar Utanjarðarverur urðu algerlega heillaðar af plánetunni ykkar, vegna þess hún hafði þróað frumskilyrði vitsmuna sem var afleiðing líffræði sem starfar sjálfstætt í tengslum við þróun og í sumum tilfellum vegna nærveru hinna Skammlífu og líffræði þeirra. Forn grikkir þekktu þau sem „nymps“ ungviði skordýra sem ekki hafa púpustig.

Vegna jarðfræðilegra breytinga á plánetunni ykkar, var hún einnig rík af steinefnum. Fyrir u.þ.b. fjögurhundruð þúsund árum komu Utanjarðarverur þekktar sem Annunaki til jarðarinnar. Þær voru í námuvinnsluleiðangri til þess að finna gull, þar sem það hafði orðið niðurbrot í andrúmslofti þeirra og vísindamenn þeirra höfðu uppgötvað að eiginleikar gulls gætu hjálpað til við að koma á stöðugleika í umhverfinu. Þessi leiðangur uppgötvaði að plánetan ykkar var rík af gulli, miklu meira en hún hefur núna.

Þeir sendu því hópa af námavinnslumönnum, sem voru sambland af Annunakis og það sem þið kallið robóta. Mörgum öldum síðar uppgötvuðu þeir sér til lítillar ánægju að tenging jarðarinnar við sólina var þeim skaðleg, sem og andrúmsloftið.

Þeir leituðu að lausn og af mikilli skynsemi tóku þeir eftir því að sum spendýrin og sumir prímatarnir sem reikuðu um jörðina, höfðu meiri greind en aðrar og að það var hægt að þjálfa þá. Það sem þeir hins vegar gerðu sér ekki grein fyrir, var að þessir sérstöku prímatar sem þeir völdu voru Skammlífir sem voru fastir á jörðinni. Þeir skammlífu höfðu glampa í augunum sem sýndi fram á hærri greind.

Vísindamenn Annunakis ákváðu að kynblanda þá og tóku ákveðna eiginleika úr eignin DNA og blönduðu saman við DNA prímatanna sem þeir höfðu valið til að skapa nýjan kynþátt – mannkynið. Þeir voru greindari og sjálfstæðari, en samt auðvelt að stjórna þeim. Og „ævintýrið“, skulum við segja varð jafnvel enn flóknara.

Það var ákveðið af Annunakis að þegar námuvinnslunni væri lokið, ætti að eyða þessum blendingum. Gegn sameiginlegri ákvörðun Annunakis, ákváðu nokkrir Annunaki liðhlaupar að bjarga nokkur uppáhaldsblendingum.

Í augum þessara blendinga voru Annunakis Guðir og fræum margra trúarbragða var sáð þegar Annunakis skildu eftir þessa þróaðri prímata eina og varnarlausa. Þeim var kastað úr Edensgarði ef það má orða það þannig.

Eftir að Annunakis yfirgáfu jörðina höfðu mjög margar siðmenningar Utanjarðarvera samskipti við þessa blendinga og þannig blandaðist DNA þeirra við DNA mannkyns. Það er þess vegna sem ég segi að mannkyn er „konungsríki“ Utanjarðarvera og alls hafið þið orðið fyrir áhrifum af milli 23 – 24 ólíkum geimsiðmenningum.

Mannkyn nútímans ber því í sér dýpri stig vitundarminnis, tvo mikilvæga strauma þekkingar, en vandinn við undirvitundina er sá, að hún leiðir til meðvitaðra athafna „án skilnings“.

Þessir straumar sem ég er að tala um eru annars vegar;

þeir Skammlífu innra með ykkur sem á sínum tíma urðu fastir á jörðinni og gerði það að verkum að innra með ykkur er djúp löngun til þessa að fara heim, en vanhæfni til þess að geta það.

Þetta var í raun afleiðing þyngdarlögmálsins þar sem að þeir fóru á milli fimmtu víddar í þriðju og ljóslíkamar þeirra tóku í sig massa sem leiddi til þess.

Sá seinni hefur að gera með þær erfðabreytingar sem Annunakis gerðu á mannkyni til að skapa þynþátt þræla. Þess vegna er djúpt í undirvitundinni þessi löngun og þörf fyrir að vera í „réttu sambandi“ við Guðina og tilhneiging til þess að vera undirgefinn og að tilbiðja, vegna þess að þið skiljið ekki eðli eða raunveruleika þeirra vera sem þið teljið vera æðri ykkur sjálfum.

Eftir þessa blöndun Annunakis komu aðrar Utanjarðarverur sem vildu færa mannkyni eiginleika sem þeir töldu vera til góðs, en eins og ég sagði í upphafi, þá leiðir jákvæður ásetningur ekki altaf til jákvæðrar útkomu.

Eigi að síður, hafa margir góðir eiginleikar orðið til vegna erfðafræðilegra genabreytinga, en ég vil bæta því við, að sumt af átökum ykkar jarðarbúa eru ekki aðeins tengd sögunni, heldur vegna ólíkra erfðaeiginleika frá Utanjarðar-verum eins og sjá má í hinum ýmsu heimshlutum.

Vandamálið er hins vegar – hvert við stefnum í framtíðinni sem er ólíkt vegna ólíkra erfðaeiginleika. Mannkyn er skilgreint í „augum sumra“ sem ein heild. En staðreyndin er sú að þið hafið ólíka þjófélagshópa, ekki aðeins menningarlega, trúarbragðalega eða pólitískt, heldur berið þið einnig með ykkur erfðafræði-legar andstæður.

Möguleikar okkar tíma

Samhæfing alls mannkyns vegna einsleitni mannsins býður ekki uppá mörg úrræði til að takast á við þá áskorun sem átökin innan plánetunnar eru.

Það væri miklu betra og best fyrir hagsmuni mannkyns, ef sannleikurinn um íhlutun geimvera og Utanjarðar siðmenninga yrðu að fullu opinberuð.

Ef mannkyn skyldi Utanjarðar uppruna sinn og þann mun sem varð á menningu, ekki bara í gegnum söguna, heldur einnig vegna þeirra róta sem má rekja til geimvera og menninga þeirra, væri mannkyn miklu betur sett. Að vernda mannkyn fyrir sannleikanum um uppruna sinn er ekki mjög snjallt og lausnin á þessum aðstæðum er fullkomin upplýsingaöflun.

Þeir einstaklingar sem láta hugfallast vegna ófriðar í heimunum, myndu betur þjóna sjálfum sér og mannkyni ef þeir horfðu betur á mismunin milli fólks og menninga þeirra.

Sannleikurinn er sá í þessum aðstæðum, að lausnin á átökunum innan plánetunnar yrði betur ljós ef allir hlutaðeigandi aðilar skildu sérkenni uppruna síns. Núverandi átök á milli Vesturs og Mið austurlanda eru ekki bara átök vegna menningar, viðhorfa, tungumála, gilda og trúarbragða. Á ákveðinn hátt eru Utanjarðar rætur okkar, erfðafræðilega rætur þessara tveggja menningar stór þáttur. Viðurkenning þessa veruleika myndi leiða til mun skynsamlegri lausna.

Að láta sem þessi grundvallarmunur sé ekki til staðar er ekki lausn. En eins og ég sagði áður, við Arcturians erum að reyna að ná sambandi við ykkur og andstæð öfl hindra okkur ekki. Það er frekar að andstæð öfl leiði til skapandi lausna og þetta á einnig við um ástand plánetu ykkar þegar kemur að menningarátökum.

Það eru margir möguleikar fyrir framþróun mannkyns á þessum einstaka tímpunkti í sögu plánetunnar. Hluti af þessu hefur að gera með alheimsorkuna sem hefur áhrif á DNA kerfi ykkar og þar með líkamleg, geðræn og taugafræðileg ferli. Hluti af þessu er vegna virkni sólarinnar, frávika í segulsviði jarðar og áhrif þess á gufuhvolfið. Auk þess er orka sem stígur frá miðju vetrarbrautarinnar að virkja nýja möguleika. Allt þetta er kosmískt tímasett af kerfum alheimsins, ekki af utanaðkomandi greind eða öðrum öflum.

Önnur ástæða fyrir þessu tækifæri mannkyns til að þróast hefur að gera með einstakar aðstæður varðandi samskipti við Utanjarðarverur. Afleiðing af breytingum á sólinni og framfarir í tækni gerir mannkyni kleift að breyta eigin erfðafræði og að kanna aðrar plánetur frá sjónarhóli og skilningi Utanjarðarvera, sem þýðir að mannkyn er á þröskuldi stórkostlegrar endurreisnar eða stórslyss.

Afleiðing þessa er að núverandi staða vekur mikinn áhuga hjá mörgum Utanjarðar vitsmunaverum og það er fjölmennt af gestum í sólkerfi ykkar.

Enn er ekki hægt að sjá hvort sannleikurinn um framandi Utanjarðar geimveru rætur ykkar verður hluti af sameiginlegum veruleika eða ekki. Stjórnvöld kæra sig ekki um að þessar upplýsingar verði almennt viðurkenndar og þeir líta svo á þessi vitneskja myndi grafa undan völdum þeirra og valda falli stofnana þeirra, þar sem sagan yrði að endurskrifast.

En hvort heimssamfélag ykkar samþykkir þennan sannleika eða ekki, Þá getið þið staðfest það fyrir ykkur sjálfum með rökrænum hætti með því að líta nánar á lygar og mótsagnir trúarbragða ykkar og fyrir þá sem eru nógu ævintýragjarnir til að gera það, haft bein tengsl við Utanjarðar verur.

Fyrr í þessum samræðum kynnti ég einfalda aðferð til að tengjast öðrum Vetrarbrauta og Utanjarðarverum í gegnum hugleiðsluástand.

Mig langar að bæta við þessa einföldu aðferð svo að þeir sem eru undirbúnir fyrir slíka skynjun geti hafið ævintýrið að þekkja þá sem heimsækja plánetuna ykkar.

En fyrst eru nokkur varúðarorð við hæfi. Eins og ég sagði áður, Vetrarbrauta og Utanjaðarverur eru margskonar. Sumar þeirra eru góðviljaðar en aðrar eru það ekki. Sumar eru mjög greindar vitsmunaverur, en aðrar eru það ekki.

Í sólkerfi ykkar og umhverfis jörðina er hörmungarástand vegna mikils magns af þessum gestum, það er eins og þið mynduð segja „bland í poka“. Markmið ykkar ef þið veljið að opna fyrir skynjun ykkar ætti að vera að aðskilja þá sem eru góðviljaðir frá þeim sem eru það ekki og þá sem eru vitsmunaverur frá þeim sem eru það ekki.

Fyrsta hættumerkið er offramboð. Ég minnstist á það áður, en það er ástæða til að endurtaka það: Ef þú nærð sambandi við Utanjarðar vitsmunaveru og hún segir þér að þú verðir að gera eitthvað, þá hefur þú ekkert að gera með hana að gera. Ef vera segir þér að myndin sem þeir eru kynna sé fullkominn sannleikur, efastu um sannleiksgildið.

Farið varlega og varist þá mannlegu gildru að tilbiðja þessar verur, því að þér finnst þær vera æðri en þú. Slíkar skoðanir eru einfaldlega vegna skynjunar-sviptinga sem eiga sér stað þegar horft er til hærri víddar veruleika úr lægri vídd. Það sem ég meina með þessu er að þú skynjar þig sem þriðju víddar veru og ef það er raunin, virðist vera frá fimmtu víddinni eða hærri hafa töfrum líka hæfileika og frábæra súper orku. En sú niðurstaða væri röng í slíkum tilvikum. Það er tæknin sem þessi hærri víddar verur búa yfir sem leiða til skynjunarvillu af ykkar hálfu.

Aðferð Utanjarðarvera til að vekja athygli ykkar á þeim í upphafi er yfirleitt í gegnum hugleiðsluástand. Heiður kvöldhiminn eru bestu aðstæðurnar til að byrja beina upplifun af þeim og skipum þeirra. Við þær aðstæður mæli ég með að horfið á þá stjörnu sem þið hafið valið ykkur, því að sú stjarna sem þið veljið er mjög líklega tengd ykkar eigin erfðalínu, en hvort sem það er svo eða ekki, er það góð leið til að byrja.

Þið horfið upp í himininn með augunopin og athyglina á stjörnu. Síðan beinið þið athyglinni að bilinu á milli innöndunar og útöndunar og þegar það fer að lengjast verður öndunin grynnri. Þá getið þið farið að beina athyglinni að heilakönglinum í miðju höfuðs.

Haldið áfram að einbeita ykkur að bilinu á milli öndunar og stjörnunnar sem þið eruð að horfa á, á sama tíma og þið beinið athyglinni einnig miðju höfuðsins. Þið sendið síðan einfaldlega út í rýmið fyrir framan ykkur þá hugsun að þið séuð  tilbúinn til að hafa samband við og sjá gesti utan plánetunnar.

Ef þið gerið þetta nógu oft, þá munuð þið fara að sjá hluti sem þið hafið ekki séð áður. Þið munuð í raun af-dáleiða ykkur og sjá í gegnum plánetukerfin í miklu flóknari og ríkari alheimi en þið hafið nokkurn tímann ímyndað ykkur að væri til. Verið viðbúin fyrir ótrúlega sýn þegar þið hafið augun lokuð. Það gerist einfaldlega af vana, að skynjunin sé sterk þannig vegna menningarlegrar þvingunar, en þegar þið komist handan þessarar þvingunar, þá hafið þið lyft hulunni.

Ein viðvörun í viðbót.

Verur frá öðrum víddum munu virka sem guðum líkar og hafa stórkostlega súper orku, en það er einmit það sem sumar þessara vera sækjast eftir. Þetta eru ekki eftisóknarverðar verur. Ekka falla í gryfju tilbeiðslu og ekki halda að þeir séu komnir til að bjarga ykkur. Ofar en ekki hafa þeir ferðast svona langt til að skoða hvað er að finna af eintómri forvitni.

Yeshua Ben Joseph

Ég er einnig Arcturian, en ég er ekki Sanat Kumara. Margir þeirra sem lesa þetta munu án efa þekkja nafn mitt sem Jesús frá Nasaret.

Ég vil byrja á að leiðrétta nokkrar mistúlkanir um mig og boðskap minn.

Ég er Arcturian, en útstreymi mitt eða ljós í formi manneskju bjó á jörðinni. Biblían, mjög brenglað skjal segir mig hafa fæðst meyfæðingu, að María móðir mín hafi meðtekið heilagan anda.

Í raun var þetta Arcturian getnaður og þó að ég hafi fæðst í mennskan líkama, var helmingur erfða minna Arcturian. Með öðrum orðum, móðir mín var mennsk, en faðir minn var Arcturian. Vegna Arcturina erfða minna var auðvelt fyrir mig í hugleiðsluástandi að ná tengingu við mitt eigið 5tu víddar sjálf þar sem Jesús var bara lítill hluti af þeim Yeshua sem bjó í fimmta víddinni.

Getið þið ímyndað ykkur hversu skrýtið það var að vera manneskja fyrir 2000 árum þegar helmingur sjálfs mín var svo þróaður og ekki af þessum heimi.

Þegar ég varð fullorðinn, skildi ég til fulls 5tu víddar eiginleika mína og þá tækni sem ég gat nálgast sem slíkur og mörg þeirra kraftaverka sem mér voru eignuð voru í raun 5tu víddar tækni.

Boðskaður minn var einfaldur.

Elskið hvert annað.

Þessi hæfileiki til að finna til með öðrum er Arcturian eiginleiki.

Ég hélt að verkefni mitt myndi verða einfaldara en það varð. Ég gerði ekki ráð fyrir því bakslagi sem fylgdi mannlegri heimsku, græðgi, hroka og þá meðfæddu og ásköpuðu þörf fyrir að haf vald yfir öðrum.

Á augnbliki upprisu minnar eins og segir í guðspjöllunum, hvarf líkaminn úr hellinum. Það sem ekki var sagt þar sem að frumstæð hugsun þess tíma skildi það ekki, vara að ég notaði Arcturian tækni til þess að gera það. Ég flutti einfaldlega kjarnaþætti líkamans í fimmtu víddina með því að nota Arcturian ljósforms tækni.

Mjög stuttu eftir dauða minn og brottför frá jörðinni varð minn elskaði lærisveinn, þróasti námsmaðurinn minn, sem sannarlega var einnig kennari minn og konan mín María Magdalena fyrir öfund og aðkasti. Þversögnin var sú að hún var úthrópuð af þröngsýnum smásálum og hinum lærisveinum sem eftir voru.

Mér finnst það kaldhæðnislegt og tregablandið að ég skuli hafa þurft að standa frammi fyrir þessum aðstæðum á þann hátt sem kemur fram í skýrslu Sanat Kumara. Fyrir Arcturians er markmiðið alltaf það sem skiptir mestu máli framar þörfum hjartans. Ég skildi eftir mína elskuðu Maríu Magdalenu og dóttur okkar sem eins og allir vita er ekki getið um í guðspjöllunum.

Ég eins og Sanat Kumara velti því fyrir mér þegar ég lít til baka; myndi ég gera þetta allt aftur.

Ég er sammála Sanat Kumara þegar hann segir að við Arcturians verðum að setja þarfir hjartans inn í jöfnu skuldbindingar okkar við verkefnin.

Það er huggun að fá að vera með minni elskuðu Maríu Magdalenu, en ég er sorgmæddur yfir því hvernig fór fyrir boðskap mínum. Í stað þess að rísa upp sjálfir, þá líta þeir sem segjast fylgja mér á mig sem bjargvætt. Það var aldei ætlunin. Það voru margar túlkanir á orðum mínum, flestar þeirra rangar, en í grundvallaratriðum var það sem ég reyndi að miðla þeim sem fylgdu minni leið, að þeir yrðu hólpnir vegna eigin æðri þróunar, vitsmuna og frelsis.

Mér finnst það fyrirlitlegt, óheppilegt, en einnig skiljanlegt að sannleikur minn skyldi verða svo afvegaleiddur.

Með því að vera frelsaður meinti ég að vera bjargað frá því að lifa “lægra” lífi, vera bjargað úr dimmu heimskunnar og frelsað úr fangelsi sálarinnar.

Þeir sem bíða eftir því að ég snúi aftur til að bjarga þeim og öðrum í gegnum trúarkenningar frá eigin misnotkun á lífinu, þeirra eigin heimsku og sálarfangelsi verða mjög vonsviknir.

Ein mín mesta eftirsjá fyrir utan það að skilja Maríu eftir, var hinn tímabundni missir dóttur okkar í jarðlífinu, en ég þurfti að einblína á verkefnið. Nú þegar verkefninu er lokið og ég lít til baka verð ég miður mín þegar ég sé hvað hefur gerst á jörðinni í mínu nafni.

Hvernig getur nokkur sem lifir í mínu nafni og kallar sig kristinn alið á hatri í stað kærleika. Það er óhugsandi fyrir mig sem Arcturian að slík brenglun á boðskap mínum skuli hafa getað átt sér stað, en hins vegar hafandi verið mennskur á jörðinni, þá skil ég það.

Eins og Sanat Kumara minntist á, eru Utanjarðarverur bæði góðviljaðar og ekki góðviljaðar, sumir kærleiksríkir og aðrir illir og það sama gildir um mennina. Það er spurning sem hver verður að svara fyrir sig sjálfur.

Viltu vera kærleiksríkt afl í þinni veröld eða ekki.

Ef ásetningur þinn er að vera kærleiksríkur, þá býð ég þig velkominn hvort sem þú kallar þig kristinn eða ekki.

Ef þú hins vegar ert illur og dreifir hatri í heiminum, kallaðu þig ekki kristinn.

Fyrir sakir nafns míns bið ég ykkur um þetta.