Bókaútgáfa

 

Sigrún Gunnarsdóttir


Sigrún Gunnarsdóttir Reikimeistari og rithöfundur hefur gefið út 3 bækur.
Fyrsta bók Sigrúnar Táknmál drauma kom út í mars 2014 og var gefin út á ensku ári síðar undir heitinu The hidden languagae of dreams.
Nýjasta bók hennar Þróunarsaga sálar er komin út og er nú komin almennar í bókaverslanir og fæst hjá Penninn Eymundsson í Austurstræti, Kringlunni, Smáranum og í Hafnarfirði og hjá Máli og Menningu á Laugavegi 18. 
Einnig verður áfram til sölu hjá Betra líf í Kringlunni og Gjöfum jarðar á Laugavegi. Einnig er hægt að fá hana hjá Heilunarskólanum.

Umsögn lesanda:
Var að klára að lesa “Þróunarsaga Sálar”. Feikigóð bók og skyldulesning fyrir alla sem feta á köflum grýtta leið í andlegri þróun. Við lestur bókarinnar kviknaði á köflum ljós í mínum kolli yfir hlutum sem áður voru mér huldir.
Og ekki laust við það maður fái kökk í hálsinn við lestur síðasta kaflans þegar Kóngulóin hefur…………………… segi ekki meir til að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að lesa.

Úrdráttur úr bókinni:
„Hina eiginlegu andlegu sálarþróun er hvorki hægt að skilja né skilgreina nema í gegnum einhverskonar upplifun, hugleiðslu, miðlun, drauma, sýnir, innsæi o.s.frv.
Sálin okkar þroskast í hverri jarðvist og á milli jarðvista hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki, en meðvituð sálarþróun er það, þegar persónan sjálf gerir það með vilja og af ásetningi. “

Þeir sem hafa áhuga á að eignast bókina geta nálgast hana í ofangreinum verslunum eða hjá Heilunarskólanum og er þá hægt hvort heldur að sækja hana eða leggja inná reikning og fá hana senda.
Upplýsingar hjá Sigrúnu í síma 5551727 og á heilunarskolisigrun@gmail.com

 

Þróunarsaga sálar

web-large - ÞRÓUNARSAGA SÁLAR- aðalmynd
Hugleiðsla er sú list, að hlusta úr tengslum við sitt eigið ég og tengjast æðra sjálfinu.

Ávinningurinn af því að hugleiða er margvíslegur. Þar má nefna aukna sjálfs þekkingu, aukinn skilning á sjálfum sér, bæði andlegan og ekki síður veraldlegan, betri almenna líðan bæði andlega og tilfinningalega, sem orku og líkamshreinsun, auk þess sem hún er mjög öflug leið í fyrirbænum.

Hugleiðsla er líka stórkostleg leið til heilunar, hún er frábær í allri sjálfsvinnu, er leið til aukinnar visku og þekkingar og síðast en ekki síst er hún “algjört grundvallar atriði fyrir alla andlega þróun”.

 

Guðlaug
Forsíða bókarinnar er mynd af málverki
eftir Guðlaugu Friðriksdóttur myndlistar-
konu og bókbindara.

 

 

 

Táknmál drauma

web large - fyrir vefsíðu Rósin
Eðli drauma er leiðsögn hvort sem hún er veraldleg eða andleg. Sífellt fleira fólk dreymir drauma sem eru guðleg leiðsögn, en sú leiðsögn er send okkur á táknmáli sem fáir skilja ennþá.

Alla dreymir þó að við skiljum og munum mismikið af draumunum okkar. Drauma fyrir daglátum er nokkuð auðvelt að skilja og fólk býr sér jafnvel til sitt eigið táknmál til að túlka þá, því að undirvitundin notar okkar eigin þekkingu þegar hún sendir okkur skilaboð.

Þeir draumar sem eru guðleg leiðsögn eru ólíkir daglátadraumum að því leyti að táknmálið alltaf eins. Það er eins og sjálfstætt tungumál sem þarf að læra til að geta lesið táknmálið og er þessari bók ætlað að veita innsýn í þennan heim táknmáls og hvernig við getum notað það til að skilja draumana okkar.

Þeir sem hafa áhuga á að eignast bókina geta nálgast hana í ofangreinum verslunum eða hjá Heilunarskólanum og er þá hægt hvort heldur að sækja hana eða leggja inná reikning og fá hana senda.
Upplýsingar hjá Sigrúnu í síma 5551727 og á heilunarskolisigrun@gmail.com

 

The Hidden Language of Dreams

Web large-The hidden language of dreams
The nature of dreams is guided whether secular or spiritual. More and more people dream dreams that are divine guidance, but that guidance is sent to us in sign language wich few people understand yet.

All people dream even though they do not remember or understand all their variations.

Daily dreams are fairly easy to understand and people even create their own sign language to understand them, because the subconscious uses our own knowledge when it sends us a message.

The  dreams that are divine guidance are different from daily dreams in the sense that the symbolism is always the same. It’s like an independent language that has to be learned to be able to read the sign language and this book is written to provide insight into the world of the sign language and how we can use it to understand our dreams.

Þeir sem hafa áhuga á að eignast bókina geta nálgast hana í ofangreinum verslunum eða hjá Heilunarskólanum og er þá hægt hvort heldur að sækja hana eða leggja inná reikning og fá hana senda.
Þessi bók er einni fáanleg í netsölu á amazon.com.
This book is also available on amazon com.

Upplýsingar hjá Sigrúnu í síma 5551727 og á heilunarskolisigrun@gmail.com

Fjóla Dögg-andlitsmynd
The Rose:

The front cover image is taken by Fjóla Dögg Finnbogadóttir, a student in photography.