Forsíða

Heilunarskólinn

Starfsári Heilunarskólans 2016 – 2017 er nú senn að ljúka, en kennsla hefst að nýju í september nk.

Nýtt starfsár hefst með því að stofnaður verður nýr Opinn hugleiðslu og þróunarhópur um miðjan september og síðan er fyrsta námskeið, Reiki I fyrirhugað helgina 23. og 24. september.

Dagskrá námskeiða verður með hefðbundnum hætti og má sjá þau námskeið sem kennd voru sl. vetur hér fyrir neðan og í boði er að fá stök námskeið utan Heilunarskólans ef næg þátttaka fæst.

Ég sjálf fer ekki í jafnlangt sumarfrí og Heilunarskólinn og er hægt að panta tíma hjá mér í eftirfarandi:
Líkamsmeðferð sem byggir á Reikiheilun, Cranio, og Accupuncture meðferð,
orkujöfnun og tilfinningavinnu með sálina,
dáleiðslu í fyrri líf til úrvinnslu í lífinu í dag og leiðsagnarmiðlun.

Einnig býð ég uppá tvöfalda tíma í heilun og miðlun fyrir þá sem vilja prufa hvort tveggja.

Áhugasamir geta fengið upplýsingar, pantað tíma og skráð sig til þátttöku á námskeið með einkaskilaboðum hér á Facebook, á email sigrun@heilunarskolinn.is og í síma 5551727.

Reiki.web small
Reiki I sem er fyrsta námskeið Heilunarskólans á þessu hausti verður helgina 17. og 18. september nk.

 

 

Kyrrðarbæn


Námskeið í Hugleiðslu og Kyrrðarbæn
verður helgina 1. og 2. október og í framhaldi af því þróunarhópur sem hittist vikulega og vinnur með hvort tveggja ásamt frekari fræðslu í hvert skipti.

 

tarot fyrir Facebook
Tarot námskeið
verður helgina 5. og 6. nóvember. Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur, en nýtist líka þeim sem eru lengra komnir.

 

 

Reiki.web smallReiki II verður samkvæmt venju á dagskrá eftir áramót þann 14. og 15. janúar og Reiki III 29. og 30. apríl 2017

Sjá frekari upplýsingar um Reikikennslu Heilunarskólans undir linknum “Reiki”.

 

 

Stairway to heavenNámskeið í Transi, Transheilun og Andlegri Miðlun  verður kennt helgina 28. og 29. janúar nk. Síðan veður settur upp þjálfunarhópur eftir námskeiðið í 8 skipti.
Áherlsan verður lögð á að mynda tengingar og læra að vinna á mismunandi hátt með Andanum og að hver finni fyrir sig hvað hentar honum best að vinna með.

 

Rafael
Unnið með englum
Námskeiðið “Unnið  með englum” verður aftur á dagskrá eftir áramót 11. og 12. febrúar.

 

forsíðaHeilun með Mandölum

Heilun með Mandölum verður á dagskrá 1. og 2. apríl 2017.
Uppsprettan í mynstri hverrar Mandölu er leit okkar að sjálfsþekkingu og stöðu okkar í alheiminum, ferðalag okkar inná við.
Að lita Mandölu er heilandi, hvort sem að þú ert einn eða í hóp og að lita Mandölu er mjög góð leið til að hugleiða.

 

Sjá frekari upplýsingar um Reikikennslu Heilunarskólans undir linknum “Reiki”.

Dagskrá námskeiða verður í heild sinni ásamt verðskrá undir liðnum Dagskrá
efst á síðunni eftir 10 ágúst nk.

Heilunarskólinn býður upp á kennslu utan Reykjavíkur ef næg þátttaka næst og gildir það um öll námskeið skólans. Einnig er boðið uppá að kenna hópum utan skólans í Reykjavík ef þátttaka er næg, en þá einungis á stök námskeið önnur en þau 6 sem gilda til Diploma, þau eru einungis kennd hjá Heilunarskólanum í Reykjavík. Námskeið Heilunarskólans kosta það sama utan Reykjavíkur, en ferðakostanður og gisting bætist ofan á þátttökugjaldið.

Endilega hafið samband til að fá frekari upplýsingar og til að skrá ykkur í Heilunarskólann.

Verð á námskeiðum er undir liðnum Dagskrá og

skráning á alla viðburði er hjá á sigrun@heilunarskolinn.is  og heilunarskolinn@heilunarskolinn.is  og í síma 5551727.

 

Frá heimsóknum þessara írsku vina minna í júní 2015 og Winter Brook Ryan núna í júlí.

Demonstration
Talið frá vinstri;      Samantha Ryan, Carol Deans og Eamon Seix ásamt Sigrúnu Gunnarsdóttur. Myndin er tekin í Dublin haustið 2013.

Nemendur Heilunarskólans áttu frábæra námskeiðshelgi með þessum írsku gestum og á undan áttu þau nokkra daga til að skoða nágrenni Reykjavíkur.

 

 

Winter Brook Ryan
Fengum heimsókn frá þessum ameríska miðli Winter Brook Ryan núna í júlí sl. og miðlaði hún fyrir allan hópinn. Hún er önnur frá vinstri í aftari röð.
Winter

Winter Brook Ryan

 

 

 

 

Þau sem starfa hjá Heilunarskólanum

Sigrún Gunnarsdóttir
Sigrún Gunnarsdóttir er kennari hjá Heilunarskólanum og Kári Þorsteinsson starfar einnig hjá skólanun.
Sigrún vinnur einnig með Transheilun og leiðsagnarlestra og Kári með Svæðanudd og Reiki, en hann útskrifaðist sem svæðanuddari frá Nuddskóla Þórgunnu núna í vor. Tímapantanir hjá Sigrúnu eru í síma 5551727 og á email sigrun@heilunarskolinn.is

 

Kári júlí 2011

 

Svæðanudd

Kári er svæðanuddari, transheilari og með 3 stig í Reiki frá Heilunarskólanum og munn vinna þar í framtíðinni. Þeir sem hafa áhuga á að fá tíma hjá Kára geta haft samband við hann í gegnum Facebook síðu hans og í síma 6950028.

Heimilisfang: Gefjunarbrunnur 9, 113, Reykjavík sími 5551727