Archive for Áhugaverðar greinar

Uppfærsla sálarinnar á uppstigningu líkamans

Hér er mjög áhugaverð grein sem ég sá á Facebook og leyfði ég mér að þýða hana lauslega og birta hér:

Neðanmáls eru smá skýringar á textanum, ekki af því að ég sé að gera lítið úr honum, heldur skil ég svo vel að svona leiðsögn er oft á svo formlegu og hátíðlegu máli að hann er ekki alveg aðgengilegur.

 

Keeper of The Diamond Light Codes
júlí kl. 09:41

Útfærsla sálarinnar á uppstigningu líkamans.


Líkami þinn mun EKKI vinna framvegis eins og hann gerði áður … Uppstigning er ekki sjúkdómur heldur svar þitt við því sem er að gerast í alheiminum.

Svo margir halda áfram að reyna að ‘laga’ líkama sinn aftur ‘í það ástand sem þeir telja að hann eigi að vera, halda áfram að reyna að greina hann eftir jarðneskum skýringum (sjúkdómum / vanlíðan), halda áfram að reyna að setja merkimiða á einkennin.

Uppstigning er allt annað, hún er  GRÍÐARLEG-DNA breyting sem breytir okkur í  eitthvað allt annað en við  höfum nokkurn tímann verið áður, eitthvað sem rökhugsun okkar getur ekki skilið.

Uppstigning er ekki sjúkdómur, hún er ekki einkenni eða orsök. Það er líkaminn þinn sem er að vakna og reynir að endurreikna, endurstilla og endurreisa allt kerfið fyrir þig …. til að færa líkamann þinn upp í  hærri vídd en gömlu línulegu föstu rökhugsunina til sem hann bjó við áður.

Mannkyn mun upplifa ótta, reyna að laga, reyna að stjórna og reyna að fá skýringu frá ‘öðrum’ til að útskýra það sem er að gerast. Fyrir manninum er það auðveldara að finna ‘sjúkdóm’ eða ‘orsök’, en að opna, trúa, hlusta, heiðra og samþykkja og að styðja við líkamann sinn, sem er að reyna að þróast í ljósi og vinna sem fjölvíddar vera sem er mjög erfitt hér í þriðju vídd.

“Vandamál” líkamans eru afleiðing eigin misskilnings og þess að sofna á verðinum og lifa undir hulu minnisleysis  á tímum mikillar þróunar í eigin sköpun.  Líkami þinn er að vakna … sálin innra með þér …..

Í hvert sinn sem LJÓSIÐ flæðir í gegnum hjartastöðina, getur líkaminn ‘farið úr skorðum’ við að reyna að hreinsa og snúa ofan af sér, þar sem allar frumur líkamans hafa verið þandar út  með DNA UPPFÆRSLU / HÁÞRÓUÐUM LJÓSKÓÐUM sem umbreyta algerlega og endurskipuleggja, með því að reyna að sleppa framhjá allri mótspyrnu, öllu eftirliti, öllu sem ekki er að hlusta, öllu sem ekki er alger kærleikur, öllu sem ekki er hreint, öllu sem hélt þér sofandi, öllu sem hélt þér föstum í lægri vídd meðvitundar / sofandi.

Líkami þinn er skipið þitt/farartækið sem flytur þig frá einni vídd til annarar. Svo lengi sem þú ert að reyna að stjórna /snúa því til baka í gamla farveginn, mun líkami þinn ekki geta unnið eins og honum var ætlað að gera upphaflega, skilvirkt og á frábæran hátt …. Þú ert sá sem þarft að velja að hlusta á líkama þinn og hætta …. að stjórna. Hættu að berjast gegn því að vakna til vitundar!

Líkaminn þinn hefur gengið inn í mikla hreinsun og hröðun …

En manneskjan vill alltaf ‘vita allt fyrir’ svo að hún geti stjórnað ferli sem ekki er hægt að stjórna. Það er vegna ótta og þess að treysta ekki … þetta er það sem veldur vandamálum þínum …. skortur á virðingu fyrir líkamanum og þess að styðja hann eins og hann þarf …. til að vakna til meiri vellíðunar.

Þú hefur ekki svima eða truflun á jafnvægisskynjun…. þú hefur þyngdarafl til þess að standa upp. Þú hefur línulegan huga/rökhugsun sem þarf að þurrka út, svo að ólínuleg hugsun geti komið í staðinn. Minningar þínar fara, eins og þær eiga og þurfa að gera, sem og Akaskic Records/skrár sálarinnar. Líffæri þín munu komast nálægt því að bila, hugsanlega alveg, þar sem allt hreinsast, aðskilnaðurinn sem hélt þér frá hreinu ljósi Uppsprettunnar innra með þér. Kirtlar þínir, allt líkamskerfi þitt þarf að lokast “BE OFFLINE” til að virkjast aftur “BE ONLINE” á alveg nýjan hátt, með virkjun CRISTALA (CRYSTALLINE) í líkamanum, vöðvum, beinum, tönnum, heila, blóði, húð / hold, líffærum, augum … sérhver sameind líkama þíns verður endurnýjuð fyrir þig ….

Líkami þinn mun ekki starfa eins og hann gerði áður, það er mjög ólík tilvera að lifa og starfa í mörgum víddum – LIVING WALKING IN MULTIPLE DIMENSIONS. Þú getur ekki farið með þéttleika/aðskilnað/eða ómeðvituð forrit með þér …. líkaminn þinn þarf að hreinsa þetta allt alveg út og endurvinna það aftur eins og það á að virka …. og ekkert verður eins og þú þekktir það áður.

Líkaminn þinn mun segja þér að sofna þegar þú umbreytist í Alheims ljósveru/ UNIVERSAL/UNIFIED BEING OF LIGHT …. þú munt vakna í mörgum víddum/raunveruleikum, ekki breyttur=viðgerður …. heldur flyst þú, andar fullkomlega meðvitað og lifandi … og það veður töfrandi og ótrúleg reynsla. Líkaminn þinn þarf samt að verða alheimsgátt og tengjast aftur öllu StarGate System/Stjörnukerfinu sem var aftengt þegar þú valdir að koma inn í þriðju víddina til mannlegrar reynslu / tilraun þína hér á eigin spýtur.

Allt taugakerfið verður opnað/búið til (þróað) inni í líkamanum, gjörólíkt því sem var áður. Allur uppsafnaður sársauki sem situr fastur í líkamanum verður að fara, og já, það getur stundum orðið mjög erfitt, háð því hversu “sofandi” og ómeðvitaður þú varst.

Þú gengur ekki í gegnum hlið himnanna með ómeðvituð (forrit)/eða þéttleikann sem þú hafðir. Allar dyggðir, dómur, sorg, mein, hatur, reiði, skömm, sektarkennd og ótti (vantrú á öllu þessu ‘…’ (aðskilnaður) …verður allt að fara. Þú getur ekki ‘komið hingað’ og haldið hinu líka. Þú verður að velja hvort þú vilt hætta að ‘þjást’ og gera hlutina erfiðari fyrir þig.

Líkaminn er svo miklu meira en þú hefur alltaf haldið að hann væri. Hann er formið/myndbirting þín, sem hefur hreinan skilning á innri mætti þínum, formið sem þú valdir að endurspegla sem sál hér. Sem manneskja tókst þú það sem sjálfgefið, ótengdur því, elskaðir það ekki, né þakkaðir. Það var ‘hlutur’ sem þú umgekkst sem auðkenni þítt og dæmdir það án þess að hafa hugmynd um það. Þegar þú vaknar innra með þér (sálarvakningin), þarf líkaminn að þróast. Æðri vitund þín “DNA” virkjar allt sem var  sofandi og gömlu ómeðvituðu forritin þín eru virkjað til að byrja að hreinsa frumur líkamans …. allt sem var grafið djúpt innra með þér/falið … Þú verður að sjá það og velja að sleppa því án þess að festast aftur í þeim gömlu kerfum sem þú þekktir.

Þú ert hér til að sameinast líkama þínum, verða heill á sviði sem mannlegur hugur þinn skilur ekki. Guðleg sameining með líkama þínum er reynsla sem er tær, mjög náin og djúp. Það er ekkert hið ytra sem hægt er að bera saman við það ferli, annað en samband þitt við ALLT SEM ER aftur. Þegar vitund þín þenst út og sameinast Vitund alls sem orkulega ….  mun allt líkamlegt vakna aftur til lífsins. Hún mun hreyfast, anda, tala og hafa samskipti á þann hátt sem mannlegur hugur þinn getur enn ekki skilið. Tenging þín stillir allt til hæstu mögulegrar tíðni – HREINAN KJARNA KÆRLEIKANS. Líkaminn þinn er að reyna að gera þetta líka …. en þú þarft að hlusta, heiðra, aðstoða og styðja hann. Hættu að reyna að laga/fá hann til að passa inn í gamla munstrið ……

Líkaminn þinn mun ekki umbera gömlu leiðirnar, hann mun á einhverjum tímapunkti taka yfir og taka frá þér hæfileikann/getuna til að stjórna  …. ef þú ert ekki tilbúinn til að hlusta ….

Slepptu þeim orðum sem halda þér í því hugarfari að þetta sé sjúkdómur, vandamál eða eitthvað sem er rangt. Skiptu um orð fyrir önnur sem aðstoða þig við að meðtaka, hafa skilning og sýna þakklæti fyrir ferli sem er að fara að eiga sér stað fyrir þig. Þegar þú gefst upp/gefur eftir fyrir eigin æðra sjálfi/alheimsins og hættir að berjast/streitast á móti og reyna að fá allt til að passa aftur inn í gömlu ómeðvituðu “boxin”, mun öll upplifun þín gjörbreytast. Líkaminn getur gert það semhann þarf að gera – fyrir þig af meiri vellíðan. Æðra Sjálfið/Sál þín getur haldið í þakklæti/hamingju og eftirvæntingu ‘LOKINS, ÉG ER BÚIN AÐ BÍÐA EFTIR ÞESSU SEM SÁL/Á FJÖLVÍDDAR SVIÐUM’. Jafnvel þegar það verða óþægindi/sársauki, muntu komast í gegnum það á alveg nýjan hátt.

Mótþróinn veldur þjáningum þínum, slagsmálum þínum við sjálfan þig, að vilja ekki vita, vilja ekki heiðra ferli sem frelsar þig frá því gamla. Mannlegu eðli þínu líkar ekki breytingar og það þarf/verður að “skilja” allt fyrst …. en um tíma, þá virkar þeta ekki þannig. Það getur, ef þú ert opinn og tilbúinn til að hlusta á þitt æra sjálf… að lokum ….

Allir sjúkdómar og líkamsvandamál sem manneskjan hefur skapað sér er hægt að útskýra á mjög ólíkan hátt með æðri vitund í gegnum ORKU og nálgun með SKAMMTAFRÆÐI til að sjá og skilja það sem raunverulega er. En þú verður að vera reiðubúinn til að opna/hlusta og ákveða hvernig þú vilt fara þessa leið; meðvitað … eða halda áfram að ganga hana ómeðvitað (í þjáningu/harðari og grimmari), því að líkaminn verður að leiðrétta/gera við  og laga allt sem þú hefur gert honum sem ómeðvituð manneskja …. Það þarf að snúa öllu við og endurkóða DNAið þitt, endurbyggja allt kerfið þitt og endurskipuleggja alla innviði  líkamans til að vinna með ótrúlegt magn ljóss með kristöllum sem myndast inni í líkamanum.  Þetta mun meiða eins og helvíti í smá stund, valda kláða í hvert skipti sem við hittum háar?? sólvindur ♫, virkni loftsteina og aðrar tíðnir sem leiða ákveðinnar tíðni fyrir kristalla þína, til að þróast hið innra. Þetta er mikil vinna sem hefur átt sér stað alla okkar tilveru hér. Það er stöðugt, á hverjum degi og eykst verulega eftir því sem við förum lengra …. ÁHRIFIN SEM ÞÚ UPPLIFIR er uppstigning líkamans og niðurstigning sálarinnar til að sameinast innan líkamans, til að samþætta á meðan þú sefur, svo að þitt Alheims kristna, engla og guðlega sjálf þtit geti skinið innan frá.

Þú getur ekki hafnað því sem er að gerast í líkamanum þínum, þú þarft að styðja það og aðstoða með því að elska það …. allt sem gerist inni í líkamanum þínum er flókið ferli sem verður að eiga sér stað og þú samþykktir það löngu áður en þú komst hingað til jarðarinnar. Þú ert ekki fórnarlamb neins, það er líka þín eigin mannlega skynjun. Það er ekkert að eða athugavert, líkaminn þinn er einungis að reyna að bæta ‘skaðann’ sem þú gerðir honum, á meðan þú dvaldir sem ómeðvituð mannvera hér. Það var allt hluti af ferlinu, en nú er tími til að stoppa. Opnaðu hjarta þitt og huga fyrir því sem raunverulega er að gerast. Það verður ekki það sem þú hélst að það yrði, það mun ekki passa inn í gömlu gildin eða boxin og þú getur ekki “meðhöndlað” útfærslu eða þróun þess að verða fjölvíddar vera …. Það er ekki sjúkdómur … það ert þú að verða sá sem þú raunverulega ert.

Ég skrifi þetta vegna þess að sú gríðarlega háa tíðni sem við erum í, er AUKIN ÞRÓUÐ OG HRAÐARI UPPSTIGNING fyrir alla á jörðinni. DNA erfðafræði er endurkóðað 24/7 á óviðráðanlegum hraða núna. Ef þú heldur áfram að halda í gamlan ótta og viðhorf til þess em er að gerast, þá munu það verða miklu erfiðari umskipti en nauðsynlegt er …… Það er allt nákvæmlega eins og því er ætlað að vera …. Þannig virka hlutirnir hér.

Kærleikur, svörun, góðvild, að hlusta, heiðra, styðja, annast, sýna umyggju … þetta er það sem líkami þinn þarfnast (þarf) frá þér. ♥

Ég elska þig! ♥

Lisa Transcendence Brown ☼ Avatar Consciousness/Soul Embodiment/Multi-Dimensional Mastery/Quantum Existence www.AwakeningToRemembering.com

P.s. Ég hef núna sýnt meiri náttúrulegan stuðning en ég hef gert í mörg ár, þar sem hver áfangi er öðruvísi hvað varðar það sem líkaminn þarf að gera, þessi gríðarlega frumu- / sameinda / erfðafræðilega / nýja DNA vinna hér. ♦

Auktu vitund þína innan frá til að opna að fullu og til að muna þinn eigin sannleika hér.

 

SOURCE: http://www.awakeningtoremembering.com/something-for-everyon…

Join Here  In Universal Service ▲ Keeper of The Diamond Light Codes

 

Þar sem að ég/þýðandi er bæði heilari og miðill þá veit ég t.d. að sálin ber með sér í DNA kerfinu þá veikleika sína sem hún hefur ekki unnið úr, frá einni jarðvist til annarar það til þeir eru að fullu heilaðir.
Það hefur tekið mannkyn mjög langan tíma að skemma eiginleika líkamans til þess ástands sem hann er í í dag og þetta snýst jú um að leiðrétta hann til baka.
Okkur til huggunar þó, er að tíminn líður í eðli sínu miklu hraðar en áður, en það mun samt ábyggilega taka sálina nokkra mannsaldra að leiðrétta þetta að fullu.
Við sem erum í andlegri vinnu og komin lengra í orkunni þ.e. erum að hækka okkur úr þriðju vídd í átt til þeirrar fimmtu þar sem þetta verður að fullu heilað, þá hljótum við að finna mun meira fyrir þessari umbreytingu en hinir sem ekki eru í andlegri vinnu og ætla sér kannski ekki einu sinni inn í nýja tímann.

Maður spyr sig svo kannski sem svo; hvað hefur líkaminn með uppstigningu sálarinnar að gera, því að ekki förum við með hann með okkur.
Við erum þríein þ.e. hugur, líkami og sál og það sem gerist með einum hluta okkar hefur óhjákvæmilega áhrif á hina.

Það er því einfaldlega þannig að sálin þrífst ekki í óheilbrigðum líkama.
Þar af leiðir að við komusmst ekki hjá þessu ferli.

 

Dreymir kornabörn?

IMG (2)

Því yngri sem börnin eru, því meira dreymir þau. Öll skynhrif sem nýfætt barn verður fyrir eru ný og það þarf því tiltölulega langan tíma til að raða þeim í nýja heilabörkinn.

Kornabörn dreymir vissulega og meira að segja meira en fullorðna. Hvað þessi litlu börn dreymir, fáum við þó sennilega aldrei að vita.
Samvkæmt nýjustu kenningum notum við draumana til að vinna úr þeim áhrifum sem við höfum orðið fyrir yfir daginn og koma þeim heim og saman við fyrri reynslu. Meðan við hvílumst er heilinn sem sagt á fulluri ferð við að aðgreina áhrif dagsins og koma þeim fyrir í réttum skýffum. Í kornabörnum er heilinn ekki fullþroskaður og hér mætti ímynda sér að draumarnir eigi þátt í að koma röð og reglu á ýmsar upplýsingar í hinum nýja heilaberki. Og þar eð allar upplýsingar eru nýjar þarf draumsvefn til þess.
Ástæða þess að nú er nánast vitað með fullri vissu að ungbörn dreymir, er sú að á sérstökum svefnrannskóknarstofum er unnt að fylgjast með hinum svonefnda REM-svefni. Skammstöfunin REM stendur fyrir “Rapid Eye MOvement” eða “hraðar augnhreyfingar”. Á 6. áratugnum komust bndarískir vísindamenn að því að fólk dreymir í REM-svefni. Sé fólk vakið upp af þessu svefnstigi, kemur nánast allaft í ljós að það var í miðjum draumi. Fyrir kemur líka að fólk dreymi á dýpri svefnstigum en ekki nándar nærri jafnoft.
Fullorðið fólk er á REM-stigi um 20% af svefntímanum, en nýfædd börn eru á þessu stigi um 50% af þeim tíma sem þau sofa. Þar eð kornabörnin sofa um 16 tíma á sólarhring, dreymir þau samtals um 8 tíma.

Fóstur dreymir mest

Fyrir fæðingu er langstærsti hlutiIMG svefnsins draumasvefn – svonefndur REM-svefn. Skönnun fóstra hefur leitt í ljós að REM-svefn hefst nálægt 17. viku meðgöngu eða áður en meðgangan er hálfnuð. Eftir fæðingu dregur hratt úr REM-svefni, en á fyrsta æviárinu tekur REM-svefninn þó þriðjung alls svefntímans.

Grein þessi er úr Lifandi vísindi 
nr. 16/2004

Eilífðarvél mismununar og skulda?

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson frá 2008.
Það skal tekið fram að greinin er birt með leyfi höfundar, en ekki MBL. 
enda litið svo á að þar sem myndin Zeitgeist: Addendum var sýnd á RÚV og er 
aðgengileg á vefnum, þá sé þetta ekki ritstuldur.

Ríkissjónvarpið sýndi í ágúst árið 2009 heimildarmyndina Tíðarandinn: Viðauki eða Zeitgeist: Addendum frá árinu 2008. Á Fésbókinni var stofnuð síða til að þrýsta á Ríkissjónvarpið um að taka myndina til sýninga og voru nánast fimm þúsund manns búnir að skrá sig á þá síðu þegar myndin var sýnd.

Markmið Venusar verkefnisins eru afar háleit og byggja á hráefnisgrundvölluðu hagkerfi. Hugsuðurinn á bakvið verkefnið er Jacque Fresco og er ósk hans að koma á samfélagi sem flestir myndu telja útópískt en hann grundvallar skoðanir sínar á því að stríð, glæpir og fátækt séu allt afleiðing nútíma hagkerfisins sem byggist á skorti og skuldum.

Markmið Venusar verkefnisins eru afar háleit og byggja á hráefnisgrundvölluðu hagkerfi. Hugsuðurinn á bakvið verkefnið er Jacque Fresco og er ósk hans að koma á samfélagi sem flestir myndu telja útópískt en hann grundvallar skoðanir sínar á því að stríð, glæpir og fátækt séu allt afleiðing nútíma hagkerfisins sem byggist á skorti og skuldum.

Heimildarmyndin er framhald af annari keimlíkri mynd frá árinu 2007 en báðar fjalla þær að miklu leyti um samsæriskenningar sem sumar hverjar eru áhugaverðar og aðrar reyfarakenndar. Það sem er þó áhugaverðast við Zeitgeist: Addendum er þó líklega sú fullyrðing að fjármagnsöfl heimsins sjái sér hag í því að steypa almenning í fjötra skulda og að í raun hafi verið búið til peningalegt kerfi sem sogi aðrar peningalegar eignir til sín. Slíkur málflutningur hlýtur að vekja athygli íslensks almennings sem nú lítur út fyrir að þurfi að opna pyngjur sínar til að greiða erlendum lánardrottnum.

Af hverju
Heimildarmyndin sem er verk eins manns, Peters Joseph, segir að skuldir séu leið til nútíma þrælahalds. Fólk steypi sér í skuldir og verði að vinna til þess að geta borgað af þeim. Í augum Josephs eru lánardrottnar nútíma þrælahaldarar. Þjóðfélagið geti aldrei verið skuldlaust þar sem peningar eru búnir til úr skuldum. Á þetta bætast vextir, sem í raun geta aldrei verið geiddir til baka. Þannig sjái bankar um að framleiða peninga og stýra kerfinu, sér til hagsbóta. Eftir bankahrunið vakti heimildarmyndin mikla athygli og margir horfðu á hana á Youtube enda var myndin og sérstaklega einn viðmælandi Peters Joseph, umtöluð á Íslandi. Viðmælandinn var John Perkins sem mætti í Silfur Egils þar sem hann varaði við aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Því hefur verið haldið fram hér á landi að hrunið hafi einmitt verið afleiðing þess sem Perkins talaði um í Zeitgeist: Addendum, að Ísland hafi verið fórnarlamb efnahagslegra málaliða. Hin rafræna hjörð peningaaflanna lánaði Íslandi stórfé, vitandi að sá tími kæmi að ekki væri hægt að standa undir skuldinni. Þegar sá tími kæmi væri hægt að fá raunveruleg verðmæti í skiptum fyrir gjaldeyrinn sem útgefinn er af seðlabönkum og er í raun ekkert annað en skuldaviðurkenning í dag eftir að gullfóturinn var lagður af.

Nauðsyn brýtur lög
Í myndinni segir að þau vandamál sem heimurinn glími við verði ekki löguð nema hægt sé að græða á því. Það sé eðli þess hagkerfis sem við búum við í dag að allt verður að skila arði eða hagnaði. Bóluhagkerfi eins og það sem heimurinn sá á síðasta ári er dæmi um hagkerfi þar sem peningar eru búnir til úr engu nema skuldum. Í gegnum tíðina hafa penignar þó fyrst og fremst verið miðill til að flytja verðmæti og því innleysanlegir t.d. í gulli eða silfri. Hagkerfi gátu framan af ekki aukið peningamagn í umferð nema með því að auka við raunhagkerfið með aukinni framleiðslu. Ef prenta átti meiri peninga þurfti að auka við gullforðann. Í kerfinu í dag er bóluvöxturinn landlægur þar sem kerfið býr til peninga úr skuldum og hægt er að stofna nýjar skuldir nánast óheft eins og gefur auga leið.

Frjór Jacque Fresco er þrátt fyrir að vera 93 ára gamall í fullu fjöri og hefur hann unnið sleitulaust að því að vinna framtíðarsýn sinni fylgi frá því að hann fékk fyrsta einkaleyfið 1948. Ekki er þó víst að hugmyndafræði Fresco falli öllum í geð.

Frjór Jacque Fresco er þrátt fyrir að vera 93 ára gamall í fullu fjöri og hefur hann unnið sleitulaust að því að vinna framtíðarsýn sinni fylgi frá því að hann fékk fyrsta einkaleyfið 1948. Ekki er þó víst að hugmyndafræði Fresco falli öllum í geð.

Efnahagskerfið er að hrynja að sögn Josephs sem segir Bandaríkin ekki munu geta staðið í skilum af vaxtagreiðslum eftir aðeins tíu ár og standi því andspænis gjaldþroti með tilheyrandi alvarlegum afleiðingum fyrir restina af heimunum. Í áratugi hafi Bandaríkin flutt út sína eigin verðbólgu í krafti dollarans sem helsta greiðslumiðils heimsins. Þegar of erfitt reyndist að halda dollar innleysanlegum í gulli eða silfri hafi það fyrirkomulag einfaldlega verð lagt af í stað þess að draga saman seglin í bandaríska hagkerfinu. Bankahrunið, sem fólk hefur nú þegar orðið vitni að á Íslandi og lausafjárkrísan á heimsvísu eru byrjunin á þessu ferli að sögn Josephs. Verðbólga rís og ríkið dælir peningum í kefið því að eina leiðin til að halda bönkunum gangandi er að prenta meiri peninga og eina leiðin til að prenta peninga er með því að stofna til meiri skulda og verðbólgu. Það sé því aðeins tímaspursmál hvenær fólk átti sig á þessu og hreinlega hætti að fá lánað fé, vanskil fari þá að aukast og þá mun kerfið hrynja saman með látum segir Joseph. Einhverjum kann að þykja þessi lýsing minna á ferlið sem Íslendingar hafa farið í gegnum á síðustu árum sem endaði svo með hruninu í haust. Það ætti þó að vera enn meira áhyggjuefni, ef satt reynist að á heimsvísu hefur kerfið verið  við lýði í áratugi og hrunið ætti því að verað í réttu hlutfalli við það. Kerfið er svo varið af fólkinu sem ætti að stuðla að breytingunum á kerfinu.

Útópían spillir
Þetta er kannski einna áhugaverðast í Zeitgeist: Addendum með tilliti til þeirra sviptinga sem hafa orðið á Íslandi á síðustu mánuðum. Landsmenn hafa séð stjórnmála menn taka 180 gráðu snúning í þjóðþrifamálum til að verja ríkjandi kerfi. Jacque Fresco, einn viðmælanda  Peters Joseph, en hann er Íslandi kunnugur eftir heimsókn sína til landsins, segir reyndar einmitt í heimildarmyndinni að stjórnmálamenn séu kosnir á þing, ekki til að breyta hlutunum, heldur til að tryggja að allt haldist óbreytt. Karlinum, sem er 93 ára gamall róttæklingur með hugmyndir sem minna útópíu Karl Marx, virðist hafa ratast satt orð á munn þó auðvelt sé að efast um önnur áform hans. Fresco og maki hans Roxanne Meadows halda því fram að maðurinn hafi ekki eðli heldur læri ákveðna hegðun. Þannig læri maðurinn að vera gráðugur og fordómafullur í umhverfi þar sem skortur er skipulagður og viðvarandi.
Venusarverkefni Jacques

Hvað tefur?
Ísland er land þar sem tækifærin til að breyta hagkerfinu eru sennilega meiri en víðast hvar annarsstaðar. Hvað tefur stjórnvöld frá því að nýta t.d. metanframleiðslu á bíla í stað innflutts eldsneytis þegar t.d. ein hreinsistöð á sorphaugunum í Álfsnesi annar notkun 3000-4000 meðalstórra fólksbíla? Hvað með vetni og rafmagn? Hagsmunir ríkisins eru miklir af sölu eldsneytis enda skatttekjurnar himinháar, kannski of háar til að kerfið leyfi breytingar. Öðrum þræði er kallað eftir notkun á viðvarandi orkugjöfum, en á hinn bóginn er ríkið svo að segja háð skatttekjunum. Sagt er að nauðsyn brjóti lög og í því sambandi má einstaka sinnum heyra minnst á neyðarrétt þegar talað er um viðbrögð stjórnvalda við efnahagshruninu, en rauði þráðurinn í málflutningi Josephs er að róttækra úrræða sé þörf til að bylta kerfinu. Vestræn lönd sem orðið hafa fyrir barðinu á skuldaklafanum sem Joseph talar um væru tilvalin til að fara á undan með fordæmi þar sem nauðsyn brýtur lög, réttindi þjóðar yrðu sett ofar réttindum fjármagnseigenda. Í myndinni  hvetur Joseph einnig til þess að fólk byrji á sjálfu sér og láti efnishyggjuna lönd og leið.

Umdeild Zeitgeist: Addendum er skrifuð og leikstýrt af Peter Joseph en hann er afar gagnrýninn á ríkjandi hagkerfi en skoðanir hans hafa fengið nokkurn hljómgrunn á Íslandi eftir bankahrunið.

Umdeild Zeitgeist: Addendum er skrifuð og leikstýrt af Peter Joseph en hann er afar gagnrýninn á ríkjandi hagkerfi en skoðanir hans hafa fengið nokkurn hljómgrunn á Íslandi eftir bankahrunið.

Í hnotskurn má segja að Zeitgeist: Addendum sé að mörgu leyti keimlík öðrum myndum sem halda samsæriskenningum á lofti. Það er þó eitt meginatriði sem greinir mynd Peters Joseph frá öðru og það er að Joseph telur að það sé miklu frekar það kerfi sem við höfum búið við sem stjórni sem væri það lifandi. Flestar aðrar samsæriskenningar snúast um áhrifaríka hópa í heiminum, sem annaðhvort eru til – eins og Bilderbergshópurinn, eða ekki til – eins og Luminati-hópurinn úr bókum Dan Brown sem nú hafa verið kvikmyndaðar. Þannig sé hagkerfi heimsins stjórnað af kerfi sem mennirnir hafa búið til að sögn Josephs. Peter Joseph skipar sér í hóp með mönnum sem hingað til hafa predikað að hagkerfi heimsins geti ekki gengið upp en þar má finna menn eins og Peter Schiff sem varaði við efnahagshruninu árið 2008, Ron Paul öldungadeildar þingamnn sem hefur lengi þótt vera málsvari skynseminnar, hagfæðinginn Jóhannes Björn sem hefur haldið úti vefsíðunni www.vald.org og Max Keiser sem gerði sér ferð til Íslands árið 2007 þar sem hann spáði hruni íslensks efnahgs. Fyrir þá sem misstu af sýningu RÚV má benda á að Zeitgeist: Addendum er dreift á netinu og hana má finna í fullri lengd og í miklum gæðum, meðal annars á Youtube http://www.youtube.com/watch?v=EewGMBOB4Gg.