Einkatímar

Sigrún Gunnarsdóttir kennari hjá Heilunarskólanum er bæði transheilari og miðill.

Andleg miðlun

Sigrún Gunnarsdóttir kennari  hjá Heilunarskólanum býður uppá einkatíma í Andlegri miðlun. Lestrarnir eru leiðsagnarlestrar oft tengdir heilunarvinnunni, en þó eru upplýsingarnar alhliða og einstaklingsmiðaðar þannig að viðkomandi fær alltaf þær upplýsingar sem hann er að leita eftir á hverjum tíma í lestrinum.

Tarotspil

Sigrún vinnur einnig með Tarot spil, en þó að mestu leyti í kennslu á námskeiðun og er Tarotnámskeið kennt á hverjum vetri.

Draumar

Langar þig til að skilja leiðsögnina í draumum þínum?
Allir draumar eru leiðsögn, en við þurfum að skilja táknin og kunna að túlka þau.

Ef þig langar að læra að skilja draumana þína getur þú komið á Draumanámskeið og lært að vinna með draumana þína. Þú getur líka fengið túlkun á draumum þínum með því að senda okkur tölvupóst á heilunarskolisigrun@gmail.com  Skrifaðu niður drauminn og það er mikið atriði að gleyma ekki smáatriðunum og samhenginu.

Þú greiðir kr. 1.000.- inná reikning 0115-26-7352 kt. 070352-7969 og færð túlkunina senda til baka.

Upplýsingar og tímapantanir á heilunarskolisigrun@gmail.com