Archive for Bókasala

The Bible Code

 

KYNNING

Skýrslugerð eru fyrsta grófvinnan á sögunni. Þessi bók er fyrsta fulla frásögnin af kóða í Biblíunni sem sýnir atburði sem áttu sér stað þúsundum árum eftir að Biblían var skrifuð.

Þannig að það er kannski fyrsta grófa sýnin á framtíðina.

Við erum nýbyrjuð að skilja biblíukóðann. Þetta er eins og púsluspil með óendanlega mörgum bitum og við eigum aðeins nokkur hundruð, eða nokkur þúsund. Við getum aðeins giskað á heildarmyndina.

Það eina sem ég get fullyrt með vissu er að það er kóði í Biblíunni og í nokkrum dramatískum tilfellum hefur hann sagt fyrir um atburði sem síðan gerðust nákvæmlega eins og spáð var.

Það er engin leið að vita hvort kóðinn sé líka réttur varðandi fjarlægari framtíð. Ég hef reynt að takast á við þessa sögu eins og ég hef tekist á við hverja aðra sögu: sem rannsóknarblaðamaður.

Ég hef eytt fimm árum í að skoða staðreyndir. Ekkert er tekið á trúanlegt án þess.

Ég hef staðfest hverja uppgötvun í Biblíukóðann á minni eigin tölvu, með því að nota tvö mismunandi forrit — það sama og ísraelski stærðfræðingurinn notaði sem fyrst fann kóðann, og annað forrit skrifað óháð honum.

Ég tók líka viðtal við vísindamenn í Bandaríkjunum og Ísrael sem rannsökuðu kóðann.

Ég varð vitni að mörgum atburðunum sem lýst er í bókinni. Frásagnir af öðrum atburðum eru byggðar á viðtölum við einstaklinga sem koma beint við sögu eða voru staðfestar með birtum fréttum.

Ítarlegar athugasemdir við hvern kafla, athugasemdir við allar myndirnar og endurútgáfa af upprunalegu tilrauninni sem sannaði raunveruleika Biblíunnar, birtast í lok bókarinnar.

Markmið mitt hefur verið að segja frá því sem er kóðað í Biblíunni nákvæmlega eins og ég hefði greint frá sögu úr lögreglublaðinu þegar ég var á Washington Post, nákvæmlega eins og ég hefði greint frá sögu úr stjórnarherbergi fyrirtækja þegar ég var við Wall Street Journal.

Ég er ekki rabbíni eða prestur, né heldur biblíufræðingur. Ég hef engar fyrir fram gefnar skoðanir og aðeins eitt próf – sannleikann. Þessi bók er ekki síðasta orðið. Hún er fyrsta skýrslan.

Arcturians

Árið 2017 þýddi ég nokkar kafla úr 2 bókum um Arcturians;

annars vegar “The Arcturian Anthology” sem fjallar um meistarana, upphaf mannkyns og svo um upprisu mannsins og uppstigningu jarðarinnar
og hins vegar “How Arcturians Are Healing The Planet” sem fjallar m.a. um dökku öflin eða SKRIÐDÝRIN ein og þeir eru kallaðir í þeirri bók.

Ég held að það sé góður tími til að skoða þetta núna og því set ég þetta hér inn á síðuna.

 

Úr bókinni
The Arcturian Anthology

Saga mannkyns
Sanat Kumara

Ég minntist á áður samskipti mín við veru að nafni Esura, konu með ótrúlega hæfni og vitsmuni – þessa eiginleika sem okkur Arcturians finnst mest heillandi og kjósum að hafa samskipti við. Eins og ég sagði, þá varð ég ástfanginn af þessari veru fyrir u.þ.b. fyrir 10 milljón árum skv. sögu jarðar, fyrir Homo sapiens.
Í raun var hún fimmtu víddar vera, en var að gera tilraunir með að breyta yfir í þriðju vídd. Þú myndir kalla hana „Skammlífa“ og ég meina það sem nafnorð, ekki sem lýsingarorð. Á þessum tíma og áður í nokkra tugi milljón ára voru fimmtu víddar verur og hærri á jörðinni. Þau voru Skammlíf í eðli sínu og urðu ekki fyrir neikvæðum áhrifum af jarðneskum óróa og voru að gera tilraunir með jarðneska eiginleika. Sum þeirra sem voru ævintýragjörn, forvitin og hugrökk breyttu tímabundið yfir í þriðju víddar form.

Þau voru í þriðju vídd um mjög skamman tíma og snéru síðan aftur í fimmtu vídd og hærra og voru miklar umræður á meðal þeirra Skammlífu um jákvæðan ávinning þess að vera í þriðju vídd til lengri tíma og voru umræðurnar með tilliti til hættu og takmarkana þess að vera í þriðju víddar formi.

Eins og ég sagði hófum við Esura samband okkar í fimmtu vídd og í fimmtu vídd  höfðum við form. Í raun vorum við í fimmtu víddar veruleika að afla reynslu af því að hafa líkama eins og þið mennsku hafið, en líkami í fimmtu vídd víbrar miklu hraðar en þriðju víddar líkamar.

Þegar ég sem „Utanjarðarvera“ elskaðist með Esura og hún hafði tekið við sæði mínu, lækkaði hún tíðni sína í þriðju víddar tíðni til að finna hvernig það væri og kom síðan aftur í fimmtu vídd með barnið sem var þá samruni af Arcturian og Skammlífum, en þá einnig jarðarvera. Esura hafði útlit jarðarveru eins og margir þeirra Skammlífu.

Hér komum við að hrífandi frávikum og ósýnilegum rótum líffræði ykkar. Við erum að tala um milljónir ára til baka, fyrir fyrstu Homo sapines og fyrir Neandertals fólkið.

Þau Skammlífu sem fóru niður í þriðju vídd, gátu verið um tíma í jarðneskum líkama, en snúið samt aftur til baka til hærri tíðni. Ef þau hins vegar fóru yfir þessi tímamörk, festust þau þar í sínu jarðneska formi.

Í fyrstu á meðan þau Skammlífu gerðu tilraunir með að fara á milli fimmtu og þriðju víddar, skildu þau þennan tímaramma, en eftir því sem leið á tilraunir þeirra í að fara á milli vídda um mörg þúsund ára skeið, urðu sum þeirra kærulaus og óvarkár.

Á tímabilinu fyrir Neanderthal fólkið uppgötvuðu þau Skammlífu að þau gátu farið inn í líkama dýra og öðlast reynslu af því að upplifa jörðina í gegnum líffæra og taugakerfi þeirra dýra sem þau fóru inn í. Glugginn eða tímaramminn sem þau höfðu var til staðar og á meðan hann var þar, gátu þau lifað örugg í þriðju víddar veruleika sem dýr.

Sum þeirra Skammlífu uppgötvuðu alveg sérstaka reynslu í líkömum spendýra sem þið kallið kynlífsfullnægju og fannst þetta mest heillandi reynslan af því að vera í jarðneskum líkama. Sum þeirra urðu svo heilluð, að þau misstu tengingu við raunveruleika tímarammans, þar sem þau kusu frekar að vera í líkamlegu formi og „festust“ og komust því ekki til baka í fimmtu víddina.

Á þessum tíma frá 10 milljónum ára til u.þ.b. 1 milljón ára aftur í tímann komu margar Utanjarðar siðmenningar til jarðarinnar.

En nú verður sagan aðeins flóknari. Þið hafið kynþátt spendýra, í raun margar tegundir spendýra sem hafa ólíka og einstaka eiginleika. Þessi mismunur hefur að gera með hvar þessir frummenn þróuðust.

Og á meðan við erum enn í þessu umræðuefni vil ég segja að hluti af þessu mennska ættartré á rætur í sjónum. Það voru menn sem þroskuðu meiri tengingu við sjóinn og þróuðust sem sjávar verur og önduðu að sér lofti, en höfðu einnig mannleg einkenni. Þeir þróuðu hliðstæður við ættbálka hvaldýra s.s. háhyrninga og hvala.

Flestar þessara vera eru útdauðar, en nokkrar eru enn til í litlum einingum til þessa dags. Þið kallið þær hafmeyjar og hafmenn. Þær eru ekki hluti af goðafræðinni, heldur raunveruleiki, en sem er að fjara út og hverfa.

Á meðal allra þessara frummanna og nú erum við að tala um frum Neanderthal höfðuð þið aðgreiningu á milli tveggja ólíkra þátta vitundarinnar. Önnur var hrein spendýr og svo annar minni, Skammlífir sem urðu fastir í spendýrslíkama – eða upphaflegu prímatarnir.

Til útskýringar, þá erum við að tala um fyrir 27 milljónum ára þegar Skammlífir voru í fimmtu vídd að gera tilraunir í þeirri þriðju. Þeir voru könnuðir vitundarinnar.

Seinna eftir að ég hitti Esura fyrir 10 milljón árum voru sumir Skammlífir að gera tilraunir með að fara niður í jarðneskan veruleika dýra, sérstaklega fyrstu prímatanna.

Eftir það héldum við áfram til þess áhugaverða tíma, síðustu milljón árin, þegar Utanjarðarverur urðu algerlega heillaðar af plánetunni ykkar, vegna þess hún hafði þróað frumskilyrði vitsmuna sem var afleiðing líffræði sem starfar sjálfstætt í tengslum við þróun og í sumum tilfellum vegna nærveru hinna Skammlífu og líffræði þeirra. Forn grikkir þekktu þau sem „nymps“ ungviði skordýra sem ekki hafa púpustig.

Vegna jarðfræðilegra breytinga á plánetunni ykkar, var hún einnig rík af steinefnum. Fyrir u.þ.b. fjögur hundruð þúsund árum komu Utanjarðarverur þekktar sem Annunaki til jarðarinnar. Þær voru í námuvinnslu leiðangri til þess að finna gull, þar sem það hafði orðið niðurbrot í andrúmslofti þeirra og vísindamenn þeirra höfðu uppgötvað að eiginleikar gulls gætu hjálpað til við að koma á stöðugleika í umhverfinu. Þessi leiðangur uppgötvaði að plánetan ykkar var rík af gulli, miklu meira en hún hefur núna.

Þeir sendu því hópa af námavinnslumönnum, sem voru sambland af Annunakis og það sem þið kallið róbóta. Mörgum öldum síðar uppgötvuðu þeir sér til lítillar ánægju að tenging jarðarinnar við sólina var þeim skaðleg, sem og andrúmsloftið.

Þeir leituðu að lausn og af mikilli skynsemi tóku þeir eftir því að sum spendýrin og sumir prímatarnir sem reikuðu um jörðina, höfðu meiri greind en aðrar og að það var hægt að þjálfa þá. Það sem þeir hins vegar gerðu sér ekki grein fyrir, var að þessir sérstöku prímatar sem þeir völdu voru Skammlífir sem voru fastir á jörðinni. Þeir skammlífu höfðu glampa í augunum sem sýndi fram á hærri greind.

Vísindamenn Annunakis ákváðu að kynblanda þá og tóku ákveðna eiginleika úr eigin DNA og blönduðu saman við DNA prímatanna sem þeir höfðu valið til að skapa nýjan kynþátt – mannkynið. Þeir voru greindari og sjálfstæðari, en samt auðvelt að stjórna þeim. Og „ævintýrið“, skulum við segja varð jafnvel enn flóknara.

Það var ákveðið af Annunakis að þegar námuvinnslunni væri lokið, ætti að eyða þessum blendingum. Gegn sameiginlegri ákvörðun Annunakis, ákváðu nokkrir Annunaki liðhlaupar að bjarga nokkur uppáhalds blendingum.

Í augum þessara blendinga voru Annunakis Guðir og fræjum margra trúarbragða var sáð þegar Annunakis skildu eftir þessa þróaðri prímata eina og varnarlausa. Þeim var kastað úr Edensgarði ef það má orða það þannig.

Eftir að Annunakis yfirgáfu jörðina höfðu mjög margar siðmenningar Utanjarðarvera samskipti við þessa blendinga og þannig blandaðist DNA þeirra við DNA mannkyns. Það er þess vegna sem ég segi að mannkyn er „konungsríki“ Utanjarðarvera og alls hafið þið orðið fyrir áhrifum af milli 23 – 24 ólíkum geimsiðmenningum.

Mannkyn nútímans ber því í sér dýpri stig vitundarminnis, tvo mikilvæga strauma þekkingar, en vandinn við undirvitundina er sá, að hún leiðir til meðvitaðra athafna „án skilnings“.

     Þessir straumar sem ég er að tala um eru annars vegar
þeir Skammlífu innra með ykkur sem á sínum tíma urðu fastir á jörðinni og gerðu það að verkum að innra með ykkur er djúp löngun til þessa að fara heim, en vanhæfni til þess að geta það.

Þetta var í raun afleiðing þyngdarlögmálsins þar sem að þeir fóru á milli fimmtu víddar í þriðju og ljóslíkamar þeirra tóku í sig massa sem leiddi til þess.

Sá seinni hefur að gera með þær erfðabreytingar sem Annunakis gerðu á mannkyni til að skapa kynþátt þræla. Þess vegna er djúpt í undirvitundinni þessi löngun og þörf fyrir að vera í „réttu sambandi“ við Guðina og tilhneiging til þess að vera undirgefinn og að tilbiðja, vegna þess að þið skiljið ekki eðli eða raunveruleika þeirra vera sem þið teljið vera æðri ykkur sjálfum.

Eftir þessa blöndun Annunakis komu aðrar Utanjarðarverur sem vildu færa mannkyni eiginleika sem þeir töldu vera til góðs, en eins og ég sagði í upphafi, þá leiðir jákvæður ásetningur ekki alltaf til jákvæðrar útkomu.

Eigi að síður, hafa margir góðir eiginleikar orðið til vegna erfðafræðilegra genabreytinga, en ég vil bæta því við, að sumt af átökum ykkar jarðarbúa eru ekki aðeins tengd sögunni, heldur vegna ólíkra erfðaeiginleika frá Utanjarðarverum eins og sjá má í hinum ýmsu heimshlutum.

Vandamálið er hins vegar – hvert við stefnum í framtíðinni sem er ólíkt vegna ólíkra erfðaeiginleika. Mannkyn er skilgreint í „augum sumra“ sem ein heild. En staðreyndin er sú að þið hafið ólíka þjóðfélagshópa, ekki aðeins menningarlega, trúarbragðalega eða pólitískt, heldur berið þið einnig með ykkur erfðafræðilegar andstæður.  

 

Möguleikar okkar tíma

Samhæfing alls mannkyns vegna einsleitni mannsins býður ekki upp á mörg úrræði til að takast á við þá áskorun sem átökin innan plánetunnar eru.

Það væri miklu betra og best fyrir hagsmuni mannkyns, ef sannleikurinn um íhlutun geimvera og Utanjarðar siðmenninga yrðu að fullu opinberuð.

Ef mannkyn skildi Utanjarðar uppruna sinn og þann mun sem varð á menningu, ekki bara í gegnum söguna, heldur einnig vegna þeirra róta sem má rekja til geimvera og menninga þeirra, væri mannkyn miklu betur sett. Að vernda mannkyn fyrir sannleikanum um uppruna sinn er ekki mjög snjallt og lausnin á þessum aðstæðum er fullkomin upplýsingaöflun.

Þeir einstaklingar sem láta hugfallast vegna ófriðar í heimunum, myndu betur þjóna sjálfum sér og mannkyni ef þeir horfðu betur á mismuninn milli fólks og menninga þeirra.

Sannleikurinn er sá í þessum aðstæðum, að lausnin á átökunum innan plánetunnar yrði betur ljós ef allir hlutaðeigandi aðilar skildu sérkenni uppruna síns. Núverandi átök á milli Vesturs og Mið austurlanda eru ekki bara átök vegna menningar, viðhorfa, tungumála, gilda og trúarbragða. Á ákveðinn hátt eru Utanjarðar rætur okkar, erfðafræðilega rætur þessara tveggja menningar stór þáttur. Viðurkenning þessa veruleika myndi leiða til mun skynsamlegri lausna.

Að láta sem þessi grundvallarmunur sé ekki til staðar er ekki lausn. En eins og ég sagði áður, við Arcturians erum að reyna að ná sambandi við ykkur og andstæð öfl hindra okkur ekki. Það er frekar að andstæð öfl leiði til skapandi lausna og þetta á einnig við um ástand plánetu ykkar þegar kemur að menningarátökum.

Það eru margir möguleikar fyrir framþróun mannkyns á þessum einstaka tímapunkti í sögu plánetunnar. Hluti af þessu hefur að gera með alheimsorkuna sem hefur áhrif á DNA kerfi ykkar og þar með líkamleg, geðræn og taugafræðileg ferli. Hluti af þessu er vegna virkni sólarinnar, frávika í segulsviði jarðar og áhrif þess á gufuhvolfið. Auk þess er orka sem stígur frá miðju vetrar-brautarinnar að virkja nýja möguleika. Allt þetta er kosmískt tímasett af kerfum alheimsins, ekki af utanaðkomandi greind eða öðrum öflum.

Önnur ástæða fyrir þessu tækifæri mannkyns til að þróast hefur að gera með einstakar aðstæður varðandi samskipti við Utanjarðar-verur. Afleiðing af breytingum á sólinni og framfarir í tækni gerir mannkyni kleift að breyta eigin erfðafræði og að kanna aðrar plánetur frá sjónarhóli og skilningi Utanjarðarvera, sem þýðir að mannkyn er á þröskuldi stórkostlegrar endurreisnar eða stórslyss.

Afleiðing þessa er að núverandi staða vekur mikinn áhuga hjá mörgum Utanjarðar vitsmunaverum og það er fjölmennt af gestum í sólkerfi ykkar.

Enn er ekki hægt að sjá hvort sannleikurinn um framandi Utanjarðar geimveru rætur ykkar verður hluti af sameiginlegum veruleika eða ekki. Stjórnvöld kæra sig ekki um að þessar upplýsingar verði almennt viðurkenndar og þeir líta svo á að þessi vitneskja myndi grafa undan völdum þeirra og valda falli stofnana, þar sem sagan yrði að endurskrifast.

En hvort heimssamfélag ykkar samþykkir þennan sannleika eða ekki, Þá getið þið staðfest það fyrir ykkur sjálfum með rökrænum hætti með því að líta nánar á lygar og mótsagnir trúarbragða ykkar og fyrir þá sem eru nógu ævintýragjarnir  til að gera það, haft bein tengsl við Utanjarðar verur.

Fyrr í þessum samræðum kynnti ég einfalda aðferð til að tengjast öðrum Vetrarbrauta og Utanjarðarverum í gegnum hugleiðsluástand.

Mig langar að bæta við þessa einföldu aðferð svo að þeir sem eru undirbúnir fyrir slíka skynjun geti hafið ævintýrið að þekkja þá sem heimsækja plánetuna  ykkar.

En fyrst eru nokkur varúðarorð við hæfi. Eins og ég sagði áður, Vetrarbrauta og Utanjaðarverur eru margskonar. Sumar þeirra eru góðviljaðar en aðrar eru það ekki. Sumar eru mjög greindar vitsmunaverur, en aðrar eru það ekki.

Í sólkerfi ykkar og  umhverfis jörðina er hörmungarástand vegna mikils magns af þessum gestum, það er eins og þið mynduð segja „bland í poka“. Markmið ykkar ef þið veljið að opna fyrir skynjun ykkar, ætti að vera að aðskilja þá sem eru góðviljaðir frá þeim sem eru það ekki og þá sem eru vitsmunaverur frá þeim sem eru það ekki.

Fyrsta hættumerkið er offramboð. Ég minntist á það áður, en það er ástæða til að endurtaka það: Ef þú nærð sambandi við Utanjarðar vitsmunaveru  og hún segir þér að þú verðir að gera eitthvað, þá hefur þú ekkert að gera með hana að gera. Ef vera segir þér að myndin sem þeir eru kynna sé fullkominn sannleikur, skaltu efast um sannleiksgildið.

Farið varlega og varist þá mannlegu gildru að tilbiðja þessar verur, því að þér finnst þær vera æðri en þú. Slíkar skoðanir eru einfaldlega vegna skynjunar sviptinga sem eiga sér stað þegar horft er til hærri víddar veruleika úr lægri vídd. Það sem ég meina með þessu er að þú skynjar þig sem þriðju víddar veru og ef það er raunin, virðist vera frá fimmtu víddinni eða hærri, hafa töfrum líka hæfileika og frábæra súper orku. En sú niðurstaða væri röng í slíkum tilvikum. Það er tæknin sem þessi hærri víddar verur búa yfir sem leiða til skynjunarvillu af ykkar hálfu.

Aðferð Utanjarðarvera til að vekja athygli ykkar á þeim í upphafi er yfirleitt í gegnum hugleiðsluástand. Heiður kvöld-himinn eru bestu aðstæðurnar til að byrja beina upplifun af þeim og skipum þeirra. Við þær aðstæður mæli ég með að horfið á þá stjörnu sem þið hafið valið ykkur, því að sú stjarna sem þið veljið er mjög líklega tengd ykkar eigin erfðalínu, en hvort sem það er svo eða ekki, er það góð leið til að byrja.

Þið horfið upp í himininn með augun opin og athyglina á stjörnu. Síðan beinið þið athyglinni að bilinu á milli innöndunar og útöndunar og þegar það fer að lengjast verður öndunin grynnri. Þá getið þið farið að beina athyglinni að heilakönglinum í miðju höfuðs.

Haldið áfram að einbeita ykkur að bilinu á milli öndunar og stjörnunnar sem þið eruð að horfa á, á sama tíma og þið beinið athyglinni einnig að miðju höfuðsins. Þið sendið síðan einfaldlega út í rýmið fyrir framan ykkur þá hugsun að þið séuð  tilbúinn til að hafa samband við og sjá gesti utan plánetunnar.

Ef þið gerið þetta nógu oft, þá munuð þið fara að sjá hluti sem þið hafið ekki séð áður. Þið munuð í raun afdáleiða ykkur og sjá í gegnum plánetukerfin í miklu flóknari og ríkari alheimi en þið hafið nokkurn tímann ímyndað ykkur að væri til. Verið viðbúin fyrir ótrúlega sýn þegar þið hafið augun lokuð. Það gerist einfaldlega af vana, að skynjunin sé sterk þannig vegna menningarlegrar þvingunar, en þegar þið komist handan þessarar þvingunar, þá hafið þið lyft hulunni.

Ein viðvörun í viðbót:

Verur frá öðrum víddum munu virka sem guðum líkar og hafa stórkostlega súper orku, en það er einmitt það sem sumar þessara vera sækjast eftir. Þetta eru ekki eftirsóknarverðar verur. Ekki falla í gryfju tilbeiðslu og ekki halda að þeir séu komnir til að bjarga ykkur. Ofar en ekki hafa þeir ferðast svona langt til að skoða hvað er að finna af eintómri forvitni.

Sanat Kumara yfirmaður stjörnuskipsins Aþenu:

Hann ásamt fleiri Acturians eru níundu víddar verur og eru sem Arcturians í fimmtu vídd í gegnum þá níundu sem eins konar blöndu af báðum. Þegar þeir fara í gegnum uppstigningu úr níundu vídd verða þeir hærri ljósverur.

Eitt séreinkenni þeirra er að njóta þess að vera til og annað séreinkenni er að þeir hafa þörf fyrir að hafa markmið. Þeir eru ekki stríðsmenn, en þeir eru óttalausir. Þegar þeir standa frammi fyrir öflum sem eru augljóslega sterkari en þeir, þá finna þeir leið til að vinna með það eða framhjá því.

Tilvera þeirra sem verur á inni sviðum vetrarbrautanna spanna hundruð milljóna ára. Sumar þessar verur hafa form, en aðrar ekki og sannleikurinn er sá að þær eru ekki allar kærleiksríkar.

Við höfum verið settir í hlutverk verndara vegna eðlis okkar og aðstæðna. Tækni þeirra gerir þeim kleift að vernda mörg tilverustig, sérstaklega jörðina sem er heimkynni okkar og við köllum Vetrarbrautina sem þeim finnst fyndið.

 

Verkfæri fyrir upprisu og röðun jarðar við Miðsólina
Juliano, Arcturians og Metatron

Sæl, ég er Juliano. Við erum Arcturians. Við munum endur-skoða upprisu. Notkun etheric kristalla sem nú eru innan jarðar eru einnig verkfæri til að nota fyrir upprisu ykkar. Jöfnun Miðsólarinnar gegnir nokkrum mikilvægum hlutverkum í þróun orkunnar á jörðinni. Sérstaklega munum við líta á hlutverkið sem röðun (Central Sun) Miðsólar mun leika í uppstigningu ykkar. Miðsólarröðunin er einkum nauðsynleg fyrir uppstigninguna . Til að stíga upp verður maður að hafa jöfnun við æðra sjálfið, með sálartilgangi og með fimmtu víddinni.

Þessar röðun gera ykkur kleift að skipta samstundis um orku og færa ykkur yfir í aðra vídd. Óþarfi er að segja, röðunin verður að vera algjör og nákvæm. Jöfnunin verður að vera svo algjör að uppstigning verði samstundis eða samtímis og án fyrirhafnar. “Án fyrirhafnar” felur í sér að þú ert ekki að reyna að ná uppstigningu.  “Án fyrirhafnar” þýðir það að þú ert svo í takt, að orkan í neðri líkama þínum getur færst. Þú ert í einu vetfangi að fara yfir á næsta svið.

Að nálgast stjörnugáttina

Central Sun og Stargate eru einliða. Með því meina ég að þær séu á sama sviði. Hlutverk þeirra er ólíkt, en orkan er svipuð. Kannski mætti halda að í fimmtu víddar áætlun hlutanna væri ekki línuleg röð. Collinear (merkir í eða  að deila sömu beinu línunni) gefur í skyn að þær séu samhliða og á svipaðan hátt. Þegar ég tala um uppstigninguna verð ég líka að tala um Stjörnugáttin, því það er milliskref inn í uppstigningar orkuna. Það er hægt að líta á það sem fyrsta áfangastað, aðlögunarstað, sérstaklega þegar þú skilur að þú mátt ekki fara í gegnum Stjörnuhliðið fyrr en þú hefur lokið uppstigningunni og líkamlegum jarðvistum.

Þú getur nálgast Stjörnugáttina núna, en þú getur ekki farið í gegnum hana. Að fara í gegnum Stjörnugáttina er orku tíðnihækkun þar sem allur ljós andi þinn er umbreyttur á mjög öflugan hátt.

Eftir að hafa farið í gegnum Stjörnugáttina, er núverandi orkusamsetning þín á jörðinni ekki lengur í boði fyrir þig. Þú getur ekki snúið aftur til jarðarinnar nema að endurfæðast. En þú getur komið í forsal inngang Stjörnugáttarinnar.  Í því herbergi ertu tengdur við og á sömu tíðni og Miðsólin.

Þegar þú ert á tíðni Miðsólar áttarðu þig á Arcturian vitundinni og stjörnufræjum þínum. Þið eruð starfsmenn Arcturian á sömu tíðni og þessi forsalur Stjörnugáttarinnar. Þú ert nú í takt við sál þína, orkumikinn kjarna sem er handan jarðar huga þíns. Þegar þú ert í takt við Miðsólina, ertu líka fær um að upplifa orkusvið kosmíska eggsins. Þú ert fær um að upplifa orkumikinn kjarna þinn og form. Þetta orkumikla andlega form er þekkt hjá öllum verum æðri þróunar í vetrarbrautinni okkar.

Við, Arcturians, gerum ráð fyrir öðru líkamsformi og við gætum litið öðruvísi út en þið. Þegar við komum inn í sálina orkumikinn kjarna sem tengist Miðsólinni, þá getum við deilt sameiginlegu orkuformi með ykkur. Þetta orkuform er forholdgun. Þetta er öflug orka sem er foráætlun og kannski er hægt að kalla hana sálarorku. Þess vegna eigum við margt sameiginlegt með ykkur. Við eigum margt sameiginlegt með öllum verum sem eru að flytja inn á hærri sviðin.

Jörðin er forrituð fyrir uppstigningu

Tengsl ykkar við Miðsólina og skilningur ykkar á Stjörnugáttinni kennir ykkur það sem er handan sálarorkunnar. Það kennir ykkur um uppstigninguna í stjörnuríkið. Uppstigningin verður hluti af lokaverkefni plánetunnar. Hún er hluti af fæðingarferlinu og markmið allra endurfæðinga sem færir ykkur í átt að því þar sem kóðarnir og vinnan við þessa umbreytingu eru felld inn í allar frumur ykkar. Jörðin er forrituð til uppstigningar.

Jöfnun eins og við munum sjá á jörðinni flýtir fyrir, leggur áherslu á upprisu þína og flýtir fyrir eðlilegu ferli. Upprisa er eðlilegt ferli sem venjulega er ekki rætt um á jörðinni. Uppstigning er eðlilegt ferli sem er ekki hluti af viðurkenndri endurvakinni hugmyndafræði. Það eru uppljómunar hugsanir og einnig er talað um að ná æðri vitund í trúarbrögðum. Það er aðeins í sumum trúarlegum textum sem þessi hugmynd um upprisu er sett í orð. Það hefur aðeins vakið athygli ykkar undanfarið vegna mögulegra hrikalegra atburða á jörðinni. Það er kynnt fyrir ykkur eins og uppstigningin sé flótti fyrir ykkar frá þessum hrikalegu atburðum.

Það er eitt stig sannleika í þessum fullyrðingum. Hrikalegir atburðir eiga sér stað á þessum tímum, jafnvel í þessum töluðu orðum. Pólunin verður hraðari, eins og við höfðum spáð fyrir um í fyrri fyrirlestrum. Ekki halda að það sé pólunin eða hrikalegir atburðir sem skapa uppstigninguna, eða að þú ættir að búa þig undir að flýja þetta vegna uppstigningarinnar. Frekar, skulið þið vinna ötullega að því að samræma ykkur við Miðsólar orkuna. Það mun koma öðrum þáttum ykkar í takt. Vinnið að því að samræma ykkur við Stjörnugáttina. Þá muntu þið hvorki óttast að deyja í hrikalegum atburðum né bregðast neikvætt við póluninni.

Að tengja hrikalega atburði við upprisuna eru mistök sem fólk á öðrum plánetum hefur gert. Þeir týndust í þeirri hugsun að pólunin og hrikalegir atburðir væri sú orka sem settu af stað uppstigninguna. Frá lægra vitundarsjónarmiði lítur út fyrir að fólk vilji flýja.

Í sannleika sagt er pólun samsvörun eða hliðarverkun. Það vill svo til að á þessum tíma pólunar geta þeir sem eru á lægri orkusviðum ekki haldið haldið hárri orkutíðni og geta því orðið fyrir þeim stórslysum sem áður hefur verið lýst í skráðri sögu þessarar plánetu. Það leiðir okkur að mikilvægri umræðu um að halda orku

Kallið á meistara Arcturian

Að halda á orku er ferli sem krefst fallegs farvegs. Að halda í orku krefst þróunar í líkamanum svo hægt sé að vinna úr æðri orkutíðni, æðri skilningi og halda henni. Þið eruð að vinna og hafið unnið að því að halda hærri tíðni.

Sumir gætu sagt: “Hvað gerist ef mér mistekst, ef ég er ekki nógu klár eða háþróaður, eða ég er ekki að uppfylla mína andlegu lexíu nógu mikið til að ná þessari orkutíðni sem þú ert að tala um, Juliano?” Þar koma Arcturians inn. Við lítum á okkur sem sálusystkin ykkar.

Kallið á okkur, kallið á Juliano, Helioah, Tomar og hina leiðbeinendur Arcturian og biðjið þá að búa/vera með ykkur. Cohabitate “Sambúð” er hugtak þar sem eteric andaform, æðri vera fer inn á orkusvið ykkar. Við förum ekki inn í líkamann. Þegar við erum á orkusviði ykkar, getum við aukið tíðni og hækkað verulega andlegt ljós sem getur leitt ykkur í æðri röðun.

Það er þörf á hraðri röðun. Við notum hugtakið “röðun/jöfnun” frekar en “framfarir” eða “þróun”. Í hugtökum okkar verður þið “samstillt”. Þið eruð nú þegar æðri verur og þróun ykkar þýðir að þið komið inn í röðun. Það fjarlægir strax allar hugsanir um lágt sjálfsmat eða að geta ekki lokið ákveðnum verkefnum vegna fyrirstaða. Þið leitið að röðun og við bjóðum upp á getu okkar til að vera í samstarfi við ykkur á hærra stigi til að flýta fyrir röðun ykkar. Að halda í orku krefst þróunar í líkamanum.

Þið gætuð haldið að ef við vinnum með ykkur og förum svo, getið þið ekki haldið hærri orkutíðni ykkar. Við höfum marga Arcturian kennara sem eru tilbúnir og færir um að vinna með ykkur í stöðugri sambúð. Reyndar væri ég til í að veðja á að sum ykkar sem lesið þessi orð hafið verið á Arcturus með okkur og boðist til að vera í sambúð með nemum á jörðinni sem enn hafa ekki náð hærri okrutíðni. Þetta gæti verið vel þekkt ferli fyrir ykkur.

Sambúð er ferli sem Sananda þekkir ásamt öllum háum meisturum Vetrarbrautarinnar. Þið eruð ekki ein. Ferlið við þessa röðun krefst aðstoðar, rétt eins og þið þurftuð aðstoð við að fæðast. Flest ykkar voruð með lækni viðstaddan þegar þið fæddust á jörðinni. Það er í raun alls ekki óhugsandi að hafa æðri veru frá Arcturus í sambúð með ykkur til að aðstoða ykkur í röðuninni.

Kallið á Arcturian meistara til að vera með ykkur. Búið til pláss fyrir þá í hugsunum ykkar og orkusviði. Þið verðið að gefa leyfi fyrir því að þeir verði með ykkur. Þegar þú vilt ekki hafa þá með ykkur fara þeir. Reyndar er það góð æfing að biðja þá fara og kalla svo í þá til baka.

Þetta eru meistarar sem eru þjálfaðir til að vinna með ykkur Jarðarverum. Þeir eru í takt við Miðsólina og Stjörnugáttina. Þess vegna geta þeir hjálpað ykkur við röðunina. Þeir gætu sagt þér eitthvað eins og að “sleppa óttanum” og “sleppa tilfinningum þínum um óverðugleika”. Þú gætir fundið fyrir hærri orkutíðni. Þessi æðri tíðni er aftur á móti skilgreining okkar á eiginleika þess að þú færist til í röðun. Þú finnur síðan og upplifir meira ljós.

Því nær Stjörnugáttinni sem þú kemst, því meira finnur þú þessa sálarorku, þessa frum ljósorku. Bara að geta hugsað um Stjörnugáttina, geta skilið hana, er skref í átt að æðri vitund. Að ferðast til Stjörnugáttarinnar er reynsla á æðstu tíðni. Einn af umsjónar- og gæslumönnum Stjörnugáttarinnar er erkiengill Metatron.

Metatron hefur djúpa og öfluga tengingu við Arcturians. Nafn hans, “Metatron”, er í raun Arcturian nafn. Það þýðir “verndari Stjörnugáttarinnar” á tungumáli Arcturian. Ég bið Metatron að vinna með ykkur og svo kem ég aftur. Hér er verndari Stjörnugáttarinnar, Erkiengill Metatron. Ég kem aftur.

Atah. Sæl, ég er Erkiengill Metatron.

Ég tala við ykkur um að þið séuð farvegir og haldir tengingu til að þróa þessa kóða uppstigningar. Uppstigningar kóðarnir eru orð og orkutegundir sem hjálpa til við að koma fram þeirri röðun sem Juliano talaði um. Þessi jöfnun er einnig kölluð “aflæsing”. Til að aflæsa eða opna þessa kóða krefst þess að þið hafið farveg til að halda orkunni. Ég skal útskýra þetta fyrir ykkur.

Að auka orku fyrir farveginn

Hvert ykkar, sem orkusvið kosmísks eggs, víbrið á tíðni. Tíðni skilgreinir orkustig. Ef þið víbrið á lágri tíðni, þá hafið þið ekki mikla andlega orku. Ef þið víbrið á hárri tíðni, þá haldið þið meiri orku. Farvegurinn ykkar eru í laginu eins og kosmískt egg  og umlykur allt orkusviðið sem táknar raunverulegan þig, öfugt við líkamann. Þegar farvegurinn er fær um að halda hærra titringsljósi, þá tónar þú á hærri tíðni. Að lokum, vegna þess að þú ert á þessari háu tíðni, getur þú stigið upp.

Að opna kóðana og koma ykkur í takt getur aðeins átt sér stað ef farvegurinn getur haldið hærri tíðni. Ef hann getur ekki haldið hærri tíðni, þá brotnar hann. Þið verðið óskipulögð, orkan fellur og þið þurfið að raða ykkur saman upp á nýtt. Ég get útskýrt þetta fyrir ykkur einfaldlega með því að nota hliðstæðu Guðdómsins og sólarinnar.

Við skulum ímynda okkur að þú sért í geimskipi að fara til sólarinnar og eftir því sem þú kemst nær og nær, sundrast skipið vegna þess að það getur ekki haldið aftur af orkunni. Þið höfðuð ekki sterkt skip til að vernda ykkur. Við skulum ímynda okkur einnig að þið séuð að nálgast meira og meira þróun ykkar þar til þið eruð frammi fyrir Guði. Þið eruð á stað þar sem þið getið séð andlit Guðs, en þið hafið hvorki farveg né getu til að halda þeirri æðri orku. Þá eruð þið á þessu orkusviði en sundrist vegna þess að farvegurinn gat ekki haldið því.

Þetta er nefnt í Biblíunni ykkar sem Jesús vísaði til. Móse vildi sjá andlit Guðs. Jafnvel Móse, sem var mikil vera, mátti ekki sjá andlit Guðs. Ef Guð hefði litið á Móse eða Móse hefði litið á Guð, þá hefði Móse sundrast. Guð leyfði Móse aðeins að sjá skugga sinn og það var næstum meira en Móse þoldi, en honum tókst að halda sér í takt.

Ímyndið ykkur þróaða farveginn sem var Jesús. Skip Jesú var svo ósnortið, svo fullkomið að hann gat verið við hliðina á Guði. Þess vegna var hann kallaður sonur Guðs. Sonurinn getur setið hjá föðurnum. Þið munt geta setið við hlið föðurins líka, en þið getið ekki gert það núna vegna þess að farvegurinn getur ekki haldið þessari orku enn þá. Við vitum að það eru örlög þín. Verkið sem Arcturians eru að tala við þig um felur í raun í sér að auka orku og styrk farvegarins.

Einbeitið ykkur að farveginum

Ég hef talað þessi hebresku orð við ykkur áður: Eh’jeh asher Eh’jeh. Þið getið þýtt þetta sem: “Ég mun verða það sem ég er.” Þetta eru dulkóðuð orð. Sumir segja: “Ég hef heyrt þessi orð áður, Metatron. Af hverju þarf ég að heyra þau aftur?”

Þetta er ekki eitthvað sem þið segið einu sinni; Þetta er mantra. Það er eitthvað sem þið vinnið með stöðugt til að byggja upp orkuna. Einbeitið ykkur að skipinu ykkar; leggið áherslu á að byggja upp orkuna. Ef þið viljið, skulið þið einnig einbeita ykkur að Arcturian sem munu vera í samstarfi við ykkur. Það mun færa meiri orku. Mundu að titringur og tíðni í anda þýðir æðri orka. Eh’jeh asher Eh’jeh.

Þegar þið eruð á þessari hærri tíðni, þá eruð þið í takt. Hugsun um að þið viljið stíga upp er allt sem þarf. Þegar þið eruð á æðri titringi eruð þið á stigi kraftorku. Þessi kraftorka er þannig að hún skapar uppstigninguna. Uppstigningin krefst ákveðinna hluta af ykkur og krefst þess að þið séuð á ákveðnu stigi. Ég veit að þið getið ekki haldið því stigi allan tímann á jörðinni — sérstaklega á þessum tíma pólunar og skelfilegra atburða. Ótti og þéttleiki mun skapa ykkur lægri tíðni. Lífið á jörðinni byggist ekki endilega á því hvar þið eruð á einu augnabliki.

Ég veit að þetta mun hljóma eins og þversögn, en lífið er uppsöfnun þess hver þið eruð og hvaða stigi þið hafið náð. Þið gætuð hafa náð þessu hærra stigi núna, og svo tuttugu mínútum síðar gætuð þið fallið, en hjörtu ykkar er samt góð. Þið hafið trú og röðun og viljið halda henni. Æðri orka skilar sér.

Það er rétt að á dauðastundu ættuð þið að vera á þessu háa stigi, en það munu ekki allir geta þetta. Jafnvel Jesús á krossinum hafði efasemdir og fór tímabundið á lægri tíðni. Var honum neitað um uppstigningu af því að hann var á lægri tíðni á þessu augnabliki? Nei. Jafnvel þó að  hann væri algerlega týndur myndi hann samt komast inn í konungsríkið. Hann var fullkomnuð orka. Hann var með hátt ljós og gat haldið í sér. Ég segi ykkur þetta svo ykkur líki ekki illa þó að þið missið ljósið tímabundið, ljósið sem þið hafið núna. Ég ábyrgist að stundum munuð þið ekki geta haldið hærra ljósi vegna þess að jörðin er í svo mikilli pólun.

Það er áskorun fyrir alla meistaranema að halda stöðugt ljósinu. Ekki halda að það að vera þéttur stundum útiloki ykkur frá uppstigningu. Þið getur haldið hugsuninni um “Ég mun verða það sem ég er”. Það er eins og dáleiðsla þegar þið heyrið eða segið þessi orð. Þau eru dulkóðaðar orkutegundir sem minna ykkur á æðra ástand og sem virkja ykkur. Jafnvel þó þið farið ekki samstundis í æðra ástand, munið þið finna mátt þessara orða. Titringur þessara orða gerir eitthvað við orkuna þína, það setur hlutina á hreyfingu, jafnvel þótt þið finnið það ekki strax.

Hafið trú. Ég mun kyrja orðið “trú” fyrir ykkur á hebresku og þetta mun virkja trú ykkar á æðri hátt. Emunah, Emunah Tov. Góð trú er mikilvæg. Skip ykkar er bjartara.  Orka kosmíska eggsins er núna er meiri. Það er farvegur sem getur haldið þessari röðun og byrjað að titra.

Atah Kadosh. Þú ert heilagur yðar hátign. Heilög hátign er meiri titringur- hærri tíðni. Leyfið heilagri hátign að koma inn til ykkar núna svo þið getið verið á hærri tíðni. Þegar þið eruð á hærri tíðni, getið þið stigið upp og verið í takt við heilaga hátign. Aur Ha-Kodesh.Atah Kadosh.

Hin heilaga orka úr eteric kristöllunum geymir tíðni sem ekki er hægt að halda í venjulegum jarðarfarvegum. Egypsku píra-mídarnir voru byggðir til að halda orku, rétt eins og þið hfið stíflur til að halda aftur af orku. Það eru farvegir á jörðinni sem voru settir hér til að halda andlegri orku. Það væri tilgangurinn með því að byggja Arcturian musteri á jörðinni að skapa heilaga farvegi til að halda andlegri orku.

Eteric kristallarnir hafa þann tilgang að halda andlegri orku fyrir Arcturian stjörnurnar. Þið eruð svo falleg, sérstaklega þegar þið haldið þessari stórkostlegu orku. Ég skila þér til Juliano.

Blessuð séuð þið, “children of B’na iElohim” (börn Guðs). Ég er Metatron.

Þetta er Juliano.

Ég er ánægður að skilningur á þessum eteric kristöllum er dýpri svo að þið skiljið betur að þeir hafa sérstaka andlega orku. Mér finnst uppstigningin vera nálægt vegna þess að Miðsólar röðunin er nálægt. Þátttaka ykkar og skilningur á uppstigningu hefur aukist og dýpkað gríðarlega á undanförnum árum. Æfið ykkur í að stíga upp í stjörnuskipið okkar. Æfið ykkur í að nota inngang og forsal Stjörnugáttarinnar. Ég er Juliano. Við erum Arcturians.

Yeshua Ben Joseph

Ég er einnig Arcturian, en ég er ekki Sanat Kumara. Margir þeirra sem lesa þetta munu án efa þekkja nafn mitt sem Jesús frá Nasaret.

Ég vil byrja á að leiðrétta nokkrar mistúlkanir um mig og boðskap minn.

Ég er Arcturian, en útstreymi mitt eða ljós í formi manneskju bjó á jörðinni. Biblían, mjög brenglað skjal segir mig hafa fæðst meyfæðingu, að María móðir mín hafi meðtekið heilagan anda.

Í raun var þetta Arcturian getnaður og þó að ég hafi fæðst í mennskan líkama, var helmingur erfða minna Arcturian. Með öðrum orðum, móðir mín var mennsk, en faðir minn var Arcturian. Vegna Arcturina erfða minna var auðvelt fyrir mig í hugleiðsluástandi að ná tengingu við mitt eigið 5tu víddar sjálf þar sem Jesús var bara lítill hluti af þeim Yeshua sem bjó í fimmta víddinni.

Getið þið ímyndað ykkur hversu skrýtið það var að vera manneskja fyrir 2000 árum þegar helmingur sjálfs mín var svo þróaður og ekki af þessum heimi.

Þegar ég varð fullorðinn, skildi  ég til fulls 5tu víddar eiginleika mína og þá tækni sem ég gat nálgast sem slíkur og mörg þeirra kraftaverka sem mér voru eignuð voru í raun 5tu víddar tækni.

Boðskaður minn var einfaldur.

Elskið hvert annað.

Þessi hæfileiki til að finna til með öðrum er Arcturian eiginleiki.

Ég hélt að verkefni mitt myndi verða einfaldara en það varð. Ég gerði ekki ráð fyrir því bakslagi sem fylgdi mannlegri heimsku, græðgi, hroka og þá meðfæddu og ásköpuðu þörf fyrir að haf vald yfir öðrum.

Á augnbliki upprisu minnar eins og segir í guðspjöllunum, hvarf líkaminn úr hellinum. Það sem ekki var sagt þar sem að frumstæð hugsun þess tíma skildi það ekki, vara að ég notaði Arcturian tækni til þess að gera það. Ég flutti einfaldlega kjarnaþætti líkamans í fimmtu víddina með því að nota Arcturian ljósforms tækni.

Mjög stuttu eftir dauða minn og brottför frá jörðinni varð minn elskaði lærisveinn, þróasti námsmaðurinn minn, sem sannarlega var einnig kennari minn og  konan mín María Magdalena fyrir öfund og aðkasti. Þversögnin var sú að hún var úthrópuð af þröngsýnum smásálum og hinum lærisveinum sem eftir voru.

Mér finnst það kaldhæðnislegt og tregablandið að ég skuli hafa þurft að standa frammi fyrir þessum aðstæðum á þann hátt sem kemur fram í skýrslu Sanat Kumara. Fyrir Arcturians er markmiðið alltaf það sem skiptir mestu máli framar þörfum hjartans. Ég skildi eftir mína elskuðu Maríu Magdalenu og dóttur okkar sem eins og allir vita er ekki getið um í guðspjöllunum.

Ég eins og Sanat Kumara velti því fyrir mér þegar ég lít til baka; myndi ég gera þetta allt aftur.

Ég er sammála Sanat Kumara þegar hann segir að við Arcturians verðum að setja þarfir hjartans inn í jöfnu skuldbindingar okkar við verkefnin.

Það er huggun að fá að vera með minni elskuðu Maríu Magdalenu, en ég er sorgmæddur yfir því hvernig fór fyrir boðskap mínum. Í stað þess að rísa upp  sjálfir, þá líta þeir sem segjast fylgja mér á mig sem bjargvætt. Það var aldei ætlunin. Það voru margar túlkanir á orðum mínum, flestar þeirra rangar, en í grundvallaratriðum var það sem ég reyndi að miðla þeim sem fylgdu minni leið, að þeir yrðu hólpnir vegna eigin æðri þróunar, vitsmuna og frelsis.

Mér finnst það fyrirlitlegt, óheppilegt, en einnig skiljanlegt að sannleikur minn skyldi verða svo afvegaleiddur.

Með því að vera frelsaður meinti ég að vera bjargað frá því að lifa “lægra” lífi, vera bjargað úr dimmu heimskunnar og frelsað úr fangelsi sálarinnar.

Þeir sem bíða eftir því að ég snúi aftur til að bjarga þeim og öðrum í gegnum trúarkenningar frá eigin misnotkun á lífinu, þeirra eigin heimsku og sálarfangelsi verða mjög vonsviknir.

Ein mín mesta eftirsjá fyrir utan það að skilja Maríu eftir, var hinn tímabundni missir dóttur okkar í jarðlífinu, en ég þurfti að einblína á verkefnið. Nú þegar verkefninu er lokið og ég lít til baka verð ég miður mín þegar ég sé hvað hefur gerst á jörðinni í mínu nafni.

Hvernig getur nokkur sem lifir í mínu nafni og kallar sig kristinn alið á hatri í stað kærleika. Það er óhugsandi fyrir mig sem Arcturian að slík brenglun á boðskap mínum skuli hafa getað átt sér stað, en hins vegar hafandi verið mennskur á jörðinni, þá skil ég það.

Eins og Sanat Kumara minntist á, eru Utanjarðarverur bæði góðviljaðar og ekki góðviljaðar, sumir kærleiksríkir og aðrir illir og það sama gildir um mennina. Það er spurning sem hver verður að svara fyrir sig sjálfur.

Viltu vera kærleiksríkt afl í þinni veröld eða ekki.

Ef ásetningur þinn er að vera kærleiksríkur, þá býð ég þig velkominn hvort sem þú kallar þig kristinn eða ekki.

Ef þú hins vegar ert illur og dreifir hatri í heiminum, kallaðu þig ekki kristinn.

Fyrir sakir nafns míns bið ég ykkur um þetta.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dr. Norma Milanovich
We, the Arcturians

  1. kafli Arcturians

Verkefni okkar er að hækka alla orkutíðni jarðarinnar. Það þýðir, að þetta er sameiginlegt átak og að margar sálir „bæði á og innan jarðarinnar“  eru boðnar velkomnar til samstarfs við okkur.

Arcturians á meðal okkar

Arcturians eru mjög háþróaðar, kærleiksríkar og friðsamar fimmtuvíddar utanjarðar verur sem koma frá Arcturus, stjörnu í Boötes stjörnukerfinu. Fyrsta seinni tíma manneskja til að nefna Arcturians var Edgar Cayce. Eftir að hafa verið í samskiptum við þá, skrifaði hann að þeir væru hæsta siðmenningin í okkar vetrarbraut. Við vissum ekki mikið um þá fyrr en Dr. Norma Milanovich byrjaði að miðla þeim á tíunda áratugnum og skrifaði „Við, The Arcturians,“ sem var gefin út árið 1990. Síðan þá hafa margir aðrir greint frá því að þeir hafi verið í sambandi við eða haft einhvers konar samskipti við Arcturians og margar bækur hafa verið gefnar út um slíka reynslu.

Þegar þeir höfðu fyrst samband við mig hafði ég heyrt á þá minnst, en hafði enga hugmynd um hverjir þeir voru. Núna er ég í daglegu sambandi við þá.

Í fyrsta skipti sem ég fann fyrir nærveru þeirra var árið 2010. Ég sat á veröndinni fyrir framan húsið mitt og horfði á sólarlagið. Allt í einu sá ég ský sem var eins og trekt í laginu sem var skrítið í sjálfu sér því að við fáum ekki skýstróka hér og það var enginn stormur á svæðinu. Hluti af stróknum kom út úr skýinu og niður og snéri sér beint að  Mt. Taylor.

Mér fannst að athygli minni væri beint að Mt. Taylor, einnig þekkt sem Turquoise fjall staður sem er heilagur Navajo indiánum og nokkrum öðrum ættbálkum, því að ég ætti að vinna eitthvað verkefni þar. Litlu síðar á meðan ég ók að svæðinu, fann ég fyrir Arcturian sitjandi hægra megin við mig, annan fyrir aftan mig og þann þriðja vinstra megin. Þeir eru alltaf þrír með mér og venjulega í sömu stöðu, jafnvel þó að þeir séu fleiri sérstaklega þegar ég er að vinna. Stundum eru þeir allt í kringum mig, en aldrei neinn beint fyrir framan til að hindra mér ekki sýn.

 

Dr Norma J. Milanovich er sendiboði fyrir upprisna meistara varðandi umbreytingu jarðarinnar inn í fimmtu víddina. Jörðin er að ganga inn í Vatnsberaöldina, hærri vídd tímans / rýmisins, og uppstignir meistarar eru með góðri og kærleiksríkri leiðsögn að leiða mannkyn í gegnum þessa gátt.

Arcturians eru upphaflega hópvitund eða hópsál. Jafnvel þó að einstakur Arcturian geti haft samskipti við einstakling á jörðinni, þá eru Arcturians ekki algerlega aðskildir einstaklingar á sama hátt og maðurinn er aðskilinn manneskja með einstaka sjálfsmynd sem er ótengd öllum öðrum. Þegar Arcturian hefur samskipti, þá hefur hann samskipti fyrir alla hópvitundina frekar en frá einu takmörkuðu sjónarmiði eða reynslu.

Þannig að í þeim skilningi stendur hver Arcturian fyrir alla. Þegar ég átti samskipti við þá í upphafi, var það alltaf við hópvitundina.

Stöku sinnum má vera að einstaklingur hafi talað til mín, en þar til nýlega hafði ég ekki fengið nein sérstök nöfn. Núna er ég reglulega í samskiptum við El Morya. Arcturians hafa samskipti „telepathically“ eða huglægt bæði sín á milli og við okkur.

Mest af því sem við vitum um þá er í gegnum fólk sem hefur miðlað þeim. Eins og ég sagði áður hefur hver manneskja persónulega „síu“ sem hann eða hún sér í gegnum og tekur á móti öðrum í alheiminum og þar sem allir Arctruians hafa samskipti í gegnum þessa síu, er ekki alltaf víst að upplýsingarnar komi 100% réttar. Þar sem að við erum einstaklingar, höfum við ekki öll sama orðaforða, sama þekkingargrunn, né sömu reynslu og ég held að þetta hafi áhrif á hvernig þeir hafa samskipti við okkur. Þeir tala við okkur á þann hátt sem þeir þurfa til þess að við skiljum þá. Hver einstaklingur hefur líka val um hversu miklum upplýsingum hann eða hún vill deila með öðrum  (t.d. í bók).

El Morya er uppstiginn meistari þekktur sem Chohan af fyrsta geisla (eða bláa geislanum). Hann hefur holdgast nokkrum sinnum á jörðinni, þ.á.m. sem Abraham og sem Melchior (einn af vitringunum þremur). Uppstigning hans var 1898 og hann vinnur núna náið með Mikael erkiengli við að vernda mannkyn frá neikvæðum áhrifum.

Svo að það sem  við höfum núna er eins og margir litlir hlutar eða púsl sem bíða eftir restinni til að fylla í eyðurnar svo að úr verði heil mynd.

Sumir hlutar myndarinnar eru þó algerlega skýrir. Stór hluti af markmiði Reptilians/Skriðdýranna (mun kalla þá það hér eftir) er að skapa og stuðla að ótta, misræmi og neikvæðni á meðal mannkyns.

Arcturians sem standa fyrir upplýst Himnaríki og himneska stjórn eru hér er til að kenna okkur að sigrast á þessu mark-miði Skriðdýranna með því að hækka orkutíðni okkar og útrýma neikvæðri orku sem umlykur okkur núna. Þeir eru nú þegar á miklu hærri tíðni en við. Það er ein af ástæðunum fyrir því að þeir kjósa að hafa samskipti við okkur á þennan hátt frekar en að birta sig í þriðju víddinni (sem flest okkar eru ennþá í), jafnvel þó að þeir séu færir um það. Önnur ástæða fyrir því að þeir sýna sig ekki bara þannig fyrir okkur er sú, að þeir fylgja alheimslögmálum og trufla ekki karmíska vinnu annarra.

Verkefni þeirra á jörðinni

Upphafleg áhersla Arcturian siðmeningarinnar er andleg uppljómun og markmiðið að hjálpa öðrum – sérstaklega okkur á jörðinni – til að opna hjörtu okkar og hefja leiðina að hærra vitundarstigi. Þeir vilja hjálpa okkur að skilja Guð, okkur sjálf og lögmál alheimsins. Samskipti þeirra innihalda ekki eingöngu hugsanir, heldur orkumynstur og tækni þeirra ásamt orkunni og hugsanamynstrinu, geta hjálpað okkur að heila okkur.

Aðrar lengra komnar siðmenningar hjálpuðu þeim á fyrri stigum þróunar þeirra og nú er komið að þeim að hjálpa okkur í okkar þróun. Þeir vilja ekkert frekar okkur til handa en að við dveljum með þeim í ljósinu. Þeir eru frábærir kennarar og vilja að við tökum á móti þeim. Þeir hafa í raun hagsmuna að gæta í því að hjálpa okkur og kenna, því að það skapar jákvætt karma fyrir þá þar sem þeir eru eins og við á leið til frekari þekkingar og þróunar til enn hærri sviða.

Arcturians hafa verið til miklu lengur en jörðin og þeir hafa sérstakt samband við þessa plánetu. Arcturians voru upphaflegir nýlenduíbúar jarðarinnar og þeir hafa haft tengingu við jörðina og okkur sem búum hér frá upphafi.

Þeir Arcturians sem komu fyrstir til nýlendunnar jarðar fóru héðan löngu síðan, eftir að siðmenningu þeirra á jörðinni var eytt. Þeir hafa unnið náið með öðrum utanjarðarverum s.s. Pleiadians 9) og Andromedans 10), sem síðan erjuðu jörðina eftir að Arcturians voru farnir. Síðan þá hafa þeir alltaf verið meðvitaðir um okkur og verndað okkur alla tíð. Þeir bera mjög mikla virðingu fyrir „Terra“ eins og þeir kalla jörðina og finna til einskonar ábyrgðar gagnvart okkur og það er vegna þess sem þeir hafa vakað yfir okkur og verndað og það er einnig þess vegna sem engin Skriðdýr koma lengur til jarðarinnar. Andlegir kraftar þeirra eru svo háþróaðir að ekki aðeins geta þeir skapað hluti með hugarorku einni saman, heldur geta þeir ferðast á milli vídda bæði æðri og lægri. Þeir gera það með því að skapa og opna gáttir og bara með því að opna gátt til jarðar, eru þeir að senda okkur ljós og jákvæða orku.

 

9) Friðsamir og vinsamlegir eru Pleiadians þær utanjarðarverur sem líkjast mest mönnum og margir bera keim af þeim. Þeir eru fjölvíddarverur, en upphafleg heimkynni þeirra voru eyðilögð af Skriðdýrunum. Þeir eru núna í Pleiadian stjörnukerfinu, þar sem þeir hittu Arcturians, sem kenndu þeim að verja hin nýju heimkynni sín fyrir Skriðdýrunum. Núna vinna þeir með Arcturians við að losa jörðina við Skriðdýrin og aðstoða við þróun andlegrar umbreytingar.
10) Andromedans eru utanjarðarverur sem hafa skýr einkenni manna frá stjörnukerfinu Andromedu. Líkt og Arcturians og Pleiadians, eru þeir hátíðniverur og aðilar að Alheimsráðinu. Þeir vinna einnig með Krists vitundinni og eru hér til að hjálpa plánetunni okkar. Þeir hafa samskipti með hugsanaflutningi og hafa mikla vísindaþekkingu. Undanfarið hafa Andromedans og Pleiadians komið oftar og oftar í gegnum miðlun.

Hvernig geta þeir hjálpað okkur

Við þurfum á jákvæðri orku að halda. Arcturians segja, að orkan sem sé á jörðinni geri okkur erfitt fyrir að halda okkur jákvæðum og að opna hjörtu okkar til að tengjast Uppsprettunni. Jafnvel þó að mannkyn séu mjög miklar tilfinningaverur, þá reynum við ekki mikið að stjórna tilfinningum okkar. Það er meira eins og að tilfinningarnar stjórni okkur. Þess vegna er svo auðvelt fyrir okkur að detta í neikvæðni s.s. reiði, ótta,  græðgi, öfund, hatur og örvæntingu sem veikir okkur og gerir okkur að auðveldri bráð fyrir Skriðdýrin. Arcturians hafa lært sjálfsaga. Þeir kunna að halda jafnvægi á milli jákvæðni og neikvæðni, yin and yang. Þeir hafa stjórn á tilfinningum sínum og það hefur gert þeim kleift að ná þeim miklu andlegu og tæknilegu framförum sem þeir hafa gert.

Þeir benda á að menn hafa tilhneigingu til að láta hugann reika. Við veitum ekki nægri athygli því sem við hugsum, segjum, finnum og gerum. Arcturians ráðleggja okkur að eyða ekki orkunni okkar né láta neikvæðnina í kringum okkur soga hana í burtu. Til að ná stjórn á hugsunum okkar, orðum, tilfinningum og gjörðum sem eru uppspretta orku, þá verðum við að skilja hversu öflug þau – og við – raunverulega erum.

Mennirnir eru líka mjög miklar keppnisverur. Við keppum hvert við annað, aðrar þjóðir, trúarbrögð og menningu. Það að vinna eða sigra er mörgum okkar mjög mikilvægt, svo sem samkeppni um peninga og fjármagn. Samkeppni veldur árásargirni, það gefur til kynna að það vanti eða sé skortur á því sem við erum að keppa um. Þegar einhver vinnur, þá tapar einhver annar og svo lengi sem við erum upptekin af því að etja okkur hvert gegn öðru, þá getum við ekki unnið saman að því að leysa önnur vandamál. Samkeppni stuðlar að allt of miklu af ágreiningsmálum á jörðinni. Arcturians segja, að við þurfum að opna og þroska hjörtu okkar, því að það opinberar sannleikann. Þegar við verðum fær um að sjá þessa tvíhyggju sem okkur finnst sjálfsögð og eðlileg en er tálsýn, þá getum við forðast samkeppni milli manna og þjóða og fundið lausnir á kærleiksríkan hátt.

Þar sem Arcturians eru ekki tvíhyggju hópvitund, þá veldur samkeppni þeim ekki truflun og athygli þeirra beinist ekki að persónulegum ávinningi eða persónulegu öryggi. Þess vegna ríkir alltaf friður í þeirra siðmenningu á meðan okkar er alltaf í stríði einhvers staðar á jörðinni. Þeir segja að öll þessi samkeppni sé það sem veikir okkur og fær okkur til að halda í óttann og óttinn er einmitt það sem hentar markmiðum Skriðdýranna. Þeir vilja etja okkur saman hverju gegn öðru fremur en þeim sjálfum.

Vegna þess að Arcturians eru ekki keppnisverur, þá færir hver einstaklingur þekkingu, hæfileika og færni til heildarinnar. Þeir vinna allir saman. Útkoman er sú, að þeir eru miklu tækniþróaðri en við. Vísindaleg og tæknileg sérþekking þeirra ásamt hæfni til að vinna sem ein vitund, gerir þá miklu sterkari og öflugri en Skriðdýrin. Jafnvel þó að þeir séu grannar verur og aðeins u.þ.b. 1 metri á hæð, sem er mun minna en Skriðdýrin, þá eru þeir ljósverur – og ljósið er alltaf sterkara en myrkrið.

Afleiðing þeirra aðstæðna sem við erum í á jörðinni núna er sú, að við erum ekki fær um að takast á við Skriðdýrin ein og sjálf. Við eigum fullt í fangi með að hefja okkur sjálf yfir alla þá neikvæðni sem þeir hafa skapað og þess vegna hafa Arthurians ásamt utan-jarðarverum víða að úr alheiminum komið til að aðstoða okkur. En það eru Arcturians sem hafa lengst haft stöðug samskipti við okkur og hjálpað okkur mest hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki.

Eins og við, voru þeir einu sinni þriðju víddar verur. Þeir vilja sjá okkur hækka tíðni okkar upp í þá fjórðu og að lokum upp í þá fimmtu eins og þeir hafa gert. Þeir eru alltaf virkir í að hjálpa okkur, ekki bara að þeir grípi inn í við sérstakar aðstæður. Vegna núver-andi ástands þ.á.m. meiri  virkni Skriðdýranna sem mjög líklega gæti leitt til eyðileggingar plánetunnar, þá gera Arcturians mun meira af því núna að kynna sig fyrir okkur. Þeir eru komnir víða um lönd um alla plánetuna og jafnvel þó að þeir vinni ekki beint nema með litlu broti mannkyns, þá fer þeim fjölgandi og ég hitti fleiri og fleiri sem segjast vera í tengingu við þá. Þá eru einnig mörg Arcturian fræ/fóstur sem hafa valið að holdgast sem þriðju víddar verur og eru á meðal okkar og hjálpa okkur.

Sem ljósverur hafa Arcturians náð því stigi sem við þekkjum sem Kristsvitundina. Þetta stig vitundar er það sem fólk af öllum trúarbrögðum og menningum sækist eftir, ekki bara þeir sem eru kristnir. Það táknar vakningu okkar sanna sjálfs eða tengingu við Uppsprettuna, við hið Guðlega, við Allt – hvað sem við kjósum að kalla það. Til þess að hjálpa okkur að öðlast tengingu við Kristsvitundina, hafa Arcturians unnið náið með Erkienglunum, með Jesú, einnig þekktum sem Sananda sem er einn af uppstignu Meisturunum, mikill kennari og heilari.

Aðrar utanjarðarverur s.s. Pleiadians eru að færa okkur tilfinningaleg skilaboð. En eins og Arctrurians hafa sagt okkur, þá eru samskipti þeirra fyrst og fremst andleg fremur en tilfinningaleg vegna þess að þeir vilja hjálpa okkur að þróa andlegu líkamana okkar. Það þýðir ekki að þeir upplifi ekki kærleika eða að þeir hafi ekki samskipti við okkur í kærleika, því að eins og þeir hafa sagt aftur og aftur; markmið þeirra kemur frá hjartanu.

Þeir nota ýmsar aðferðir til að kenna okkur að þekkja þá og möguleikana sem bíða okkar. Þeir hafa sam-skipti með hugsanaflutningi. Við suma hafa þeir samskipti í draumum, þó að fólk muni ekki samskiptin eða samræðurnar þegar það vaknar. Venjulega man ég ekki draumana mína, en þó nokkrir sem ég hef unnið með muna þá alveg í smáatriðum sem mér finnst mjög heillandi. Þessir draumar hafa nánast alltaf eitthvað með það að gera sem gerist í andlega heiminum, sérstaklega ef það hefur að gera með endurholdgun, djöfla eða Skriðdýr. Arcturians nota stundum drauma þegar þeir geta ekki náð sambandi við einhvern meðvitað, svo að stundum eru draumar undanfari meðvitaðra samskipta.

Kærleiks, friðar og uppljómunar skilaboð Arcturians geta komið til okkar í gegnum lækninga eða heilunar-svið, listform, afþreyingu eða miðla og jafnvel enn fleiri leiðum. Það skilja ekki allir þessi skilaboð eða eru tilbúnir til að taka á móti þeim og við höfum enn frelsi til að hundsa þau eða hafna ef það er það sem við viljum gera. Þið getið verið viss um að Skriðdýrin gera allt sem í þeirra valdi stendur til loka á þessi skilaboð og koma í veg fyrir að við fáum þau.

Fjölvíddar verur

Það eru margar og mismunandi víddir í Alheiminum. Arcturians eru í fimmtu vídd sem er á annari tíðni. Þeir geta líka þróast í þriðju og fjórðu vídd þó að flestir kjósi að gera það ekki. Þeir segja okkur að uppstignir Meistarar séu aðallega í sjöundu vídd, en geti farið á milli allra vídda.

Fjórða víddin er án tíma og rúms svo þeir sem eru í fjórðu vídd  nú þegar, vita að það sem leiðbeinendur mínir haf sagt mér er satt: þ.e. allt liðið, núið og framtíð – gerist í raun allt á sama tíma og að tíminn er núna.

Fjórða víddin hefur tilfinningu fyrir friði og sátt, handan hindrana egósins/sjálfsins og að við erum raunverulega öll sem eitt.

Við höfum flest nú þegar aðgang að fjórðu víddinni í draumum. Til að fá aðgang að henni meðvitað, þurfum að opna hjartastöðina okkar. Jesú kom til jarðarinnar til að kenna okkur kærleika og fyrirgefningu, eiginleika/gæði fjórðu víddarinnar og til að hjálpa okkur að opna hjörtu okkar og hækka orkutíðnina. Arcturians eru komnir hér til að minna okkur á hvað það er sem við þurfum að gera ef við viljum komast af og taka stökkið til hærri vitundar.

Í fimmtu víddinni sem Arcturians segja að hafi eiginleika „himnaríkis“ geta verur notað hugsanir til að skapa og þróa allt sem sál þeirra þráir frá stað kærleika og ljóss. Þar er möguleiki á miklum vexti og útbreiðslu. Samskipti eru hugsanaflutningur samstundis, hraðari en ljóshraði, knúin af rafeindum alheimsins. Verur í fimmtu víddinni eru í ljóslíkama, frjálsar frá þörfum líkamans og takmörkunum þriðju víddarinnar.

Tíðni fimmtu víddarinnar sem kemur með Arcturians hefur áhrif á allan alheiminn og er nógu öflug til að ná til allra vera sem eru á sömu leið kærleika og ljóss.

Með viðhorfi okkar þriðju víddar vera er erfitt að ímynda sér vídd án aðskilnaðar og tvíhyggju, þar sem er bein  og óendanleg tenging við Uppsprettuna, en þeir hafa sagt okkur að í vissum skilningu séum  við nú þegar þar.

Geimskipið Aþena

Þegar ég byrjaði að rannsaka Arcturians daginn eftir að þeir gáfu mér niðurhalið, var ég hálf sleginn yfir að uppgötva að geimskip þeirra sem sveimar nú yfir jörðinni heitir Aþena, en það var í rauninni mjög rökrænt og opnaði allar gáttir fyrir mér. Já, Aþena er nafn grískrar gyðju, en ekki þeirri Aþenu sem er minn leiðbeinandi. Leiðbeinandi minn er Aþena, geimskip Arcturian, sem þeir vísa til sem „hennar“. Um leið og ég áttaði mig á því, skildi ég að hún hafði verið einn af mínum leiðbeinendum frá upphafi.

Það er í rauninni ekkert undrunarefni að eitt af geimskipum Arcturians heiti eftir grískri gyðju. Þeir hafa sagt okkur að þeir hafi heimsótt jörðina á hátindi grísku menningarinnar og getið börn með konum á þeim tíma. Var gyðjan Aþena raunverulegur Arcturian? Ég veit það ekki, en hún er upprisinn Meistari, „Sendiherra alheimssannleika“ og meðlimur í Karmaráði Plánetu stigveldis alheimsins. Eitt af hlutverkum hennar er viðhalda hugmyndum okkar um heiðarleika og sannleika og styrkja vilja okkar til að ná árangri.

Aþena er vel þekkt úr grískri Goðafræði og var mjög virt í þeirri siðmenningu. Hún er talin vera gyðja visku og stríða. En með tilliti til stríða, var kunnátta hennar á sviði hernaðaráætlana og herstjórnarlist gegn öflugum herjum. (Hins vegar var Ares, grískur guð stríða og ofbeldis ekki mjög virtur á meðal Grikkja).

Gyðjan Aþena var vel gefin, sterk og sjálfsörugg og hafði mjög skýra hugsun. Hún brást við aðstæðum af visku og þroska í stað tilfinninga. Hún hafði einnig bæði karllega og kvenlega eiginleika eins og Arctur-ians hafa lýst sér sjálfum fyrir okkur.

Geimskipið Aþena virðist hafa verið byggt sérstaklega fyrir verkefni Arcturians á jörðinni, en þó að það sé flókið og tæknilega þróað, var það ekki hannað til stríða. Það er hins vegar búið til varna. Eins og gyðjan Aþena verndaði borgina sem hún er nefnd eftir, verndar geimskipið Aþena nú jörðina.

Arcturians gáfu Normu Milanovich mjög nákvæma lýsingu á geimskipinu og hinum 35 ólíku vistarverum þess. Þar sem ég hef flogið flugvélum síðan ég var 16 ára, fundust mér upplýsingarnar um geimskipið mjög áhugaverðar. Dag einn heima hjá mér þegar ég var að hugleiða og lesa um Arcturians varð mér litið út um gluggann og sjá geimskip fljúga fram og til baka um himininn. Það var mjög langt og leið áfram alveg hljóðlaust. Það fór í átt að kömbum Sandia Mountains og síðan á milli þeirra og eftir fáeinar sekúndur var það farið. Það var engin spurning um að þetta var geimskip frá Arcturians sem þeir vildu að ég sæi. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég hef séð eitt af skipum þeirra með berum augum en ekki sem sýn með innri augum.

Ég verið um borð í Aþenu oftar en einu sinni þó að ég muni ekki mikið eftir þeirri reynslu. Fyrsta skipti var fyrir aðeins tveimur árum þegar ég var að hugleiða. Auk svona gríðarlega mikilla geimskipa eins og Aþenu, hafa þeir mörg minni skip sem í eru aðeins nokkrir þeirra. Þeir tóku mig upp í eitt þar sem voru u.þ.b. 5 þeirra og ekki aðeins fóru þeir með mig í smáferð, heldur leyfðu þeir mér að stjórna því. Í venjulegri flugvél er maður festur niður, því að ef að vélin veltur eða tekur dýfur þá dettur maður úr sætinu. Enginn í þessu skipi var festur niður þ.á.m. ég. Ég fór með það í spinn og allir um borð voru í uppréttri stöðu á meðan það snerist í kringum okkur. Ég hafði aldrei ímyndað mér neitt þessu líkt, það var hreint ótrúlegt.

Þeir tóku mig upp í skiptið svo að við gætum farið til staðar þar sem vinkona mín vann; hún hafði sagt mér að það væru alls konar vandamál í gangi þar. Skipið ferðast huglægt eða á ljóshraða, svo að um leið og þú hugsar hvert þú viljir fara, –búmm – þá ertu þar bara þar sisvona. Þegar við nálguðumst staðinn þar sem hún vinnur, sendu þeir ljósgeisla niður og færðu hana upp í skipið. Þeir héldu áfram að senda ljósið og allt í einu sá ég tvær verur í líki Skriðdýra reyna að flýja. Náið þeim hrópaði ég! Annar þeirra fór út á geislann og Arctrurianinn greip hann og báðir fóru þeir síðan hratt beint upp í ljósið.

Næsta dag hringdi vinkona mín í mig og sagði, „þú getur ekki ímyndað þér hvað mig dreymdi skrítinn draum“. í draumnum sá hún nánast það sama og ég var að lýsa. Ég varð að segja henni að við hefðum verið upp í skipinu saman því að hún hafði enga minningu um það og augljóslega vorum við ekki í skipinu í veraldlegum líkama, heldur var það eter líkaminn okkar.

Núna get ég farið upp í þessi litlu skip hvenær sem ég vil, en ég geri það ekki mjög oft. Í Aþenu er heilunar herbergi og þegar þú hefur tengst þeim, held ég að þú getir farið þangar hvenær sem þér finnst þú þarfnast heilunar. Stundum áður en ég geng til hvílu, bið ég þá að taka mig upp og setja mig í heilunar herbergið og fylla mig með bláu ljósi, en þar sem ég man venjulega ekki draumana mína, þá man ég yfirleitt ekki heldur eftir þessum ferðum.

Ég hef einnig heimsótt plánetuna Arcturus. Snemma ársins 2011 var ég á ráðstefnu og átti samræður við tvær konur sem höfðu verið í samskiptum við Arcturians í langan tíma. Þær sögðu mér að við gætum farið til Arcturus hvenær sem væri. Við fórum saman á afvikið svæði þar sem við fórum í hugleiðslu saman og þær sögðu, „Förum upp í Aþenu“. Og við fórum upp í geimskipið og þaðan til Arcturus. Þetta gerðist samstundis; án neinna tafa. Konurnar spurðu mig hvað ég sæi þar og ég sagði þeim að ég sæi karlveru sitjandi í fjöru við stórt stöðuvatn og að hann horfði í vatnið. Í því var samt ekki vatn, heldur fljótandi ljós og lengst niður í því var risastór kristall. Ég veit ekki nákvæmlega hversu stór hann var, líklega fjórðungur úr mílu að ummáli, en þetta var mjög öflugur heilunar kristall. Konurnar sögðu mér að ganga til mannsins í fjörunni svo að ég gerði það og það næsta sem ég vissi var að líkami minn stóð upp og fór niður í fljótandi ljósið að kristalnum. Ég man eftir að hafa fengið heilunar orku þarna niðri; ég gat fundið fyrir því. Fljótlega var ég svo kominn úr vatninu og við vorum öll þrjú komin aftur í skipið. Ekkert af þessu tók langan tíma og nánast strax á eftir vorum við aftur komin á ráðstefnuna.

Lærum á leiðinni

Þegar kemur að Arcturians og öðrum hærri víddum, vekur margt af því sem við lærum upp fleiri spurn-ingar en þær svara og spurningunum fjölgar. Að lokum verður sumum þeirra svarað, en hvenær verð-ur þeim öllum endanlega svarað? Ég veit það ekki og eins og ég hef verið að segja, þá á  ég enn fullt í fangi með því að fylgja þeim eftir og á ekki von á því að þar verði breyting á.

Það sem er mikilvægast að muna, er að Arcturians eru hér til að hjálpa okkur. Þeir gera það á margan hátt: með því að sýna okkur hvernig við hækkum tíðnina okkar, með því að gefa okkur heilun og með því að losa okkur við Skriðdýrin.

Þeir munu aðstoða hvern þann sem vill þroskast andlega. En ef þið viljið hjálp frá þeim, þá verðið þið að biðja um hana. Ólíkt Skriðdýrunum sem virða ekki alheimslögmálin þar með talinn frjálsan vilja, þá munu þeir ekki hafa afskipti án okkar leyfis. Þeir hafa samskipti við sum okkar í draumum, en þeir segja að það sé betra fyrir okkur að biðja þá um að hafa samskipti beint.

Og það er allt sem við þurfum að gera: Biðja.

 

  1. kafli
Slepping fræa?
Að sjá tákn um framfarir

 

Eftir síðasta tímann okkar með Carl fannst mér að laugardagur myndi vera dagurinn til senda seinni tvö Skriðdýrin í ljósið, en eftir því sem leið á vikuna fékk ég á tilfinninguna að ég þyrfti ekki að bíða með það. Það væri hægt að gera það hvenær sem væri. Ég spurði Arcturians hvort að Carl þyrfi að vera viðstaddur. Svarið var „Nei“. Þyrfti ég að segja honum hvað ég væri að gera? „Nei“.

Kl. 8:07 að kvöldi föstudags sat ég í sófanum að lesa bók um „Andlega vernd“, þegar þeir Arcturians komu í gegn.

Ég spurði, „Er allt í lagi núna“ Þeir svöruðu, „Já.“

Ég fór því í hugleiðslu og það næsta sem ég vissi, var að Arcturians voru að fjarlægja tvö Skriðdýr úr Carl. Þeir leyfðu mér að horfa á meðan þeir hreinsuðu þau út og fóru með þau, hvert svo sem farið er nú með þessi Skriðdýr. Á þessari stundu vissi ég ekki hvar það var. Myndin sem ég fékk var óskýr, þokukennd tilfinning, en ég fæ ekki einu sinni að sjá svo mikið þegar Dímon eða gráar verur eru fjarlægðar og ég fann ekki fyrir ógleði eins og venjulega þegar ég vinn með Dímona. Ég sagði engum frá þessu á eftir, en næsta dag spurði Lisa mig hvort eitthvað hefði skeð um kl. 8.00 kvöldið áður. Á nokkurn veginn sama tíma og Arcturians voru að vinna í gegnum mig að fjarlægja Skriðdýrin úr Carl, varð Lisa allt í einu algerlega orkulaus og fékk alveg yfirþyrmandi þörf fyrir að leggjast niður og hugleiða. Hún var að velta því fyrir sér hvað hefði verið svona mikilvægt á þessum tíma, en ég sagði henni ekkert nákvæmlega frá þessu strax, því að ég vildi fá staðfestingu frá einhverjum öðrum um að Skriðdýrin hefðu verið fjarlægð.

Þegar Carl kom í næsta tíma til okkar vorum við Lisa og Robert í miðjum samræðum um heillandi reynslu sem við höfðum upplifað með Arcturians. Um leið og Carl kom inn í herbergið sagði Robert, „Guð minn góður!“ því að Carl leit miklu betur út en nokkurt okkar hafði nokkru sinni séð hann.

Hógvær eins og alltaf, viðurkenndi Carl að hann hefði haft það „bara nokkuð gott.“ Hann talaði um veðrið og ýmis bætiefni sem hann hefði verið að nota vegna bólgu í húðinni. Jafnvel þó að honum hefði ekki alltaf liðið vel þessar 4 vikur, leið honum jafnt og þétt betur og betur bæði líkamlega og andlega. Öll okkar ásamt Carl auðvitað, vorum spennt að sjá framfarirnar og að hann fann greinilega fyrir batanum sjálfur.

Ég minnti hann á að árangur vinnunnar kæmi ekki fram á einni nóttu og að heilunar teymið væri enn að vinna að því að árangurinn yrði varanlegur. Carl vonaði að við gætum gefið honum einhverja tímasetningu, en sagðist skilja að við gætum ekki verið nákvæmari á þessum tímapunkti. Við fórum yfir það sem hafði gerst hingað til frá fyrsta tímanum mínum með honum, þar sem við fjarlægðum tvo Dímona og tvær gráar verur.

Sagan sem höfðum upphaflega fengið frá þessum þremur Skriðdýrum – um að Carl bæri enn innra með sér mikilvægar upplýsingar frá þeim sem hann þyrfti að nálgast og skrifa til að heila sig frá, hafði skyndilega breyst þegar við skildum raunverulegan tilgang þeirra. Núna erum við að reyna að hjálpa Carl að finna sinn eigin frjálsa vilja og endurheimta líkama sinn, sem var auðvitað það sem hann hafði viljað allan tímann.

Hans skilningur á aðstæðunum var að „það væri eitthvað innra með honum sem var honum framandi… og að hann vonaði að það væri satt að hægt væri að farlægja það ef það hefði ekki verið þegar verið gert, því að það myndi gera líf hans miklu auð-veldara.“

Þegar Carl minnist á að hann vonaði að það væri rétt, spurði ég bæði Robert og Lisu hvort þau hefðu nokkru sinni efast um að það. Þau sögðu bæði „nei“ mjög skýrt og ákveðið. Robert viðurkenndi reyndar að það hefðu komið efasemdar augnablik í ferlinu og einnig próf á trúna, en samt var hann sannfærður um að þessi vinna væri þess virði að inna af hendi. Hann trúði því að við værum að gera rétta hluti á réttan hátt. Lisa sagði að hún hefði „viljað“ efast um sjálfa sig, en sannfæring hennar um það sem við vorum að gera var of sterk. Ég var ekki í minnsta vafa sjálfur.

Þessi andlega og flókna reynsla sem Carl hafði orðið fyrir sl. 20 ár varð til þess að hann trúði „þetta er þarna“ – sem þýðir m.a. það, að þessar verur voru raunverulegar. Þess vegna kom hann aftur og aftur að hitta okkur. Jafnvel þó að hann hafi efast um sjálfan sig, þá efaðist hann ekki um þann möguleika að þessar verur væru uppspretta allar hans veikinda.

Eftir að hafa staðfest trú okkar á þessu ferli, fórum við með bæn til verndar og báðum um tengingu við leiðbeinendur okkar.

Skilja fræ eftir

Ég sagði þeim síðan öllum frá hinum tveimur Skriðdýrunum sem höfðu verið fjarlægð frá því í síðasta tíma. Lisa staðfesti að þau hefðu verið fjarlægð, en að þau hafi skilið eftir eitthvað sem líktist litlum fræum. Sá fyrri sem var tekinn fór svo hratt, að hann átti enga möguleika, en einn af þeim minni sem höfðu verið fjarlægðir skildu eftir þrjú fræ. Skilaboðin sem Lisa heyrði frá Arcturians voru að orkuvinnan  með Carl þyrfti að  halda áfram til að koma í veg fyrir að fræin næðu að spíra.

Það var nýtt fyrir okkur öllum að takast á við þessa hluti, svo að við vissum ekki enn þá hvað þau raunverulega voru. Carl velti fyrir sér hvort þetta gætu verið „fræhús“ fyrir fleiri Skriðdýr að vaxa úr.“ Lisa hélt að fræin sem hún sá á hægra axlarsvæði á líkama Carls, virkaði eins og viti, vegvísir eða staðsetningartæki. „Það má ekki næra þau,“ sagði hún. „Ekki vökva þau eða leyfa þeim að þroskast, því að Skriðdýrin reyna að byggja sig upp strax aftur.“ Hún hafði sannarlega rétt fyrir sér með það. En við vissum ekki þá að við gætum beðið Arctrurians um að fjarlægja þau, rétt eins og þeir höfðu fjarlægt Skriðdýrin þrjú.

Carl hafði enga hugmynd um að þessi fræ væru inn í  honum. Hann sagðist vera orðinn svo vanur að hafa eitthvað inni í sér, að hann vissi ekki hvernig það væri að hafa ekkert.

Gríðarlega mikil heilun hafði verið unnin á Carl, en hann var ekki enn algerlega frjáls. Það var enn þá hlekkur á milli hans og einhvers staðar utan við hann sem þurfti að skera frá og innsigla. Annars gætu Skriðdýrin haldið áfram að ásækja hann og stjórna að vild. Honum gæti liðið betur um tíma, en færi svo að líða illa aftur og hringrásin héldi áfram.

Arcturians höfðu sagt okkur allan tímann hátt og skýrt, að Carl þyrfti mikla heilun á meðan á þessu ferli stæði. Lisa fann fyrir sársauka í hægri hlið og hún sá hringiðu eða svelg í horni herbergisins sem togaði í hana. Robert fann fyrir „togi“ á Solar Plexus svæðinu, svæði sem Carl fann einnig mikil óþægindi á. Við þurftum heilun, ekki bara fyrir Carl, heldur fyrir okkur öll.

Lisa sagði að við þyrftum að gera það samstundis og ég var sammála því.

Ég kallaði á Arcturians og einnig Orion, sem  höfðu lofað okkur vernd og bað þá um sérstaka hreinsun. Ég bið fyrir hönd okkar allra hér inni að hreinsa burt alla neikvæða orku tengda Carl sé það mögulegt,  fræin, tengingar, strengi, gáttir, hringiður og hvað svo sem var  að það endi hér með. Um leið fann ég gríðarlega slökun. Robert sagði að hann fyndi mikinn hita. Lisa lýsti ljósslæðu sem kæmi að ofan beint að plöntunum, „bara fallegt hvítt ljós.“

Ég þakkaði öllum – Arcturians, Orion, öllum leiðbein-endum – sem höfðu verið viðstaddir og aðstoðað okkur með Carl, þar sem við þrjú vorum eiginlega ekki viss um hvað við vorum að gera. Hvernig gátum við verið það? Við einfaldlega komum bara saman og gerum það sem við erum beðin um.

Um leið og ég kallaði á Orion, fann Robert orkuöldu þjóta fram hjá og í gegnum mig . Vooooh! Allir fundu fyrir mikilli breytingu í orkunni.

Lisa sjá hvíta ljósið umbreytast í hringiðu ljóss sem hélt áfram að breiðast út meðan það lýsti á plönturnar. „ Í þessum skógi, sem er tákn fyrir líkama Carls,“ sagði hún, „brunnu öll trén upp.“

Carl meðtók meiriháttar hreinsum innan frá og út. Lisa sá að fræin voru orðin að „kolum,“ en Arcturians voru enn að vinna. Við báðum þá að hreinsa út allar agnirnar, hverja einustu, svo að ekkert gæti tengst aftur, hreinsa okkur öll innan frá og út sem og húsið og allt um kring. Ég nefndi hvert okkar með nafni og heimilisfangi þ.á.m. Carls. Hreinsið, hreinsið, hreinsið – hreinsið húsin og alla sem í þeim búa. Ég hafði lært hversu nákvæmur ég þyrfti að vera þegar ég bæði um eitthvað, frekar en að gera ráð fyrir að Arcturians myndu fylgja ósögðum ásetningi og ég varð að gefa nægan tíma í stað þess að rjúka í gegnum hreinsunar-ferlið. Hreinsa allt. Hreinsa það algerlega!

Við vorum öll mikið léttari á eftir. Robert var slakari í hálsinum og þetta hafði svo mikil áhrif á mig að ég gat ekki einu sinni haldið áfram að tala. Carl sagðist hafa fundið töluvert fyrir sjálfan sig. Hann fann orkuölduna fyrst og svo sá hann ljósið. „Venjulega sé ég ekki ljósið ganga svona í gegnum mig, en það gerði það núna. Ég fann mig færast til, engin spurning um það.

Það var hvetjandi fyrir okkur öll og veitti Carl þægilega tilfinningu að allavega einhver hefði upplifað það.

Að bjóða ljósinu inn

Carl beið enn eftir einhverjum skýringum. „Bara einhverju sem hann gæti vitað fyrir víst, skýringu á einhverju. Hvern fjandann er ég að gera hér?“ Hann hló, en við vissum öll hvað hann tók þetta alvarlega.

Robert sagði Carl að Arcturians vildu að hann vissi hversu óvenjuleg þessi reynsla væri. Þar sem það eru fleiri í svipaðri stöðu, myndi það verða þeim til verulegrar umhugsunar ef Carl myndi að lokum tala eða skrifa um þessa reynslu.

En hann var ekki kominn á þann stað enn þá. Ég fann þó að upplýsingarnar djúpt innra með honum myndu koma upp á yfirborðið smátt og smátt. Þegar honum færi að líða betur myndi hann vita hvað hann ætti að gera. Núna þyrfti hann bara að vera góður við sjálfan sig og tengjast aftur þeim Carl sem hann raunverulega er. Ef hann leyfði því bara að gerast, myndi allt verða eins og það á að vera.

Robert hvatti Carl til að ímynda sér að hann opnaði  glugga á gömlu rykugu höfðingjasetri og leyfði sólar-ljósinu að komast í gegn. „Bjóða ljósi sólarinnar táknrænt inn í sjálfan sig.“

Carl sagði að hann hefði einmitt verið úti í sólinni á hverjum degi undanfarnar vikur, sem væri nokkuð sem hann hefði ekki getað fyrr en nýlega. Áður hafði hann ekki þolað sólina í andlitið vegna ástands húðarinnar. „En ég hafði alltaf áður sótt í sól og birtu,“ sagði hann.

Hann minntist aftur á að hann hafi byrjað að leita svara fyrir 18 árum og fannst hann vera á réttri leið, en þá „var honum lokað.“

Robert var ekki hissa. Hann sagði Carl, að þar sem ljós kæmist að, kæmi það upp um allt sem ekki væri í samhljómi við það. Þegar Carl fór að vinna með ljós og orku á þeim tíma, lýsti það niður á allar verurnar. Allt hið dökka hafnaði því og öskraði á móti því. „Aldeilis ekki, þetta fær ekki að gerast.“ Líkami hans varð að stríðsátaka svæði og það var þá sem hann kom fyrst til mín.

En af hverju var þjáning hans svona mikil og langvarandi? Robert sagði að hann væri að heila svo margt, ekki bara úr þessu lífi heldur einnig fyrri lífum. Lisa gat séð sum af fyrri lífum hans og spurði hvort hann vildi heyra um þau og auðvitað vildi hann það.

„Það virðist svo sem þú hafir verið í myrkri í fyrri lífum,“ sagði hún. „Þú barst einskonar höfuðfat líkt og prestur eða páfi og fyrirskipaðir aftöku margra.“ Í því lífi, sem var fyrir „Rannsóknarréttinn“, var Carl mjög reiður og grimmur. Lisa sá mikið af fólki í kringum hann grátandi og biðjandi um miskunn, en Carl sneri baki við því og strunsaði inn í höll eða kirkju. Henni fannst þetta hafa staðið yfir í þó nokkur ár og skapað mikla þjáningu fyrir aðra og svipt þá frelsi. Margir komu til hans til að fá samúð eða hluttekningu, en hann hafði enga.

Carl hafði heyrt sumt af þessu löngu áður hjá öðrum miðli, svo að þetta kom heim og saman við það sem hann vissi þegar. Hann taldi einnig að hann hefði verið hermaður í nokkrum lífum. Í einu síðari lífa, hafði hann verið þróaður heilari, en brenndur fyrir að neita ættarhöfðingja um heilun. Eftir á sagði hann að hann hafi reynt að koma með þessa reiði og hatur inn í næstu holdgun til að reyna að heila það.

„Ég hef þráð það í langan tíma,“ sagði hann.

Við vissum að eftir að Skriðdýrin höfðu verið fjarlægð og að eftir þessa hreinsun sem við höfðum lokið við, myndi hann þurfa að minnsta kosti tvö skipti í viðbót til að skola hann út með ljósorku. Lisa hélt að við myndum geta gert þetta hvert fyrir sig, en við urðum að lokum sammála um að þetta væri ekki tíminn til að skiljast að.

Við þurftum að halda áfram þessari vinnu og gera það saman. Klárlega var meir kraftur í því að vera fleiri saman.

 

Úr 3ja hluta

Hvernig komast þeir inn?

Skriðdýrin geta komist inn í fólk á sama hátt og djöflar og gráar verur. Þegar eitt stakt skriðdýr kemst inn, geta áhrifin náð svo djúpt að maður áttar sig ekki á því strax og ástandið getur orðið mjög slæmt áður en það fer að hafa veruleg áhrif.

Sumar gráar verur hafa líka djöfla og skriðdýr í sér og taka þau með sér þegar þau komast inn í manneskju og allt í einu er kominn heill her að takast á við. Þegar þetta gerist finnur fólk verulega fyrir því og það er líklegra að það átti sig á því að eitthvað sé ekki í lagi. Einnig er líklegt að fjölskylda og samstarfsfólk átti sig á breytingunum. En það góða við þetta sé hægt að skalla það svo, er að áhrifin eru svo öflug að líklegt er að fólk leiti sér hjálpar fyrr en ella.

Ólíkt djöflum og gráum verum, hafa skriðdýrin aðra leið til að komast inn í fólk en að fara beint eða vera laumufarþegar með gráu verunum og það er í gegnum blóðlínuna. Ef þeir eru í blóðlínunni, þá eru þeir í DNA kerfinu frá fæðingu og erfða kóðinn þegar virkjaður. Þau skriðdýr sem eru í blóðlínunni eru erfiðari að eiga við, því að fólkið þekkir ekkert annað en að  hafa þau í sér 24/7 og finnur ekki muninn á líðan eins og hinir sem ekki hafa þau í blóðlínunni.

Fólk sem hefur þau ekki í blóðlínunni finnur þegar orkan þeirra skellur á þeim, en hinir sem hafa þau í sér þekkir ekki hvernig er að vera það sjálft án þeirra. Vissulega hefur fólk sinn eigin huga og líkama, en þeir þurfa að keppa við alla hina sem eru til staðar í þeim. Fólk á jafnvel erfitt með að aðlagast eftir að allir djöflar, skriðdýr og gráar verur hafa verið fjarlægð, því að það var hluti af persónu þeirra sem þarf að læra að vera sjálfstæður einstaklingur á ný.

Skriðdýrin geta fylgt bæði karl og kvenblóðlínu, en höfundur (Wayne Brewer) veit ekki hvernig þeir komast inn í blóðlínuna, en veit þó að líf þess fólks er miklu erfiðara og það þarf að takast á við miklu fleiri áskoranir í lífinu bæði áður og eftir að skriðdýrin hafa verið fjarlægð. Hann telur að nánast allir jarðarbúar hafi í raun einhvern part af þeirra DNA í sér, en hjá þeim sem ekki hafa skriðdýrin í blóðlínunni liggur það í dvala þar til það er vakið upp. Hann veit heldur ekki hvort gerist áður, að DNA sé virkjað og svo fari þeir inn, eða að þeir fari inn og virki það svo. Einnig getur stress og áföll virkjað DNA kóðann s.s. líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi.

Á sama tíma og allar þessar verur eru eyðileggjandi í eðli sínu, eru þær ekki allar að stjórnast í litningakerfinu okkar og hafa ekki skipulagðan ásetning eins og skriðdýrin. Skriðdýrin eru ekki einungis skipulagðir stjórnendur, heldur er ásetningur þeirra að ná yfirráðum yfir okkur og að nota okkur á hvern þann hátt sem þeir geta til að ná markmiðum sínum. Þeim er nákvæmlega sama um okkur sem manneskjur, hvað við viljum eða hvernig okkur líður, fyrir þeim erum við ekkert annað en verkfæri eða þrælar fyrir þá og hættan er sú, að ef við hlustum nógu lengi á þá, þá kaupum við það sem þeir vilja að við gerum og trúum því og gleymum öllu sem skiptir okkur raunverulegu máli.

Það er mjög líklegt að það komi að því að fólki finnist auðveldara að gefast upp fyrir þeim en að halda áfram að berjast á móti, en það er það versta sem hægt er að gera, því það verður bara miklu erfiðara á eftir.  Við eigum valið og Arcturians munu hjálpa okkur.

Mikilvægast er þó að muna að ef við ætlum að geta losað okkur við skriðdýrin, þá verðum við að búa til tengingu við Arcturians og eina leiðin til þess er að hækka tíðnina okkar eins mikið og við framast getum.  Kristur mun ekki losa okkur við þau, Mikael erkiengill mun ekki losa okkur við þau né nokkrir aðrir meistarar og háar verur. Pleiadian og Andromeda munu hjálpa okkur með að veita vernd, en það eru Arcturians sem fjarlægja þau. Þeir vinna í gegnum okkur með aðstoð annara vera, en þeir sjálfir vinna verkið. Þegar Arcturians fjarlægja skriðdýr, er það farið fyrir fullt og allt upp í ljósið og kemur ekki aftur. Það þýðir þó  ekki að þeir geti ekki gert meiri skaða, því að þeir geta stjórnað úr fjarlægð og senda djöfla og gráar verur til að vinna fyrir sig.

Þeir munu ekki gefast auðveldlega upp, því ekkert hefur raskað ró þeirra í milljónir ára. Þeir munu reyna að halda því sem þeir hafa haft og endurheimta það sem þeir hafa misst. Það þarf því að passa að fjarlægja líka það sem þeir skilja eftir, þ.e. eggin og græðlingana.

Að loka öllum inngöngum

En jafnvel eftir að við höfum losað okkur við skriðdýrin úr okkur sjálfum, hreinsað egg og græðlinga geta þeir enn þá hrekkt okkur og gert okkur lífið leitt séu opnir inngangar nálægt okkur.

Það eru gáttir um allan alheiminn sem æðri verur nota m.a. til að komast á milli innri sviða jarðarinnar, en þau sem ástæða er til að hafa áhyggjur af er gríðarlega stórt net neðanjarðargátta, hella og stöðva sem skriðdýrin hafa búið til og lifa í. Þeir ferðast um þessar gáttir og hafa inn og útganga inn í byggingar bæði íbúðar og opinberar byggingar.

Ætla mætti að Arcturians einfaldlega lokuðu þessum inngöngum, en það er ekki alveg svo einfalt, því að skriðdýrin myndu bara finna sér aðra innganga inn.

Í staðinn senda þeir ljós eða geisla sem fer niður innganginn svo langt sem hann nær til að hreinsa þau út. Þetta er ekki neitt venjulegt ljós eða geisli, heldur er þetta líkara hvirfilvindi svo öflugum, að hann sýgur að sér allt sem er þar niðri. Þeir fjarlægja hvert skriðdýr, lama það og sjúga út sem og allt annað sem þar er og hætta ekki fyrr en allt er búið.

Í sumum tilfellum eru inngangar inn í fólk. Þeir eru mjög litlir og eru kallaðir “nálarstunga eða pirringur” og eru litlir eins og nálarauga og eru í raun gátt inn í áru fólks. Skriðdýrin þurfa ekki þessi “nálaraugu”, en djöflar og viðhengi gera það stundum svo að nauðsynlegt er að eyða þeim líka.

Ekki má heldur gleyma því, að eftir að allt hefur verið hreinsað hefst vinnan við að byggja upp einstaklinginn, allt sem aflaga hefur farið líkamlega, andlega og tilfinningalega.

Að samþykkja samvinnu við Arcturians

Ef fólki finnst það rétt “fyrir sig”, þá geta þeir kallað í Arcturians og beðið um að þeir samþykki sig og tengist viðkomandi. Fólk finnur ekkert til og í raun er það róandi, kærleiksrík og friðsæl upplifun fyrir flesta. En kannski finnur það alls ekkert, það tekur aðeins nokkrar sekúndur en setur það á radarinn hjá þeim ef það má orða það þannig. Höfundur segist ekki skilja að fullu hvað gerist, en það er einskonar orkuumbreyting. Það hjálpar Arcturians að vernda fólk og hafa samskipti það og þá einnig fyrir fólk að hafa samskipti við þá.

Baráttan á milli ljóss og myrkurs

Það kemur fram í 4rða kafla bókarinnar að Skriðdýrin komi ekki hingað aftur eftir að þeim hefur verið eytt, en þau halda áfram að fjölga sér og sum sveima kannski í kringum jörðina. Skriðdýrin reyndu að eyðileggja Aþenu en mistókst og ekki er líklegt að þau reyni það meira, en þau sem eru hér á jörðinni nú þegar, munu gera allt sem þau geta til að eyðileggja okkur. Þau vilja halda okkur í 3ju víddinni þar sem við sitjum undir stöðugum árásum og neikvæðum áhrifum og neyðumst til að berjast við þau og eyða þeim ásamt djöflum, gráum verum og allri annarri svartri orku.

Arcturians hins vegar, gera allt sem þeir geta til að gera þau skaðlaus og hjálpa okkur eins og þeir geta að hækka tíðnina okkar. Þeir sjá miklu meira en við og eru ekki háðir takmörkunum 3ju víddarinnar eins og við mennirnir. Þeir hafa verið til svo miklu lengur og hafa miklu breiðari sýn en við getum nokkurn tímann náð.

Ef við köllum á þessar kærleiksríku, góðviljuðu en um leið ótrúlega þróuðu og öflugu verur, geta þeir haldið skriðdýrunum í burtu frá okkur og undan stjórnun þeirra. En við verðum að vilja hjálp þeirra, verðum að biðja um hana og við verðum einnig að velja það sjálf að vilja nota hana.

Tíðni og vernd

Árujaðarinn/skjöldurinn endurspeglar líka tíðnina. Þegar tíðnin er há er hann líklegri til að vera sterkur og ósnertanlegur, en þegar tíðnin er lág er hann hins vegar líklegri til að verða  veikur fyrir og brothættur og gerir það mun auðveldara fyrir skriðdýrin og aðrar dökkar verur að komast að fólki.

Að hækka orkutíðnina gerir áruna miklu sterkari og er því algjörlega það besta og öflugasta sem fólk hefur til að verjast þessum dökku verum, sem og öðru neikvæðu fólki, hugsunum og tilfinningum.

Það tvennt sem er mikilvægast að muna:

  1. Að viðhalda sterkum áru skildi er besta leiðin til að vernda þig.
  2. Hækkun tíðninnar er besta leiðin til að styrkja áru skjöldinn þinn.

Hækkun tíðninnar:

Allt í alheiminum er í flæði, hvort sem það er fast, fljótandi eða gas. Allt hreyfist, víbrar og ferðast í hringlaga mynstri. Hver hlutur sem er til, er auðkenndur af hans eigin tíðni.

Dr. Norma Milanovich and Dr. Shirley McCune

The Ligt Shall Set You Free

 

Markmiðið er að hækka tíðni okar og halda henni eins jákvæðri og hárri og mögulegt er og þar sem allt hefur tíðni og víbrar og að við drögum að okkur sambærilega tíðni, þá hefur tíðni annars fólks og allra hluta almennt áhrif á okkur án þess að við gerum okkur alltaf grein fyrir því.

Ef við erum ekki meðvituð, er auðvelt fyrir neikvæðni annara að komast inn í hugsanir okkar og tilfinningar. Við vitum kannski að eitthvað er ekki rétt, en við höfum ekki enn skapað tengingu á milli orsaka og afleiðinga. Það sem við lesum og heyrum t.d. í gegnum fjölmiðla s.s. sjónvarp, útvarp og internet hefur áhrif á okkur jafnvel hávaði, véla og annars búnaðar.

Samkvæmt Abrahamx)  fáum við alltaf fullkomna svörum á víbringi við það sem við beinum athygli okkar að.

  1. x) Abraham er andlegur vitundarhópur sem Esther Hicks hefur haft samskipti við síðan 1985. Safn útgefinna bóka sem byggðar eru á upplýsingum sem hún hefur fengið er nefndur “kenningar Abrahams”.

Á sama tíma og það er augljóslega góð hugmynd að takmarka áhrif á okkur frá neikvæðu fólki, þá geta aðstæður og aðrir hlutir dregið úr okkur orku. Flest okkar hafa viðhorf og hegðun sem lækkar tíðni okkar, rétt eins og þau sem við drögum að okkur frá öðru í umhverfinu.

Sumt af þessum viðhorfum og hegðun sem við erum kannski ekki einu sinni meðvituð um eru:

  • Að hugsa ekki um sjálf okkur svo að við verðum ekki orkulaus eða jafnvel veik
  • Að blanda okkur óhófleg mikið inn í vandamál annara
  • Að vinna stöðugt of mikið eða ofgera þannig að við gleymum að verja okkur
  • Að sogast inn í neikvæðar tilfinningar og dvelja þar
  • Að vera í eyðileggjandi samböndum
  • Láta hlutina danka og/eða vera ábyrgðarlaus
  • Að lifa í fortíðinni eða í framtíðinni í stað þess að vera í núinu
  • Að taka inn neikvæð viðhorf annarra
  • Að gagnrýna stöðugt okkur sjálf eða vera í kringum gagnrýnið fólk
  • Fíkn eða þráhyggju af einhverju tagi ( borða of mikið, kaupa of mikið, neyta áfengis og/eða eiturlyfja.
  • Neikvæðar tilfinningar s.s. reiði, ótti, gremja, þunglyndi, skömm, sektarkennd, afbrýði, græðgi o.sv.frv.

Við getum ekki hækkað tíðni annara þar við getum hvorki hugsa né fundið til fyrir aðra, en leiðbeinendur okkar geta það tímabundið. Kristur getur gert það sem er ein ástæða þess að hann “er í fólki” eftir heilunar meðferð stundum allt að 4 daga. Hægt er að sjá þetta á fólki eftir heilun, en það er ekki varanlegt. Það er undir sjálfum okkur komið að læra að meta hvernig okkur líður svo að við getum valið jákvæðar hugsanir, hegðun og viðhorf sem hækka okkar eigin tíðni.

Það sem við getum gert til að hækka tíðni okkar er m.a.:

  • Að hugleiða reglulega y)
  • Með því að nota jákvæða staðfestingu og sjá fyrir sér jákvæðar myndir
  • Að vera í tengingu við leiðbeinendur okkar – en einungis þá sem eru hér skv. æðstu og bestu markmiðum – og þá sérstaklega Arcturians
  • Að tengjast tíðni þessara fjölvíddarvera; Arcturians, Meistaranna, Stjörnuvera, Erkiengla og engla
  • Leggja áherslu á kærleikann, þá hæstu tíðni sem er til
  • Læra hvernig á að vera meðvitaðir í stað þess að sofna á verðinum
  • Læra hvernig á að snúa neikvæðum hugsunum
  • Að sleppa neikvæðum tilfinningum fortíðinni
  • Að fyrirgefa okkur sjálfum
  • Að fyrirgefa þeim sem okkur finnst að hafi gert á hluta okkar
  • Að biðja um hjálp þegar við þurfum hana í stað þess sökkva dýpra inn í örvæntingu
  • Að hlusta ekki á okkar innri gagnrýnu rödd
  • Að vera virkur í stað aðgerðalaus og breyta hlutum í lífi okkar sem ekki virka
  1. y) Regluleg hugleiðsla er mjög mikilvæg iðkun. Frábært tæki fyrir byrjendur er; Getting the Vortex: Guided Meditation CD and User Guide eftir Esther og Jerry Hicks.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bóksala

Bækurnar Táknmál drauma og Þróunarsaga sálar fást hjá bókabúðum;
Pennin Eymundsson og Mál og Menning.