Óhefðbundnar meðferðir

Sigrún Gunnarsdóttir kennari hjá Heilunarskólanum er bæði transheilari og miðill.

Transheilun

er mjög öflun leið í heilun, en því miður eru tiltölulega fáir sem gera sér grein fyrir því hvað Transheilun er.
Transheilun eða það að vera í transtengingu þýðir að heilarinn er í tengingu við hjálparverurnar sínar og þess sem þiggur sem þýðir í raun að þær vinna verkið. Heilarinn er eins og rafmangs/orku tæki sem stungið er í samband en það er annar sem stjórnar tækinu. Þetta er mjög fjölbreytt og yfirgripsmikil leið í heilun þar sem að öll sú þekking sem við höfum kemur í raun frá andaheiminum (svo sem frá förnum læknum og hjúkrunarfólki auk annara heilunarvera). Við fáum einnig aðgang að miklu meiru, þar sem öll þekking er til þar og sem verkfæri hjálparverunnar getur heilarinn notað þá þekkingu án þess að endilega að kunna full skil á henni.

Transheilun og Reiki

IMG_0001 (2)

saman er t.d. mjög öflug vinna, því að þar koma saman þekkingin og Reikikrafturinn sem efla hvort annað.
Heilarinn þarf eftir sem áður auðvitað að hafa ákveðinn þekkingargrunn til að byggja á og því fjölbreyttari sem hann er, því betra verkfæri er hann.


 

IMG


Sú þekking í óhefðbundnum aðferðum sem Sigrún byggir á er í fyrsta lagi Cranio Sacral eða Höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun.
  

 

 

IMG_0002
Í öðru lagi byggir þekkingin á Aroma Theraphy sem eru ilmkjarnaolíurnar. Olíurnar eru unnar úr hreinum jurtum og alveg dásamlegar einar og sér, en ekki síður í líkamsnuddi. 

 

 

 

DSC03295


Í þriðja lagi byggir þekkingin á Dáleiðslumeðferð, en dáleiðsla er í raun djúp hugleiðsla.
Dáleiðslumeðferðin byggir á því að vinna með vandamáli úr fyrri lífum.

 

 

Þannig hefur Sigrún þróað sig sem transheilari í 13 ár og hefur orðið mjög yfirgripsmikla reynslu.
Einstaklingur sem kemur í fyrsta skipti þarf oft 2 – 4 meðferðartíma vikulega og sé verkefnið viðameira og þurfi hann fleiri tíma, er gott að lengja á milli tímanna til að gefa líkamanum tækifæri til að vinna úr þeirri hjálp sem hann er að fá.  
Í rauninni er það líkaminn sjálfur sem heilar sig, en stundum þarf hann hjálp til þess. Hann er ótrúlega flókið og merkilegt fyrirbæri og hefur innbyggt sjálfheilunarkerfi, en því miður er honum svo of oboðið að hann ræður ekki við það hlutverk sitt sjálfur og þar kemur heilarinn til sögunnar.

Sigrún býður upp á transheilunartíma og eru tímapantanir í síma 5551727 og á heilunarskolisigrun@gmail.com