Hvað er Reiki
Það að leggja hendur á mannslíkamann eða skepnu til vellíðunar eða að lina þjáningu er jafngamalt innsæinu. Lifandi líkami, mennskur eða dýr geislar hlýju, kærleika og orku. Þessi orka er lífsorkan sjálf.Tíðnihækkun fyrir Reiki heilara gerir það að verkun að orkurásirnar eru opnaðar og hreinsaðar af fyrirstöðum með tíðnihækkuninni. Viðkomandi fær ekki einungis tengingu við lífsorkuna eða Ki til eigin heilunar, hann fær einnig tengingu við uppsprettu allrar alheims lífsorkunnar, hvað svo sem við viljum kalla hana.
Við að fá Reiki vígslu verður þiggjandinn farvegur fyrir alheims heilunarorkuna.
Allt sem hann þarf að gera til að tengjast orkunni eða Ki er að setja hendurnar á sjálfan sig eða einhvern annan og orkan flæðir í gegn sjálfkrafa.
Tíðnihækkunin eða vígslan er það sem skilur Reiki frá öðrum heilunaraðferðum. Það er tíðnihækkunin eða vígslan sjálf sem er Reiki og án þeirrar athafnar sem verður að fara fram beint milli kennara og nemanda, er það ekki Reiki.
Reiki hjálpar þeim sem heilar einnig með eigin líkamlega sjúkdóma. Líkamleg heilsa viðkomandi batnar yfirleitt næstu mánuði eftir að hafa hlotið tíðnihækkun í gegnum Reikivígslu.
Reiki er algjörlega jákvætt og getur aldrei skaðað hverjar svo
sem aðstæður eru. Stundun finnur Heilari að sá sem þiggur trúir ekki á það.
Ef þiggjandi gefur leyfi til heilunar og er opin fyrir því, þá flæðir heilunarorkan hvort sem viðkomandi trúir eða ekki.
Það er misjafnt hvernig Reikimeistarar kenna Reiki. Það er orðið algengara að það sé kennt óhefðbundið og misjafnt er hvernig kennt er í gráðum.
Hjá Heilunarskólanum er Reiki kennt bæði hefðbundið og óhefðbundið og í 3 gráðum og síðan eru kennararéttinndi sér gráða.
Þar sem Reiki var sett í genin okkar sem gjöf fyrir alla, geta líka allir sem vilja lært og tileinkað sér Reikiheilun.
En Reiki er miklu meira
en bara það að leggja hendur á mannslíkamann, því að vegna þeirrar vitundarvakningar sem á sér stað á jörðinni á Reiki sér dásamlega framtíð. Reikið er að verða sífellt vinsælla og vinsælla vegna þessara breytinga, á sama tíma og Reikið er ástæðan fyrir því að þessar breytingar geti átt sér stað. Í raun má segja að andi Reikisins sé andi framtíðar jarðarinnar. Þessi vitundarvakning hefur einnig verið kölluð fordæmi eða fyrirmynd, en fordæmi verður til þegar þær grunnhugmyndir sem heimurinn byggir ákvarðanir sínar á veldur stórkoslegum breytingum.
Sú staðreynd hversu margir í einu geta sent Reiki með fjarheilun á jörðina til að heila aðstæður og atburði, gefur Reikinu aðra vídd. Fjöldi þess fólks á jörðinni sem iðkar Reiki mun vaxa, sem þá aftur eykur þá hjálp sem Reikið veitir til að skapa jörðinni frið. Margir hafa upplifað þá staðreynd að því fleiri sem koma saman í hóp til að iðka Reiki, því meira eykst styrkur hvers og eins. Það er vegna þess að því fleiri sem koma saman í einu til þess að tengjast Reikiorkunni , eykur veldisáhrifin. Ef við tvöföldum fjölda þeirra sem iðkar Reiki saman í hóp, frekar en að láta Reikið flæða tvisvar, erum við í raun að fá fjórum sinnum meira. Þessi kraftur sem hópurinn magnar upp gildir svo auðvitað líka um alla aðra sem iðka Reiki í heiminum. Þar af leiðir, að því fleiri sem iðka Reiki í heiminum því meira magn af Reikiorku flæðir um heiminn.
Á einhverjum tímapunkti í nálægri framtíð mun því marki verða náð, að það flæðir svo mikið Reiki um jörðina að friður kemst á mjög snögglega. Það að Reiki vinnur með öllum trúarbrögðum og öllum þeim ólíku hópum sem vinna andlega vinnu hefur gífurleg áhrif á þá þróun að koma á friði í heiminum. Þegar það gerist munum við sjá einstaklinga í öllum trúarbrögðum viðurkenna, heiðra og virða hvern annan. Trúarleiðtogar munu koma saman til að vinna og stuðla að meiri andlegri meðvitund. Áður fyrr gátu aðeins heilagir menn og örfáir einstaklingar unnið slík kraftaverk og haft svo mikil andleg áhrif. Eftir því sem að vitundin nær hærri vídd/orkutíðni mun það skapa möguleika fyrir „hinn venjulega mann“ að upplifa reynslu af æðri mætti sem mun hafa mikil áhrif á daglegt líf hans til hins betra.
Æðri kraftur er óendanlegur í eðli sínu, svo að engin takmörk eru í raun fyrir því hvað af honum leiðir. Vitundin okkar, svo og orkutíðni jarðar og mannsins mun halda áfram að þenjast út og gefur okkur sífellt meiri möguleika á því að meðtaka þennan æðri kraft. Því meira sem við meðtökum hann, því meiri heilun veitir hann okkur. Hærra vitundarstig sem bara mjög fáir á jörðinni hafa upplifað ennþá, mun verða eðlilegt ástand fyrir alla. Markmiði okkar og hlutverki sem kynþáttar mun vera lokið.
Friður, kærleikur og frelsi á hærri orkutíðni verður ríkjandi afl á jörðinni og Reiki mun hafa uppfyllt Guðlegan tilgang sinn á jörðinni.