Ég hef verið að þýða nokkrar andlegar bækur undanfarið, ekki til útgáfu þar sem lesendahópurinn er of lítill til þess, en hins vegar eru þær til sölu til þeirra sem hafa áhuga á andlegu efni og má hafa samband við mig með því að senda póst á www.heilunarskoli@gmail.com eða í síma 5551727.
Hér kemur það nýjasta af þýddum bókum:
Framhald af bókinni “Anna the Grandmother of Jesus” sem heitir Anna – Raddir Magdalenanna og svo þýðing á bókinni The Golden Future eftir Diönu Cooper og nú síðast bókin Arcturian Anthology eftir Tom Kenyon og Judi Sion.
Þessi bók er safn (Anthology) af því sem átta Arcturians hafa að segja, þar á meðal Sanat Kumara, Yeshua ben Joseph og Mary Magdalen! Frá vísindafulltrúanum, til þeirra: Akashic bókasafnsfræðings, til arktúrísks stríðsmanns, læknafulltrúa og hugleiðslumeistara, þeir koma með vandamálin sem þeir glíma við, áhyggjur sínar og val sitt um hvernig eigi að hjálpa mannkyninu enn frekar. Þetta er útvíkkuð sýn á veruleikann, hærri víddarsýn færð til jarðar af ótrúlegum hæfileika Tom Kenyons til að hafa samband við og hafa samskipti við verur úr öðrum víddum. Arcturians eru uppljómaðir, óttalausir og háþróaðir. Þeir hafa verið og munu halda áfram að vera, forráðamenn okkar og verndarar.
Uppgötvaðu hvernig á að hækka tíðnina og undirbúa þig fyrir gullnu framtíðina.
Núverandi tímabil, á milli 2012 og 2032, er það mikilvægasta sem nokkurn tíma hefur verið í sögu plánetunnar. Ný fimmtu víddar gullöld er að koma. Þetta verður tími friðar og hamingju, umhyggju og samveru í samfélaginu – allt stutt af ótrúlegri andlegri tækni. Með hreinu vatni, hollum mat og ókeypis vistvænni orku mun heimurinn eins og við þekkjum hann hafa breyst óþekkjanlega til batnaðar.
Í þessum uppbyggjandi andlega leiðarvísi deilir metsöluhöfundurinn Diana Cooper ótrúlegri þekkingu sinni og innsýn í hvað er framundan og hvernig á að búa sig undir þessa glæsilegu gullnu framtíð. Þú munt uppgötva:
Útskýringar á því sem er að gerast á jörðinni núna. Kosmíska atburði sem fyrirhugaðir eru fyrir 2032
Hið hamingjusama og andlega upplýsta líf sem bíður í gullnu framtíðinni
Hvernig á að undirbúa sig og stíga upp í fimmtu víddina
Vinna með leiðsögn Diönu, hugleiðslur og háþróuð uppstigningar verkfæri til að opna hærri orkustöðvarnar þínar og hækka tíðnina, svo að þú sért tilbúinn til að meðtaka nýju gullöldina.
Í þessu framhaldi af metsölubókinni “Önnu ömmu Jesú”, ferðumst við með Önnu, heilögu fjölskyldunni hennar og 18 öðrum Magdalenu-Essenum þegar þau ferðast til Frakklands og Bretlands eftir krossfestingu Jesú og upprisu.
Þessi bók gefur alveg nýja sýn á gnostískan dulspekiskóla Essena á Karmel fjalli, þar sem Jesú og María Magdalena tóku vígslur sínar sem og á heilögu fjölskylduna og Magdalenuregluna. Í gegnum Claire Heartsong segir Anna ekki aðeins sögu Jesú, heldur einnig söguna af konunum í lífi hans. Bókin afhjúpar dýpri leyndardóma sem þær hafa staðið vörð um alla tíð, þar á meðal þætti í persónulegu lífi Jesú sem ekki eru skráðir í sögunni – sambönd hans og róttækast; börn hans.
Í þessari einstöku sögu deilir Claire upplýsingum sem hún fékk frá Önnu um „Sáningu ljóssins“ — dreifingu Önnu, Móður Maríu og upplýstra afkomenda Jesú, en „blóðlína“ þeirra virkar sem lifandi hvati fyrir mögulega vakningu Krists-Magdalenu í dag. Þessi bók gefur ekki aðeins nýja sýn á Kristsdramað fyrir 2.000 árum, heldur það sem meira er, hún býður upp á möguleika á að upplyfta hinni niðurbældu guðdómlegu kvenlegu rödd á okkar tímum
Anna, amma Jesú varð metsölubók þegar sjálfútgefin útgáfa í gegnum andlega tengingu seldist í 50,000 eintökum.
Anna er móðir Maríu meyjar og amma Jesú. Kennsla hennar og þjónusta ólu af sér andlegan ættlegg sem breytti heiminum. Í þessari bók eru týnd fram sögubrot sem varða Önnu, Maríu og Jesú, eins og þau er sett fram af Claire Heartsong sem hefur fengið skilaboð frá Önnu í 30 ár.
Þessi bók, skrifuð eftir mildri og hugljúfri rödd Önnu sjálfrar, gefur innsýn inn á óþekkta staði sem heilög fjölskylda hennar heimsótti, fólk sem hún þekkti og náin smáatriði um daglega baráttu þeirra við að ljúka áskorun upprisunnar. Í bókinni koma einnig fram upplýsingar um Essena á Karmelfjalli og leynilegar kenningar þeirra og vígslur sem gefur nýjan skilning á boðun Jesú.
Þessi bók inniheldur kóða, virkjaðan til að koma visku og orku Önnu inn í þitt eigið andlega líf. Þessi bók er boð um að ljúka vígsluferð sem hófst fyrir löngu síðan.
Ljósið mun gera þig frjálsan
“Ljósið mun gera þig frjálsan” eða The Light Will set you Free eftir Dr. Normu Milanovich og Dr. Shirley D. McCune.
Hinir uppstignu meistarar fullyrða að þessari bók sé ætlað að umbreyta heiminum. Á þessum síðum eru nokkrar af stærstu andlegu kenningunum frá fornu andlegu skólunum, auk leiðbeininga um hvernig eigi að beita þessum kenningum í daglegu lífi okkar. Sumar af þeim upplýsingum sem hér koma fram hafa ekki verið aðgengilegar áður. Allar upplýsingarnar, ef þær eru notaðar í daglegu lífi okkar, hafa vald til að gjörbylta heiminum.
Í fortíðinni var aðeins fólki með andlega hæfileika, dýrlingum, postulum, dulspekingum og æðstu prestum og prestum leyfður aðgangur að þessari kennslu. Með þessari þekkingu stjórnuðu þessir einstaklingar, styrktu sjálfa sig og siðmenningar og notuðu kraftinn sem fylgdi henni til að skapa og heila. Almenningur hallaði sér mjög að þessum andlegu yfirstéttum til að leysa vandamál sín, því fjöldinn hafði hvorki öðlast þann aga né viljastyrk sem þurfti til að ná tökum á kenningunum á eigin spýtur. Að læra og beita þessum sannleika krafðist ævilangs aga og vígslu. Meira um vert, að ná tökum á þekkingunni krafðist þess að maður bæri ábyrgð á eigin gjörðum – ábyrgð sem fjöldinn var ekki tilbúinn að taka á sig.
Hinir uppstigningu meistarar staðhæfa hins vegar að tíminn sé kominn fyrir alla að læra þessar kenningar og taka þátt í ábyrgðinni á að umbreyta lífinu og heiminum. Aðgangur að fimmtu víddinni krefst þess af öllum. Þess vegna verður að vara alla við sem lesa þessa bók, að aðgangur að þessari þekkingu gerir sálina sjálfkrafa ábyrga fyrir sköpunarhluta sínum og hver og einn verður dæmdur í samræmi við það! Gáttin stendur nú opin fyrir alla til að fara í gegnum til að byggja saman sjöundu gullöldina á jörðinni.
Næst síðasta bók sem var þýdd er “Magdalenu handritið” eða The Magdalen Manuschript.
Persónuleg saga Maríu Magdalenu um tantrískt samband hennar við Yeshua ben Joseph, þekktur í dag sem Jesús Kristur. Ást svo djúp að hún hefur lifað af í meira en 2000 ár af lygum, til að vera loksins sögð núna í upphafi endaloka tímans.” Sem mjög hátt innvígð var Magdalena hinn heilagi gral, bikarinn sem bar blóð Krists. Og „sólin“ sem spáð var fyrir um var stúlka að nafni Sara. Í Magdalenu handritinu, sem hún gaf orð fyrir orð lýsir hún gullgerðarlistinni sem hún og Jesú stunduðu. Þetta er gullgerðarlistin sem undirbjó hann til að viðhalda lífi eftir dauðann, svo að hann gæti mætt örlögum sínum og leitt ljósslóð í gegnum dauðaríkin, ljósleið sem hvert og eitt okkar getur fylgt.
Þetta er saga Maríu Magdalenu, sem afhjúpar nokkur af dýpstu leyndarmálum musterisins, eins og Isis bað um.
Bible Code er ein af þeim bókum sem ég er búin að þýða.
Í þrjú þúsund ár hefur verið falinn kóði í Biblíunni. Nú hefur hann verið opnaður með tölvu – sem gæti leitt framtíð okkar í ljós. Atburðir sem gerðust þúsundum ára eftir að Biblían var skrifuð – seinni heimsstyrjöldin, tungllendingin, Watergate, bæði Kennedy morðin, kosning Bill Clintons, sprengjutilræðin í Oklahoma-borg – öllu var spáð í kóðanum. Í nokkrum tilfellum fundust nákvæmar spár fyrirfram og atburðir gerðust nákvæmlega eins og spáð var. Dagsetningin sem Persaflóastríðið myndi hefjast fannst áður en stríðið hófst. Rabin morðið fannst ári fyrir morðið. Og kóðinn gæti varað við áður óþekktri hættu sem enn er ókomin – kannski hið raunverulega Aocalypse/Opinberun, hamfarir eða kjarnorku-heimstyrjöld. Biblíukóðinn er fyrsta heildstæða frásögnin af vísindalegri uppgötvun sem gæti breytt heiminum, sögð af veraldlegum efasemdar blaðamanni sem varð hluti af sögunni. Það neyðir okkur til að samþykkja það sem Biblían sjálf getur aðeins beðið okkur um að trúa – að við séum ekki ein.
Og fyrir þá sem hafa lesið og eiga bækurnar Bible Code I og Bible Code II, þá var gefin út 3ja bókin Bible Code III árið 2010 sem ég vissi ekki um fyrr en fyrir skemmstu.
Nú er búið að þýða hana fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa.
Úr bókinni:
BIBLÍUKÓÐINN III er lokaviðvörun. Þetta eru spárnar sem við þurfum til að lifa af.
BJÖRGUN HEIMSINS er þungamiðjan í þessari heillandi nýju bók um Biblíuikóðann, kraftaverk sem nútímavísindi hafa sannað að eru raunveruleg.
Í 3000 ár var kóði falinn í Biblíunni. Nú hefur hann verið opnaður með tölvu og gæti leitt í ljós framtíð okkar. Kóðinn var brotinn af heimsfrægum ísraelskum stærðfræðingi, síðan staðfestur af háttsettum kóðabrjóti hjá þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna.
Og hann heldur áfram að rætast.
Hann spáði því að Barack Obama yrði forseti ári fyrir kjör hans og varar við því að hann verði að koma í veg fyrir næstum örugga kjarnorkuhryðjuverkaárás. Hann spáði miklum samdrætti þegar hlutabréfamarkaðurinn var í hæstu hæðum og nú varar hann við annarri mikilli kreppu.
Þetta er þriðja bókin í röð alþjóðlegra metsölubóka sem gripu milljónir manna í hverju landi, af öllum trúarbrögðum, um allan heim.
Svo eru það Arcturians. Við lifum í ört breytilegum heimi og gríðarmikil þekking og tækni skapar mikið álag á öll persónuleg og stofnanaleg trúarkerfi. Gamall og gegn sannleikur er í hraðri sundrun og þess vegna erum við að fara í gegnum mikil umskipti mannlegrar vitundar. Umskipti eru alltaf óreiðukennd og óstöðug, en þessi tilteknu umskipti eru mjög djúpstæð vegna þess að þau hafa áhrif á alla þætti skynjunarveruleika okkar. Það rignir yfir okkur nýjum sjónarhornum, og hugmyndum, nýjum tíma, nýju hugtaki um Guð, nýjum utanjarðar nágrönnum, nýjum spádómum, nýjum andlegum skilningi, nýjum skilgreiningum og nýjum persónu- og plánetu einkennum.
Því miður er mikið af þessum nýju upplýsingum mótsagnakenndar, ruglingslegar og mjög erfiðar að samþætta. Við erum samtímis útsett fyrir svo mörg ný hugtök að það nær út yfir venjulega mannlega getu að vinna úr þeim og að meðtaka þessa nýju þekkingu. Fleiri spurningar eru til staðar en svör og nauðsynlegar upplýsingar til vitsmunalegs skilning eru ekki alltaf settar fram. Til að fá réttan skilning þarf að gefa út ný hugtök á réttum tíma. Fólk skilur ekki æðri sýn á raunveruleikann fyrr en ákveðnum forsendum skilnings hefur verið fullnægt.
Arcturians gefa okkur skýra sýn inn í fimmtu vídd og þessi nýi veruleiki er allt annar en núverandi þriðju víddar tilvera okkar. Í fimmtu vídd birtist allt með einbeittri hugsun. Allt er upplifað sem orkumynstur. Þannig vísa Arcturians til hluta eða veru sem orku. Allt er hægt að lækna með jafnvægi og dreifingu orku.
Ég er einnig búin að þýða 2 Tarot bækur.
Rider Waite sem flestir þekkja og eiga og einnig stokk sem heitir “Beginners guide to Tarot” sem er í raun Rider Waite stokkurinn en er byrjendavænn og hefur fleiri myndræn tákn. Sá stokkur er einnig til sölu með bókinni. Nú er ég búin að uppfæra þessa bók og setja inn táknfræðina fyrir Háspilin auk ítarlegri inngangs.
Rider-Waite tarot spilin sem voru upphaflega gefin út árið 1909, eru víða talið vinsælustu tarot spilin fyrir tarot lestra. Spilin voru teiknuð af Pamelu Colman Smith eftir leiðbeiningum fræðimannsins og dulspekingsins Arthur Edward Waite og voru upphaflega gefin út af Rider Company. Stokkurinn hefur verið gefinn út í fjölmörgum útgáfum og hefur veitt fjölmörgum afbrigðum og eftirlíkingum innblástur. Talið er að yfir 100 milljón eintök af stokknum hafi verið gefin út í meira en 20 löndum.
Þessari bók er ætlað að kynna byrjendur fyrir Tarot lestri.
Bókinni fylgir nýi Sharman-Caselli stokkurinn, sem hefur að hluta til verið innblásinn af myndum hins fræga og mjög vinsæla Waite stokks, sem gefinn var úr árið 1900 af listakonunni Pamelu Colman-Smith undir stjórn dulspekingsins A. E. Waite. Waite-stokkurinn markaði umtalsverða breytingu frá fyrri stokkum, þá fyrstu sem á rætur sínar að rekja til miðrar fimmtándu aldar, með því að bæta myndum við lágspilin sem áður höfðu aðeins verið merkt með tölum. Sharman-Caselli stokkurinn inniheldur hluta af myndmáli sínu frá eldri stokkum, svo sem Visconti- Sfzora, auk tiltölulega nútímalegum Waite stokk. Tarot er táknmáls kerfi, svo að myndir þess geta almennt höfðað til og verið skilin af öllum. Tarot stokkurinn samanstendur af sjötíu og átta spilum: tuttugu og tveimur í háspilum og fimmtíu og sex lágspilum.