EFTIR ADAM RUTHERFORD F.R.G.S., A.M. Inst. T.
Á FORLAG HÖFUNDARINS 39, BEVERLEY GARDENS BELMONT, STANMORE, MDDX LONDON
Umboðssalar:
SNÆBJÖRN JÓNSSON THE ENGLISH BOOKSHOP 4, AUSTURSTRÆTI REYKJAVÍK, ÍSLAND
JULIUS A. GRAEVES 61, COURTER AVE. MAPLEWOOD, N.J. U.S.A.
1
HIN MIKLA ARFLEIFÐ ÍSLANDS
Verð:
Á Íslandi 1 kr.
Á Bretlandi 1s.
Í Vesturheimi 25c.
Bók þessi er komin út á þessum tungumálum: Íslenzku, ensku, tamil og malayalam
Í undirbúningi eru þýðingar á gaelsku og hindústönsku.
Fyrsta útgáfa Íslenzk, marz 1939 Önnur prentun, marz 1939
Ísafoldarprentsmiðja h.f.
2
FORMÁLI.
ÍSLAND er eitt af merkilegustu löndum heimsins, og blöðin, sem hér fara á eftir, hafa að innihaldi sönnun þess, að þessari litlu þjóð, Íslendingum, sé ætlað að leysa af hendi undursamlegt og göfugt hlutverk við fyrirhugaða stórviðburði, í náinni framtíð. Höfundurinn er sannfærður um, að þetta mikla ætlunarverk Íslendinga muni reynast að verða til blessunar, eigi aðeins fyrir Íslendinga sjálfa, heldur og fyrir frændþjóðir þeirra, Norðurlandabúa, Engil-Saxa og Kelta.
Ég vil óska, að bæklingur þessi megi verða að nokkuru gagni í því að hjálpa til að búa Íslendinga undir það, að taka við hinni miklu arfleifð sinni.
ADAM RUTHERFORD.
London, í maí 1937
3
ÍSLAND er einstætt meðal þjóðanna. Þetta litla land er einangrað, fráskilið öllum öðrum löndum af mörg hundruð mílna hafi. Þess vegna mætti búast við, að Íslendingar stœðu á lágu stigi, væru menningarsnauðir og langt á eftir tímanum, en í staðinn fyrir þetta sjáum vér, að hið gagnstæða á sér stað, því að Íslendingar eru nú á tímum sannmenntaðasta þjóð heimsins. Það sýna eftirgreind atriði um þessa merkilegu þjóð:
- Ísland kostar engu fé til hernaðar, en ver því í þess stað til menningarmála. Það hefir þannig hvorki herskipaflota né landher, né heldur neinar víggirðingar.
- Að tiltölu við mannfjölda er útgáfa bóka og blaða meiri á Íslandi en í nokkru öðru landi.
- Almúginn talar móðurmál sitt með sama móti og háskólakennararnir, og þannig eru í landinu hvorki mállýzkur né skrípamál, og munurinn á almennu talmáli og bókmálinu er minni en á sér stað í öðrum löndum.
- ,,Íslenzk tunga var orðin að máttugu verkfæri ritaðrar hugsunar þegar á þeim tíma, er enginn maður (í Norðurálfu) utan Íslands bar við að rita bók á öðru máli en latínu“, og „áhuginn á bókmenntum og skáldskap hefir lifað og haldizt óslitinn allar þessar aldir“. „Á tólftu og þrettándu öld urðu til með Íslendingum meiri bókmenntir en hjá nokkurri annarri þjóð í Norðurálfu, og allt frá þeim tíma hefir fróðleiksþorsti verið einkenni íslenzku þjóðarinnar“ (Chambers´ Encyclopædia). Skáld hafa að tiltölu verið fleiri á Íslandi en í nokkru öðru landi. „Íslenzkar bókmenntir eru að sumu leyti einstakar í bókmenntum veraldarinnar. Þær eru nálega jafngamlar þjóðinni sem myndaði þær, og þœr taka yfir lengra tímabil en nokkrar aðrar bókmenntir á lifandi tungu i Norðurálfunni. Þœr eru ritaðar á máli, sem svo hefir tekið litlum breytingum frá því, sem landnemarnir töluðu það fyrir þúsund árum, að hvert barnið skilur hin elztu íslenzk rit því nær jafnauðveldlega, eins og þau hefðu verið rituð í gær. Þær hafa ávallt verið eign almúgans, og það er ekkert smáræði, sem að hann hefir til þeirra lagt“ (Þorsteinn Þosteinsson: Iceland, bls. 133).
- Ólæsir menn eru ekki til á Íslandi.
- Það er ekki einungis að Íslendingar játi kristni, heldur er þjóðkirkjan íslenzka hin bezta fyrirmynd, því að hún er evangelisk og frjálslynd. Ísland er hið eina land, þar sem öll þjóðin af frjálsum vilja styður kirkjuna og lifir í kristilegri eindrægni.
Þvílíkur vitnisburður! Þetta ber sannarlega á sér þann svip, að guðleg forsjón hafi einangrað og undirbúið íslenzku þjóðina í sérstökum tilgangi. Satt er það, að Íslendingar eru smáþjóð, en ritningin tjáir oss, að guði almáttugum þóknist á stundum að hafa „það, sem heimurinn telur veikleika, til þess að gjöra hinu volduga kinnroða“.
Það stingur mjög í augu, hve líkt er á komið með Íslandi nú á dögum gagnvart öðrum þjóðum, og Benjamín gagnvart hinum ættkvíslum Ísraels, eins og eftirfarandi samanburður sýnir:
4
BENJAMÍN
- Ættkvísl Benjamíns var miklu minnst af öllum tólf ættkvíslum Ísraels.
- Benjamín, forfaðir og sameiginlegur höfðingi Benjamínítanna, var yngstur af öllum tólf sonum Jakobs, en frá þeim komu hinar tólf ættkvíslir Ísraels. 1)
- Um eitt skeið „var Benjmín úlfur, sem sundurreif“, en að lokum reyndist sú ættkvíslin staðföstust í trúnni, og að síðustu voru allir tólf postularnir valdir af þeirri ættkvísl einni. 2) Benjamínítarnir (eða Galílearnir, eins og þeir voru síðar nefndir) fylgdu frelsaranum þúsundum saman. (Það voru Júðarnir úr Júdeu, sem höfnuðu honum og fengu hann krossfestan).
- Benjamínítarnir unnu frelsi og voru umburðarlyndir í trúarefnum. Það var hinn frœgasti allra Benjamíta, hinn mikli postuli Páll sem sagði: „Þar sem andi drottins er, þar er frelsi´´. „Til frelsis frelsaði Kristur oss; standið því fastir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok“. (2. Kor. 3,17; Gal. 5, 1)
- Benjamínítar (Galílear) voru hinir fyrstu, sem þýddu og prédikuðu ritningarnar á öðrum tungum (Postulas. 2, 6-11).
- Benjamín var Ijósberi ættkvísla Ísraels.
ÍSLAND
- Ísland er smæsta menningarþjóðin, ekki aðeins í Norðurálfunni, heldur og í heimi öllum.
- Ísland byggðist síðast allra landa í Norðurálfu og er þess vegna yngst þeirra allra.
- Forfeður Íslendinga, víkingarnir, voru líka „úlfar, sem sundurrifu“, en að lokum reyndust Íslendingar líka staðfastari í trúnni en nokkur önnur þjóð. Þó að á Íslandi sé fullkomið trúarbragðafrelsi, játar þar nú nálega hver maður kristna trú. „Frá upphafi hafa Íslendingar verið nálega samfelld heild, að því er snertir kirkju og trúarbrögð, og svo má segja, að trúarbragðadeilur séu óþekktar i landinu“.3)
- Íslendingar unna einnig mjög frelsi og eru umburðarlyndir í trúarefnum. Þjóðkirkjan Íslenzka er evangelisk-lúthersk kirkja. „Íslenzka kirkjan hefir ávallt verið frjálslynd í skoðunum sínum, jafnvel hin svonefnda strangtrúardeild hennar“.4) Af hinu mikla umburðarlyndi, sem kirkja þessi sýnir, eru sértrúarflokkar ákaflega fáir og smáir. Manntalið 1930 sýndi, að á öllu Íslandi voru þá aðeins 1,503 manneskjur, sem ekki töldust til kirkjunnar (þjóðkirkju og fríkirkju), og þetta er atriði sem ber þjóðinni fagurt vitni.
- Elzta þýðing ritningarinnar (G. T.), sem þekkist á núlifandi tungu, er íslenzk (frá 12. öld).
- Íslendingar eru öllum fremur hin upplýsta og menntaða þjóð kristins heims.
1) Benjamín var fœddur í grennd við Betlehem og af tólf sonum Jakobs var hann sá eini, sem fæddist í Landinu helga. Nafnið Benjamín merkir „sonur hægri handar minnar“. Jósef og Benjamín voru synir Rakelar, sem eigi átti aðra syni. Þó að Rúben væri frumgetinn sonur Jakobs, þá glataði hann frumburðarréttinum, sem veittur var Jakob, næst-yngsta syninum (1. Kron. 5, 1—2). Frumgetningnum bar tvöfaldur erfðahluti; því var það, að afkomendur Jósefs mynduðu ekki eina ættkvísl, heldur tvœr, nefnilega Efraím og Manasse, en svo hétu synir Jósefs, og þegar skipt var landi í Kanaan, fékk hvor þeirra sinn eigin erfðahluta í landinu á sama hátt og hinar ættkvíslirnar. Þannig er það, að með ættkvíslunum Efraim, Manasse og Benjamín var nánari skyldleiki innbyrðis en hinum öðrum ættkvíslum Ísraels
2) Farrar dómprófastur segir, að allir tólf postular Krists hafi verið af ættkvísl Benjamíns að einum undanteknum og að sú undantekning hafi verið af œttkvísl Júda, nefnilega Júdas Ískaríot, sá eini, sem reyndist ótrúr. Temple Dictionary of the Bible segir undir orðinu„Galilee“, að ellefu af Krists útvöldu postulum (þ.e. allir þeir að undanteknum Júdasi Ískaríot) hafi verið Galílear — en orðin Benjmínítar og Galílear merkja hið sama. En í stað Júdasar Ískaríots kom að lokum Benjamíníti, svo að lokum voru allir hinir tólf útvöldu postular Krists Galílear (Benjamínítar), eins og segir í Postulasögunni 2, 7.
3) lceland, handbók eftir Þorstein Þorsteinsson, bls. 120—122.
4) Iceland, handbók eftir Þorstein Þorsteinsson, bls 122.
Af framansögðu er það bert, að vér getum réttilega talað um Ísland sem Benjamín kristinna þjóða. Eins og Benjamín litli varð að lokum hinn mikli Ijósberi, svo má það vera, þótt Ísland sé lítið, að því sé ætlað að verða þjóðunum hið mikla Ijós. Spádómar biblíunnar benda til þess, að þetta muni svo verða.
5
Bæði Kristur og Daníel segja oss, að sú öld, sem nú er uppi eigi að ná fyllingu í hámarki þeirra þrenginga fyrir þjóðirnar, að slíkar hafi eigi áður þekkzt. (Matt. 24, 21; Daníel 12, 1). Þessar ógurlegu þrengingar, sem jafna munu við jörðu hverja harðstjórnar- og ranglætisstofnun, sem þjakar mannkyninu (Zefanía 3, 8; Jakob 5, 1—4), verða ekki annað en millibil, sem leiðir á eftir sér nýja og betri öld, gullöld spádómanna. Þetta er margsinnis sagt í biblíunni. Þannig er það um þá alþjóða-þrenging, sem Zefanía lýsir í spádómi þeim, er nú var vitnað til, að 8. versið lýsir hörmungunum, en í 9. versinu segir: „Þá (eftir þrengingarnar) mun ég gefa þjóðunum nýjar, hreinar varir, svo að þœr ákalli allar nafn Jahve, þjóni honum einhuga“. Á sama hátt er það að Jesaja lýsir í 34. kapitula átakanlega hörmungum veraldarinnar en allur næsti kapítuli, sá 35., er um þá dýrlegu tíma, sem á eftir eiga að koma, og er einn hinna fegurstu kapítula í allri ritningunni.
Jesaja lýsir (24. kapítuli) einnig hinum síðustu ógnum, sem ganga skulu yfir þjóðirnar, en sýnir, að einn staður mun Ijóma eins og viti gegnum hina dimmu nótt hörmunga veraldarinnar, og að fólkið, sem þar byggir, muni tilbiðja guð og syngja honum lof, því að í miðjum þessum kapítula hörmunganna standa þessi orð: „Þeir hefja upp raust sína og fagna, yfir hátign Jahve gjalla gleðiópin í vestri. Vegsamið þess vegna Jahve meðal eldanna, nafn Jahve, Ísraels guðs, á ströndum hafsins. Frá yzta jaðri jarðarinnar heyrðum vér lofsöngva: Dýrð sé hinum réttláta“. (Jesaja 24,14—16. Enska biblían.) Þrjú atriði eru tilgreind um stað þann, þar sem söngvarnir og þakkargjörðin eiga að heyrast innan um þjáningu veraldarinnar:
- Staðurinn er eyland, því að lofsöngvarnir eru sagðir koma „frá hafinu“, „frá eyjunum í sœnum“ (enska biblíuþýðingin). Gamla testamentið var, eins og allir vita, ritað á hebresku, en á hebresku táknar sama orðið „sjó“ og „vestur“, nefnilega „jom“. Vegna þess að eyjar, sem vert sé um að tala, eru hvergi nema í sjónum, er rétta þýðingin berlega „eyjunum í vestri“. Einu stóru eyjarnar í vestri eru Bretlandseyjar og Ísland, en það, sem á eftir fer, sýnir, að þar er Ísland einkanlega sem átt er við í fyrra staðnum, og að það muni vera fólkið í þeirri eyju, sem að lokum örvi íbúa hinna eyanna til að syngja einnig.
- Í spádómnum er þessum eyjarskeggjum lýst þannig, að þeir búi á meðal elda (enska biblían, þar sem sú íslenzka hefir „á austurvegum“). Í heimi vorum vitum vér ekki af öðrum eldum í náttúrunni en jarðeldum, og af þessum eyjum er það Ísland eitt, sem hefir gjósandi eldfjöll. Ekki þar með nóg, heldur eru á Íslandi fleiri eldfjöll að tiltölu við stœrð en í nokkru öðru landi á jörðunni. Hinir geysilegu straumar af logheitu hraunflóði, sem á síðari tímum hafa átt sér stað á Íslandi, hafa ekki átt sér neinn líka annars staðar í heimi. Fyrir tiltölulega skömmu, 1783, kom úr Laka-gígunum hraunflóð, sem var 72 km. langt og 24 km. breitt. Í bók sinni um Ísland segir Stefán Stefánsson, að þetta sé hið mesta, sem menn viti af, og „eigi ekki sinn líka á jörðunni, síðan sögur hófust“. Að svo miklu leyti sem mönnum er kunnugt, er þetta hið mesta bál, sem heimurinn hefir nokkuru sinni séð, síðan mannkynið varð til. Ísland er allt myndað af eldi; það á tilveru sína algerlega jarðeldi að þakka, og hinir mörgu hverir og laugar um allt landið eru í sambandi við jarðelda undir niðri. Norðurálfumenn kannast við Ísland sem„eldlandið“.5) Það er mála sannast, að íslenzka þjóðin búi meðal elda. Hebreska orðið „urim“, sem í tilvitnuðum stað hér að framan er þýtt með „eldar“ í ensku biblíunni, merkir líka „Ijós“ (flt). Hin einu náttúrlegu Ijós á þessari jörðu, sem stórfelld mega heita, eru heimskautaljósin (norðurljósin og suðurljósin), og eina eyþjóðin, sem dvelur nægilega nœrri öðru hvoru heimskautinu, til þess að sjá þessi Ijós greinilega hvarvetna á landinu, eru Íslendingar.
- Spádómurinn staðgreinir þetta eyland þannig, að það sé á „yzta jaðri jarðarinnar“, eða, eins og fornþjóðirnar orðuðu það, ,,ultima thule“. Nafnið var um eitt skeið haft um yztu norðurvegu almennt, en síðar var það bundið við Ísland. Sir Richard Burton ritaði bók í tveim stórum bindum og nefndi hana Ultima Thule. Rit þetta er lýsing á Íslandi, sem höfundurinn kallar „Kanaan hið norðlæga“. Ísland er vissulega „yzti jaðar jarðainnar“, því að handan við það er ekki annað en ísi þakið heimskautshaf. Norðurströnd Íslands nemur við heimskautsbauginn.
5) Það er líka nefnt nefnt “Landið elds og ísa”. Ísland var upprunalega nefnt Snæland. Þó að verðrátta á undirlendinu í suðvesturhlutanum sé furðulega tempruð, eru þó inni á miðbiki landsins miklar jökulbreiður. Stöðugur jökull þekur 14,000 ferkílómetra aflandinu og á norðurhluta þess er snjólínan aðeins 2,000 fet yfir sjávarmál.
6
Eftirgreind orð úr Chambers‘ Encyclopædia (undir „Iceland“, VI. bindi bls. 61—66), sýna, að guð hefir verið að búa íslenzku þjóðina undir að syngja sér lof á þeim sérstaka tíma, sem nú fer í hönd: „Ísland hefir ávallt verið og er enn auðugt að Ijóðasmiðum, einkum söngljóða og trúarljóða“. Á. seytjándu öld vaktist upp hið mikla trúarskáld, Hallgrímur Pétursson (1614— 1674), og ávallt síðan hafa hinir fögru sálmar hans verið sungnir við húslestra á nálega hverju íslenzku heimili, og haft mjög lyftandi áhrif á andlegt líf þjóðarinnar.
Þegar hér er talað um Ísland, er vitanlega ekki átt aðeins við meginlandið heldur og eyjarnar við strendur þess, einsog t. a.m. Grímsey og Vestmannaeyjar, sem eru hluti landsins og byggðar af Íslendingum.
Hin dimmu ský þrautanna bólstra nú óðum yfir höfði þjóðanna á meginlandi Evrópu, og þess er aðeins skammt að bíða að yfir dynji hin hræðilega eyðilegging, sem spáð hefir verið, en Ísland verður „Ijósdepillinn“ á, jörðinni, því að skaparinn hefir svo fyrir séð, að það sé utan við hervaldsánauðina og trúarbragðadeilurnar, til þess að þessi litla þjóð megi gefa stóru þjóðunum kristilegt fordœmi. Með frelsun Íslands vill guð almáttugur sanna heiminum kærleik sinn og umönnun fyrir varnarlausri þjóð, sem tilbiður hann í einlægni og sannleika. Svo hreinsi því íslenzka þjóðin sig af öllu því, sem guði er vanþóknanlegt, svo að hún megi bera honum það mikla vitni, sem hann óskar. Ó Ísland, hvílíkur heiður er það, sem þér fellur í skaut! Verði það svo, að hver sál, allt frá Kolbeinseyju til Geirfuglaskerja beiti öllum mætti til þess að lyfta andlegu lífi íslenzku þjóðarinnar á hið hæsta stig, sem unnt er að ná. Hvílík gagnstæða verður á milli hinnar sælu guðsdýrkunar á Íslandi, eins og henni er lýst í Jesaja 24, 14—16, og þess hruns, sem samtímis mun ganga yfir hinar miklu efnishyggju-þjóðir á meginlandinu, eins og spámaðurinn hefir útmálað það í sama kapítula, þar sem hann segir: „Jörðin skjögrar eins og drukkinn maður, henni svipar til og frá eins og vökuskýli; misgjörð hennar liggur þungt á henni, hún hnígur og fær eigi risið upp framar“. „Jörðin viknar og kiknar, heimur bliknar og kiknar, tignarmenni lýðsins á jörðu blikna“. „Jörðin brestur og gnestur, jörðin rofnar og klofnar, jörðin riðar og iðar“. Þegar þetta algerða niðurbrot þjóðfélagsins á jörðunni, sem byggt hefir verið upp á grundvelli efnisins, fer fram, þá mun Ísland, með því að byggja á hærri, kristilegum grundvelli, vísa veginn inn í betri öld, þá sem vígð verði af Kristi. Þá munu þjóðirnar„smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum; engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð og ekki skulu þær temja sér hernað framar“.
7
(Míka 4, 1-5; Jes.2, 1—4). En Ísland hefir þegar náð þessu stigi, enda er það nauðsynlegur undanfari, ef Ísland á að verða þjóðunum ,,ljósberi´´ og „fyrirrennari“ nýrrar aldar.
Því meir sem þetta dásamlega mál er rannsakað, þeim mun Ijósara verður það, að Ísland er guðs „Benjamín“ á þessum tímum, „elskaður af drottni“. Meira að segja, við rannsókn kemur það einnig í Ijós, að mikill hluti Íslendinga þeirra, sem nú eru uppi, eru beinlínis afkomendur Benjmíns hins forna. Skulum vér nú rekja feril Benjamíns ættkvíslar þann tíma, sem kristnin nœr yfir.
Eins og áður er getið, var ættkvísl Benjamíns á Krists dögum kölluð Galílear, vegna þess að hún byggði nyrzta hluta Palestínu sem kallaðist Galílea. Hún var aðgreind frá Júðum í Júdeu í suðurhluta landsins, og á milli þeirra lá landsvæði Samverja.6)
6) Þegar hinar tíu ættkvíslir voru herleiddar til Assyríu, fluttu Assýríumenn inn á hið mannauða land blandaða erlenda þjóðflokka, sem fengu nafnið Samverjar. En þegar hinar tvær ættkvíslir, Júda og Benjamín, voru fluttar til Babýlonar, settust engir menn að í landinu í suðurhluta Palestínu, heldur lá það í auðn. Tíu ættkvíslirnar komu aldrei aftur frá Assyríu, en hinar tvœr héldu heim aftur, skömmu eftir eyðingu Babýlonar, og settust að á ný í hinu mannlausa landi. Landsvæði Benjamíns ættkvíslar var norður af landi Júda og samliggjandi við það. Vegna þess að fólkinu fjölgaði stórlega, þokuðust Benjmínítar, þegar fram liðu stundir, enn lengra norður á við inn í Galíleu, sem var langtum stœrra landsvæði fyrir handan Samverjana, en inná land Benjamíns, sem upphaflega var lítið, þokaðist ættkvísl Júda, auk þess sem hún hélt sínu eigin landi. Þetta skýrir ástœðuna til þess, að borgin Jerúsalem, sem upphaflega var í landi Benjamíns (Jósúa 18, 28), lá í Júdeu (Júda landi) á tímum Krists. Í Esrabók (4, 1 og 10, 9) eru greindir þeir, er heim sneru, nefnilega „Júda-menn og Benjamíns“. Esra og Nehemia eru þær bœkur biblíunnar, sem segja frá heimförinni úr herleiðingunni, og í þeim er engin af tíu œttkvíslunum af Ísraelsríki nokkru sinni nefnd. Tíu œttkvíslirnar voru vitaskuld alls ekki fluttar til Babýlonar, heldur til Assýríu, í mörg hundruð mílna fjarlægð frá Babýlon, og herleiðing þeirra átti sér stað kringum heilli öld fyrr en Júda og Benjamíns. Veraldarsagan er jafnskýr og biblíusagan um þetta atriði. Hinn nafnfrægi sagnaritari Gyðinga, Jósefus, segir nálegt 70 e. Kr.: „Tíu ættkvíslirnar hurfu ekki aftur til Palestínu; aðeins tvær ættkvíslir þjónuðu undir Rómverja, eftir að Palestína varð rómverskt skattland“. Sami sagnaritari segir einnig: „Aðeins tvœr ættkvíslir í Asíu og Evrópu eru undir Rómverja gefnar, en tíu œttkvíslirnar eru enn handan við Evfrat og eru geysi-fjölmennar“. Að vísu voru í Júdeu og Galíleu nokkrir einstaklingar, sem töldust með tíu ættkvíslunum, og sömuleiðis nokkrir útlendingar, en tíu ættkvíslirnar komu í heild sinni aldrei aftur. Vitaskuld er, að heita má hver þjóð og hver kynflokkur er nokkuð ýrður af aðkomendum. Þannig er það, að á Krists dögum sjáum vér, að Palestína er klofin í þrjú fylki: 1) Júdea að sunnan, þar sem bjó ættkvísl Júda, hinir eiginlegu Júðar; 2) Samaríu í miðið, og bjuggu þar Samverjar; og 3) Galíleu nyrzt, þar sem bjó ættkvísl Benjamíns, er venjulega nefnist Galílear
Sem þjóðflokkur tóku Benjamínítar eða Galílear hartnær engan þátt í krossfestingu Krists. Það voru hinir eiginlegu Júðar, það er að segja œttkvísl Júda, er byggði Júdeu, sem þar átti sökina. Þegar Kristur, nokkrum dögum fyrir krossfestingu sína, sagði: „Hús yðar skal yður í eyði eftir skilið verða“, þá var það Júdea, sem hann ávarpaði, en ekki Benjamínítarnir frá Galíleu. Þetta er fullsannað með því, að nokkrum árum síðar sagði postulinn Páll: „Hefir guð útskúfað lýð sínum? Fjarri fer því. Því að ég er líka Ísraelsmaður, af kyni Abrahams, ættkvísl Benjamíns. Guð hefir ekki útskúfað lýð sínum, sem hann fyrirfram þekkti“ (Róm. 11, 1—2). Einmitt á þeim tíma, er Júda var sviptur guðlegri náð, hlutu Benjamínítar meiri réttindi en nokkur œttkvísl Ísraels hafði nokkru sinni áður. Eins og þegar var sagt, voru allir tólf lærisveinar Krists Galílear (Benjamínítar). Það voru þeir og aðrir Benjamíns niðjar, sem eftir þá komu, er prédikuðu fagnaðarerindið um alla Norðurálfuna á fyrstu öld kristninnar. Hinn fróðasti allra fornra höfunda um kirkjusöguna, Evsebius, „faðir kirkjusögunnar“, frœðir oss um það, að Benjamínítar fluttu kristnina jafnvel til hinna fjarlægu Bretlandseyja. Hann kemst þannig að orði: „Postularnir fóru yfir hafið til þeirra eyja, sem kallaðar eru hinar Brezku eyjar”.
8
Með öðrum orðum: guð veitti Benjamíns niðjum þann mikla heiður að vera sú ættkvísl, sem flutti heiminum kristindóminn og hóf kristniboðið. Það er næst augljóst, að þau orð guðlegrar vanþóknunar, sem Jesús talaði, lutu aðeins að Júda ættkvísl, en ekki Benjamíns. Vegna þess að Benjamínítar bjuggu nyrzt í landinu, var talsverður burtflutningur öldum saman, eins og kunnugt er, norður yfir landamœrin, yfir Sýrland, inn í lönd Litlu-Asíu, sem lágu næst Palestínu, nefnilega Kappadókíu, Galatíu og Kilikíu. Það var meira að segja í Tarsus, stærstu borg Kilikíu, að hinn mesti allra Benjamíníta fæddist: Páll posuli. Að lokum jókst burtflutningurinn stórlega á tímum hinna ógurlegu styrjalda á fyrstu öld.
Í september árið 70 e. Kr. gerðist hinn algerlegi aðskilnaður ættkvíslanna Benjamíns og Júda. Bæði spámaðurinn Jeremía og aftur Kristur höfðu fyrirfram gefið Benjamínítum skipun um að „flytja burt“, „flýja“. Þegar atburðir þeir sem sagðir höfðu verið fyrir, gerðust við umsátur Jerúsalemsborgar, hlýddu Benjamínítar þeim fyrirmælum, er þeir höfðu áður fengið, og flýðu landið. Það skyldi haft hugfast, að rómverski herinn settist um Jerúsalem á þeim tíma, er hin hebreska tjaldbúðarhátíð stóð yfir, þegar allur landslýðurinn, bæði Júda og Benjamíns ættkvíslir, var samansafnaður í Jerúsalem, sem þá var í Júdeu, enda þótt hún hefði fyrst verið í landi Benjamíns. Hundruðum ára áður en hið hræðilega umsátur um Jerúsalem átti sér stað, var guðleg fyrirskipun gefin Benjamínsniðjum með þessum orðum: „Flýið, Benjamínítar, út úr Jérúsalem og þeytið lúður í Tekóa og reisið upp merki í Betkerem, því að ógæfa vofir yfir úr norðurátt og mikil eyðing (Jer. 6, 1).7)
7) Í þessu sambandi má benda á eftirfarandi ummæli Milner‘s í riti hans lsrael‘s Wanderings, bls. 121: „Þetta (spádómurinn) átti ekki við herleiðinguna, sem í vændum var. Herskarar Nebúkadnezars komu að austan, en ekki að norðan. Eigi heldur hlýddu þá Benjamínítar viðvöruninni, Því að þeir voru herteknir ásamt Júda-mönnum og þoldu sömu örlög, þannig að sumir hurfu aftur til Palestínu, en aðrir settust að í borgum Litlu-Asíu.
Kristur gaf hina sömu skipun þeim, er honum fylgdu, en nálega allir hans fylgismenn í Landinu helga voru Benjamínítar (Lúk. 21, 20—24).
Í samræmi við þetta er það, sem Jósefus sagnaritari segir, að áður en hinar eiginlegu hörmungar umsátursins um Jerúsalem byrjuðu, var fjölda manns leyft að komast undan. 8)
8) Hinar ókristnu leifar Benjamíníta, sem ekki hlýðnuðust og flýðu frá Jerúsalem, biðu vitanlega sömu örlög og Júðarnir, og því er það, að Júðar eru nú á tímun nokkuð blandaðir Benjamínítum.
Í riti sínu Historia Ecclesiæ staðfestir hinn frœgi Evsebius það einnig, að menn í Palestínu, þ. e. Benjamínítar, komust undan umsátrinu um Jerúsalem. Á leið sinni til þess að sameinast Benjamínítunum í Litlu-Asíu, dvöldu margir þeirra, er úr umsátrinu sluppu, um stundarsakir í Pellu. Þegar vér minnumst þess, að mikill fjöldi Benjamíníta í Galíleu trúði Jesú og aðhylltist hann, eins og guðspjöllin votta, þá undrumst vér ekki að sjá W H. M. Milner segja í riti sínu Israel‘s Wanderings, að ,,í tvær fyrstu aldirnar voru kristnir Asíumenn (úr Litlu-Asíu) aðallega af œttkvísl Benjamíns“.
Allt fram á þriðju öld dvöldu Benjamínítar sæmilega öruggir í þessum löndum. En árið 267, eins og Max Müller segir, gerðu Gotar innrás í Litlu-Asíu, einkum Galatíu og Kappadókíu, og fluttu þaðan hertekna kristna menn til Dónár. Þessi grein Gota bjó í Dónárdalnum, og voru þeir kallaðir Dakíar. Benjamínítarnir í Dakíu giftust talsvert inn í gotneska þjóðstofninn, og að fáum kynslóðum liðnum voru þeir einnig taldir Dakíar, svo að, þegar fram liðu stundir voru
Dakíar þjóðflokkur, blandaður af Benjamínítum og Gotum.
9
Því miður fór það svo, er tímar liðu, að í sínu nýja heimkynni, í Dakíu, hnigu þeir smám saman frá sannri trú eins og þeir höfðu oftsinnis gert áður, meðan þeir byggðu sitt eigið land, Kanaan.
Það er margfaldlega sannað af sögulegum gögnum, að þessir Dakíar, sem komnir voru af Benjamínítum og Gotum, fluttust síðar norður á bóginn til Skandinavíu og urðu forfeður Normanna og íslenzkra víkinga. Á tíundu öld segir Dudo, sem ritaði hina fyrstu sögu Normanna, afdráttarlaust, að þeir væru Dakíar. Einnig „Duchesne, sem safnaði Normanna annálnum á seytjándu öld, segir að Normannar væru Dakíar´´. Ýmsir sagnaritarar segja, að þegar Vilhjálmur bastarður réðst með lið Norðmanna inn á England árið 1066, þá hafi verið úlfur í merki því, sem fyrir honum var borið. Úlfurinn var merki Benjamíníta frá elztu tímum. Þetta átti sér uppruna í orðum Jakobs: „Benjamín er úlfur, sem sundurrífur“, þeirra, er hann talaði til Benjamíns, forföður ættkvíslarinnar. En það atriði, að Normannar komu til Bretlands undir úlfsmerkinu, bendir til þess fyrst og fremst, að hér hefir verið rakinn ferill Benjamíníta, og í öðru lagi, að það var kyn Benjamíns, sem yfirgnæfði í þjóðstofni Normanna.
En þegar Hrólfur fór með víkingasveit sína frá Noregi til Suðureyja við Skotland og þaðan síðar til norðanverðs Frakklands, þar sem þeir voru nefndir Normannar, þá fór bróðir hans, Hrollaugur jarl, samtímis með annan flokk víkinga til Íslands, og ásamt öðrum víkingum stofnaði hann íslenzku þjóðina; og eins og kyn Benjamíns yfirgnæfði í Normönnum, þá er hið sama að segja um þá, sem til Íslands fóru, því að hvorir tveggja voru sami þjóðstofninn. Í riti sínu The Normans segir Jewett, eftir að hafa gert grein fyrir leiðangri Hrólfs til Suðureyja og þaðan til Frakklands, og sömuleiðis för bróður hans, Torf-Einars, með sínu liði til Orkneyja (bls. 32 og 92): ,,Bróðir Hrólfs, sem fór til Íslands, þegar Hrólfur fór í Normandí, . . . stofnaði í því vindbarða landi þjóðfélag frœðimanna og afburðagarpa´´. „Þessir menn urðu, þegar stundir liðu, höfundar eins hins merkilegasta þjóðveldis, sem nokkurn tíma hefir til verið, með einstœðri höfðingjastjórn, og þar þróuðust á eðlilegan hátt bókmenntir slíkar, að aðrar hafa aldrei ágætari verið. Í því landi, þar sem engar voru erlendar venjur eða áhrif til að hindra það, blómgaðist norrænt eðli og andi til fulkomnunar“.
Normannarnir og landnámsmennirnir íslenzku komu nálega allir úr héruðunum á vesturströnd Noregs, en ekki úr uppsveitum landsins (svo sem sýnt er í Landnámabók). Þjóðfræðingurinn Bruce-Hanney skýrir frá því, að íbúarnir á vesturströnd Noregs vœri samkvæmt þjóðfræðinni sérgrein af Norðmönnum, aðgreind frá þeim Norðmönnum, er bjuggu austur frá lengra inni í landinu, og þetta er algjörlega í samræmi við þá sögn Dudos og Duchesnes, sem áður er getið, að víkingar þeir, sem komu úr héruðunum á vesturströnd Noregs, œtti uppruna sinn að rekja til Dakíu, en aftur á móti væri meginhluti Norðmanna á Norðurlöndum ekki kominn af Dakíudeild Gota. Í sambandi við þetta er eftirtektarvert, að í Encyclopaedia Britannica (14. útgáfu), í kaflaum „Norse Language“, segir: „Tungan í vestanverðum Noregi líkist íslenzku, og tungan í austanverðum Noregi er ennþá nær fornsænsku um sömu mundir“.
Þegar víkingar þeir, sem áður höfðu farið úr Noregi og setzt að í Suðureyjum við Skotland, heyrðu, að félagar þeirra hefði tekið sér bólfestu á Íslandi, fóru margir þeirra úr skozku eyjunum og settust einnig að á Íslandi. Úr eyjum þessum sigldi Hrólfur einnig með víkingum sínum til lands þess, er síðar hlaut nafnið Normandí, svo að Suðureyjar við Skotland voru þannig að talsverðu leyti vagga bæði Normanna og Íslendinga, og þannig vagga Benjamíníta nútímans.
10
Eins og allir vita, fór mikill þorri Normanna yfir til Englands á dögum Vilhjálms bastarðs á elleftu öld. En á Bretlandi settust Normannar ekki að út af fyrir sig sem sérstakur þjóðflokkur í sérstöku héraði. Þeir dreifðust smán saman um allar Bretlandseyjar og urðu enskir, skozkir,
írskir eða velskir. Nú er hvergi það fólk, er sérstaklega teljist Normannar, eða jafnvel tákni þá, með einu né neinu nafni, því að þeir hafa algerlega blandazt brezku þjóðinni.
En á Íslandi er allt öðru máli að gegna. Víkingarnir, sem settust þar að, hafa ekki blandazt öðrum þjóðum eða horfið inn í annan kynstofn, og enginn annar kynflokkur hefir nokkru sinni tekið sér bólfestu á Íslandi og ílenzt þar 9)
9) Fáeinir Keltar fluttust með norsku landnemunum úr skozku eyjunum, en þeirra gœtti svo lítið, að þeir hafa naumast eftirlátið nokkurt merki í tungu þjóðarinnar.
Uppruni þjóðarinnar er vafalaus, því að eins og víðkunnur íslenzkur höfundur, dr. Jón Stefánsson, segir: „Vér eigum œvisögur og œttartölur margra hundraða hinna fremstu þessara nýbyggja í Landnámabók. Engin önnur þjóð á svo ítarleg og greinagóð skilríki fyrir uppruna sínum“. Ísland er einangraðast allra landa Norðurálfunnar, og hjónabönd milli Íslendinga og annarra kynflokka hafa verið sjaldgæf. Þess vegna er enn jafn mikið Benjamínsblóð í æðum Íslendinga í dag eins og í æðum fyrstu landnemanna, sem flutust til landsins fyrir meir en þúsund árum. Jafnvel víkingar þeir af ætt Dakíumanna, sem eftir urðu á ströndum Noregs, hafa nú blandað svo blóði við fólk af gotneskum stofni,að Benjamínsþátturinn í þeim getur varla talizt yfirgnæfandi. Nú á tímum eru Íslendingar því eina þjóðin, sem unnt er að segja, að tákni Benjamínsættkvíslina.
Með því að úlfurinn var merki Benjamíns ættkvíslarinar, er það afar atkvæðaríkt, að nafnið „Úlfr“ (á forníslenzku Ulfr, Ulfarr, eða í samsetningum Olfr) gnæfir yfir öll önnur nöfn í skránum um landnám víkinganna á Íslandi. Willam P. Fraser hefir í Landnámabók einni talið saman meira en tíu af hundraði merkra landnámsmanna, er báru nafnið „Ulfr“ eða samsetning af „Ulfr“, svo sem Ingolfr (fyrsti landnámsmaðurinn), Herjolfr, Þórolfr, Brynjolfr og s. frv. Orðið úlfur (Ulfr, Ulfarr) var jafnvel fest við landslagsheiti í öllum héruðum eyjarinnar, svo sem til dæmis Ulfsdalr, Ulfars-fell, Ulfars-á.
Að Íslandi frátöldu, er Benjamínsætternið sterkast í íbúum fjögurra eyjaklasa milli Íslands og Bretlands hins mikla, sem sé á Færeyjum og skozku eyjunum, Hjaltlandi, Orkneyjum og Suðureyjum, og allar eru þessar eyjar án efa innifaldar í spádómi Jesaja 24, 14—16. Þessar eyjar líkjast risavöxnum stiklum milli Íslands og Skotlands og eru tengiliðir milli Íslendinga og Breta. Það er eftirtekarvert, að þangað til fyrir skömmu (í lok 18. aldar) var mál það, sem talað var í hinni fjarlœgu skozku eyju Foula, hvorki gaelska né enska, heldur norræna, þ. e. nálega hin sama tunga og á Íslandi, þar sem hún hefir haldizt því nær óbreytt í þúsund ár. „Jafnvel nú á dögum er það svo, að þegar skozk málvenja er frábrugðin ensku um framburð á orði, þá er hún hin sama og tíðkast á Íslandi“ (Chambers‘ Encyclopœdia). Þó að Benjamínsætternið sé þannig alls ekki bundið við Ísland eitt, þá er það þó fortakslaust sterkast og hreinast þar. Ísland er þannig miðstöð Benjamíns ættkvíslar.
Það er því ekki undrunarefni, að spásögn biblíunnar bendir til þess, að Íslendingar eigi að inna af hendi hið sama háleita og göfuga hlutverk í heiminum eins og Benjamínsættkvíslin til forna, því að þjóðflokkurinn hefir hina sömu eiginleika, sem til þess útheimtast. Til þess að Ísland megi reynast köllun sinni vaxið og inna af hendi það hlutverk, sem forsjónin hefir falið því, á þann hátt sem guði þóknast bezt, skulum vér athuga sögu kynstofns Benjamíns og veita því athygli, hvernig guð hefir farið með hina fornu forfeður Íslendinga.
11
Ættfaðirinn Benjamín var yngstur af sonum Jakobs (Ísraels), og niðjar hans, œttkvísl Benjamíns, var minnst hinna tólf ,,ættkvísla Ísraels“. Þegar Ísraelsbörn komu út af Egyptalandi „varð Júda helgidómur hans og Ísrael ríki hans“ (Sálm. 114, 2). Síðar, á dögum konunganna, áður en skiptingin í tvö ríki átti sér stað, var talað um þjóðina í heild sinni sem „allan Ísrael og Júda“, eða „ríkið“ og „Júda“. Þannig var þjóðin, í raun réttri frá byrjun, greind í tvær aðaldeildir, 1) œttkvísl Júda og 2) konungsríkið eða bandafylkin, Ísrael, sem náði yfir allar hinar ellefu œttkvíslirnar. En er til skiptingarinnar kom við lok ríkisstjórnar Salomó, var ein hinna ellefu ættkvísla í „konungsbandlaginu“ eða „konungsríkinu“ tekin frá Ísrael og tengd við Júdaættkvísl. Skiptingin varð því ekki í ellefu ættkvíslir og eina ættkvísl, eins og vér myndum sjálfsagt hafa búizt við, heldur í tíu œttkvíslir og tvœr œttkvíslir. Í fyrri Konungabók 11, 31—36 kveður guð svo á, að þar sem hann úthluti Jeróbóam tíu ættkvíslum, gefi hann honum ekki allt koungsríkið, heldur undanskilji eina ættkvísl, og ástæðan til þess sé þessi: „Svo að þjónn minn, Davíð, hafi ávallt lampa fyrir augliti mínu í Jerúsalem, borginni, sem ég hefi útvalið til þess að láta nafn mitt búa þar“. Þessi eina ættkvísl, sem var skilin frá Ísrael og tengd við Júda, var ættkvísl Benjamíns, og í landareign hennar var borgin Jerúsalem. Af þessu sjáum vér, að Benjamín var í raun réttri œttkvísl Ísraels, en var lánaður Júda, svo að hús Davíðs gæti haft „Ijós“ fyrir guð í Jerúsalem, og þetta skipulag hélzt fram til tíma Messíasar. En Kristur varp frá sér Júdeu, og þess vegna komu Rómverjar og tvístruðu börnum Júda út um öll þau lönd, er þá voru kunn. Aftur á móti fluttu Galílear, eða börn Benjamíns, sem fjölmargir voru orðnir kristnir, yfir landamæri sín inn í Litlu-Asíu, svo sem vér höfum þegar minnzt á, og urðu einu sinni enn viðskila við Júda.
Á því tímabili, er Benjamíns-lýðurinn var í tengslum við Júda, voru Benjamínítar oft taldir sem Gyðingar líka, en þeir voru í raun réttri ekki Gyðingar, því að (enska) nafnið „Jews“ er blátt áfram samdráttur af „Judahites“, þ. e. afkomendur Júda, en aftur á móti voru Benjamínítar alls ekki afspringur Júda, heldur Benjamíns. Þeir, sem voru af Benjamíns ættkvísl, voru aldrei kallaðir Gyðingar áður en þeir voru sameinaðir við Júdaættkvíslina, og þeir voru aldrei nefndir því nafni aftur, eftir skilnaðinn við Júda. Og hinar tíu ættkvíslirnar af Ísrael voru aldrei kallaðar Gyðingar á neinu tímabili í sögu þeirra, en þeir voru oft kallaðir Ísraelsmenn. Því er það, að þótt hver Gyðingur væri einnig Ísraelíti, þá var þó ekki hver Ísraelíti Gyðingur, alveg eins og hver Skoti er Breti, en hver Breti er ekki Skoti.
Í nær því fjórar aldir, eftir að Benjamínsættin var sameinuð við Júda, mynduðu þessar tvær ættkvíslir óháð koungsríki, en að þeim tíma loknum féllu þær í hendur Babýlonarveldisins og voru undir oki hvers ríkisins á fætur öðru samfleytt öld eftir öld fram á daga kristninnar. Drottinn aðvaraði sinn útvalda lýð, að ef þeir héldu áfram að láta sér vera áfátt í hollustunni við hann, þá myndi hann leggja á þá refsingu, sem yrði mjög langæ, en þó bundin við ákveðinn tíma, og nefnd „sjö tíðir“. Þessi hegning kom aðallega fram í því, að þeir voru sigraðir af öðrum þjóðum og undiokaðir af þeim. Hún var boðuð gjörvöllum Ísraelslýði öllum tólf ættkvíslunum (III. Mósebók 26, 18, 21, 24, 28). Hún kom fram á norður-konungsríki Ísraels (hinum tíu ættkvíslum), þá er þeir lentu undir oki Assýríu og voru fluttir fangar til Assýríu, og hún hófst í suður-ríkinu, konungsríki hinna tveggja ættkvísla, Júda og Benjamíns, þegar þær voru undirokaðar af Babýloníumönnum.
Nú er aðalatriðið (og það er úrslitaprófið), að ef það tímabil, sem ákveðið er af guði, er á enda (og vér munum bráðlega sýna fram á, að svo er), var þá Ísland leyst undan oki annarra þjóða einmitt á þeim sama tíma, er Benjamín átti að frelsast samkvæmt spádómnum?
Ef svo er, þá höfum vér fengið aðra sjálfstæða sönnun fyrir því, að Ísland er Benjamín.
12
Og þar hittist vel á fyrir málefni vort, og þar sem vér sjáum, að „sjö tíða“-tímabil Júdaættkvíslar fellur nákvæmlega saman við „sjö tíða“-tímabil Benjamínsættkvíslar, var þá Júdea, land Gyðinga, leyst undan oki handa Gyðingalýði einmitt á sama tíma, sem Ísland hlaut frelsi sitt?
Ef svo er, þá höfum vér fyrir framan oss greinilega sönnun fyrir því, að Gyðingar nútímans eru Júda(œttkvísl). Athugum þetta.
Hinn mikli refsitími er, svo sem áður er getið, „sjö tíðir´— dularfullt orðatiltæki, sem biblían sjálf útskýrir. Í Opinberunarbókinni 12, 14 er talað um sérstakt spádómstímabil, er standa muni yfir „tíð og tíðir og hálfa tíð“. Í sjötta versi sama kapítula er sagt, að sama tímabilið sé „eitt þúsund,tvö hundruð og sextíu dagar“ (1260 dagar). Í þriðja versi kapítulans næsta á undan (Opinberunarb. 11, 3) er einnig getið um „eitt þúsund, tvö hundruð og sextíu daga“, en í versinu næsta á undan (2. versi) er vikið að þessu tímabili, svo sem það sé ,,fjörutíu og tveir mánuðir´´ (42 mánuðir), svo og í Opinberunarbókinni 13, 5. Það er því bersýnilegt, að 42 mánuðir, 1260 dagar og „tíð, tíðir og hálf tíð“ eru orðatiltæki einnar og sömu merkingar, og að „tíð, tíðir og hálf tíð“ eru 3 1/2 spádómsár (1 + 2 + 1/2 = 3 1/2). ,,Tíð“ er því eitt spádómsár með 12 mánuðum þrítugnættum, þ. e. 360 dagar. Þetta reynist statt og stöðugt af því, að 42 mánuðir eru jafnt og 1260 dagar, og af því leiðir, að einn mánuður er jafnt og 30 dagar.10)
10) Á tímum gamla testamentisins var mánuðurinn talinn 30 dagar. Í árinu voru tólf mánuðir og þannig 360 dngar (12X30=360), en þeim 5 1/4 dögum, sem umfram voru af sólarárinu, var skotið inn í með ákveðnum millibilum.
Úr því þrjár og hálf „tíð“ er 1260 dagar, þá hlýtur tvisvar sinnum þrjár og hálf „tíð“, það er: ,,sjö tíðir“, að vera tvisvar sinnum 1260 dagar, þ. e. 2520 dagar. Þess sé þó gætt, að þetta eru ekki dagar í bókstaflegri merkingu, heldur spádómsdagar. Hve langur er spádómsdagur? „Guð þýðir sjálfur orð sín“, því að í tímaspádómnum um daga, sem skýrt er frá í bók Esekiels, 4. kapítula, segir guð oss, að á tímamæli spádómanna sé einn dagur í staðinn fyrir eitt ár. Hann fræðir oss (með þessum orðum): „Tel eg þér dag fyrir ár hvert“ (Esekiel. 4, 5—6)). Fyrir því eru „sjö tíðir“ eða 2520 dagar spádómstíma sama sem 2520 ár venjulegs tímatals. 11)
11) Í biblíunni er sjö sinnum talað um að refsa sjö sinnum (3. Mós. 26; 18, 21, 24, 28; Daníel 4, 16, 23, 25), og merkilegt er það, að þremur og hálfum sinnum er líka getið sjö sinnum (Daníel 7, 25; 12, 7; Opinb. 11, 2. 3; 12, 6, 14; 13, 5).
Nú herjaði Nebúkadnezar frá Babýlon á landið helga í árslok 604 f. Kr. og sneri aftur heim til Babýlonar árið eftir, 603 f. kr., og bætti þá löndum Benjamíns og Júda við Babýloníuveldi. „Sjö tíðir“ eða 2520 ár á eftir árinu 603 f. kr. leiða oss að því ártali, er Benjamín og Júda eiga að verða leystir undan oki annarra þjóða. Nú víkur svo við, að 2520 ár á eftir árinu 603 f. kr. leiða oss að árinu 1918 e. kr.12), og það er einmitt sama árið, er Ísland náði frelsi sínu og varð sjálfstœtt, fullvalda ríki, — af því að Ísland er Benjmín. Dansk-íslenzku sambandslögin, sem veittu Íslandi þetta sjálfstæði, voru samþykkt 1918 og gengu í gildi 1. desember það ár.
12) Þegar reiknað er frá ártali f. kr. til ártals e. kr., skal leggja ártölin saman og draga 1 frá. Dæmi: frá 2 f. kr. til 2 e. kr. er 3 ár (2+2-1=3). Á sama hátt eru frá 603 f. kr. til 1918 e. kr. 2,520 ár(603+1918–1=2520).
13
Sama ár, 1918, var Júdea á líkan hátt leyst undan margra alda kúgun. Tyrkir voru reknir burtu, og Gyðingum voru veitt einkaréttindi til að endurreisa þar þjóðarheimkynni sitt, — af því að Gyðingar eru Júda. Því var það, að nefnd atkvæðamikilla Gyðinga kom til Palestínu og vígði aðalstöðina í þjóðarheimkynni Gyðinga, og meðal annars lögðu þeir hyrningarstein hins mikla, hebreska háskóla, sem nú er orðinn miðstöð allra Gyðingafræða um heim allan. Þó að fyrsta herferð Babýloníumanna til Palestínu væri gerð undir stjórn Nebúkadnezars 604—603 f. Kr., hélt árásunum áfram, þangað til hinar síðustu leifar af Benjamín og Júda voru að lokum fluttar sem bandingjar til Babýlonar 580 f. kr., fimmta árið eftir eyðing Salómósmusterisins og Jerúsalemsborgar, samkvæmt sögn Jeremía og sömuleiðis Jósefusar sagnaritara. Eins og sjö tíðir eða 2520 ár, reiknuð frá byrjun þessarar undirokunar, leiddu oss að árinu 1918, þá er lýst var yfir sjálfstæði Íslands, eins gætum vér búizt við, að 2520 ár frá hinu algera hernámi Palestínu 580 f. kr. muni leiða oss að öðru ártali, mikilsvarðandi fyrir Ísland. Þá er vér við höfum sjö tíða mælikvarða guðs, finnum vér, að 2520 ár eftir árið 580 f. kr. leiða oss að árinu 1941 e.kr. — sjá mynd hér að ofan.
Frá stjórnfræðilegu sjónarmiði er það eftirtektar vert, að dansk-íslenzki samningurinn 1918 („Magna Carta“ Íslands) ákveður, að eftir lok ársins 1940, þ. e. 1. Janúar 1941 eða síðar, geti hvor þjóðin fyrir sig krafizt þess, að samningar séu hafnir að nýju til frekari endurskoðunar á sambandinu milli Íslands og Danmerkur. Orð samningsins (VI. Kafli, 18. grein) eru nákvæmlega þessi.
,,Eftir árslok 1940 getur ríkisþing og alþingi, hvort fyrir sig hvenær sem er, krafizt, að byrjað verði á samningum um endurskoðun laga þessara“.
Með því að árið 1941 mun marka hinzta tímatakmark hinna sjö tíða Benjamín til handa, vildum vér sjálfsagt vonast eftir, að á þeim tíma muni Benjamín-Ísland taka að ganga að framkvæmd á ætlunarverki sínu sem Ijósberi, og að spádómur Jesaja 24, 14—16 taki glöggvar að rætast:
14
„Þeir munu hefja upp raust sína, þeir munu lofsyngjandi vegsama hátign drottins, þeir munu hrópa hátt frá sjónum. Vegsamið þess vegna drottin meðal eldanna (meðal eld- fjallanna, því að, eins og kunnugt er, er Ísland eldland), og sömleiðis nafn drottins, guðs Ísraels, á eyjunum vestur frá (því að Íslendingar eru vestasta eyja-þjóðin).
Frá yzta jaðri jarðarinnar (Ultima Thule, þ. e.Íslandi) heyrðum vér lofsöngva: Dýrð sé hinum réttláta“.
Hin mikla krafa til íslenzku þjóðarinnar nú á tímum er köllun til iðrunar og réttlætis, til að búa sig undir hið háleita ætlunarverk sitt. Aldrei hefir nein þjóð nokkuru sinni fyrr í veraldarsögunni verið kölluð til að leysa af hendi nándar nærri því eins glæsilegt hlutverk eins og það, sem verða mun Íslandi til sæmdar innan mjög skamms tíma.
Kirkja Íslands er nú þegar góð fyrirmynd fyrir heiminn, en látum alla Íslendinga verða samtaka í því að aðstoða hinn háttvirta biskup sinn og presta sína til að hefja hið andlega líf þjóðarinnar ennþá hærra. Guð hefir skilið Íslendinga frá öðrum þjóðum og haldið þeim á afskekktum stað í þúsund ár, í háleitum og veglegum tilgangi, og drottinn mun vaflaust ætlast til mikilla yfirburða af þjóð sinni í sögulandinu. Ísland, rís þú upp til að gegna hinni háleitu og dásamlegu köllun þinni!
Snúum aftur að sögu Benjamíns. Eftir eyðing Babýlonar reis upp ríki Meda og Persa, og var þá Benjamíns- og Júdaættkvíslum leyft að fara aftur heim í sitt eigið land (sem hið nýja ríki hafði þá lagt undir sig) og endurreisa musteri sitt í Jerúsalem. Eftir að ríki Meda og Persa hafði kollvarpazt, komst Palestína fyrst undir yfirráð Grikkja og síðan Rómverja. Það var á dögum Rómverja, að Jesús fæddist í Betlehem. Þó að Jesús væri af húsi og kynþætti Davíðs í Júdættkvísl, hafnaði Júdalýður honum. — „Hann kom til eignar sinnar, og hans eigin menn tóku ekki við honum“. — Þeir ofsóttu hann og létu krossfesta hann. En Benjamíns ættkvísl, Galílear, svo sem þeir voru þá nefndir, tóku honum með fögnuði, og hann eyddi nær því öllum ævidögum sínum meðal þeirra. (Í bernsku og fyrst framan af fullorðins árunum átti Jesús heima í Nazaret í Galíleu — landi Benjamíns — og í þau 31/2 ár, (hér kemur talan 31/2 aftur fyrir, sbr. 31/2 spádómsár bls. 13) er hann ferðaðist um og kenndi lýðnum, dvaldi hann lengstum meðal Galíleubúa.) En hvað „Ijós“ Benjamíns skein skært á dögum Krists, þegar allir tólf postularnir voru valdir úr ættkvísl Benjamíns, og Jesús sagði við þá: ,,Þér eruð Ijós heimsins!“ Benjamín var sannarlega Ijósberi Ísraelsættar.
Um það leyti, er Kristur lauk kennslustarfi sínu, lýsti hann yfir vanþóknun sinni á Júda og varpaði honum frá sér, og var þá ekki lengur nauðsynlegt fyrir Benjamín að vera „lánaður“ Júda, og fyrir því undirbjó guðleg forsjón skilnað Benjamíns frá Júda og burtflutning. Af þessu leiddi, að alger skilnaður varð milli Júda og Benjamíns. Margir af Júdum, eða svonefndum Gyðingum, voru drepnir af Rómverjum, og hinir tvístruðust „út um allar þjóðir og hafa búið meðal þeirra alltaf upp frá því, en Galílear eða Benjamínítar fluttu sig aftur á móti yfir landamœri sín inn í Litlu-Asíu, og þaðan fundu þeir smám saman, eins og vér höfum þegar áður skýrt frá, leið sína beinlínis yfir um Evrópu til eyjanna í norðvestur-átt, og hafa að lokum haldizt afskekktir á eyjunni Íslandi, sérstaklega, allt til þessa dags, en áður en langt um líður, eiga þeir að varpa aftur Ijósi frá sér eins og á dögum Krists og Páls, er þeir sendu geisla Ijóssins og sannleikans um alla Evrópu.
Menn munu minnast þess, að eftir upprisuna birtist Kristur öllum postulum sínum, er þeir voru allir samankomnir,— allir voru þeir Benjamínítar —, og bauð þeim að flytja fagnaðarboðskapinn meðal allra þjóða og byrja í Jerúsalem, og bœtti við: „Þér skuluð vera kyrrir í borginni, unz þér íklæðizt krafti frá hæðum“.
15
Og þegar postularnir meðtóku þennan kraft frá hæðum á hvítasunnudag í Jerúsalem og þeir gátu talað öðrum tungum, þá sögðu múgar Gyðinganna, hverjir við aðra: „Sjá, eru ekki allir þessir, sem tala, Galíleumenn?“ (Postulasagan, 2, 7).
Þó að Jerúsalem væri komin inn í landareign Júdeu á Krists dögum, var hún borg Benjamíns og var í landareign Benjamínsættkvíslar, þegar landinu var skipt og hverri ættkvísl var úthlutað sínu. Í Jósúabók 18, 28 er getið um Jerúsalem í arfleifð Benjamínsættarinnar.
Þannig var kristniboðun eða öld fagnaðarerindisins hafin af Benjamínítum og byrjaði frá höfuðborg Benjamíns. Og mjög bráðlega mun Benjamín, er nú á tímum nefnist Ísland, varpa enn á ný út frá sér Ijósi og sannleika og lofsöngvum frá núverandi höfuðborg sinni, Reykjavík. Reykjavík er eigi aðeins höfuðborg landsins, heldur er hún einnig bletturinn, sem Ingólfur, fyrsti landnámsmaðurinn, tók sér bólfestu á, árið 874. Reykjavík er því bæði fæðingarstaður íslensku þjóðarinnar og hjartastaður íslenzks þjóðlífs.
Fyrir því er Reykjavíkurborg af þessu hvoru tveggja svo hjartkær Íslendingum. Ingólfur trúði því, að goðin vísuðu sér leið til þess staðar, þar sem hann reisti sér nýja heimilið, en œðri hönd en goð Ingólfs leiðbeindi honum, því að, er vér rannsökum þetta frá öðru sjónarmiði, finnum vér, að guð fyrir ævalöngu eigi aðeins valdi eyjuna Ísland, til að vera framtíðar heimkynni Ijúflings síns, Benjamíns, heldur var það mörgum öldum áður en nokkur maður steig fœti á eyna, að hinn almáttugi fyrirbjó borgarstæðið, þar sem höfuðborgin Reykjavík átti að verða reist. Til þess að sanna þetta verðum vér að beina athygli vorri stundarkorn að Egyptalandi. Benjamín varð fyrrum að fara til Egyptalands í vissum tilgangi ásamt bræðrum sínum og Jakobi, föður sínum. Hinn mikli forfaðir hans, Abraham, dvaldi um hríð í Egyptalandi; Móse var þar einnig, og mörgum öldum seinna varð sonur guðs, Jesús Kristur, einnig að fara til Egyptalands, svo að það er ekkert undrunarvert, að guð eigi þar eitthvað mikilvægt einnig til handa Benjamín þessara tíma, Íslandi, „Ijúflingi drottins´´.
Flestir hinna gömlu pýramída á Egyptalandi eru blátt áfram minnismerki eða grafhýsi Faraóanna, og hafa hin smurðu lík þeirra oftsinnis fundizt geymd í þessum gröfum. Því nœr allir pýramídarnir eru aðeins mjög léleg eftirlíking hins mikla pýramída, sem var reistur í allt öðrum tilgangi. Myndaletrið á veggjunum yfir konungssalnum í pýramídanum mikla skýrir frá því, að inni (í ensku bókinni ,,that the interior was sealed´´) pýramídans hafi verið innsiglað á sextánda ríkisári Khúfús. Nú ríkti Khúfú tuttugu og þrjú ár, og var því pýramídinn innsiglaður meira en sjö árum áður en Khúfú dó; fyrir því voru jarðneskar leifar hans ekki lagðar í pýramídann.
Ennfremur er hin geysistóra granít-loka, nálægt því fimmtán feta löng, sem smiðirnir settu í uppganginn, svo þétt skorðuð í hann, að það myndi verða ógjörningur að mjaka henni upp eða niður, svo sem hver verkfræðingur mun bera vitni um.
Innganginum í pýramídann var lokað með steini þétt felldum í greypingar, og leiðin inn í pýramídann var ókunn í margar aldir, þangað til árið 820, er Al Mamoun, kalífi í Bagdad, sonur Harúns Al Raschid, sem frægur er af „Þúsund og einni nótt“, — í von um að finna fémœti —, lét brjóta göng, sem voru 45,7 metrar á lengd, gegnum hinn rammgerða múrvegg, þar til er hitti á sammæti ofangangsins og uppgangsins. Þá er Al Mamoun og menn hans rannsökuðu göng og sali pýramídans, var svo langt frá, að þeir fyndi þar nokkura fjársjóði í gulli, silfri eða dýrindis steinum, að þeir fundu þar ekki heldur neinn smyrðling og hvorki eitt né neitt af munum hins látna. Ennfremur eru loftræsar í pýramídanum mikla, en dauðir menn þurfa ekki lofts við. Enginn annar pýramídi á Egyptlandi er með loftræsum.
16
Hið forna, arabiska Akbar-Ezzeman-handrit, sem fræðir oss um aldur pýramídans, segir oss einnig dálítið um tilgang hans. Það segir, að pýramídinn hafi í sér fólgið: „spekina og kunnáttu í ýmislegum listum og vísindum … í talnafrœði og landmælingafræði, svo að þœr geti geymzt sem skýrslur til gagnsmuna fyrir þá, er síðar meir gæti skilið þær .. . afstöðu stjarnanna og umferð þeirra, ásamt sögu og annálum frá liðnum tímum (og) þeim tímum, er koma eiga“.
Biblían talar um merkisstein í Egyptalandi, sem muni verða til vitnisburðar um guð, og sýnir fram á, að hann sé eitt og hið sama sem pýramídinn mikli með því að lýsa sérstæði hans í landmælingalegu og landfræðilegu tilliti. Sá staður í biblíunni, sem hér er um að ræða, er í spádómsbók Jesaja 19, 19—20:,
Á þeim degi mun vera altari handa drottni í miðju Egyptalandi, og merkissteinn (hebreska orðið „matstsebah“= merkissteinn) handa drottni við landamærin. Og það skal vera til merkis og vitnisburðar um drottin hersveitanna í Egyptalandi“.
Orðið „altari“ átti upprunalega við fórnarstað og síðan fékk það merkinguna staður, sem lotning er sýnd frammi fyrir eða tilbeiðsla iðkuð, og þegar vér nú látum oss skiljast, að pýramídinn mikli er guðdómleg opinberun í steini, þá verður þetta minnismerki fyrir vorum augum sannarlega, altari handa drottni“.13)
13) Líka altari til vitnis, sbr. Jósúa 22, 28.
Samkvæmt ritningunni er þennan altaris-merkisstein að finna „í miðju Egyptalandi“ og þó „við landamærin“. Nú er aðeins einn blettur á yfirborði jarðar, sem fullnægir báðum þessum skilyrðum, og sá blettur er einmitt staðurinn,sem pýramídinn mikli stendur á. Henry Mitchell, forstjóri sjókortagerðar við strandmælingar Bandaríkjanna, tók fyrstur manna eftir þessari merkilegu afstöðu pýramídans 1868. Honum varð mjög hugstætt, hve aðalbugðan á ströndinni fyrir Nílaróshólmunum er reglubundin, og við nánari ransókn fann hann, að hún myndaði nákvæmlega fjórðung úr hring, og þetta leiddi hann auðvitað til að komast eftir, hvaða punktur væri miðja þessa hringsfjórðungs. Hann varð hissa, er hann fann, að pýramídinn mikli markaði miðju hringsfjórðungsins, og hrópaði því hástöfum: „Afstaða þessa minnismerkis á hnettinum er meiru varðandi en nokkurs annars mannvirkis“. — Sjá uppdrátt af Egyptalandi, góðan og greinilegan.
Þegar báðar hornalínur pýramídans mikla eru framlengdar í norðvestur- og norðausturátt, lykja þær um Nílaróshólmana, og „faðma þannig hið blævængmyndaða Neðra-Egyptaland“. Pýramídinn er reistur á nyrztu brún Gizehhamranna og frá þungamiðju sinni mænir hann út yfir hinn blævængmyndaða geira af Egyptalandi (þ. e, neðra konungsríkið egypzka, þar sem Ísraelsmenn bjuggu); má því með sanni segja, að hann sé alveg við landamærin, ekki síður en í miðjunni „sjálfri. 14)
14) Á Egyptalandi voru tvö ríki, og tók annað yfir þríhyrningsvæðið (deltuna) við Nílarósa, en hitt var lengra uppi í Nílardalnum. Því er það, að hið forna heiti Egyptalands er ýmist ritað í eintölu (Mazor)“ eða fleirtölu (Mizraim), þó að fleirtölumyndin væri stundum viðhöfð, þegar átt var við neðra ríkið eitt, en í því var landið Gósen, þar sem Ísraelsmenn voru um skeið þrælkaðir af Egyptum.
Við þetta gjörir prófessor C. Piazzi Smyth, konunglegur stjörnufrœð- ingur fyrir Skotland, þessa athugasemd: „Nú er Neðra-Egyptaland, eins og áður er lýst, miklu fremur nákvæmlega í lögun hringgeira, heldur en ármynnismyndað, og hlýtur því miðja þess að vera, — ekki eins og í hring, í miðju yfirborðsins, — heldur í einhverju yzta horni þess“.
17
Um þetta hefir herra Mitchell tekið fram skarpviturlega, að mannvirki, sem stendur hjá slíkri hringhlutamiðju, eða er reist alveg á henni, hljóti að vera í senn bæði á jaðri hennar, og samt á svonefndri miðju hennar,eða í raun og veru á miðjunni sjálfri. Það er með öðrum orðum, alveg eins og þetta stórvirðulega spádóms-minnismerki átti að vera, hreint og ósaurgað í guðræknissvip sínum, þó að það stæði í hinu heiðna Egyptalandi, og til þess var bent af Jesaja (19. kapítula), því að var það ekki fyrirfram tiltekið af guðs orði til að verða hvoru tveggja, „altari handa drottni í miðju Egyptalandi, og merkissteinn við landamærin?“ — sem sýnist vera alger ómöguleiki, en er þó framkvæmt, þar sem pýramídinn mikli stendur í miðdepli hringgeirans“.
Þessi einstaka afstaða er einnig rétt, þó að miðað sé við ríkjaskipunina. Pýramídinn mikli hjá Gizeh 15) var nálægt On (Heliopolis), hinni fornu höfuðborg Neðra-Egyptalands, og jafnnærri Memfis, hinni fornu höfuðborg Efra-Egyptalands, en hann var jafnvel ennþá nær landamærum egypzku ríkjanna.
15) „Gizeh“ merkir jaðar og var svo nefnt vegna þess, að það er klettabelti, sem myndar jaðar eða umgerð eyðimerkurinnar þó að það sé svona nærri hinum fornu höfuðborgum Egyptalands, Memfis og Heliopolis.
Pýramídinn var þannig við miðnöf ríkjanna og þó við landamæri beggja egypzku ríkjanna hvors um sig og eigi síður beggja í sameiningu. Nú stendur hann ennþá nær Kaíró, núverandi höfuðborg Egyptalands og stærstu borginni í allri Afríku, og sú er reyndin, að sporvagnarnir frá Kaíró ganga út að pýramídanum mikla, og frá tindinum á minnismerkinu má fá fagra yfirsýn yfir borgina og landið umhverfis hana.
Þannig er pýramídinn mikli einmitt við hjartastað egypzku ríkjanna og egypzku þjóðarinnar, og samt er hann á landmærum landsins, því að hinum megin við pýramídann er ekkert annað en hin mikla eyðimörk Sahara, sem nær þvert yfir um meginland Afríku. Undir eins austan við pýramídann er mjög vel ræktað og þéttbýlt land, og þar stendur höfuðborg Egyptalands, en undir eins vestan við mannvirkið er hin mikla eyðimörk — eintómur sandur, sandur, sandur yfir mörg hundruð mílna svæði. Vér sjáum því, að pýramídinn mikli er „í miðju Egyptalandi og samt við landamæri þess“ bæði samkvæmt landmælingu og landaskipun.
Eftir að ritningin hefir þannig lýst því, hvar pýramídinn stendur skýrir hún frá tilgangi þessa altaris-merkissteins. „Og það skal vera til merkis og vitnisburðar um drottin hersveitanna i Egyptalandi“.
Eins og áður er tilgreint, segir Akbar-Ezzeman handritið oss, að pýramídinn hafi í sér fólgnar aldarfarsskrár um óorðna viðburði, og Jesaja spámaður segir, að hann myndi bera vitni um guð. Með því að þessir spádómar, sem þannig er lýst, rætast á fyrirsögðum tíma, mun það vissulega sanna áreiðanleik pýramídans og gera hann að vitnisburði um mátt og framvísi hins guðdómlega mannvirkjameistara — „vitnisburð um drottin“.
Það er ekki ennþá almenningi kunnugt, að hinn almáttugi hagaði svo til, að hinni miklu og undursamlegu fyrirætlun hans væri lýst með táknmyndum úr steini, löngu áður en biblían var rituð. Nútíma uppgötvanir og rannsóknir hafa leitt í Ijós þá sannreynd, að þetta stórkostlegasta mannvirki í heimi birtir í táknum og mælingum hina miklu fyrirætlun guðs um aldir fram, frá aldaöðli til heimsenda. Í öllu þessu er það dásamlegt og undursamlegt, að þó að pýramídinn mikli væri reistur meira en þúsund árum áður en fyrsta bók biblíunnar var rituð, eru kenningar hans og spádómar samhljóða ritningunni. Það er því réttnefni, er pýramídinn hefir verið kallaður „steinbiblían“. Hann er sannleikurinn í steinvarða.
18
Vér lifum á öld vísindanna. Og vissulega má þetta til sannsvegar fœrast að því leyti, að ummælin: „Er það vísindalegt?“ eru orðin algengt viðkvæði og eru viðhöfð um alls konar efni, þar á meðal um trúarbrögð. Í ritningunni hefir guð lofað að gefa þeim, er treysta honum, allt, sem þeir þurfa á öllum tímum háska og neyðar. Samkvæmt þessu og með því að almáttugur guð sá fyrir frá aldaöðli, hvernig ástatt myndi verða nú á vorum dögum, og með því að hann vissi fyrir, að þeir, sem tigna hann, myndi verða spurðir: „Er það vísindalegt?“, þá hefir hann í hinni „miklu,“eilífu fyrirætlun sinni“ undirbúið að gefa oss vísindalega opinberun —pýramídann mikla —, sem felur í sér vísindalega sönnun um sannleika biblíunnar, og er þá jafnframt sannað, að guð náttúrunnar eða vísindanna og guð biblíunnar eru einn og hinn sami, og sýnt, að sönn vísindi og sönn trúarbrögð eru í fullkomnu samræmi. Þetta volduga minnismerki, pýramídinn mikli, sýnir kristna trú á vísindalegum grundvelli. Þó að pýramídinn sé reistur á þeim tímum, er mannkynið hafði hinar vanþroskuðustu hugmyndir um alheiminn og jafnvel um vorn eiginn jarðarhnött, þá birtir hann oss þó, — með því að hann er reistur eftir guðlegum innblæstri, — með fulkominni nákvæmni öll aðalatriði jarðmælinga, sem menn gátu ekki fengið fulla vissu um fyrr en nú á tímum, eftir að þekking á þríhyrningafræði hafði aukizt, og fundin voru upp verkfæri vorrar aldar. Hann greinir nákvœmlega stærð jarðarinnar og sömuleiðis lögun hennar og tímatal allra hreyfinga hennar, auk ýmissa stjörnufræðislegra útreikinga, hárvisst í hverri grein.
Ennfremur lýsir pýramídinn mikli eigi aðeins rás viðburðanna um aldir fram, heldur bendir hann einnig á sérstaka staðinn eða í hvaða löndum eigi að koma fram viðburðir þeir, er aldurbrigðum valda 16).
16) Þeir af lesendunum, sem óska að fræðast almennt um pýramídann mikla, geta lesið um hann i hinum yfirgripsmikla kafla um pýrmídana í bókinni Israel-Britain,
Þótt pýramídinn mikli væri til orðinn meira en 2600 árum fyrir Krists burð, bendir hann á Betlehem sem fæðingarstað Messíasar. Inni í pýramídaum er leiðin að þeim stað, þar sem allt lif Krists á jörðunni er sýnt með táknmyndum og í réttri tímaröð, löguð sem gangur, er liggur skáhallt upp á við, og er hallahornið 26° 18‘ 9 · 6“ almennt kallað Messíasar-hornið. Og lína, dregin frá pýramídanum með nákvæmlega sama afviki — 26° 18‘ 9 · 6“ horni — frá breiddarbaugi norðurhliðar pýramídans, liggur í gegnum hina fornu Betlehemsborg, og meira að segja, beint yfir staðinn, þar sem Jesús var fœddur. (Sjá mynd III).
19
Á veggina í uppganginum, sem áður getur, eru höggnar holur með vegvísara-lögun, fylltar af ígreyptum steinum; hallast þær eftir Messíasar-horninu og benda þannig á Messíasar-„miðstöðina“ við efri endann á ganginum. Afarmikill vegvísari er einnig höggvinn í klettinn rétt innan við suðausturhornið á undirstöðu pýramídans. (Hann fannst ekki fyrr en árið 1925, og höfundur þess rits hlaut þann frama að vera einn þátttakendanna í að finna hann og grafa hann upp). Þessi vegvísari er settur rétt hjá og austanvert við SA-NV-hornalínu pýramídans nálægt suðausturholunni. Hliðarnar á honum eru ekki lóðréttar, heldur hallast inn á við að miðju pýramídans, svo að vesturjaðarinn á vegvísaragrunninum („gólfinu“) er í raun réttri í fets fjarlœgð frá hornalínunni. Sé dregin lína eftir þessum vesturjaðri í norvestur-átt til miðjunnar í grundvelli pýramídans, kemur það í ljós að hornið, sem hún myndar við norður-suður-ás pýrmídans (þ.e. línu, er markar hádegisbaug hans), er örlítíð gleiðara en 45° hornið, sem hornalínan myndar við hádegisbauginn, sem sé 45° 7‘, og er þá mismunur hornanna 7‘. Sé dregin lína eftir austurjaðri vegvísarans í norðvesturátt, rekst hún á austur-vestur-ás pýramídans (þ.e. línu sem ákveður breiddarbauginn) og myndar við hann π hornið (51° 51’ 14·3“). (Sjámynd l).
Séu nú báðar þessar línur, sín hvorum megin yið vegvísarann, framlengdar á yfirborði jarðar sem stefnulínur, fœrast þær smám saman í sundur, þangað til komið er í töluvert meira en 3000 enskra mílna (=4827 km.) fjarlægð frá pýrmídanum, þá hefir bilið milli þeirra náð hámarki sínu og er orðið meira en 260 e. m. (=418 km.). Úr því fer að draga saman með þeim, þangað til þær að lokum mætast aftur á norðurskautinu. Staðurinn, þar sem bilið milli þeirra er mest, er auðvitað brennidepillinn, sem vegvísaranum er beint að. Svæðið, sem liggur á milli línanna á þessum stað, er það, sem vegvísarinn er að draga athygli að. Með útreikningum getum vér fengið fulla vissu um, hvernig þessar línur liggja, og er vér mörkum feril þeirra á gott landabréf, komumst vér að raun um, að eyjan Ísland liggur í brennideplinum (Sjá mynd II).
20
Vegvísaranum er því, líkt og stóru landmælinga leitarljósi, einbeint á Ísland, og fyrir því köllum vér hann Íslands-vísinn, en alla rœmuna, sem nœr frá pýramídanum til Íslands, nefnum vér Íslandsrákina.
Austurjaðarinn á Íslandsrákinni köllum vér Austur-Íslandgeislann eða Langanessgeislann, af því að hann gengur yfir um tána á Langanesi, stóru nesi, líku úrvísi að lögun, og er það yzti oddinn af stærsta skaganum á austurströnd Íslands. Sérstaklega œtti að taka eftir því, að Langanessgeislinn sneiðir alla breiddarbaugana með jafnstóru horni, π horninu frœga (51° 51‘ 14·3“. Vesturjaðarinn á Íslandsrákinni rekst aftur á móti á öndverðan enda landsins, og
vér nefnum hann Vestur-Íslandsgeislann eða Reykjavíkurgeislann, sökum þess að honum er beint að borginni á vesturströndinni, Reykjavík, 17) „fæðingarstað“ og höfuðstað Íslands, möndli og miðstöð þjóðlífs Benjamíníta. 18) Af landsuppdrættinum á mynd II mun mega sjá, að yztu æsarnar af austur og vesturströndum Íslands falla í raun réttri saman við austur- og vesturjaðrana á pýramída-Íslandsrákinni miklu, og eyjan Ísland liggur því kirfilega á milli þessara tveggja lína með því að lengdin á Íslandi (frá austri til vesturs) svarar til breiddarinnar á rákinni. Af þessu mun sjást, að miðgeisla rákarinnar er stefnt beinlínis inn í hjarta Íslands og mætti með sanni kalla hann Íslandsásinn. 19)
17) Reykjavíkurgeislinn gengur yfir austur-hverfi Reykjavíkurbæjar.
18) Það er eftirtektarvert, að Reykjavíkurgeislinn gengur í gegnum miðjar Suðureyjar við Skotland, en Langaness-geislinn gegnum miðjar Færeyjar. (Sbr. bls. 11).
19) Þeir, sem prófa vilja nákvœmni þessarar Íslandarákar og styðjast við landabréf eingöngu, án verulegra útreikninga, verða að nota landabréf með Mercators framvarpi, með því að það er hið eina framvarp í almennri notkun, er sýnir rétta stefnu. En jafnvel þó að svo sé gert, verður að viðhafa aðgæzlu, því að erfitt er að fá landabréf, sem er hárrétt á svo mikilli vegalengd. Frá pýramídanum mikla til Reykjavíkur er vegalengdin um 5270 km., mæld eftir jarðarhringsboganum, er tengir þessa tvo punkta, — sem vitanlega er styzta leiðin á milli þeirra, sé miðað við yfirborð hnattarins. Og enn skal á það bent, að þessum boga má ekki rugla saman við pýramída-Reykjavíkur-geislann, sem er bein stefnulína.
21
Hnattstaða Íslands er merkileg hvort sem miðað er við jörðina sjálfa eða pýramídann mikla. Hádegisbaugur lengra miðjarðarássins fellur saman við austurströnd Íslands, en hún er 45° fyrir vestan hádegisbaug pýramídans mikla. Fjarlægðin milli hádegisbaugs pýramídans (31°9´ austurlengd) og hins áðurnefnda hádegisbaugs (13°51‘ vesturlengd) er 1/8 af jarðarhringnum, á hverju breiddarstigi sem er, — og ef hún er mœld á miðjarðarlínu, er hún nákvœmlega 1/8 af ummáli hnattarins. Ennfremur er það eftirtektarvert, að ef 45° horn er myndað frá pýramídanum, þá grípur bogi, dreginn þaðan, í austurströnd Íslands. Vegalengdin frá pýramídanum mikla til „skurðarpunkts“ þessara tveggja boga á austurströnd Íslands er því einnig 1/8 af ummáli jarðar, eftir þeim hringfleti. Eins og alkunnugt er, snertir þar að auki Rifstangi, nyrzti oddi eyjarinnar, Íslands, einmitt norðurskautsbauginn.
Eins og vér höfum sýnt fram á, myndar Reykjavíkurgeislinn vesturjaðarinn á Íslandsrákinni, og er hann sérstaklega þýðingarmikill sökum hinna mikilvægu, andlegu táknana, sem við hann eru tengd. Einmitt í pýramídanum mikla sjálfum gengur Reykjavíkurgeislinn beinlínis undir sæti toppsteinsins, — en toppsteinninn sjálfur er fullkominn pýramídi að lögun og táknar Krist upprisinn og er hátt upphafinn sem stór, táknsamlegur „höfuðsteinn“. Alveg eins og Betlehemsgeislinn benti til þess, hvar Messías myndi koma í heiminn sem ungbarn, í fyrri tilkomu sinni, eins er um Reykjavíkurgeislann, að með því að ganga undir hinn háreista toppstein, vísar hann oss á, hvar fyrst eigi upp að renna — undir forystu Krists hins upprisna — hin nýja guðsríkis öld, þar sem að lokum verður vilji guðs „svo á jörðu sem á himni“. Reykjavíkurgeislinn vísar oss á staðinn, þar sem enginn er herbúnaðurinn, þar sem sértrúarandinn er í raun og veru ekki til, og þar sem kristilegt frelsi hefir yfirráðin. Reykjavík! Hversu háleitur heiður hlotnast þér.
Reykjavík er þannig einstök borg, — borg, sem kjörin er af guði í andlegum tilgangi. Það er eftirtektarvert, að í hlutfalli við fólksfjölda í landinu er Reykjavík stærsta höfuðborg í heimi, því að nálega þriðjungur af öllum Íslandslýð býr í þeirri borg. Sérhver þjóð á sér að meira eða minna leyti miðstöð í höfuðborg sinni, en þetta á sér einkum stað á Íslandi. Fyrir því mun sú andlega vakning í Reykjavík, sem er í aðsigi, hafa meiri áhrif á þjóðina í heild sinni, heldur en verða myndi í sams konar efnum hjá nokkurri annarri höfuðborg í heiminum.
Með því að pýramídinn var upphaflega þakinn utan með sléttu og fægðu steinlagi, verkaði yfirborðið á hinum þríhyrndu hliðum pýramídans, öllum fjórum, hvert fyrir sig sem stór endurspeglari sólargeislanna, — sannarlega gífurlegar skuggsjár, því að yfirborð þeirra hvers um sig var að flatarmáli hér um bil 22253 m2. Hreyfingar þessara stórkostlegu endurgeislana voru algerlega reglubundnar og gerðu því pýramídann að skínandi sólskífu, er sýndi árstíðirnar. Af þessu var pýramídinn kallaður á fornegypzku Khuti, sem þýðir „Ljósin“.20)
20) Hebreska orðið, sem merkir sama sem egypzka orðið „khuti“, er „urim“, og það kemur fyrir í spádómsbók Jesaja 24, 15, sem bendir til Íslands, eins og gerð er grein fyrir á bls. 6.
Einn dag að vorinu (11. febrúar) ár hvert og einn dag að haustinu (1. nóvember) lenti endurkast hádegissólargeislanna frá austur- og vesturhliðum pýramídans alveg lóðrétt á norðurbrúnir þeirra, og frá inngangi pýramídans leit þetta út sem stór, skínandi vegvísari. Furðefnið er það, að einungis þá tvo daga ársins, er hádegisendurgeislanirnar sýndu þetta vegvísarafyrirbrigði, lá lóðrétta Ijósrákin, er myndaðist út frá endurgeislunum á vesturhliðinni, nákvœmlega langs eftir ferli Reykjavíkurgeislans, eins og hann er ákveðinn með landmælingum. Þannig urðu uptökin á ferli Reykjavíkurgeislans uppljómuð og sáust um mikinn hluta Norður-(Neðra-) Egyptalands. Þessi voldugi, uppljómaði vegvísari benti til hinna fjarlægu eyja út norður af Evrópu.
22
Brennidepill „Ljósanna“ var á Íslandi, þar sem Ingólfur nam land þúsundum ára síðar, og Reykjavík var byggð. Reykjavík á að verða aflstöðin, þaðan sem hið guðdómlega Ijós og áhrif munu varpa geislum sínum á þeim háskatímum heimsins, er óðum nálgast, svo mikilli hörmungtíð, „að slík mun aldrei verið hafa, frá því er menn urðu fyrst til“. Ó, þú Ísland, „farsælda-frón“, og þú, marg-farsæla Reykjavík!
Jesaja spámaður sagði fyrir, að pýramídinn mikli, minnismerkis-vitni guðs á Egyptalandi, myndi „tala“ á hinum mikla kúgunartíma. Bæði spádómar biblíunnar og pýramídinn benda á Ísland sem „sólskinsblett“ á jörðunni á hörmungatímunum, þá er verða mun „angist meðal þjóðanna í ráðaleysi“. Látum íslenzku þjóðina helga sig guði. Látum alla íbúa Íslands undirbúa sig. Ísland! Hugleiddu ritningarnar og inndrekktu anda Krists, því að mikilsvarðandi tækfæri gefst þér, mikil forréttindi og mikill heiður. „Blessuð er sú þjóð, sem heldur sér við sannleikann“. „Réttlætið hefur upp lýðinn“.
Í Mósebók 17, 4 er fœrt í letur það fyrirheiti guðs, að Abraham skyldi verða faðir margra þjóða. Íslendingar njóta þess heiðurs að vera ein af fyrirheitnu þjóðunum. 21)
21) Sá þáttur í œtterni Íslendinga, sem ekki er frá Benjamínítum, er vitanlega mestmegnis frá Gotum. En í „Israel-Britain“, kap. II. er Ijóslega sýnt fram á, að Gotar voru einnig komnir af Abraham. Er þá gjörvallur Íslandalýður — jafnt Benjamínítar og ekki-Benjamínítar — af ættstofni Abrahams.
En um aðra af þessum fyrirheitnu þjóðum var sagt fyrir, að hún myndi verða „mikil þjóð“ (1. Mósebók. 12, 2) Og í flokki með henni myndi verða „fjöldi þjóða“ (1. Mósebók 35, 11). Í hinu yfirgripsmikla riti sínu, er nefnt er Israel-Britain, sannar höfundurinn með órækum rökum, að Stóra Bretland og brezku sambandsþjóðirnar séu sú „mikla þjóð og fjöldi þjóða“, sem spáð er um í biblíunni. 22)
22) Á ríkisfundinum, er haldinn var í Lundúnaborg árið 1926, var því lýst yfir, að sjálfstjórnarlöndin brezku vœru „sjálfsforráða þjóðfélög innan Bretaveldis, jafnrétthá, og að engu leyti undirgefin hvort öðru í neinum innanlands málum né utanríkismálum, — og af frjálsum vilja sameinuð sem meðlimir Brezka þjóðabandalagsins“. Þessi „fjöldi þjóða“ lýsti þannig yfir stjórnarskrá bandalagsins, að hver þjóð getur gengið i Brezka þjóðabandalagið og þó, eftir sem áður, verið frjáls og óháð þjóð, eins og allir núverandi meðlimir bandalagsins eru, undir konungsvaldi.
En engri af þessum þjóðum má rugla saman við Gyðinga sem eru aðallega afkomendur Júda. Ritningarnar sögðu aftur og aftur fyrir, að Ísrael myndi verða að mergð „sem sandur á sjávarströnd“, en aftur á móti eru Gyðingar mjög fáir að tölu móts við hinar mörgu milljónir þeirra manna í heiminum, sem eru af ættstofni Breta og Norðurlandamanna.
Eins og sannað er með rannsókn þeirri, sem ritið Ísrael Britain hefir að geyma, — og til þess er áður vitnað —, þá eru brezku þjóðirnar aðallega komnar af hinum tíu ættkvísum, sem voru í norður-konungsríki Ísraels, þó að afkomendur hinna tveggja œttkvíslanna komi einnig að nokkrum mun fyrir meðal þessara þjóða. Hinar enskumælandi þjóðir í Bretaveldi og Bandaríkjum Ameríku, ásamt frændþjóðum þeirra á Norðurlöndum, eru því Ísrael nútímans yfir höfuð að tala — „margar þjóðir“, eins og Abraham var sagt fyrirfram. Íslenzka þjóðin er sérstaklega Benjamín, þó að auvitað sé einnig talsvert af Benjamínskyninu í Noregi, Skotlandi og í miðju Kanada. Gyðingar á hinn bóginn eru séstaklega Júda. Miðstöð hins mikla Ísraels er nú á dögum aðallega í London, en miðstöð Benjamíníta, hinnar litlu deildar af Ísrael, er í Reykjavík. 23)
23) Ættkvísl Benjamíns var skipað meðal Efraims og Manasse œttkvísla, þegar Ísraelsmenn voru á ferðalaginu. En þegar ættkvíslunum var raðað kringum tjaldbúðina á eyðimörkinni, þá voru Efraim, Benjamín og Manasse í aðgreindum flokkum, að vestanverðu við tjaldbúðina. Í Sálm. 80,3 eru svo þessar þrjár œttkvíslir aftur taldar í hóp Efraim, Benjamín og Manasse — með Benjamín í miðið. Efraím og Manasse voru tvær merkustu og áhrifamestu ættkvíslir Ísraels (þegar Juda er fráskilinn), Bretland og U. S. A. eru nú tvær stœrstu og atkvœðamestu Ísraels-þjóðirnar, og Ísland (Benjamín) er — samkvœmt landaskipun innan hádegisbauga — á milli þessara tveggja stórþjóða. „Benjamín“ er því ennþá á milli „Efraim“ og „Manasse“ — milli hinna tveggja voldugu „herða“ á Ísrael vorrar aldar.
23
Þó að Stóra Bretland (Ísrael nútímans) sé hin „mikla þjóð“, sem Abraham var gefið loforð um, þá er brezka þjóðin í heild sinni, enn sem komið er, óskyggn á ætterni sitt og arfleifð, eins og Jesaja spámaður sagði fyrir með þessum orðum: „Hver er svo blindur sem þjónn minn?“ „Þú Ísrael, því að þú ert þjónn minn“. „Heyrið mig, þér eylönd!“ (Athugið, að brezka þjóðin býr á eyjum.) En guð hefir sett hina litlu, íslenzku þjóð sem fagran „Ijósbera til að afmá blindleik brœðra sinna, hinnar miklu brezku þjóðar og frændþjóðanna á Norðurlöndum. Og að lokum munu allar þessar þjóðir í sameiningu, sem Ísrael undir leiðsögn Krists, leiða heiminn inn í betra aldarfar. En það mun verða Ijúflingurinn, Benjamín litli, — nú á tímum nefndur Ísland —, sem hefur undanferðina sem oddviti og Ijósberi. Skotland og Noregur munu verða fyrst til að upplýsast, með því að þar býr einnig vænn hluti af Benjamínskyninu, og þessi lönd eru einnig næst Íslandi.
Núverandi höfuðborg Benjamíns, Reykjavík, mun verða borg Ijóssins, þangað til hinn mikli Ísrael — hinn enskumælandi heimur — er vaknaður, og þá mun hin upphaflega höfuðborg Benjamíns, Jerúsalem, verða reist við og gerð ennþá vegsamlegri, en hún áður var, því að allar þjóðir munu að lokum ganga í Ijósi hennar. (Sjá Jeremía 3, 17,Jesaja 2, 2—4.) Jafnvel þá er sá tími kemur, er allar þjóðir Ísraels vegsama guð og þakka honum fyrir frelsun sína, þá mun Benjamín auðsýnilega stjórna lofsöngvum þeirra, svo sem tilkynnt er í Sálm. 68, 26—28;
„Söngvarar eru í fararbroddi, þá strengleikarar,
ásamt yngismeyjum, er berja bumbur.
Lofið guð á samkomunum,
lofið drottin, þér, sem eruð af uppsprettu Ísraels.
Þar er Benjamín litli, er ríkir yfir þeim (leiðir þá)“.
Seinasta setningin í biblíutilvitnuninni hér á undan er prýðilega þýdd í frakknesku biblíunni, og er þýðingin þannig:
„Voici Benjamin le plus jeune, qui conduit les autres“.
(Sjá Benjamín, hinn yngsta, sem er leiðtogi hinna.)
Hversu háleitt er því ætlunarverk Íslands og hversu mikil arfleifð þess! Guð ætlar ekki aðeins að nota í þjónustu sína fáeina Íslendinga, heldur alla þjóðina, karla, konur og börn.
Nú á dögum eiga sér stað miklar hreyfingar, en Ísland á bráðum, undir handleiðslu guðs, að hefja hina mestu andlegu hreyfingu vorrar aldar, þá hreyfingu, sem mun leiða alla lýði Bretlands og Norðurlanda inn í nýtt tímabil í sögu þeirra. Sá tími er í nánd, er blindleikur Ísraelsþjóðanna verður burtnuminn, svo að þær kannist við œtterni sitt og arfleifð.
24
Íslenzka þjóðin mun verða fyrst af öllum þjóðum Ísraels til að kannast við, að hún sé hluti af hinum mikla Ísraelslýð guðs, og að fyrir þjónustu hennar hafi almáttugur guð lofað að blessa allan heiminn og lyfta honum upp ,því að Ísland er Benjamín, kjörinn af guði til að vera Ijósberi fyrir hinar Ísraelsþjóðirnar. Þessi vakning byrjar á Íslandi, en mun smám saman berast út um brezku eyjarnar. Norðurlönd, Holland, Bandaríki Ameríku og hin brezku ríki og nýlendur fyrir handan höfin. Þó að Ísland næði sjálfstæði sínu nákvæmlega á þeim tíma, sem guð hafði tiltekið, árið 1918, er þjóðin alls eigi ennþá laus við örðugleika og andstreymi. En Íslendingar ættu að minnast þess, að þótt guð aftur og aftur leyfði það, að hin fyrrum útvalda þjóð hans, Ísrael, lenti í örðugleikum og eymd, þegar þeir vanrœktu að þjóna honum, þá frelsaði hann þá þó ávallt aftur, þegar þeir sneru sér til hans, eins og hann hafði lofað, að hann myndi gera (Sjá 5. Mósebók, 28. kap.). Sú þjóð, sem snýr sér til guðs, nýtur verndar og velgengni.
Sem augljóst dæmi um þetta á síðari öldum má taka sögu hinnar miklu Wesley-vakningar, og hvers hún varð varðandi fyrir Stóra-Bretland. Öllum þeim, sem hlotið hafa venjulega fræðslu, er kunnugt um hið dæmalausa farsœldartímabil, sem hún hafði í för með sér, fyrir brezku þjóðina og Bretaveldi. Ef Íslendingar ganga bráðlega með einlægum huga og hjartans alúð í þjónustu guðs, hvílík breyting mun þá verða! Í þessu er fólgin hin eina fullkomna, raunverulega og stöðuga lausn Íslands úr öngþveitinu, sem nú kreppir að.
Guð œtlar einnig að sýna heiminum með dæmi Íslands, að andleg stefnumið eru æðri og að lokum máttugri en stefnumið efnishyggjunnar. Hann mun sýna mannkyninu sannleika hins heilaga orðs síns, er segir: „Réttlætið hefur upp lýðinn“. (Orðskviðir 14, 34). Með dœmi Íslands mun almáttugur guð sýna, að kristin þjóð, sem snýst einlæglega til réttlœtis, muni, jafnvel þótt hún eigi ekki neina byssuna til að verja sig með, eigi aðeins njóta verndar guðs, heldur og mun hún verða hafin upp. Þetta skýrir, hvers vegna 24. kap. í spádómsbók Jesaja segir fyrir, að Ísland muni öruggt syngja guði lof og þakkargjörð mitt í heimi, sem trylltur er af styrjöldum. (Sjá einnig 34. kap. í sömu spádómbók). Hinni guðdómlegu vernd, sem tryggir farsællegt öryggi Benjamíns-Íslands, er lýst fagurlega í spádómnum í 5. Mósebók 33, 12, þar sem Móse lét um mælt:
„Qg um Benjamín sagði hann:
Ljúflingur Jahve býr óhultur hjá honum.
Hann verndar hann alla daga
og hefir tekið sér bólfestu milli herða hans“.
Það, sem því liggur nú rakleitt fram undan, er, að Ísland nái skjótt andlegum yfirráðum, og áhrif þess munu, eins og stór viti, smám saman uppljóma hið mikla Bretaveldi og byrja á Skotlandi. Og guð er þegar að hefja undirbúninginn í Skotlandi. Sú heimsfræga smáeyja í Suðureyjum, er Íóna er kölluð, liggur rétt við hina afar markverðu skálínu, Pýrmída-Reykjavíkur-vegvísarann. (Sjá myndina III). Menn munu minnast þess, að þetta var eyjan, þaðan er Kólúmba og félagar hans stráðu fyrst Ijósi fagnaðarboðskaparins yfir hinn heiðna hluta Skotlands og Norður-Englands á sjöttu öld, og það var einnig á þessari helgu ey, sem Jakobs-koddinn eða örlagasteinninn lá á þeim tímum. (Þessi frægi steinn er nú í klausturkirkjunni í Westminster í London). Eins og Pýramída-Reykjavíkur-vegvísarinn sýnir í líkingu geislavarp guðsandamáttar, og Reykjavík er miðstöð geislavarpsins á Íslandi, þannig mun Íóna verða mistöð geislavarpsins á Skotlandi.
25
Þegar sú mikla og dæmalausa andlega vakning berst óðfluga út um Ísland og Skotland, er þess því að vænta, að dómkirkjurnar í Reykjavík og á Íónu muni verða samtaka um að vinna hið dýrlega starf fyrir Krist. Eins og Reykjavík er Íslendingum hjartkær, eins er Íóna (Icolmkill) hjartkær hverjum guðræknum Skota.
„Jerúsalem, Aþena og Róm
eru nöfn menntagyðjunum kœr.
En langtum sœtlegar lætur Icolmkill
Í skozku eyra“.
Þó að dómkirkjan og skólinn á Íónu hryndi á sextándu öld, og kýr væri á beit innan um rústirnar, hafði Kólúmba, á sjöttu öld, séð fyrir — með undursamlegri og spámannlegri glöggskyggni — forlög Íónu, bæði það, er snerti hnignun hennar, og viðreisn, er hún yrði mikilsháttar miðstöð kristilegrar starfsemi um lok þessarar aldar, því að hann sagði:
„Á lónu hjartkæru, á Íónu ástfólgnu
mun verða kúabaul í stað dýrlings-raddar.
En áður en heimurinn líður undir lok,
á Íóna að verða eins og hún var˝.
Og undirbúningi undir þessa miklu, andlegu endurnýjun er nú að miða áfram fyrir augum vorum. Á síðustu árunum hefir verið gert við dómkirkjuna, og núna er kirkja Skotlands að reisa skólann úr rústum í þeim tilgangi að gera Íónu aftur að miðstöð kristilegrar starfsemi í Hálöndunum og eyjunum við Skotland. Margir af verkamönnunum, sem starfa við endurreisnina, eru guðfrœðinemar, sem vinna verkið af elsku til Krists. Kirkja Skotlands hefir veitt doktor George Macleod, presti frá Glasgow, þá sœmd, að hafa yfirumsjón þessa mikla ætlunarverks. Guð blessi dr. Macleod í hinu göfuga starfi hans. Vakna þú, Íóna, og vakna þú, Reykjavík! En hin mikla, andlega þjóðarvakning á Íslandi mun verða í bezta gengi, áður en Skotland er viðbúið til síns mikla starfs, og íslenzku þjóðinni mun veitast sú mikla ánægja, að gæða bræður sína á Íónu brennandi áhuga á því að láta starfsvið sitt ná út yfir allt Skotland, og mjög skömmu síðar, — og sumpart vegna reynsluþrauta, sem guð mun láta Bretland ganga í gegnum—munu hin blíðu áhrif Reykjavíkur og Íónu gagntaka allar brezku eyjarnar. Megi þetta ætlunarverk, sem nú eru horfur á og er svo vegsamlegt, fylla hjarta sérhvers Íslendings eldmóði í þjónustu guðs og áhuga á andlegum heillum ættlands síns, sem guð hefir kjörið til svo háleitrar þjónustu. Látum alla Íslendinga veita hinum elskaða biskupi sínum og klerkum (bæði í þjóðkirkju og fríkirkju) alla þá aðstoð, sem unnt er, til að lyfta andlegu lífi í landinu svo hátt, sem þörf er á, áður en guð getur notað þjóðina í þessu háleita hlutverki. Almáttugur guð hefir gengið fram hjá þeim stóru og voldugu þjóðum, sem hafa stefnumið efnis- hyggjunnar, og hann hefir kosið Ísland — hinn litla Benjamín meðal þjóðanna — til að láta í Ijós vegsamlega, andlega fyrirmynd frammi fyrir þjóðum jarðarinnar, og til að skína fyrir heiminum sem vitni um sannleika guðs á hinum dimmu dögum, sem framundan eru. Hvílíkur heiður! Látum orðtak Íslands vera:
26
„RÉTTLÆTIÐ HEFUR UPP LÝÐINN“.
Látum oss því biðja þess, að guð hraði komu þess dags, er Ísland á að verða kallað Eyjan helga og Íslandslýður þjóðin helga. Látum alla, sem skilja, hve mikilsvarðandi þessi dásamlega köllun er, gjöra allt, sem þeir geta, Íslandi til uphafningar, Því að hinar voldugu engil-saxnesku þjóðir geta ekki til fulls tekið við arfleifð sinni, né heldur getur heimurinn gengið inn í blessunaröldina, sem hann á í vændum,fyrr en Ísland er undirbúið og komið inn á sjónarsviðið í skærum Ijóma sem fyrirrennari hinnar dýrlegu, nýju aldar.
VAKNA ÞÚ, ÍSLAND!
GUÐ BLESSI ÍSLAND!
27
28
29