Kornabörn dreymir vissulega og meira að segja meira en fullorðna. Hvað þessi litlu börn dreymir, fáum við þó sennilega aldrei að vita.
Samvkæmt nýjustu kenningum notum við draumana til að vinna úr þeim áhrifum sem við höfum orðið fyrir yfir daginn og koma þeim heim og saman við fyrri reynslu. Meðan við hvílumst er heilinn sem sagt á fulluri ferð við að aðgreina áhrif dagsins og koma þeim fyrir í réttum skýffum. Í kornabörnum er heilinn ekki fullþroskaður og hér mætti ímynda sér að draumarnir eigi þátt í að koma röð og reglu á ýmsar upplýsingar í hinum nýja heilaberki. Og þar eð allar upplýsingar eru nýjar þarf draumsvefn til þess.
Ástæða þess að nú er nánast vitað með fullri vissu að ungbörn dreymir, er sú að á sérstökum svefnrannskóknarstofum er unnt að fylgjast með hinum svonefnda REM-svefni. Skammstöfunin REM stendur fyrir “Rapid Eye MOvement” eða “hraðar augnhreyfingar”. Á 6. áratugnum komust bndarískir vísindamenn að því að fólk dreymir í REM-svefni. Sé fólk vakið upp af þessu svefnstigi, kemur nánast allaft í ljós að það var í miðjum draumi. Fyrir kemur líka að fólk dreymi á dýpri svefnstigum en ekki nándar nærri jafnoft.
Fullorðið fólk er á REM-stigi um 20% af svefntímanum, en nýfædd börn eru á þessu stigi um 50% af þeim tíma sem þau sofa. Þar eð kornabörnin sofa um 16 tíma á sólarhring, dreymir þau samtals um 8 tíma.
Fóstur dreymir mest
Fyrir fæðingu er langstærsti hluti svefnsins draumasvefn – svonefndur REM-svefn. Skönnun fóstra hefur leitt í ljós að REM-svefn hefst nálægt 17. viku meðgöngu eða áður en meðgangan er hálfnuð. Eftir fæðingu dregur hratt úr REM-svefni, en á fyrsta æviárinu tekur REM-svefninn þó þriðjung alls svefntímans.
Grein þessi er úr Lifandi vísindi nr. 16/2004