Námskeið Heilunarskólans haust 2024
Reiki I verður á dagskrá helgina 2. og 3. nóvember 2024 og
Reikimeistarahópur verður 5. og 6. október.
Miðlunar og þróunarhópur hefst 7. október og er áætlaður í 6 skipti.
Reiki II verður á dagskrá um miðjan janúar 2025.
Skráning á alla viðburði er hjá á heilunarskoli@gmail.com og í síma 5551727.
Verð á námskeiðum er undir liðnum Dagskrá og skráning á alla viðburði er hjá á heilunarskoli@gmail.com og í síma 5551727.
Heilunarskólinn býður upp á kennslu utan Reykjavíkur ef næg þátttaka næst og gildir það um öll námskeið skólans.
Námskeið Heilunarskólans kosta það sama utan Reykjavíkur, en ferðakostanður og gisting bætist ofan á þátttökugjaldið.
Einnig er boðið uppá að kenna hópum utan skólans hér í Reykjavík ef þátttaka er næg.
Áhugasamir geta fengið upplýsingar, pantað tíma og skráð sig til þátttöku á námskeið með einkaskilaboðum hér á Facebook, á email heilunarskoli@gmail.com og í síma 5551727.
Sjá frekari upplýsingar um Reikikennslu Heilunarskólans undir linknum “Reiki”.
Heimsókn Hildegard Reubos 2018
Við hjá Heilunarskólanum fengum skemmtilega heimsókn haustið 2018. Hildegard Reubos frá Þýskalandi hafði samband við okkur og langaði að hitta íslenskt andlegt fólk, en hún var að koma í frí til Íslands.
Við buðum henni að sjálfsögðu að koma og hitta hópinn og var hún með örnámskeið fyrir okkur sem hún kallar “A day of conciousness – A day of hope” sem er kannski ekki ólíkt því sem við þekkjum sem Mindfulness. Þetta var alveg yndisleg kvöldstund og kunnum við henni okkar bestu þakkir fyrir það.
Frá heimsóknum þessara írsku vina minna í júní 2015 og Winter Brook Ryan núna í júlí.
Nemendur Heilunarskólans áttu frábæra námskeiðshelgi með þessum írsku gestum og á undan áttu þau nokkra daga til að skoða nágrenni Reykjavíkur.
Talið frá vinstri; Samantha Ryan, Carol Deans og Eamon Seix ásamt Sigrúnu Gunnarsdóttur. Myndin er tekin í Dublin haustið 2013.
Fengum heimsókn frá þessum ameríska miðli Winter Brook Ryan núna í júlí sl. og miðlaði hún fyrir allan hópinn. Hún er önnur frá vinstri í aftari röð.
Winter Brook Ryan
Kennari hjá Heilunarskólanum
Sigrún Gunnarsdóttir er kennari hjá Heilunarskólanum.
Tímapantanir hjá henni eru í eftirfarandi: Líkamsmeðferð sem byggir á Reikiheilun, Cranio, og Accupuncture meðferð, orkujöfnun og tilfinningavinnu með sálina s.s. úrvinnslu úr fyrri lífum og leiðsagnarmiðlun.
Einnig er boið uppá tvöfalda tíma í heilun og miðlun fyrir þá sem vilja prufa hvort tveggja.