Hjá Heilunarskólanum er kennd Reikiheilun ásamt fleiri námskeiðum og verða eftirfarandi námskeið kennd veturinn 201-2022.
Sjá neðar á síðunni.
Sigrún Gunnarsdóttir er aðalkennari hjá Heilunarskólanum auk gestakennara.
Sigrún vinnur með transheilun og andlega miðlun og leiðir bæna og þróunarhringi auk fleiri verkefna.
Sigrún er Reikimeistari og hefur þjálfað trans frá árinu 2000 hjá John Alexander skoskum miðli, með áherslu á heilun. Sigrún hefur einnig þjálfað miðlun bæði hér á landi og erlendis, hér heima hjá Sigurði Geir Ólafssyni. Sigrún vinnur einnig með Tarotlestra sem tengjast gjarna heilunarvinnunni og eru ekki síður leiðsögn en upplýsingamiðlun. Sigrún er meðlimur í ISF alþjóðasamtökum um andleg málefni.
Námskeið Heilunarskólans
1. Reiki I
2. Reiki II
3. Reiki III
4. Miðlun
5. Tarotnámskeið
Auk þess er boðið uppá Psychic art og Mandölunámskeið þegar þátttaka er næg.
Heilunarskólinn er byggður upp sem alhliða andlegur grunnur með áherslu á heilun.
Ástæða þess er sú að heilari þarf að hafa miðils hæfileika til að geta miðlað skilaboðum til heilunarþega þegar þess er þörf. Eins þarf miðill að hafa heilunarhæfileika, því oft leitar fólk til miðils einmitt þegar erfiðleikar steðja að og það er í þörf fyrir leiðsögn.
Skólinn er starfræktur frá september fram í apríl og til að fá viðurkenningarskjal frá skólanum þurfa nemendur að ljúka 6 grunn námskeiðum Heilunarskólans sem eru; Hugleiðslu og næmninámskeið, Reiki I og Reiki II, trans í hærri í hærri orkutíðni, miðlun grunnnámskeið og draumanámskeið.
Heilunarskólinn leggur metnað sinn í bjóða upp á góða kennslu og fjölbreytni og býður árlega upp á fjölda námskeiða auk þess að bjóða erlendum gestakennurum til skólans þegar færi gefst.
Hugleiðslan er grunnurinn undir alla andlega vinnu og þróun og er hún undirstaðan í öllu starfi skólans. Hún hjálpar nemendum til að finna hvar hæfileikar þeirra liggja og hvað þeir vilja gera við þessa hæfileika.
Flestir stunda hugleiðslu fyrst og fremst sem sjálfsrækt og sem leið til andlegs þroska, en svo kjósa aðrir leiða þessa þróun lengra.
Reiki
Reiki hefur alltaf verið til, en glataðist í tímans rás þar til það var endurvakið um aldamótin 1900 af Japönskum manni, ,,Usui Shiki Ryoho” og breiddist það síðan út frá honum og dóttur hans til Vesturlanda.
Reiki er mjög öflug leið í heilun ekki síst með tilliti til hækkandi orkutíðni á jörðinni. Við hvert stig í Reiki fær nemandinn vígslu sem tengir hann við hæstu mögulega orkutíðni hans á hverjum tíma. Heilunarskólinn mun kenna Reiki upp í 3ja stig í vetur.
Reiki I er mjög góð undirstaða undir alla heilunarvinnu og miðar fyrst og fremst að sjálfheilun og því að undirbúa nemandann sem heilunarfarveg hvort sem hann ætlar sér að vinna með það fyrir aðra, eða tileinka sér það eingöngu fyrir sjálfan sig.
Reiki II
sem er fyrsta námskeið Heilunarskólans eftir áramót opnar leið fyrir nemandann til að vinna (praktisera) með Reiki ekki bara sem sjálfheilun, heldur til þess að byrja að vinna með fólkið í kringum sig, s.s. vini, vandamenn o.sv.frv.
Reiki III
námskeið og vígsla er mjög gagnlegt fyrir þá sem eru að vinna með Reiki. Hún eflir heilarann og hækkar tíðni hans enn frekar.
Reiki III námskeið veitir ekki kennararéttindi en IV stigið þ.e. kennarastigið gefur meistaragráðu, en til að öðlast hana þarf sérstaka þjálfun til viðbótar framansögðu.
Reiki frá öðrum Reikimeisturum eru metin inn í skólann.
Trans í hærri orkutíðni – andlegt flæði
Transvinnan hefur breyst gríðarlega mikið með hækkandi orkutíðni og er orðin miklu léttari og auðveldari að vinna með. Orkutíðnin í dag er svo létt, að það geta allir tileinkað sér hana og í rauninni er þetta bara andlegt flæði þar sem að hægt er að vinna með allar leiðir í andlegri vinnu s.s. miðlun, heilun, ósjálfráðri skrift/Inspirational writing, teikni miðlun/psychic art, o.sv.frv.
Framhalds transnámskeið Heilunarskólans hefur því breyst mjög mikið líka, allt frá því að vera nánast eingöngu byggt á transheilun í það að verða að þjálfunarhóp sem vinnur með allar leiðir í andlegri vinnu svo sem fyrr segir. Þessi hópur kemur saman til þjálfunar í janúar og vinnur fram á vor.
Draumanámskeið
Hvern langar ekki að geta ráðið draumana sína sjálfur. Á þessu námskeiði er er kennt að ráða í táknmálið/symbolin og að skilja sína eigin drauma sjálfur.
Flest dreymir okkur, en oftar en ekki skiljum við ekki draumana okkar. Það er tiltölulega auðvelt að ráða þá drauma sem eru fyrir daglátum, en þeir sem eru Guðleg leiðsögn er ekki eins auðvelt að skilja. Þetta námskeið kennir ykkur að skilja leiðsögnina sem ekki er augljós, en hún er oftast einmitt það sem skiptir raunverulegu máli.
Grunnnámskeið í Andlegri miðlun
Þar fá nemendur tækifæri til að kynnast öllum helstu aðferðum í miðlun, s.s. að vinna með skilaboð frá leiðbeinendum (andleg miðlun), psychic miðlun, skyggnilýsingar, (skilaboð frá látnum ástvinum), vinna með spil og margt fleira.
Ekki er skylda að ljúka öllum 6 námskeiðunum skólans á 1 vetri og hægt er að taka einstök námskeið án þess að ætla að ljúka skólanum. Önnur námskeið skólans eru svo val hvers og eins. Einnig býður skólinn upp á framhalds námskeið og þjálfun á þeim sviðum sem að ofan greinir ef óskað er eftir því og tátttaka næst.
Upplýsingar umskólann og skráning er á heilunarskolisigrun@gmail.com og s. 5551727.