Archive for admin

Eilífðarvél mismununar og skulda?

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson frá 2008.
Það skal tekið fram að greinin er birt með leyfi höfundar, en ekki MBL. 
enda litið svo á að þar sem myndin Zeitgeist: Addendum var sýnd á RÚV og er 
aðgengileg á vefnum, þá sé þetta ekki ritstuldur.

Ríkissjónvarpið sýndi í ágúst árið 2009 heimildarmyndina Tíðarandinn: Viðauki eða Zeitgeist: Addendum frá árinu 2008. Á Fésbókinni var stofnuð síða til að þrýsta á Ríkissjónvarpið um að taka myndina til sýninga og voru nánast fimm þúsund manns búnir að skrá sig á þá síðu þegar myndin var sýnd.

Markmið Venusar verkefnisins eru afar háleit og byggja á hráefnisgrundvölluðu hagkerfi. Hugsuðurinn á bakvið verkefnið er Jacque Fresco og er ósk hans að koma á samfélagi sem flestir myndu telja útópískt en hann grundvallar skoðanir sínar á því að stríð, glæpir og fátækt séu allt afleiðing nútíma hagkerfisins sem byggist á skorti og skuldum.

Markmið Venusar verkefnisins eru afar háleit og byggja á hráefnisgrundvölluðu hagkerfi. Hugsuðurinn á bakvið verkefnið er Jacque Fresco og er ósk hans að koma á samfélagi sem flestir myndu telja útópískt en hann grundvallar skoðanir sínar á því að stríð, glæpir og fátækt séu allt afleiðing nútíma hagkerfisins sem byggist á skorti og skuldum.

Heimildarmyndin er framhald af annari keimlíkri mynd frá árinu 2007 en báðar fjalla þær að miklu leyti um samsæriskenningar sem sumar hverjar eru áhugaverðar og aðrar reyfarakenndar. Það sem er þó áhugaverðast við Zeitgeist: Addendum er þó líklega sú fullyrðing að fjármagnsöfl heimsins sjái sér hag í því að steypa almenning í fjötra skulda og að í raun hafi verið búið til peningalegt kerfi sem sogi aðrar peningalegar eignir til sín. Slíkur málflutningur hlýtur að vekja athygli íslensks almennings sem nú lítur út fyrir að þurfi að opna pyngjur sínar til að greiða erlendum lánardrottnum.

Af hverju
Heimildarmyndin sem er verk eins manns, Peters Joseph, segir að skuldir séu leið til nútíma þrælahalds. Fólk steypi sér í skuldir og verði að vinna til þess að geta borgað af þeim. Í augum Josephs eru lánardrottnar nútíma þrælahaldarar. Þjóðfélagið geti aldrei verið skuldlaust þar sem peningar eru búnir til úr skuldum. Á þetta bætast vextir, sem í raun geta aldrei verið geiddir til baka. Þannig sjái bankar um að framleiða peninga og stýra kerfinu, sér til hagsbóta. Eftir bankahrunið vakti heimildarmyndin mikla athygli og margir horfðu á hana á Youtube enda var myndin og sérstaklega einn viðmælandi Peters Joseph, umtöluð á Íslandi. Viðmælandinn var John Perkins sem mætti í Silfur Egils þar sem hann varaði við aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Því hefur verið haldið fram hér á landi að hrunið hafi einmitt verið afleiðing þess sem Perkins talaði um í Zeitgeist: Addendum, að Ísland hafi verið fórnarlamb efnahagslegra málaliða. Hin rafræna hjörð peningaaflanna lánaði Íslandi stórfé, vitandi að sá tími kæmi að ekki væri hægt að standa undir skuldinni. Þegar sá tími kæmi væri hægt að fá raunveruleg verðmæti í skiptum fyrir gjaldeyrinn sem útgefinn er af seðlabönkum og er í raun ekkert annað en skuldaviðurkenning í dag eftir að gullfóturinn var lagður af.

Nauðsyn brýtur lög
Í myndinni segir að þau vandamál sem heimurinn glími við verði ekki löguð nema hægt sé að græða á því. Það sé eðli þess hagkerfis sem við búum við í dag að allt verður að skila arði eða hagnaði. Bóluhagkerfi eins og það sem heimurinn sá á síðasta ári er dæmi um hagkerfi þar sem peningar eru búnir til úr engu nema skuldum. Í gegnum tíðina hafa penignar þó fyrst og fremst verið miðill til að flytja verðmæti og því innleysanlegir t.d. í gulli eða silfri. Hagkerfi gátu framan af ekki aukið peningamagn í umferð nema með því að auka við raunhagkerfið með aukinni framleiðslu. Ef prenta átti meiri peninga þurfti að auka við gullforðann. Í kerfinu í dag er bóluvöxturinn landlægur þar sem kerfið býr til peninga úr skuldum og hægt er að stofna nýjar skuldir nánast óheft eins og gefur auga leið.

Frjór Jacque Fresco er þrátt fyrir að vera 93 ára gamall í fullu fjöri og hefur hann unnið sleitulaust að því að vinna framtíðarsýn sinni fylgi frá því að hann fékk fyrsta einkaleyfið 1948. Ekki er þó víst að hugmyndafræði Fresco falli öllum í geð.

Frjór Jacque Fresco er þrátt fyrir að vera 93 ára gamall í fullu fjöri og hefur hann unnið sleitulaust að því að vinna framtíðarsýn sinni fylgi frá því að hann fékk fyrsta einkaleyfið 1948. Ekki er þó víst að hugmyndafræði Fresco falli öllum í geð.

Efnahagskerfið er að hrynja að sögn Josephs sem segir Bandaríkin ekki munu geta staðið í skilum af vaxtagreiðslum eftir aðeins tíu ár og standi því andspænis gjaldþroti með tilheyrandi alvarlegum afleiðingum fyrir restina af heimunum. Í áratugi hafi Bandaríkin flutt út sína eigin verðbólgu í krafti dollarans sem helsta greiðslumiðils heimsins. Þegar of erfitt reyndist að halda dollar innleysanlegum í gulli eða silfri hafi það fyrirkomulag einfaldlega verð lagt af í stað þess að draga saman seglin í bandaríska hagkerfinu. Bankahrunið, sem fólk hefur nú þegar orðið vitni að á Íslandi og lausafjárkrísan á heimsvísu eru byrjunin á þessu ferli að sögn Josephs. Verðbólga rís og ríkið dælir peningum í kefið því að eina leiðin til að halda bönkunum gangandi er að prenta meiri peninga og eina leiðin til að prenta peninga er með því að stofna til meiri skulda og verðbólgu. Það sé því aðeins tímaspursmál hvenær fólk átti sig á þessu og hreinlega hætti að fá lánað fé, vanskil fari þá að aukast og þá mun kerfið hrynja saman með látum segir Joseph. Einhverjum kann að þykja þessi lýsing minna á ferlið sem Íslendingar hafa farið í gegnum á síðustu árum sem endaði svo með hruninu í haust. Það ætti þó að vera enn meira áhyggjuefni, ef satt reynist að á heimsvísu hefur kerfið verið  við lýði í áratugi og hrunið ætti því að verað í réttu hlutfalli við það. Kerfið er svo varið af fólkinu sem ætti að stuðla að breytingunum á kerfinu.

Útópían spillir
Þetta er kannski einna áhugaverðast í Zeitgeist: Addendum með tilliti til þeirra sviptinga sem hafa orðið á Íslandi á síðustu mánuðum. Landsmenn hafa séð stjórnmála menn taka 180 gráðu snúning í þjóðþrifamálum til að verja ríkjandi kerfi. Jacque Fresco, einn viðmælanda  Peters Joseph, en hann er Íslandi kunnugur eftir heimsókn sína til landsins, segir reyndar einmitt í heimildarmyndinni að stjórnmálamenn séu kosnir á þing, ekki til að breyta hlutunum, heldur til að tryggja að allt haldist óbreytt. Karlinum, sem er 93 ára gamall róttæklingur með hugmyndir sem minna útópíu Karl Marx, virðist hafa ratast satt orð á munn þó auðvelt sé að efast um önnur áform hans. Fresco og maki hans Roxanne Meadows halda því fram að maðurinn hafi ekki eðli heldur læri ákveðna hegðun. Þannig læri maðurinn að vera gráðugur og fordómafullur í umhverfi þar sem skortur er skipulagður og viðvarandi.
Venusarverkefni Jacques

Hvað tefur?
Ísland er land þar sem tækifærin til að breyta hagkerfinu eru sennilega meiri en víðast hvar annarsstaðar. Hvað tefur stjórnvöld frá því að nýta t.d. metanframleiðslu á bíla í stað innflutts eldsneytis þegar t.d. ein hreinsistöð á sorphaugunum í Álfsnesi annar notkun 3000-4000 meðalstórra fólksbíla? Hvað með vetni og rafmagn? Hagsmunir ríkisins eru miklir af sölu eldsneytis enda skatttekjurnar himinháar, kannski of háar til að kerfið leyfi breytingar. Öðrum þræði er kallað eftir notkun á viðvarandi orkugjöfum, en á hinn bóginn er ríkið svo að segja háð skatttekjunum. Sagt er að nauðsyn brjóti lög og í því sambandi má einstaka sinnum heyra minnst á neyðarrétt þegar talað er um viðbrögð stjórnvalda við efnahagshruninu, en rauði þráðurinn í málflutningi Josephs er að róttækra úrræða sé þörf til að bylta kerfinu. Vestræn lönd sem orðið hafa fyrir barðinu á skuldaklafanum sem Joseph talar um væru tilvalin til að fara á undan með fordæmi þar sem nauðsyn brýtur lög, réttindi þjóðar yrðu sett ofar réttindum fjármagnseigenda. Í myndinni  hvetur Joseph einnig til þess að fólk byrji á sjálfu sér og láti efnishyggjuna lönd og leið.

Umdeild Zeitgeist: Addendum er skrifuð og leikstýrt af Peter Joseph en hann er afar gagnrýninn á ríkjandi hagkerfi en skoðanir hans hafa fengið nokkurn hljómgrunn á Íslandi eftir bankahrunið.

Umdeild Zeitgeist: Addendum er skrifuð og leikstýrt af Peter Joseph en hann er afar gagnrýninn á ríkjandi hagkerfi en skoðanir hans hafa fengið nokkurn hljómgrunn á Íslandi eftir bankahrunið.

Í hnotskurn má segja að Zeitgeist: Addendum sé að mörgu leyti keimlík öðrum myndum sem halda samsæriskenningum á lofti. Það er þó eitt meginatriði sem greinir mynd Peters Joseph frá öðru og það er að Joseph telur að það sé miklu frekar það kerfi sem við höfum búið við sem stjórni sem væri það lifandi. Flestar aðrar samsæriskenningar snúast um áhrifaríka hópa í heiminum, sem annaðhvort eru til – eins og Bilderbergshópurinn, eða ekki til – eins og Luminati-hópurinn úr bókum Dan Brown sem nú hafa verið kvikmyndaðar. Þannig sé hagkerfi heimsins stjórnað af kerfi sem mennirnir hafa búið til að sögn Josephs. Peter Joseph skipar sér í hóp með mönnum sem hingað til hafa predikað að hagkerfi heimsins geti ekki gengið upp en þar má finna menn eins og Peter Schiff sem varaði við efnahagshruninu árið 2008, Ron Paul öldungadeildar þingamnn sem hefur lengi þótt vera málsvari skynseminnar, hagfæðinginn Jóhannes Björn sem hefur haldið úti vefsíðunni www.vald.org og Max Keiser sem gerði sér ferð til Íslands árið 2007 þar sem hann spáði hruni íslensks efnahgs. Fyrir þá sem misstu af sýningu RÚV má benda á að Zeitgeist: Addendum er dreift á netinu og hana má finna í fullri lengd og í miklum gæðum, meðal annars á Youtube http://www.youtube.com/watch?v=EewGMBOB4Gg.

ÍSLAND – hið forna land Isisar

Translation not available at the moment.

Allt í kringum okkkur eru tákn eilífðarinnar, en fæst okkar taka eftir þeim. Hugmynd fæðist en er svæfð þar sem við höfum ekkert til að byggja á. Ekkert haldbært, bara brot úr hugmynd sem skýtur upp kollinum og lætur okkur ekki í friði en vill samt ekki fæðast til að vera eitthvað sem hægt er að ná tökum á, eitthvað sem gæti orðið að heildrænni mynd sem væri hægt að skoða og sjá frá stærra sjónarhorni.  Þannig hefur það verið með þá hugmynd sem ég ætla nú að leggja fram. Ekki af því að hún sé fullbúin og tilbúin til gagnrýninnar skoðunar, heldur af því að ég held að hún sé brot þekkingar og ég held að margir aðrir hér á landi viti um þessa hugmynd og sjái aðrar hliðar, aðra þætti sem tengjast henni. Hún er eins og púsluspil sem gæti orðið að mynd ef allir leggja sitt púslstykki fram, en verður aldrei að neinu ef allir halda sínu ,,stykki” földu í pokahorninu.

Skjaldarmerki Íslands 

Fyrir rúmu ári var ég að horfa á skjaldarmerki Íslands og það var eitthvað sem fór að naga mig í sambandi við landvættina á merkinu. Þá mundi ég eftir kafla úr bók sem ég hafði nýlega lesið, ,,Beyond Prophecies and Predictions”, en þar var m.a. talað um stjörnumerkin (ef hádegispunktur væri Pýramídinn mikli) og bent á að Nautsmerkið væri í suðri yfir Suður Tyrklandi, höfuð drekans í Drekamerkinu væri í austri yfir Kína Aquila, Örninn í vestri yfir Bandaríkjunum og Herkúlesarmerkið í norðri. Sem sagt Nautið í suðri, Drekinn í austri, Örninn í vestri og Herkúles í norðri. ,,Svo á himni sem á  jörðu” Eins og við munum er tákn Bandaríkjanna Örninn, í Kína er það Drekinn. Nautið er tákn suðursins og ef til vill má tákna norðrið með víkingum (Herkúlesi?), (Ursa Major, Björninn mikli er yfir Rússlandi).

Landvættirnir allir

En það sem nagar mig er: ,,Hvers vegna hefur Ísland öll þessi tákn?”
Flest önnur lönd hafa aðeins eitt. Í Heimskringlu er sagan um landvættina sú að Haraldur Danakonungur hafi verið í hefndarhug þar sem Íslendingar höfðu sett lög um að yrkja skyldi níð um konung fyrir það að Danir höfðu tekið upp á því að hirða fé manna er höfðu brotið skip sín í Danmörku. Haraldur konungur bauð þá seiðkarli að fara hamförum til Íslands og njósna. Sá fór í hvalslíki. En er hann kom til landsins sá hann að fjöll og hólar voru fullir af landvættum, bæði stórum og smáum.
Hann kom inn á Vopnafjörð og ætlaði að ganga á land, en þá kom ofan dalinn dreki mikill og fylgilið hans og blés eitri á hann. Fór hann þá á brott og vestur fyrir land og kom inn í Eyjafjörð. Þar tók á móti honum fugl svo mikill að vængirnir náðu á milli fjalla.
Hann forðaði sér og fór þaðan vestur um landið og inn á Breiðafjörð. Þar tók á móti honum griðungur mikill og lét ófriðlega. Brott fór hann þaðan og suður um Reykjanes og vildi ganga upp á Víkarsskeiði. Þar kom á móti honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi og bar höfuið hærra en fjöllin.
Gafst þá karl upp enda skynsamlegast að forða sér.

Hugmyndir um vættina

Tákna þessi merki áttirnar fjórar, frumefnin fjögur (eld, vatn, loft, jörð) og ef svo er, sameinast þau hér á þessum stað? Það er áhugaverð spurning.
Þótt röð landvættanna sé ekki alveg sú sama og í himintáknunum þá er hér um að ræða sömu táknin og það má gæla við þá hugmynd að ,,seiðkarlinn” gæti hafa ruglast á hvaða vættir voru hvar á landinu.
Nokkru síðar rakst ég á grein í Morgunblaðinu eftir fyrrverandi alþingismann. Því miður tapaði ég blaðinu áður en ég gat bjargað greininni, en hann kom með áhugaverðar hugmyndir því hann hafði líka verið að velta fyrir sér táknum skjaldarmerkisins á þessum tíma og tengdi þau guðspjallamönnunum fjórum.
Það sýnir að sömu hugmyndir eru oft að verki hjá fleirum en einum í einu.

Fyrirmynd fjallkonunnar

Aftur rak ég mig á ,,sömu” táknin þegar ég var að skoða tarotspilið sem merkt er 21, þ.e. Veröldin/Heimurinn. Þar eru  táknin fjögur, Ljónið (í stað dreka), Örninn, Engill (Herkúles, bergrisinn) og Nautið.  (Aftur eiga þessi tákn að standa fyrir stjörnumerki og um leið dýrin þrjú og engillinn í sýn Ezekiels sem tákn fjögurra hornsteina himins).
Konan á myndinni er tákn móðureðlis Guðs, Ísis og kransinn í kringum hana er alheimurinn. Konan táknar þarna töluna 1, kransinn 0 og smana mynda þær töluna 10. Talan 10 er talnaspekilega sálartala Íslands, talan 10 er líka samtala þversummu talnanna í nafninu Ísland sem er 5+ þversumma lífstölu íslenska lýðveldisins sem er líka 5=10. 

Súlur efnis og anda

 

Þegar ég síðan skoðaði myndina á tarotspili 2 eða Prestynjunnar gefur að líta kvenveru sem situr á milli tveggja súlna, en þær eru tákn efnis og anda. Súlur Salomons konungs, Jachin og Boaz, sem hann byggði musteri sitt á. Önnur stendur á landi, en hin í sjó. Á milli þessara súlna er strengd þunn slæða. Hún er tengd slæðu egypsku gyðjunnar Ísisar og hylur það sem undirvitundin veit, en sá sem ekki hefur þroska til getur ekki séð.

Búningur Ísisar

Á höfðinu ber Ísis sérkennilegt höfðuðfat með tveim gullböndum og hálfmána ofan á og slöri. Hálfmáninn og böndin benda til næmi og þekkingar á tveim heimum. Hún er klædd bláum kjól sem táknar traust hennar á Guði og kærleika til mannkynsins. Yfir kjólnum ber hún rauða skykkju með gulum bryddingum. Rauði liturinn sýnir þann andlega þroska em hún færir fram í efnisheiminn, en gula bryddingin táknar visku hennar.

Hver er táknmerkingin?

Mér varð starsýnt á höfuðfat Ísisar. Það minnti mig á eitthvað. Og þá mundi ég eftir skautbúningnum okkar, þessu furðulega höfuðfati sem ég hef aldrei getað skilið hvernig nokkur gat fundið upp. Upp af höfðinu beygist höfuðfatið fram í hálfmána, um brún þess liggur gullband og  niður úr hálfmánanum hangir hvítt slör.
Kjóllinn er að vísu oft svartur með bróderuðum bryddingum í mörgum litum, en hann er einnig til blár eins og kjóll Ísisar og ef til vill á einhver konan orðið rauða skykkju til að vera í yfir. Lítum á beltin sem fylgja mörgum af þjóðbúningum okkar. Þau eru skreytt með víravirkiskrossum eins og belti Ísisar.

Táknmynd fortíðar?

Er skautbúningurinn smám saman að þróast í átta að búningi Ísisar?
Er fjallkonan okkar táknið um Ísis?
Er einhver dulin þekking þarna á bak við sem er smátt og smátt að koma fram í dagsljósið án þess að við gerum okkur meðvitað grein fyrir því?
Og svo eru það súlurnar Jachin og Boaz sín hvoru megin við Ísisi. Af hverju henti Ingólfur öndvegissúlum sínum tveimur fyrir borð? Hver er merkingin á bak við þá sögu? Er líklegt að slíkum dýrgripum hefði verið hent fyrir borð upp á von og óvon?
Eða getur verið að Ísland hafi verið byggt hugmyndafræðilega á súlunum tveimur eins og musteri Salomons konungs?
Sagt er að Móses hafi komið frá Egyptalandi með fræðin sem hann færði gyðingum og urðu að hinum duldu kabbalafræðum. Þetta eru merk og mikil fræði fyrir þá sem þora að sjá að ,,steinn er ekki bara steinn” og að skilja að himinn  og jörð eru eilíflega samtengd og að táknin eru allst staðar fyrir þá sem hafa ,,augu til að sjá með og eyru til að heyra með”, það sem vantar er skilningurinn; sem kemur …..fyrr eða síðar.

Að púsla saman brotum

Bókin um Gunnar Dal, ,,Að elska er að lifa”, varð til þess að vekja mig varðandi Ísisar-hugmyndina í tengslum við nafngift Íslands. Um leið og ég las hugleiðingu hans var ég viss að hún væri rétt, enda var þá fjallkonu-hugmyndin farin að leita á mig. En að vera viss dugir mér sjaldnast, ég þarf að fá ,,sannanir” úr fleiri áttum.
Hvatann til að skrifa þetta niður og leyfa að það verði birt, fékk ég þegar ég las viðtal við Erlu Stefánsdóttir í síðasta tölublaði Nýrra tíma. Þar nefnir hún að Ísland sé heilagt land og að þetta sé land Ísisar og fordyr mystísks skóla. Hún nefnir líka vætti landsins og fjallkonuna. Það gaf mér kjart til að leggja fram mitt ,,púslstykki”. og vona ég að aðrir geri það líka, kannski gætum við þá fengið einhverja samstæða mynd. Ég held að ekkert eitt okkar sé með alla myndina.

Þekking forfeðranna

Einar Pálsson heimspekingur, sem nú er nýlátinn hefur lagt fram kenningar um þá þekkingu sem hann áleit að forfeður okkar hafi haft.
Ég held að hvort sem sú þekking hafi verið meðvituð eða ómeðvituð, þá var hún og er kannski enn til staðar.
Ótrúlega margt bendir til þess að viska kabbala-fræðanna (og annara fræða) og þá um leið egypskra (og þangað hefur hún borist einhvers staðar frá) hafi farið langt út fyrir hinn takmarkaða hóp fræðimanna. Barst hún á milli manna? Eða getur verið að sumt af henni berist á annan hátt og eitthvað veki hugmyndina af dvala. Eitthvað sem við heyrum, sjáum eða lesum.
Kviknar líf af sjálfu sér eða hugmynd af engu?

Ég hef alltaf trúað því að Ísland væri merkilegt land. Ekki bara af þjóðrembu, heldur eitthvað..eitthvað…

Höfundur: Guðbjörg Hermannsdóttir, dulspekinemi.

Birt í Nýjum tímum 5. Tbl. 3. Árg. 1996

 

 

Uppruni landvættanna

 

Uppruni landvættanna.

Þegar Ísland fékk sjálfstæði sitt 1918,var ákveðið að upp skyldi tekið sérstakt, þjóðlegt ískenkt ríkisskjaldarmerki. Með konungsúrskurði 12. febrúar 1919 var skjaldarmerkið ákveði og skyldi það vera “krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberarnir eru hinar alkunnu landvættir þannig: dreki, gammur, uxi og risi”, segir í úrskurðinum.

Nú, við fullnaðarskilnað Íslands frá Danmörku, hefur skjaldarmerkið verið ákveðið á ný og að öllu leyti hið sama og 1918, nema kórónan er horfin um leið og konungsvaldið. Það er nú næsta einkennilegt að svo skyldi til takast, að þessar fjórar gömlu landvættir skyldu komast í skjaldarmerki Íslands.

Við vitum fátt um þann átrúnað, er þeim fylgdi til forna, og núlifandi kynslóð lætur sig litlu skipta slíkar kynjasögur og þær, sem frá slíkum landvættum segja. Ýmsir eru þeir þó, sem ennþá hafa ánægju af því að athuga þessi gömlu, fánýtu fræði, sem oft búa yfir huldum leyndardómum, og er ég einn þeirra. Hef ég því stundum verið að velta þessari landvættasögu fyrir mér og komist að lokum þar að niðurstöðu, sem mér þykir þess verð, að segja öðrum frá, svo athyglisverð er hún að mínum dómi.

II
Af frásögnum Íslendingabókar og Landnámu vitum við, að aðalhöfundur hinna fyrstu laga, er giltu á Íslandi, var Úlfljótur, sá er bjó í Lóni á Austurlandi og fyrstu lög Íslendinga voru síðan við kennd. Fátt eitt vita menn nú með vissu um, hvað í þeim lögum var, því aðþau eru ekki lengur til sérstök, og ekki auðgert að sjá, hvað af Grágásarlögum er frá Úlfljóti og hvað er þar yngra. Í Landnámu gleymast örfá, en merkileg atriði, sem með fullri vissu má telja, að hafi verið í hinum fyrstu lögum. Þar segir m. a. svo: “Það var upphaf hinna heiðnu laga, at menn skyldu eigi hafa höfuðskip í hafi, enn ef þeir hefði, þá skyldi þeir af taka höfuð, áður þeir kæmi í lands sýn ok sigla eigi at landi með gapandi höfðum ok ginandi trjónum, svá at landvættir fælist við.”

Þar sem ætla má að grein þessi hafi verið upphafsgrein eða byrjun hinnar fyrstu íslensku löggjafar, er það æði athyglisvert, að hið fyrsta, sem þau tiltaka, er að ekki megi styggja landvættirnar. Sýnir þetta, að þegar Úlfljóts-lög voru sett, hefur sá átrúnaður verið almennur, að yfir landinu væri vakað af vættum, sem fyrst og fremst hefðu það hlutverk að gæta þeirra, sem að garði bar. Landsmenn virðast hafa litið á landvættirnar sem eins konar verði  eins konar lífvörð lands og þjóðar.

Af þessari grein Úlfljótslaga verður ekkert ráðið um það, hvers konar “verur” þessar landvættir voru að dómi fornmanna.

Það er fyrst Snorri Sturluson, sem segir frá því í 33. kapítula í sögu Ólags Tryggvasonar í Heimskringlu. Snorri segir Þar frá því, að Íslendingar hafi mjög reiðst Haraldi konungi Gormssyni í Danmörku fyrir það, að hann lét upp taka fé allt, sem íslenskir menn áttu, er brotið höfðu skip sitt í Danmörku, og kölluðu Danir vogrek. Gripu Íslendingar þá, eins og stundum siðar, til þeirrar hefndarinnar, sem ekki er hvað best níðsins, og segir Snorri, að það hafi verið í lögum haft á Íslandi, að ”yrkja skyldi um Danakonung níðvísu fyrir nef hvert, er á var landinu”, út af þessum atburði.

Mjög sýnist nú tilefnið til þessa mikla níðkveðskapar litilvægt, en hafi svo verið, að “allir Íslendingar hafi Harald konung níddan”, eins og Snorri kemst að orði, er ekki að undra, þót hann vildi hefna níðsins. Hann ætlaði líka að gera gagnskör að því eitt sinn, er hann var staddur í Noregi og herjaði á ríki Hákonar jarls og hafði lagt það svo gersamlega í auðn, að í Sogni stóðu aðeins fimm bæir eftir óbrenndir.

Hvort tveggja mun nú hafa verið, að Haraldi konungi hefur ekki verið vel kunn sjóleiðin til Íslands og að her hans mun ekki hafa verið þess fýsandi að leggja í þá löngu og tvísýnu för. Hann fær því “mann einn fjölkunnugan” til þess að fara fyrir sig til Íslands “í hamförum”, í eins konar njósnarför til þess að vita hversu örðugt sé að sækja Íslendinga heim. Maður þessi brá sér í hvalslíki og synti til Íslands. Og er nú rétt að .Snorri segi sjálfur frá: “En er hann kom til landsins,” segir Snorri, “þá fór hann vestur fyrir norðan landið. Hann sá að fjöll öll og hólar voru fullir af landvættum, sumt stórt, en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vopnafjörð, þá fór hann inn á fjörðinn og ætlaði á land að ganga. Þá fór ofan úr dalnum dreki mikill og fylgdu honum margir ormar, pöddur og eðlur og blésu eitri á hann, en hann lagðist í brott vestur fyrir landið allt fyrir Eyjafjörð, fór hann inn eftir þeim firði, þar fór á móti honum fugl svo mikill, að vængirnir tóku út beggja megin, og fjöldi annarra fugla bæði stórir og smáir. Braut fór hann þaðan og vestur um landið og svo suður í Breiðafjörð og stefndi þar inn á fjörð. Þar fór móti honum griðungur mikill og óð á sæinn út og tók að gella ógurlega, fjöldi landvætta fylgdi honum. Brott fór hann þaðan og suður um Reykjanes og vildi ganga upp á Vikarsheiði. Þar kom á móti honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin, og margir aðrir jötnar með honum. Þaðan fór hann austur með endilöngu landi  “var þá ekki, segir hann, nema sandur og öræfi og brim mikið fyrir utan, en haf svo mikið milli landanna, segir hann, að ekki er þar fært hafskipum.” Þegar Haraldur Gormsson fékk þessar fréttir af landvættum Íslendinga og hinu mikla úthafi, leist honum ekki að leggja förina, en sneri aftur frá Noregi heim til Danmerkur, og hefndi aldrei níðsins.

Þegar litið er á þessa sögu, er augljóst, að menn hugsa sér landvættina geysilega marga, heilan her af minni og stærri vættum. En fyrir hverjum her ræður fyrirliði, sem er svo stór og sterkur, að ógn stendur af, jafnvel sjálfum hvalnum, sem þó er stærsta skepna hafsins og ætti því ekki að láta allt á sig fá. Þegar hættan steðjar að, safnar foringinn saman öllum vættum sinnar tegundar öllum, sem berjast eiga undir hans merki, – og heldur liðinu á hættustaðinn, albúinn að leggja til orrustunnar, ef óvinurinn telur sér þá ekki hyggilegast að flýja. Ég tel mikilsvert að átta sig vel á þessu atriði með tilliti til þess, sem síðar verður sagt.

Hér er ekki ætlunin að ræða til neinnar hlítar hvað landvættirnar upphaflega táknuðu eða hvernig þær síðar breytast á ýmsa lund, heldur alveg sérstaklega að athuga þessa einkennilegu sögu, sem okkar frægasti sagnaritari, Snorri Sturluson, hefur varðveitt frá glötun og hefur orðið tilefni þess, að hið íslenska skjaldarmerki verður um alla framtíð: risi, gammur, naut og dreki, sem halda á lofti íslenska fánanum.

III
Um þessa landvættasögu Snorra Sturlusonar hefur ekki verið mikið ritað né rætt, það ég til viti. Hana er hvergi annars staðar að finna í norrænum bókmenntum en hjá Snorra, að því er fróðir menn segja, og Snorri virðist einn hafa haft með höndum þau gögn eða munnmæli, sem hún er byggð á. Alveg er fráleitt að hugsa sér að Snorri hafi búið söguna til. Rannsóknir allar staðfesta að Snorri hefur haft heimildir, munnlegar eða skriflegar, fyrir flestu, eða öllu, sagnfræðilegs eðlis, sem hann lét færa í letur. Upphaf Úlfljótslaga, sem ég áður nefndi, um landvættirnar, sýnir og berlega, að hinir fyrstu landnámsmenn, og afkomendur þeirra, hafa flestir trúað því að þessar vættir væru til og varhugavert væri að styggja þær.

Ekki er mér kunnugt um að þessi landvættasaga sé til hjá neinni nágrannaþjóða vorra, Norðurlandabúum, Engilsöxum eða Írum. Merkilegt er þó að veita því athygli, að Snorri setur söguna í samband við Harald Gormsson Danakonung eða viðskipti Íslendinga og Dana á 10. öldinni. það landið, sem hún sýnist því helst vera í einhverjum tengslum við, er Danmörk. Þessi tengsl eru þó svo lausleg og óskyld höfuðefni sögunnar – sjálfum vættunum – að ómögulegt er að álykta að sagan sé frá Danmörku komin. Þegar nú litið er á þessa sögu um landvættirnar virðist ekki vera nema tvennt til um uppruna hennar. Annað er það, að sagan sé íslensk að öllu leyti, tilorðin hér sem eins konar skýring á vættatrúnni. Hitt er að hún hafi fylgt landnemunum hingað, er þeir komu í öndverðu frá ströndum Noregs, Írlands og Skotlands til að nema hér land. Væri hún þá arfsögn, sem lengi hefði geymst með kynstofninum, og þeir, er fluttu söguna hingað og vættaátrúnaðinn, hafi jafnvel ekki sjálfir vitað hinn upphaflega uppruna hennar að fullu.

Ég skal taka það fram strax, að ég hallast eindregið að síðari skoðuninni, að þessi saga um landvættirnar fjórar sé afar gömul arfsögn, sem fylgt hefur flóttafólkinu, er hér settist að, hingað út um langan veg, og sé því hvorki til orðin á Íslandi eða í Noregi.

IV.
Það eru liðin nokkur ár síðan ég tók eftir því, eitt sinn er ég var að lesa Opinberunarbók Jóhannesar, að þar er frásögn, sem minnir nokkuð á þessa landvættasögu okkar. Er frásögn þessi í 4. kapítula Opinberunarbókarinnar. Segir þar frá einni sýn spámannsins á þessa leið:

“Hásæti var reist á himni og einhver sat í hásætinu. — Og frammi fyrir hásættinu
var sem glerhaf líkt kristalli og fyrir framan miðju hásætisins og umhverfis hásætið
voru fjórar lifandi verur alsettar augum í bak og fyrir. Og fyrsta veran var lík ljóni,
og önnur veran var lík uxa, og þriðja veran hafði ásjónu sem maður og fjórða veran
var lík fljúgandi erni. Og verurnar fjórar, ein og sérhver þeirra, höfðu sex vængi og
voru alsettar augum allt um kring og að innanverðu. Og eigi létu þær af dag og
nótt að segja: Heilagur, heilagur, heilagur Drottinn Guð, hann sem var og er og
kemur.”

Þegar manni hefur einu sinni dottið í hug, að skyldleiki sé milli þessara sagna, verður manni það ósjálfrátt á að bera þær nánar saman.

Það, sem veldur skyldleikahugsuninni, er þetta: Í sögu Snorra eru þessar verur: risi = stór maður, naut, stór fljúgandi fugl og dreki. Í Opinberunarbókinni eru verurnar: maður (mannsásjóna), naut, fljúgandi örn og ljón. Raunverulega eru þrjár verurnar hinar sömu í báðum sögunum, þ. e. maður, naut og fugl, en um fjórðu veruna greinir alveg á, þar sem í annarri sögunni er ljón, en í hinni “dreki”.

Þá er það og svipað með þessum sögum, hvert verkefni verurnar hafa. Vættirnar hjá Snorra vaka yfir landinu og ráðast gegn hverjum þeim, sem kemur í illum tilgangi upp að ströndumlandsins, og verurnar Opinberunarbókinni eru “alsettar augum” og vaka “dag og nótt”. Þær vaka yfir hásætinu. Allir, sem ég veit til að skrifað hafi um þessar verur í Opinberunarbókinni telja þessi augu þeirra merkja einhvers konar alsýni vegna þess að þær séu verðir, sem gæta hásætis “hins hæsta”.

V.
En sú líking, sem hér .kemur fram milli þessara sagna, nægir hvergi nærri til þess að draga þá ályktun, að um eina og sömu sögn sé að ræða. Verður því að athuga málið nánar.

Hjá Esekiel spámanni er sagt frá einkennilegum verum, sem kallaðar eru kerúbar eða varðenglar, sem hafa það hlutverk aðallega, að bæja frá illum verum. Það athyglisverðasta við þessa kerúba Esekiels spámanns er það, að hver þeirra hefur “fjórar ásjónur”. Segir svo um þá í 1. kap. Esekiels spádómsbókar:

“En ásjónur þeirra litu svo út: Mannsandlit að framan, Ljónsandlit hægra megin á þeim fjórum, nautsandlit vinstra megin
 á þeim fjórum og arnarandlit á þeimfjórum inn á við.

Engum getur dulist, að hér eru á ferðinni hinar sömu “ásjónur” og í Opinb., þó að munurinn sé sá, að hjá Esekiel hefur hver vera fjórar ásjónur, en í Opinb. hefur hver vera aðeins eina ásjónu.

En hér er frásögnin það fyllri, að sagt er í hvaða “átt” andlitin snúa. “Til hægri” eða hægra megin, er Ljónsandlitið, og til vinstri nautsandlitið, fram snýr mannsandlitið, en arnarandlitið snýr aftur, eða “inn á við”, eins og það er orðað í íslensku Biblíunni. Samkvæmt algildri reglu um áttir ætti þá ljónsandlitið að snúa í austur, arnarandlitið í norður, nautsandlitið í vestur og mannsandlitið í Suður. Sé þetta nú borið saman við landvættasögu Snorra og það, hvernig landvættunum er skipað niður þar, kemur það einkennilega í ljós, að hinum þrem verum, sem eru hinar sömu í báðum sögunum, er þar nákvæmlega eins skipað niður. Þannig er fuglinn að norðan, uxinn að vestan og maðurinn að sunnan á báðum stöðunum. En sú “veran” eða það “andlitið”, sem er að austan, er hjá Esekiel ljónið, eins og Opinberunarbókinni, en hjá Snorra er það “dreki”.

Er þá svo komið, að þrjár landvættanna okkar gömlu eru hvað “ásjónu” snertir nákvæmlega hinar sömu of kerúbar Esekiels og þessar þrjár landvættir okkar gæta nákvæmlega sömu átta og kerúbar hans.

Kerúbar Esekiels hafa einnig með höndum þann starfa að “gæta hásætis hins almátaka”, svo að hlutverkið er í eðli sinu hið sama og landvættanna hjá Snorra, að vaka yfir landinu og vernda það.

VI.
Frá því er sagt mjög greinilega í 2. kap. 4. Mósebókar, hvernig Ísraelsmenn skyldu skipa liði sinu meðan þeir voru á leiðinni frá Egyptalandi til hins “fyrirheitna landsins”. Segir þar m. a.:

“Sérhver Ísraelsmanna skal tjalda hjá merki sinu við einkenni ættar sinnar;
skulu Þeir tjalda gegnt samfundatjaldinu hringinn í kring.”

Er af þessu ljóst, að sérhver hinna 12 ættkvísla Ísraelsmanna hefur átt sitt sérstaka ættarmerki. Ættkvíslir Ísraels voru 12, eins og kunnugt er, og var þeim samkvæmt boði Móse raðað þannig upp á leið þeirra frá Egyptalandi, að þær mynduðu ferhyrning, en inni í ferhyrningnum var tjaldbúðin.

Ættkvíslunum var skipt þannig niður, að þrjár voru að norðan, þrjár að austan, þrjár að sunnan og þrjár að vestan. Þegar nánar er að gætt sést, að þó að hver ættkvísl eigi að tjalda hjá sinu merki, eru hverjar þrjár ættkvíslir saman um eitt aðalmerki, sem reist er fyrir framan “kamp” eða herbúðir hverra þeirra þriggja ættkvísla, sem saman eiga að vera. Biblían segir frá þessu á þennan veg:

“Að austanverðu, gegnt upprás sólar, (skal vera) merki Júda eftir hersveitum
þeirra”. Var Júdaættkvíslin í miðju, en sitt til hvorrar handar voru ættkvíslir
Íssakars og Sebúlons. þessar þrjár ættkvíslir voru saman í austur-herbúðunum og
áttu þær allar að fylkja sér um merki Júdaættkvíslar.

“Að sunnanverðu skal merki Rúbens herbúaða vera”, segir því næst, og með
honum voru í herbúðum Simons og Gads ættkvíslir.

“Að vestanverðu skal merki Efraims herbúaða vera eftir hersveitum Þeirra,”
segir þar næst, og að vestanverðu voru með honum Benjamíns og Manasse
ættkvíslir, en merki Efraims blakti yfir þeim herbúðum.

“Að norðanverðu skal merki Dans herbúða vera,” segir að lokum og með honum
voru í herbúðum ættkvíslir Assers og Naftali.

Af þessari upptalningu sést að Ísraelsmenn hafa haft fjögur aðal hermerki, er þeir fylktu liði sínu undir, og þessi hermerki voru merki fjögra aðal ættkvíslanna: Rúbens, Efraims, Dans og Júda. Biblían segir ekki berum orðum neins staðar hver voru tákn eða merki hverrar ættkvíslar, en arfsagnir Gyðinga taka þar af öll tvímæli.

Í hinni ágætu bók dr. Edersheims prófessors, “Bibelhistorie”, I. bindi, er sagt greinilega frá skipun herbúðanna hjá Ísraelsmönnum og hver hin fjögur aðalhermerki Ísraelsmanna voru samkvæmt arfsögn Gyðinga, en sjálfur var dr. Edersheim stórlærður, kristinn Gyðingur. Samkvæmt frásögn hans voru hin fjögur aðalhermerki þessi: Að austan var merki Júda ættkvíslar, en það var Ljónsmynd á ljósrauðum grunni. Að sunnan var merki Rúbens, en það var mannshöfuð á dökkrauðum grunni. Að vestan var Efraims merki, en það var nautshöfuð á ljósbláum grunni, og að norðan var Dans merki, en það var fljúgandi örn á ljósgulum grunni. Hér koma þá enn á ný öll sömu merkin og hjá Esekiel og í Opinberunarbókinni og hér eru auk þess tekin af öll tvímæli um það, hvernig þeim er raðað upp.

Ef við nú berum þetta saman við landvættasögu okkar í Heimskringlu, þá sést:

1. Hjá Snorra er “risinn”, sem auðvitað er ekki annað en stór maður, að
sunnanverðu – á Vikarsheiði – og verndar Suðurlandið. Hjá Ísraelsmönnum var
merki Rúbens – mannsmerkið – einnig að sunnanverðu og hlutverk hersveita hans
var að vernda suðurarm herbúðanna.

2. Hjá Snorra er “nautið” eða griðungurinn að vestanverðu – á Breiðafirði og
verndar sérstaklega vesturlandið. Hjá Ísraelsmönnum var merki Efraims –
nautsmerkið – einnig að vestanverðu og hersveitir hans höfðu það hlutverk að
vernda herbúðirnar að vestanverðu.

3. Hjá Snorra er hinn gríðarstóri fljúgandi fugl (Snorri kallar það hvorki örn né
gamm) að norðanverðu – í Eyjafirði – og ver norðurlandið. Hjá Ísraelsmönnum er
merki Dans – fljúgandi örn – að norðanverðu og hlutverk hans er að verja
herbúðirnar allri hættu úr norðurátt.

4. Hjá Snorra er “dreki” fyrir Austurlandi – í Vopnafirði – og á hann að vernda það
sérstaklega, en hjá Ísraelsmönnum er merki Júdaættkvíslar – ljónið – að austan og
hlutverk Júda hersveita að verjast hættunni úr austri, en auk þess var það merki
borið í fylkingarbrjósti, þegar lagt var til orrustu.

Eins og menn sjá af þessu er það svo, að; merki Rúbens – maðurinn, merki Efraims – nautið og merki Dans fljúgandi fugl, koma öll fyrir í landvættasögu Snorra og þau eru þar nákvæmlega í sömu röð og merki þessara ættkvísla eru talin í Biblíunni. Hið eina, sem skilur, er það, að í stað Ljónsmerkisins – merkis Júda ættkvíslarinnar – er kominn “dreki” hjá Snorra.

Ef þetta frávik væri ekki, mundi enginn efast um að það væri sama sagan, sem um væri að ræða hjá Snorra og í Biblíunni. En einmitt þetta frávik, að “drekinn” kemur í stað “ljónsins”, er fyrir mér það athyglisverðasta við þessa landvættasögu okkar og það, sem gerir hana stórmerkilega í mínum augum.

VII.
Það er rétt að reyna að gera sér grein fyrir því þegar í stað, hvers konar “dreki” það er, sem Snorri talar um í sögu sinni í Heimskringlu. Óbreytt orð Snorra eru þessi:

,Þá fór ofan úr dalnum dreki mikill og fylgdu honum margir ormar, pöddur og eðlur og blésu eitri á hann” – þ. e. hvalinn, – Af þessu er þegar ljóst, að það er ekki fljúgandi dreki, sem átt er við, heldur skríðandi dreki. Sést þetta best af því að allt, sem honum fylgir, eru skriðdýr – “ormar, pöddur og eðlur”. – “Dreki” þýddi líka til forna sama og ormur og er ormur upprunalegra í norrænum málum að því er virðist. Orðið ,dreki” mun vera komið úr grísku og þýðir þar einnig slanga eða ormur.

Gleggst kemur drekanafnið og merking þess fram í skíraheitunum fornu. Herskip fornmanna voru oft nefnd “drekar” og var ,haus og hali” – þ. e, bæði stefni skipsins, – útskornir. Oft eru skip beinlínis skýrð ormsnafni, eins og sést t. d. á heitinu á hinu mikla skipi Ólafs Tryggvasonar, “Ormurinn langi”, og öðru kunnu skipsheiti úr fornöld, “Ormurinn skammi”. Alfræðiorðabækur segja hiklaust, að “ormur” sé eldra nafn á norrænum skipum en “dreki”.

Það, sem þó tekur af öll tvímæli um það, að “drekinn” hjá Snorra er “ormur”, er það, að hann og allt hans fylgdarlið spýr eitri. Hér er augsýnilega á ferðinni eiturormur mikill, með öllu fylgdarliði sínu. Þetta er nú býsna athyglisvert, þegar þess er gætt, að slík dýr eru ekki og hafa aldrei verið til á Íslandi. Um það hlýtur Snorra að hafa verið vel kunnugt. Má af þessu best sjá, að sagan er aðkomin og upphaflega til orðin í löndum, þar sem menn þekkja vel til “eitraðra orma” eða eiturslangna. Frásögn Snorra ber það því ótvírætt með sér, að “drekinn”, sem þar er sagt frá, er gríðarmikill eiturormur, sem skriður á kviðnum, en flýgur ekki, og er því flugdrekinn á skjaldarmerki okkar ekki rétt mynd af “drekanum” í sögu Snorra. Hefur sú breyting orðið síðar að gera orminn að flugdreka, eða eftir að landvættasagan varð þjóðsaga alveg eins og fuglinn mikli, sem Snorri talar um, verður að “gammi” í þjóðsögunni. Ég get ekki stillt mig um að benda á það hér, þó að það komi þessu efni ekki beint við, að þessi “dreki” eða  “ormur” úr landvættasögu Snorra er vafalaust sá frægi Lagarfljótsormur á Austurlandi, sem enn lifir í þjóðsögum Austfirðinga. Kemur þar fram, að í alþýðutrúnni hefur þessi landvættur haldist alla tíð og verið um að ræða “orm” frá því fyrsta, en ekki flugdreka.

Læt ég þetta nú nægja til Þess að sýna fram á hvers konar “dreki” það er, sem Snorri segir frá í landvætta sögu sinni.

VIII.
Mér finnst það ekki geta orkað tvímælis, að landvættirnar að norðan, vestan og sunnan, – þ. e. fuglinn, nautið og risinn, – séu sömu verurnar og táknaðar voru á hinum fornu hermerkjum Ísraelsmanna. Er þá næst að athuga hvernig á því getur staðið, að þessi “eiturormur” er kominn í stað ljónsins. Af frásögn Biblíunnar og arfsögn Gyðinga verður það glögglega séð, að ljónsmerkið, sem var að austanverðu, var ekki aðeins hermerki austurherbúðanna og júdaættkvíslarinnar, sem þar hafði forystu, heldur var það líka aðalhermerki allrar Ísraelsþjóðarinnar, Það merki sem borið var fyrir liðinu í orrustum og konungsmerki Ísraels, því að báðir hinir miklu konungar Ísraels, Davíð og Salómon, voru af þeirri ættkvísl. Biblían og arfsögn Gyðinga taka, of öll tvímæli um það, að Ísraelsmenn hafi í hernaði notað sérstakt fylkislag, eins og algengt var raunar með flestum hernaðarþjóðum allt til vorra daga, eða þar til vélhernaður hófst. Liðinu var þá venjulega alltaf skipað eins, er til bardaga var búist. Fylking Ísraelsmannamanna hefur verið ferhyrningur, og sjálfum hernum skipað yst, en inni í ferhyrningnum var svæði, þar sem hestar, vagnar, vopn og vistir voru geymd, svo og konur og börn þegar það fylgdi hernum, eða þjóðin var á ferðalagi. Yfir hverjum fylkingararmi blakti sérstakt hermerki, er ættflokkarnir skyldu fylkja sér undir og voru aðalmerkin fjögur: mannsmynd, nautsmynd, fuglsmynd og ljónsmynd. Meðan allur Ísrael var eitt ríki, var auðvitað á engan hátt vikið frá þessu fylkingarlagi né breytt hermerkjum. Einhver örlagaríkasti atburðurinn í sögu Ísraelsþjóðarinnar gerðist árið 977 f. Kr., strax eftir dauða Salómons konungs. Þá skiptist ríkið í tvennt, Ísraelsríki og Júdaríki. Ísraelsríki tilheyrðu 10 ættkvíslir, en tvær mynduðu sérstakt ríki: Júdaættkvísl og Benjamínsættkvísl, sem líka mætti kalla konungs- ættkvíslirnar, því að af þeim voru þrír fyrstu konungar í Ísrael. Það leið ekki á löngu, þar til ríki þessu lentu í ófriði hvert við annað og við nágrannana og þurftu að bjóða út her og þá náttúrlega að fylkja honum til orrustu. Varð þá að ráða fram úr því: vandarnáli, að eitt af hinum. fjórum höfuð skjaldarmerkjum Ísraels – ljónsmerkið, merki Júdaættkvíslarinnar og aðalhermerki Ísraels var nú horfið, þar sem Júdaættkvíslin var orðin sjálfstætt konungsríki.

Júda hafði að sjálfsögðu haldið sínu merki og hefur það alla tíð síðan verið merki þeirrar ættkvíslar og nátengt allri sögu hennar.

Skil ég þá hér við ljónsmerkið, sem hvarf úr skjaldarmerkjum Ísraelsríkisins árið 977, þegar ríkið skiptist. Er ekki svo ýkja erfitt að rekja sögu þess síðan, því að Júdaættkvíslin Gyðingarnir – hefur aldrei týnst að fullu og öllu, eins og hinar ættkvíslir Ísraels.

En í Ísraelsríki voru nú ekki eftir nema þrjú hinna fornu hermerkja, þ. e. nautsmerkið – merki Efraims, – mannsmerkið – merki Rúben, og fuglsmerkið – merki Dans.

Það liggur nú nokkuð í augum uppi að ekki hafa Ísraelsmenn skipt um fylkingarlag í hernaði, þó að Júda- og Benjamínsættkvísl skildust frá hinum tíu. Biblían sýnir mjög víða að Ísraelsmenn voru ákaflega íhaldssamir og breyttu ógjarnan mikið til. Þeir hafa haldið áfram að fylkja í ferhyrning er þeir áttu í ófriði, eins og Móses hafði kennt þeim í öndverðu.

En þegar merki Júda var nú horfið, þurfti að sjálfsögðu að fá annað í þess stað. Næst hefði virst liggja, að taka upp merki Ísakars eða Sebúlons, sem voru enn eftir að austanverðu, þar sem Júda hafði verið, en þá hefði orðið að gera annarri þeirri ættkvísl hærra undir höfði en hinni og gat það verið býsna hættulegt, ekki síst eins og allar sakir stóðu þá, er bylting var nýfarin fram í ríkinu. En við það bættist og hitt, að ljónsmerkið hafði verið aðalhermerki þjóðarinnar, það merki, sem borið var í fylkingarbrjósti í hernaði og sem þar af leiðandi var talið fremst allra hermerkja þjóðarinnar. Að hefja merki Ískars eða Sebúlons til slíks vegs hefði því verið sama og taka þær ættkvíslir fram yfir Erfaims, Rúben og Dans ættkvíslir, en það hefði óhjákvæmilega leitt til nýs klofnings í Ísraelsríki. Virðist því alveg augljóst, að málið varð ekki leyst svo að öllum gæti vel líkað, nema með því að fá í staðinn fyrir ljónsmerkið eitthvert annað merki, sem svo væri heilagt, að öll þjóðin gæti sameinast um það.

Og nú kem ég að því, sem mér finnst einna merkilegast í þessu sambandi. Ísraelsmenn áttu eitt merki, sem þeir frá fyrstu tíð höfðu borið meðal merkja sinna og var meiri sameign ísraelslýðs og meiri átrúnaður við tengdur en öll önnur merki þeirra. –

Biblían geymir sögur af því og hvernig það merki varð til og hvert það var, og er sú saga í 4. Mósebók, 21. kapítula, og er á þessa leið:

“Ísraelsmenn voru á leiðinni til Kanalandslands frá Egyptalandi, en urðu að
leggja leið sina kringum land Edomita, en lýðnum féllst hugur á leiðinni og talaði
gegn Guði og Móse og sagði: Hví leidduð þið oss brott af Egyptalandi, til þess að
vér dæjum á eyðimörkinni, því að hér er hvorki brauð né vatn og vér erum orðnir
leiðir á þessu léttmeti. Þá sendi Drottin eitraða höggorma meðal lýðsins, og þeir
bitu fólkið, svo að margt manna dó af Ísrael. Þá gekk lýðurinn til Móse og sagði:
Vér höfum syndgað, því að vér höfum talað í gegn Guði og þér, bið þú Guð, að
hann taki höggormana frá oss. Móse bað þá fyrir lýðnum. Og Guð sagði við Móse:
Gjör þér eiturorm og set hann á stöng, og það skal verða, að hver sem bitinn er og
litur á hann, skal lífi halda. Og Móse gjörði höggorm af eiri og setti á stöng, og það
varð, að ef höggormur hafði bitið einhvern og hann leit til eirormsins, þá hélt hann lífi.

Þannig er frásögn Biblíunnar um eirorminn, eftirlíkingu eiturormanna í eyðimörkinni. Þetta merki fylgdi Ísraelsmönnum ávallt síðan og þótti hinn dýrmætasti gripur. Eirormurinn var geymdur í musteri Salómons sem eitt helgasta tákn Ísraelsþjóðarinnar allt þar til er Ísraelsríki leið undir lok – 726-718 f. Kr. Þá var eirlíkan þetta eyðilagt í hinni miklu trúarbyltingu, sem Hiskía Júdakonungur stóð fyrir, og fram fór vafalaust vegna þess, að menn sáu spádóma hinna fornu spámanna rætast svo greinilega á Ísraelsríki, sem þá var að liða undir lok að fullu og öllu, eins og skrifað stóð í spádómsbókum þeirra að verða mundi.

Nú finnst mér sem það liggi beint við, að Ísraelsmenn hafi tekið upp þetta merki í stað merkis Júdaættkvíslar, sem horfið hafði við aðskilnaðinn.

Hér á landi er svo að kalla ekkert til af höfuðritum Gyðinga, nema Biblían, og hún segir ekkert beinlínis um þetta, en þar mundi e. t. v. vera hægt að sjá, hvort þessi tilgáta mín er rétt. Mun ég reyna að ganga úr skugga um það síðar, ef tækifæri gefst.

Sé þessi tilgáta mín rétt, þá hefði skipun hermerkja í Ísraelsríki, eftir skiptingu þess, verið þessi: Að sunnan mannsmerki, – að vestan nautsmerki, – að norðan fuglsmerki og að austan ormsmerki.

En þetta eru nákvæmlega sömu merkin eða verurnar og frá er sagt í landvættasögu Snorra í Heimskringlu, og þeim er á báðum stöðunum nákvæmlega eins skipað niður eftir áttum. Þá er það og sameiginlegt, að í þjóðtrú beggja þjóðanna, Ísraelsmanna og Íslendinga, er hlutverkið, sem þessar verur hafa með höndum, nákvæmlega hið sama, þ. e. að vaka yfir þjóðunum og vernda þær gegn að steðjandi hættu.

Nú er eðlilegt að menn spyrji: Hvernig getur á þessu staðið? Hvernig má það vera, að hér á Íslandi komi fram hin fjögur hermerki Ísraels, með öllum þeim átrúnaðareinkennum, er þeim fylgdu fyrrum, og að þau festist hér í þjóðtrúnni sem landvættir Íslands?

Þessum spurningum verður tæpast svarað svo, að ekki verði hægt að véfengja svarið, en þó má færa fram nokkur rök fyrir því, hvernig á þessu gæti staðið, og vil ég nú hér á eftir reyna að benda á fáein atriði, sem mér þykir þess verð að vera dregin fram í dagsljósið í þessu sambandi.

IX
Þegar maður hugleiðir það, að landvættirnar eru sömu merkin eða “verurnar” og frá er sagt í Biblíunni, lægi næst að álykta, að hér væri um að ræða áhrif frá kristninni. Og ekki dregur það úr, í því sambandi, að einmitt þrjár þessara sömu “vera”, eða merkja, eru einnig tengdar við guðspjöllin, og hafa þannig fylgt kristninni út um allan heim allt frá fyrstu tíð hennar. Á gömlum altaristöflum og prédikunarstólum og öðrum málverkum úr kaþólskum sið eru guðspjallamennirnir oft málaðir með þessum verum og eru þær hver um sig merki hinna fjögurra guðspjallamanna.

En ef hér væri um að ræða áhrif frá kristniboði rómversku kirkjunnar, eða guðspjöllunum, þá hefðu landvættimar hér átt að vera nákvæmlega hinar sömu og Biblían segir frá, þ. e. maður, naut, fugl og ljón. – En svo er ekki að öllu leyti, eins og áður er sagt, þar sem “ormurinn” eða “drekinn” er, í landvættasögu Íslendinga, kominn stað ljónsins í frásögnum Biblíunnar, eins og þær eru bæði í Gamla- og Nýja testamentinu. Af þessari ástæðu tel ég að landvættatrúin hafi borist hingað eftir öðrum leiðum en með kristniboðinu, eða fyrir áhrif frá kristninni, og sé því miklu eldri hér á Íslandi, eða hjá þeim kynþætti, sem Íslendingar eru af komnir, en kristniboð rómversku kirkjunnar er á Norðurlöndum.

En ef svo væri, hlyti. sá kynþáttur, sem Íslendingar eru af komnir, að vera á einhvern hátt tengdur hinum fornu íbúum Ísraelsníkis, því að þaðan virðast landvættirnar vera komnar, það sýna verurnar best og niðurröðun þeirra, eins og líka landvættatrúin sjálf virðist skilgetið afkvæmi verndarenglatrúar Gamlatestamentisins. Mun ég nú drepa á nokkur atriði, sem ótvírætt benda til þess að þetta geti átt sér stað.

X
Þegar rekja skal þessa sögu, verður auðvitað að byrja á því að reyna að rekja feril Ísraelsþjóðarinnar gömlu, en til þess verður að hverfa aftur í tímann um meira en 2533 ár, eða til árabilsins 720-675 f. Kr. þá gerðust þeir atburðir, að Ísraelsríki eða Norðurríkið, eins og það var kallað til aðgreiningar frú Júdaríki, sem líka var kallað Suðurríkið, leið undir lok. Segir frá þessu á nokkrum stöðum í Gamlatestamentinu, þ. á. m. í II. Konungabók, 17 kap., þar stendur þetta: “En á níunda ríkisári Hósea vann Assyríukonungur Samaríu og herleiddi til Assyríu. Fékk hann þeim bústað í Hala og Habór, fljótið í Gózan og í borgum Meda.” Hér mun einna greinilegast vera sagt frá því, hvert Ísraelsmenn úr Norðurríki Ísraels voru herleiddir. En það er nú eins með þetta og flest annað í Biblíunni, að hina svonefndu fræðimenn greinir nokkuð á um hvar þessir staðir eru. Það virðist þó í raun og veru öll tvímæli af tekin um það í síðustu orðum setningarinnar, því að þar er beinlínis sagt, að þeim hafi verið fengin aðsetursstaður “í borgum Meda”. Virðist af þessu augljóst, að hin herleidda þjóð hefur verið látin setjast að í Mediu. En á þeim tímum, sem hér um ræðir, var Media, lítið land samanborið við það, sem síðar varð, þegar Medar og Persar tóku höndum saman og lögðu undir sig hið mikla Babyloníuríki. Á dögum Assyríukonunga var Media landsvæði það, sem liggur að suðurenda Kaspíahafs og austan við það. Fjöllótt land mjög og ófrjótt og liggja að því eyðimerkur að austan. Ekki er hugsanlegt að “borgir Meda” hafi verið annars staðar en í Medíulandi og hafa þá Ísraelsmenn verið fluttir alla leið þangað austur eftir vafalaust í því skyni fyrst og fremst, að þeir ættu sem ógreiðast um vikað sækja aftur heim í ættland sitt.

Þá er þarna ennfremur sagt, að þeim hafi verið fenginn bústaður í Hala, sem þá ætti að vera borg eða hérað í Medíu. Við það nafn er eftirfarandi athugasemd í biblíuþýðingu hins stórlærða breska Biblíufræðings Ferrar Fentons:

“Khalakh er hérað það, sem nú er nefnt Aserbeisjan í Persíu og er merkingin í
orðinu “land eldanna”, Um þetta hérað rennur enn í dag á, sem Gosan nefnist, og
fellur hún út í Kaspíahafið norðvestanvert á svæði því, sem nú tilheyrir Rússum og
telst til borgarinnar Baku.”

Um það verður því tæpast lengur deilt, að hinar tíu ættkvíslir Ísraels, er Assyríukonungur herleiddi þaðan, hafa verið fluttar alla leið austur að Kaspíahafi og fengið þar til ábúðar hrjóstrugt og erfitt fjallaland.

Menn verða nú að gera sér þess glögga grein, að með þessari herleiðingu Ísraelsmanna norður og austur undir Kaspíahaf hvarf Ísraelsríki hið forna að fullu og öllu úr sögunni og hefur aldrei við sögu komið síðan undir því nafni og svo gjörsamlega týnd hefur þessi forna menningarþjóð verið, að hennar er síðan varla getið í sagnritum.

Sá stórkostlegi og ófyrirgefanlegi misskilningur hefur aftur á móti komist inn í sögukennslu síðari tíma, og er það mestmegnis sök kaþólsku kirkjunnar, að Gyðingar séu öll hin forna Ísraelsþjóð. En það er auðvitað alveg rangt og þarf ekki annað en lesa heimfararsögu Gyðinganna í Esra- og Nehemiabók til þess að ganga úr skugga um, að það voru aldrei aðrar ættkvíslir en Júdaættkvísl og Benjamínsættkvísl, ásamt nokkru af Levitum Levísættkvisl -, sem heim kom aftur úr herleiðingunni til Babylonar, þ. e. fólkið úr Júdaríki. – Gyðingar eru aðeins ein af 12 ættkvíslum Ísraels, og sú ættkvistlin, sem aldrei hefur týnst að fullu.

Jósefus sagnaritari Gyðinga, sem skráði Gyðingasögu sina um 70 e. Kr., tekur af öll tvímæli í þessu efni. Hann segir: “Það eru aðeins tvær ættkvíslir í Asíu og Evrópu undirgefnar Rómverjum, en hinar tíu ættkvíslirnar eru handan við Efrat og eru geysifjölmennar.” Það er vitað að Gyðingar nú á dögum telja sig aðallega vera afkomendur Júda – enda kallaðir “Júðar” á mörgum málum,, – og aðeins óverulega blandaðir af öðrum ættkvíslum Ísraels, og þá helst Benjamíns- og Levis-ættkvíslum.

XI.
Hér skal ekki lengur dvalið við Júdaættkvistlina né sögu hennar, því að ætlunin var að reyna að fylgja, ef unnt væri, ferli hinna tíu ættkvíslanna, sem Assyríukonungur flutti austur að Kaspíahafi á tímabilinu 726-675 f. Kr. En slóð þeirra hefur ekki reynst auðrakin, þar til nú á síðustu áratugum, að tekist hefur að bregða ofurlitilli birtu á veg þeirra.

Ein af mörgum apokryfiskum bókum Gyðinga heitir Esdrasbók. Ekki er hún til íslensku og ég hef ekki séð hana nema á, ensku. Í 2. Esdrasbók, 13. kap. 40.-45. standa þessar merkilegu setningar:

“Þetta eru hinar tíu ættkvíslir, sem herleiddar voru úr sínu eigin landi á dögum
Hósea konungs og Salmanasar Assyríukonungur flutti þá yfir vötnin og þeir komu í
annað land. En þeir réðu það með sér, að þeir skyldu yfirgefa fjölda heiðingjanna
og fara burt í fjarlægt land, þar sem aldrei hefðu menn búið, svo að þeir gætu
haldið þar lög sin, sem þeir höfðu aldrei haldið í þessu landi. Og þeir fóru út í Efrat,
þar sem áin er mjó, og hinn Hæsti gerði kraftaverk fyrir þá og stöðvaði fljótið, uns
þeir voru komnir yfir um. En í það land var langan veg að fara eða í hálft annað ár,
og þetta land var kallað Ar-Sareth. Síðan dvöldu þeir þar lengi fram eftir.”

Vafasamt er nú hversu mikinn trúnað má á það leggja, sem hér er sagt, en þó er augljóst af þessu, að Gyðingar hafa – um 200 f. Kr., þegar Esdrasbók er talin vera skráð, – fylgst nokkuð með þessum frændum sinum úr Ísraelsríki. Má af þessu ráða, að Ísraelsmenn – þ. e. hinar tíu ættkvíslir – hafa yfirgefið þær stöðvar, sem þeir upphaflega voru fluttir til, og líklega hafa þeir þá sætt góðu færi, því að þeir virðast hafa farið í einum miklum leiðangri, allir saman, burtu úr Mediumanna landi og til lands þess, sem þá var kallað Ar-Sareth.

Ekki er það ágreiningslaust, hvar land það eða hérað hefur verið, sem Ar-Sareth er kallað, en flest bendir til þess að það sé svæðið norðan og vestan við Svartahaf og enn í dag er þar á, sem Sarett heitir. Fleira kemur þar einnig til, sem síðar mun að vikið. Mestu sönnunina fyrir þessum þjóðflutningum er þó að finna hjá Herodot, hinum mikla, gríska sagnaritara, sem uppi var skömmu eftir að þjóðflutningar þessir fóru fram. Í 4. og 7. bók Herodots er sagt frá því, að á síðari helmingi 7. aldar (650-600) f. Kr., – samkvæmt tímatali hinna lydisku og medisku konungsríkja – hafi stór þjóð, sem áður bjó fyrir sunnan ána Araxes í Persíu – þ. e. í héraðinu Aserbeisjan – fluttust í stórhópum inn í Evrópu og sest að norðan við Svartahaf, – einmitt á svæði því, þar sem áin Sareth rennur enn í dag. Herodot kallar þessa þjóð ekki Ísraelsmenn, heldur nefnir hann hana Skýþa, sem talið er að merki “ferðamenn”.

Þess var nú tæpast að vænta, að nokkrum dytti það í hug að þessi þjóð, sem almennt hlaut nafnið Skýþar í síðari tíma sögu Evrópuþjóða, væri hinir fornu Ísraelsmenn. Enda fór það svo, að engum datt það í hug í um það bil 25oo ár.

Árið 1846 tókst hinum heimsfræga fornleifafræðingi Breta, Sir Henry Rawlinson, að lesa úr

rúnaristunum á Behistun-klettinum í Persíu. Á þeim kletti eru rúnaristur á þrem málum: Babylonisku, forn-persnesku og súsisku: Darius mikli Persakonungur lét höggva þær í klettinn árið 514 f. Kr. og segir þar m. a. frá þjóð einni, sem Persar áttu í höggi við og nefnd er Sakar. Þetta er stór þjóð að því er virðist, ákaflega herská og harðfeng. Á Behistunklettinum er þessi þjóð, sem kölluð er Sakar í persneska textanum, kölluð Ghimri í babyloniska textanum. En nú er það vitað frá óyggjandi fornum heimildum, að Babyloníumenn kölluðu Ísraelsmenn — hinar tíu ættkvíslir — einmitt þessu nafni, — Gimri — meðan þeir dvöldu í útlegðinni í Assyríuríki. Af þessu er ljóst, að Gimrar og Sakar eru sama þjóðin þ e. Ísraelsmenn hinir fornu. Auk þess segja grísk fornrit, að Skýþar séu sama þjóðin og Persar kalla Saka. Er þá augljóst, að Skýþar, Sakar og Ghimrar eru nöfn á einni og sömu þjóð — þ. e. hinum fornu Ísraelsmönnum. Það styður enn þessa skoðun, að einmitt á þeim tíma, sem þjóðflutningar Skýþaþjóðarinnar fóru fram — frá 650-600 — stóð upplausn Assyríuríkis sem hæst.

Dr. Lewellyn Thomas, enskur sagnfræðingur, kemst svo að orði um þessa þjóðflutninga: „Þessir þjóðflutningar til Evrópu áttu sér stað um það leyti, sem hið mikla Assyríuríki var á fallanda fæti fyrir hinu nýja heimsveldi Babylonar. Ísrael greip hið hentuga tækifæri til undankomu inn í Evrópu.”

Að lokum skal á eitt atriði drepið enn, sem er mjög athyglisvert í þessu sambandi og sem styður verulega þá tilgátu, að þjóðir þær, sem bjuggu norðan og vestan Svartahafs á öldunum næstu fyrir og eftir Kristsfæðingu, hafi verið hinir fornu Ísraelsmenn.

Rússneskir fornleifafræðingar hafa fundið og rannsakað fjölda legsteina og gamalla minja á þessum slóðum. Prófessor Chowlson í Leningrad hefur flutt fjölmarga legsteina frá Krímskaga á fornminjasafnið Leningrad og rannsakað ekki færri en 7oo áletranir á þessum steinum, og 15o áletranir á ýmsum grafhýsum þar um slóðir og eru áletranirnar undantekningar lítið á fornri hebresku og margar hverjar hinar athyglisverðustu. Á meðal þeirra elstu má nefna þessar þrjár, sem frá er skýrt í ritinu „Oriental Records”:

Á legsteini einum frá Krím stendur þetta:

„Þetta er legsteinn prestsins Buki, sonar Ísaks. Megi hann hvílast í Eden til þess tíma, er
Ísrael frelsast. (Dáinn) á 7o2. ári útlegðar vorrar.” — Þessi steinn ætti því að vera frá 1. öld e.
Kr. eða því sem næst.

Á öðrum legsteini frá Krím í sama safni standa þessi orð:

„Rabbi Móses Leví dáinn á útlegðarári voru.”,

Á þriðja legsteininum stendur:

„Levítinn Zaclok, sonur Móse, dáinn 4000 árum eftir sköpun heims, á 785. ári útlegðar vorrar.”

Samkvæmt hinu forna tímatali Gyðinga og Ísraelsmanna yfirleitt, telja þeir tímann frá „sköpun heims”, sem þeir svo kalla, en tímatal þeirra byrjar þá, samkvæmt okkar reglu um tímatal, árið 3911 fyrir Krists fæðingu. Levítinn Zadok, sem deyr 4000 árum eftir „sköpun heims” ætti þá að hafa andast 88-89 e. Kr. Þetta kemur og vel heim við útlegðartíma Ísraels, sem þarna er gefinn upp að vera þá orðinn 785 ár, því að eins og kunnugt er fór herleiðing Ísraelsmanna til Medíu fram á tímabilinu frá 726-675 f. Kr., eða nákvæmlega á þeim tíma, sem til er vísað. á legsteininum.* Þessir eldgömlu legsteinar í Suður-Rússlandi, sem enginn vafi getur leikið á að eru frá hinum fornu Ísraelsmönnum, sanna svo vel sem verða má sagnirnar um för Ísraelsmanna frá Medíu og norður fyrir Svartahaf, eða til Skýþíu hinnar miklu eða köldu eins og land þetta er nefnt í fornum norrænum og íslenskum ritum og sögnum.

* Herleiðingin fór fram í hópum á 40 ára löngu tímabili. Sá hópur eða sú ætt sem Levítinn Zadok hefur verið
af, hefur því samkvæmt þessu verið flutt í útlegðina um 700 f. Kr.

XII.
Næst er rétt að athuga ofurlítið hið einkennilega nafn, sem Persar nota um þennan þjóðflokk. Þeir kalla hann Saka, eins og áður segir. Ekki er ólíklegt að Persar hafi gefið þeim þetta nafn af því. að þeir hafa heyrt Ísraelsmenn sjálfa kalla sig því, eða einhverju, sem svipað hefur látið í eyrum þeirra. Það er nú svo um flest þjóðanöfn, sem fyrir koma í fornum ritum, að þau eru þar meira eða minna afbökuð, af því að hinir erlendu menn heyra orðin ekki rétt, sérstaklega ef framburður orðanna er eitthvað sérkennilegur eða erfiður.

Ef litið er á kort það í Encyklopediu Brittanicu, sem fylgir þar kaflanum um Persíu, og sýnir hið forna Persaveldi og þjóðflokka þá, er það byggðu, sjást-þar nyrst og austast nöfnin Sakar og Massagetar. Sannar þetta að svo er nú almennt litið á af sagnfræðingum, að þessir þjóðflokkar hafi átt þarna heima. Í kaflanum um Persíu hina fornu segir í þessari sömu alfræðibók að nafnið Skýþar, sem Herodot hefur varðveitt á þjóðunum í Suður-Rússlandi, sé án alls efa samnefnið á þjóðflokkum þeim, sem komið hafi austan úr Túran, og að „ræningjaflokkur sá, sem Massagetar voru nefndir, hafi tvímælalaust verið af þessum þjóðflokki”. Þá segir ennfremur á sama stað, að Iranar kalli þennan þjóðflokk — Massagetana — Daha, sem þýðir „óvinir” eða ræningjar, en Persar nefni þá Saka og Grikkir Skýþa.

Þegar þetta er nú allt borið saman við það, sem áður var sagt, virðist lítill vafi á því leika, að þarna er um að ræða hina gömlu Ísraelsmenn, undir nýju nafni. Auðvitað hafa þeir týnt ýmsu af hinni fornu menningu sinni og trú sinni á Jahve hafa þeir að mestu gleymt. Henni voru þeir nú raunar búnir að týna að mestu áður en þeir voru fluttir á brott úr Ísraelsríki, ef marka má lýsingu þá, sem gefin er á atferli þeirra í II. Konungabókinni. Þar segir: „Þeir (þ. e. Ísraelsmenn) yfirgáfu öll boð Jahve, Guðs síns, og gjörðu sér steypt líkneski, tvo kálfa, og þeir gjörðu asérur, féllu fram fyrir öllum himinsins her og dýrkuðu Baal. Þeir létu sonu sína og dætur ganga gegnum eldinn, fóru með galdur og fjölkyngi og ofurseldu sig til að gjöra það, sem illt var í augum Jahve, til að egna hann til reiði. Þá reiddist Jahve Ísrael ákaflega og rak þá burt frá augliti sínu, ekkert varð eftir nema Júdaættkvísl ein.”

En hvernig stendur þá á þessu nýja nafni þeirra, nafninu Sakar, sem Persar nota um þá þessum tímum?

Til svars þeirri spurningu tel ég réttast að taka hér upp orðréttan kafla úr fyrsta kapítula hins mikla rits Adams Rutherfords, „Ísrael-Britain”, þar sem um þetta efni er rætt. Þar farast Rutherford svo orð:

„Ýmsar kvíslir hinnar miklu Skýþaþjóðar höfðu sérstök nöfn, — jafnvel áður en
Skýþar komu til Evrópu. Það er athugandi, að sumir fornir rithöfundar nota Skýþaheitið
aðeins um þá, sem bjuggu nálægt Svartahafi og héldu nafninu margar aldir,
en aðrir sagnritarar nota nafnið almennt um alla þá þjóðflokka, sem komnir voru af
hinum upprunalegu Skýþum, en höfðu sérstök nöfn (önnur), svo sem Massagetar,
Þursagetar, Getar, Brettar o. fl. En ein kvíslin hélt hinu upphaflega nafni Sakar,
sem þýðir „synir Ísaks”. Á hebresku er í-ið í Ísak borið mjög veikt og ógreinilega
fram, þess vegna slepptu ýmsar erlendar þjóðir í-inu, sem var áherslulaust, þegar
þær báru fram nafnið „Ísak”, svo að það varð „Sak”. Latneska nafnið á Ísakssonum
varð því Sakæ, en Persar kölluðu Saka ekki aðeins Saka sjálfa, heldur alla
þjóðflokka Skýþa.”

Og enn segir sami höfundur:

„Hinn nafnkunni Ptolemeus kallar suma Saka „Saxones” og frægasti sagnaritari
hinna fornu Engilsaxa, Sharon Turner, segir svo:
„Saxar voru Skýþaþjóð og voru kallaðir Saea, Saeki, Saehsen.” Sagnaritarinn
Albínus segir: „Saxar voru komnir af hinum fornu Sökum og voru, er fram liðu
stundir, nefndir Saxar.” Seinna, þegar Sakar fluttust lengra norðvestur í Evrópu,
voru þeir venjulega kallaðir „Saxonar” eða Saxar. Hin gamla engilsaxneska rót
„sun” er „son” á nýensku og Saksun er því blátt áfram stytting úr Ísaks-son, því að
framburðurinn er hér um bil eins.”

Í sambandi við þessa skýringu á orðinu Sakar eða Saxar verður manni á að rifja upp eitt af mörgum fyrirheitum Gamlatestamentisins, sem kemur svo einkennilega vel heim víð þessa uppgötvun sagnfræðinganna.

21. kap. 1. Mósebókar er sagt frá því, þegar Drottinn talar til Abrahams út af brottrekstri Hagar og Ísmaels, sonar hennar. Þar stendur þetta: „Þá sagði Guð víð Abraham: Lát þig ekki taka sárt til sveinsins og ambáttar þinnar, hlýð þú Söru í öllu því, er hún segir þér, því að afkomendur Ísaks einir munu verða taldir niðjar þínir.”

Í ensku og sænsku Biblíunni er síðasta málsgreinin dálítið öðru vísi þýdd en í íslensku Biblíunni og er sú þýðing að líkindum réttari. Í sænsku Biblíunni stendur: „ty genom Isak er det som sed skal uppkallas efter dig”. Í ensku Biblíunni stendur: „for in Isaak shall thy seed be ealled”. Rétt þýtt á nútíma íslensku væri þetta: „Við Ísak munu afkomendur þinir kenndir verða”. Vafalaust hefur nú Levítunum, sem fylgdu Ísraelsmönnum í útlegðina, verið kunnugt um þetta fyrirheit, og því ekki ólíklegt að þjóðin hafi í útlegð sinni tekið upp, að kenna sig við nafn Ísaks, því að líkindum hefur henni verið bannað að kalla sig sínu gamla nafni í hinu nýja heimkynni norður við Kaspíahaf.

Um Saxana vitum við svo það með fullri vissu, að þeir brutust gegnum alla Evrópu og loks til Bretlandseyja 450-600 e. Kr. og stofnuðu þar mörg ríki, sem flest báru nafn þeirra, og bera sumir landshlutar þar nöfn enn í dag, sem stytt eru úr þessum nöfnum. Þar eru t. d. Vessex, sem þýðir Vestur Saxaland, Essex, sem þýðir Austur-Saxaland, og Sussex, sem þýðir Suður-Saxaland.

Af þessum þjóðflokki og bræðraþjóðum hans — sérstaklega Anglum eru hinar engilsaxnesku þjóðir komnar, sem nú byggja Bretlandseyjar, Samveldislöndin bresku og Bandaríki Norður-Ameríku.

Verður þessi grein ekki rakin hér meir, en ég taldi rétt að rekja hana fyrst, því að þá verður auðskildara það, sem á eftir kemur, sérstaklega þeim, sem lítið eða ekkert hafa kynnt sér þessi mál áður.

Af þessari sömu grein voru Gotar, sem sjálfir kölluðu sig guðs-þjóð og fyrstir rituðu Biblíuna á Evrópumál, og ýmsar fleiri þjóðir, sem við sögu koma á fyrstu 500 árum tímatals vors og verður ekki farið frekar út í þá sálma að þessu sinni.

XIII.
Hér hef ég þá rakið það í aðaldráttum, sem vitað er um meginþorra Ísraelsmanna, þann er herleiddur var til stranda Kaspíahafs og fengið aðsetur í „borgum Meda” í lok 8. aldar f. Kr. Hinir auknu forn leifafundir og hinar gömlu rúnaristur, sem sífellt er .verið að ráða, varpa ávallt meira og bjartara ljósi á þennan merkilega þátt sögunnar. En það sem ég hingað til hef sagt er eins konar undirbygging undir lokaþátt minn í þessu máli, en það er að reyna að sýna fram á sambandið milli landvætta okkar og hermerkja Ísraelsríkisins. En til þess að það samhengi verði ljóst, verður að víkja hér nánar að einni af þeim tíu ættkvíslum, sem Ísraelsríki mynduðu. Sú ættkvísl er Dansættkvíslin.

Ef litið er á sögukort af Palestínu, þar sem sýnt er hvernig ættkvíslir Ísraels skipuðu sér þar niður til forna, sést að Dansættkvísl hefur búið á litlu landsvæði alveg úti við Miðjarðarhafið. Hún og Benjamínsættkvísl áttu lönd á landamærum Ísraelsríkis og Júdaríkis, og hafa því eðlilega orðið fyrir margs konar óþægindum, öðrum fremur, um það bil er hið forna Ísraelsríki klofnaði. Það fór líka svo, að önnur þessi ættkvísl og allt land hennar — þ. e. Benjamínsættkvíslin — lenti undir Júdaríki, en hin — Dansættkvíslin — virðist þá verða landlaus og hverfur úr sögu Ísraelsríkis skömmu síðar. Í Deboruljóðunum kemur það fram, að Dans-niðjar eru sjómenn. Þar stendur þetta: „Og Dan — hvers vegna dvaldi hann við skipin”. Í arfsögnum Gyðinga eru Danítar taldir sjómenn og siglingamenn. Dansættkvísl var allstór, en land hennar var lítið. Það varð þröngt um hana og er a. m. k. frá því sagt á tveim stöðum í Biblíunni, að hópar af Dansættkvísl tóku sig upp og fóru burt úr landi sínu og settust að annars staðar. Þeir höfðu þann einkennilega sið, að kenna þá staði, sem þeir dvöldust á, við sig eða nafn Dans, forföður síns. Í Jósúabók 19. kap. 47. v. segir: „Og land Dans sona gekk undan þeim.

Þá fóru Dans-synir og herjuðu á Lesem og unnu hana og tóku hana herskildi, slógu síðan eign sinni á hana  og 
settust þar að og nefndu hana Dan eftir nafni Dans föður þeirra.” Og í Dómarabókinni er frásögn um það, að „sex hundruð menn búnir heryopnum af kynþætti Dans héldu norðureftir og settu hérbúðir sínar Kirjam Jearím í Júda, fyrir því er sá staður kallaður „Dans-herbúðir” fram á þennan dag,” segir í 12. versi 18. kap. Í Dómarabókinni.

 

 

 

Af Biblíunni verður það greinilega ráðið, að Dansættkvíslin hefur fljótlega orðið „landlaus” eftir að hún kom til Kanaanslands og er því ekki óllklegt, að hún hafi flakkað um, orðið eins konar flökku-ætt-kvisl. Bendir t. d. ótvírætt til þess upphaf 18. kap. í Dómarabókinni, þar sem segir:

„Í þá daga var enginn konungur í Ísraelog í þá daga var ættkvísl Daníta
leita sér að arfleifð til búsetu, því að henni hafði eigi til þess dags hlotnast nein
arfleifð meðal ættkvísla Ísraels.”

Loks fékk hún athvarf út við ströndina. Hún hefur því leitað út á hafið fyrst og fremst og gerst sjómenn. Í átökunum milli Ísraelsríki og Júdaríkis hefur hún séð þann kostinn vænstan að yfirgefa heimkynni sín. Nokkur hluti hennar fluttist norður í Dan (Lasis-borg); sem þeir lögðu undir sig, og tilheyrði Ísraelsríki, en ekki Júdaríki.

Menn hefur furðað stórlega einhverju merkilegasta ættartölusafni Biblíunnar, en það er í 9 fyrstu kapítulum Kronikubókar, þar sem raktar eru ættartölur ættkvísla Ísraels, allt til Adams, þar er Dans-ættkvíslin ekki nefnd á nafn. Vilja menn af þessu draga þá ályktun, að hún muni þá, þegar þessi ættartala er skráð, vera farin úr landi, og er ýmislegt sem bendir til þess, að svo hafi verið, a. m. k. að mestu leyti.

XIV.
Væri nú svo, að Dans-ættkvíslin hefði yfirgefið Ísraelsríki fyrst allra ættkvíslanna, er alveg vafalaust að hún hefði skilið eftir sig á leið sinni um Evrópu, Asíu eða Afríku einhver þau örnefni, sem rekja mætti slóð hennar eftir. Margt bendir til þess, eins og áður er sagt, að Danítar hafi verið sjómenn og þess vegna mætti alveg eins vænta þess, að slóð hennar yrði helst rakin með því að fylgja ströndum eða vatnaleiðum, því að óefað hafa þeir haldið þeim forna sið, að kenna dvalarstaði sína við Dan, forföður sinn. En áður en að leið þeirra verður leitað með þessum hætti, er rétt að minnast hér lítið eitt ævafornrar grískrar sagnar, sem einkennilega vel kemur heim við þær tilgátur, sem hér um ræðir.

Þessar fornu grísku og egypsku sagnir segja frá því, að um 1600 f. Kr. hafi komið stór flokkur manna sjóleiðis frá Egyptalandi til Grikklands. Nefndist foringi fararinnar Danaus, en flokkurinn var nefndur þá og síðar Danáar. Koma þeir við sögu í frásögnum af Trójubardaga í Illionskviðu og víðar hjá Hómer. Þessir Danáar eiga að hafa komið frá Egyptalandi vegna missættis við konung Egypta. Gæti þetta bent til þess, Ísraelsmenn hefðu reynt að gera uppreisn gegn Egyptalandskonungum, er ánauð þeirra þar í landi fór að þyngjast, og Dansættkvísl hafi staðið fyrir þeirri uppreisnar eða flóttatilraun. En eins og kunnugt er var það ekki fyrr en um 200 árum síðar, eða um 1400 f. Kr., sem Móse tókst að leiða Ísraelsmenn burt frá Egyptalandi.

Þessir Danáar settust að á vestanverðum Balkanskaga og hafa greinst þar í tvo flokka, eða búið aðgreindir, og nefndust þeir, sem norðar bjuggu Dar-Danir, sem þýðir að sögn fróðra manna í hebresku máli Norður-Danir. Í hinu ágæta riti Adams Rutherfords, er ég áður vitnaði til, segir á þessa leið:

„Það er alkunna og þarf ekki frekar umtals við, að Danáar fóru til Litlu-Asíu
og
sátu um Trójuborg, sem stóð nokkru fyrir sunnan Dardanellasund. En hvað gerðist
síðan? Hanney segir í Europian and Other Race Origins, bls. 460-461, að „Danáar,
sem höfðu dvalið í Dardaníu á Trójudögum, en farið yfir Dardanellasund eftir fall
borgarinnar og gefið því nafn sitt, fóru í norðurátt, og nafn þeirra hverfur úr sögu
Grikkja.”

Við Dardani er enn kenndur smábær einn á strönd Litlu-Asíu (á kortum er hann nefndur Canak-Kale, sem er hið tyrkneska nafn á bænum) og við þá er einnig kennt hið sögufræga og þýðingarmikla sund milli Balkanskaga og Litlu-Asíu Dardanellasund.

Sagan segir, að Danáar þessir hafi komist til mikilla valda á Grikklandi og um langt skeið ráðið hinu merkilega spartverska ríki. Styðja frásögn tvær mjög merkar sagnfræðilegar heimildir. Er aðra þeirra að finna í 12. kap. í Makkabeabókinni, en hún er talin mjög áreiðanlegt sagnfræðirit. Þar segir m. a.: „Þetta er afrit af bréfinu, sem þeir (þ. e. Spartverjar) sendu

„Arius Spartverjakonungur sendir Óniasi æðsta presti kveðju sína. Fundist hefur
í riti um Spartverja og Gyðinga hvora tveggja, að þeir séu bræður, og að þeir séu
af Abrahams ætt. Og fyrst vér nú vitum þetta, þá færi yður vel, ef þér rituðuð oss
um yðar hagi. En vér munum rita yður aftur. Fénaður yðar og eignir heyra oss til,
og það, sem vér eigum. heyrir yður til. Leggjum vér nú svo fyrir, að þeir flytji yður
þetta.”

Hin heimildin er aðalsagnaritari Gyðinga, Jósefus Flavius. Segir hann frá bréfi því, er Jónatan Makkabeus skrifaði Spartverjum, en í því bréfi segir á þessa leið:

„Jónatan höfuðprestur Gyðinga, ráðið og allur Gyðingalýður sendir ræðismönnum í Lakedoniu, ráðamönnum og öllum lýð Lakedomona, bræðrum sínum, kveðju sína. Að yður líður vel er oss mjög kært. Oss vegnar vel. Það var fyrir nokkru síðan, að konungur yðar, Aríus, ritaði bréf Óníasi, er var höfuðprestur vor, um samband milli vor, fylgir hér með afskrift bréfs þessa. Tókum vér fagnandi við bréfi því — en ei þurftum vér þessa vitnisburðar (þ. e. að Gyðingar væru frændur Spartverja), því áður vorum vér vissir þess af hinum helgu bókum vorum, en vér vildum ei fyrri bert láta, að ei yrði svo á litið, að vér tækjum oss þann veg, er þér síðan hafið sjálfir gefið oss. Eftir að frændsemi vor var endurýjuð höfum vér jafnan við fórnir vorar og á helgum hátíðum innilukt yður bænum vorum til Guðs, biðjandi um velferð yðar og sigursæld.

Verður af þessum tilvitnunum, sem báðar eru hinar áreiðanlegustu, ráðið, að einhver af ættkvíslum Ísraels hefur komist til vegs og valda á Grikklandi, og er þá varla annarri til að dreifa en Dans-ættkvísl, sem vitað er að var sjómenn og víkingar, er fóru um í flokkum og byggðu sér borgir og bæi hingað og þangað með fram ströndum og stórfljótum. Ættkvíslin, sem að jafnaði „dvalist við skipin”, eins og segir í Derboruljóðunum í Biblíunni.

Gamlar grískar og ítalskar sagnir segja ennfremur frá því, að í fornöld hafi hluti af Apulliuskaganum á Ítalíu, svæðið milli ánna Frento og Aufidus (Ofanto) heitið Daunia. Nafnið á að vera dregið af Daunus, sem samkvæmt hinum fornu sögnum á að hafa komið austan frá Illyriu (þ. e. Dardaniu) og stofnsett ríki þarna. Diomedes, sem mikið kemur víð sögu í Trójubardaga og heima átti í Argos í Grikklandi, varð að flýja þaðan út af hjúskaparmálum sínum, er hann kom heim úr Trójubardaga, og flýði hann þá til Dauniu á náðir Daunusar konungs þar og giftist síðar dóttur hans. Merkilegt er að veita því athygli, að sagnfræðingar nútímans telja að í Argos hafi einmitt verið höfuðaðsetur Danáa-ættarinnar á Grikklandi, og bendir þetta ótvírætt til skyldleikans Dauniu og Dardaniu, auk þess sem nöfnin tala sínu máli.*

*Í Salmonsens Lexikon II. bls. 72 segir:   

„I Sagnene spiller Argos en Hoved rolle som Hjemsted for Kong Foroneus, der anlagde Borgen Larisa paa en Bjærgaas, for Adrastos, der var en af de „syv mod Theben”, og navnlig for Danaer ætten.”

 

XV.

Ef við nú reynum að fylgja vegi Dans-sona lengra norður, verður fyrst fyrir að fara gegnum sundið, sem við þá er kennt — Dardanellasundið og inn í Svartahafið. Það er strax athyglisvert, að rétt fyrir norðan sundið rekumst við á Dónárósa. Hið forna nafn á þessari á var ekki Dóná, heldur Daná — eða Danubis — og er hún nefnd svo á sumum Evrópumálum enn í dag. flestum gömlum heimildarritum er hún blátt áfram kölluð Dana-á. Dóná er annað mesta vatnsfall Evrópu og skipgeng langt upp eftir. Er varla nokkrum blöðum um það að fletta, að Dardanir þeir, sem fóru um Dardanellasund, hafa einnig farið upp eftir Dóná og kennt hana við sig eða ættföður sinn. Sé litast betur um við Svartahaf sést að í flóa þann, sem út úr því gengur austan víð Krímskagann og Asoshaf nefnist, fellur önnur á með Dans nafni. Það er áin Don, sem í fornum sögum er nefnd Tanais eða Tanakvísl, og Snorri Sturluson nefnir í Heimskringlu. Sú á er og í sumum fornum ritum nefnd Vanakvísl og rétt fyrir sunnan Kákasusfjallgarðinn er vatn, sem enn í dag heitir Vanasjór Við Vanasjó stendur smábærinn Van, og eru þar miklar fornar rúnaristur, sem ennþá hefur ekki tekist að ráða til fulls. Margar þeirra eru ráðnar, því að þær eru á ævafornri hebresku. Athyglisvert er í þessu sambandi, að orðið „van” eða „vanir” er af hebreskum uppruna og merkir „landlaus”, — þ. e. sá, sem hvergi á heima.* Ekki verður það nú sannað, að á sú, sem áður var kölluð Vanakvísl eða Tanakvísl, en nú er kölluð Don, sé dregin af Dans nafni, en ýmislegt bendir til þess, þ. á. m. það, að hjá. norrænum þjóðum verður framburðurinn neins á Dana-á og Tanais, þar sem önnur fær nafnið Dóná en hin Don.

* Hér má minna á hina einkennilegu frásögn Snorra Sturlusonar um bardaga Ása og Vana (Hkr. 4. kap.) og viðskipti þeirra og höfðingja skipti.*

Norðan Dónár, eða þar sem nú heitir Rúmenía, bjó á öldunum næstu fyrir og eftir Krists fæðingu harðsnúin þjóðflokkur, sem Rómverjar nefndu Daka eða Dakía. Gerðu þeir oft hinn mesta usla í Rómaríki og loks kom þar að Trajan Rómverjakeisari fór með her á hendur þeim og lagði land þeirra — Dacíu — undir Rómaríki árið 107 e. Kr. Svo virðist sem, Dakíar hafi verið Dans ættkvísl eða brot af henni. Í Eneyklopedia Brittaniea er að finna athyglisverða athugasemd um hermerki Daka. Þar segir í kaflanum um drekamerkið á þessa leið:

„Rómverjar fengu drekamerkið frá Dakíum, er þeir sigruðu á dögum Trajans keisara. Hjá Rómverjum varð drekamerkið síðan herflokksmerki í her þeirra, en örninn varð herdeildarmerki. Af þessu forna drekamerki Dakíanna eru með langri þróun komin drekamerki nútímans.

Kemur hér dreka- eða ormsmerkið einkennilega fram í sögu þessarar fornu þjóðar, sem fátt er annars vitað um og nú er öllum týnd fyrir löngu. Um íbúa Dacíu er það síðast vitað, að þeir hverfa undan Húnum norður og vestur á bóginn, eins og bæði Saxar og Gotar, og ekki spyrst til þeirra fyrr en löngu síðar og verður á það minnst síðar. Greiðfærasta leiðin úr Dacíu til norðurs og vesturs liggur fram með Karpatafjöllum og niður á Póllandssléttuna. Það einkennilega vill nú til að einmitt þar rekumst við á eitt Dans-nafnið enn, sem sé í borgarheitinu Dan-zig. Hvað þessi borg hefur upprunalega heitið, er ekki hægt að færa fullar sönnur á, því að nöfnin á henni eru tvö og bæði æva forn. Hitt nafnið er Gdania, svo að af sést að höfuð stofninn í því er einnig „Dan” — eins og Danzig. Líklega merkir Dan-sig, eða G-dan-ia upphaflega Danaflói eða Danaós, en ég mun ekki að þessu sinni fara út í að rökstyðja það.

Höfum við þá rakið leið Dansættkvíslarinnar sunnan frá heimkynnum hennar, fyrst Egyptalandi og svo í Palestínu, til Grikklands og þaðan um Dardanella-sund, eftir Dans-á (eða Dóná) og yfir Dan-íu (eða Dacíu) allt til Dansig (eða Dans-flóa) við Eystrasalt. Margt bendir og til þess að stór hópur af þessari ættkvísl hafi haldið áfram lengra norður með ströndum Svartahafsins og upp Donfljótið Úkraínu, sem þá hét Skýþía eða Svíþjóð hin mikla, og sest þar að. Allt þetta hefur gerst á tímabilinu frá 1600 f. Kr. og til ca. 400 eftir Krists fæðingu.

 XVI.
Loks skal þá nefna hér síðasta áfangann, en það er för Dana til Danmerkur. Um 500 e. Kr. kemur fram á eyjunum jótlandsskaga og Svíþjóðar harðsnúin víkinga-þjóð, sem kallar sig Dani. Hún stofnsetur þar ríki og lýkur með því að leggja undir sig allt Jótland og alla Suður- Svíþjóð. Á Jótlandi bjuggu þá fyrir Jótar nyrst og Frísar sunnar og stökktu Danir hvorum tveggja að mestu í burt, er stundir liðu og fóru Jótar yfir til Bretlandseyja og Frísar til Hollands. Virðist svo sem Danir og Frísar hafi verið frændur og fylgst eitthvað að á ferðum sínum. Við Dansigflóann er lón mikið, sem nefnist Frisahóp eða Frísa-lón, og vitað er með fullri vissu, að Frísar bjuggu á landssvæði því, sem var vestan og sunnan Jótlandsskaga og á eyjunum þar út af, sem enn í dag heita Frísaeyjar.

Af Frísum eru Hollendingar komnir og eru þeir því náfrændur Dana og annarra norrænna þjóða.

Dans nafnið er enn í dag tengt við Danmörku, – og eru Danir sú þjóðin á Norðurlöndum, sem í árdaga okkar nýrri sögu ber höfuð og herðar yfir allar aðrar þjóðir Norðurlöndum og Bretlandseyjum. Virðist mér margt benda til þess að Danir þeir, sem lögðu undir sig Jótland og eyjarnar í sundinu milli Jótlands og Svíþjóðar, séu hin gamla Dans-ættkvísl, er áður bjó í Dacíu eða Daníu — suður við Dóná, enda fær Danmörk í fyrstu nákvæmlega sama nafnið meðal rómverskra þjóða, þegar hún kemur þar fyrst við sögur, og er kölluð Dacía. Geta menn sannfært sig um að þetta sé rétt með því að fletta upp í alfræðiorðabók Dana sjálfra, Salmonsens Lexikon, orðinu Dacía.

Þessi skoðun styðst víð ummæli margra fornra sagnfræðinga, sem ekki verða rakin hér að neinu ráði að þessu sinni. Þó skal á það bent, að í hinu forna sagnriti „Vetus Chronicon Holsatiæ” (bls. 54) er beinlínis sagt að Danir þeir, sem byggðu Danmörku, hafi verið af Dansættkvísl Ísraelsmanna. (A. Ruth.: Israel-Britain, bls. 41.)

Verður þetta nú ekki lengra rakið að sinni, en hér skal á það minnt, að í 49. kap. í 1. Mósebók, þar sem tilfærð eru blessunarorð Jakobs yfir hvern einn af sonum hans áður en hann andast, segir svo um Dan: „Dan mun rétta hluta þjóðar sinnar sem hver önnur Ísraels ættkvísl. Verði Dan höggormur veginum og naðra í götunni.” För Dans gegnum Evrópu hefur alveg sérstaklega líkst leið höggormsins, þar sem hann hefur farið í ótal krókum og hlykkjum yfir landið frá einu hafinu til annars, en jafnan skilið far eftir sig —þ. e. nafn ættföður síns sundum, ám, borgum og löndum. En Dansættkvíslin hefur og að öðru leyti verið „höggormur á veginum”. Hún hefur flutt ormsmerkið drekamerkið — til Evrópuþjóða, því að óhætt er að fullyrða, að þaðan er það komið fyrst og fremst, enda kemur það fyrst fram hér á Norðurlöndum á vikingaskipum þeim, sem Danir og Norðmenn nota á víkingaferðum sínum, og til Rómverja er það komið frá Dakíum — forfeðrum Dana — eins og áður er sagt.

XVII.

Hér að framan hefur nú verið rakið nokkuð, hvernig þeir menn hugsa sér að verið hafi í aðaldráttum för Ísraelsmanna frá heimkynnum þeirra í Egyptalandi og Palestínu og til landa þeirra í Evrópu, sem afkomendur Ísraelsmanna nú byggja. Er þó samt sem áður ennþá eftir að finna hið beina samband, ef það er til, milli sjálfrar sögunnar um landvættirnar og þessa fólks.
Verður nú hér að lokum vikið að því atriði.

Þegar Snorri Sturluson hefur skrásett söguna um för hvalsins og móttöku landvættanna, bætir hann við: 

„Þá var Brodd-Helgi í Vopnafirði, Eyjólfur Valgerðarson í Eyjafirði, Þórður Gellir í Breiðafirði og Þóroddur goði í Ölfusi.”

Nú mundi margur vafalaust freistast til að varpa fram þessari spurningu:

 

 

Skjaldarmerki Íslands
eins og það var ákveðið með forsetaúrskurði á Þingvöllum 17. júní 1944.

Hermerkja- og ættkvísla-skipan Ísraelsmanna.

Að austanverðu skulu tjalda merki Júda og næst honum ættkvísl Íssakars – – ennfremur Sebúlon.
Að sunnanverðu skal merki Rúbens herbúða vera – –  og ættkvísl Símeons – –  og ennfremur Gads.
Að vestanverðu skal merki Efraíms herbúða vera – – og næst honum ættkvísl Manasse — ennfremur Benjamíns.
Að norðanverðu skal merki Dans herbúða vera – – og næst honum ættkvísl Assers – – ennfremur Naftans.
IV. Mósebók 2. 3 – 32.

 

Landvætta- og þinga-skipan Íslendinga.

 ,,Þá talaði Þórðr gellir tölu um at Lögbergi – – Þá vas landinu skipt í  fjórðunga, svá at þrjú urðu þing í hverjum fjórðungi – – ”
ÍSNENDINGABÓK, 5. kap.
,,Þá var Brodd-Helgi í Vápnafirði,,Eyjólfr Valgerðarson í Eyjafirði, Þórðr g ellir í Breiðafirði, Þóroddr goði í Ölfusi.”
HEIMSKRINGLA, 33. kap.

 

 
Fyrsti landnemi Íslands.
Mynd Einars Jónssonar af ,,Papanum”, fyrsta landnema Íslands. Á álmum krossins sjást merki guðspjallanna: Örninn efst, engillinn neðst, ljónið til hægri, nautið til vinstri.

Hvers vegna setur Snorri þessa fjóra stórhöfðingja í samband við landvættirnar? Er það gert til þess að miða þessa sendiför Haralds Gormssonar við einhvern ákveðinn tíma? Hefði þá ekki verið nóg að nefna einhvern þeirra, t. d. Þórð gelli eða Þórodd goða, sem báðir voru mjög kunnir menn Suður- og Vesturlandi? Ég tel að sú sé ekki ástæðan fyrir því, að þessir höfðingjar eru þarna nefndir. Konráð Maurer minnist á þetta í neðanmálsgrein í bók sinni „ Upphaf allsherjaríkis Þar segir:

„Þá má nýtt sjá á þessari lýsingu, hvernig menn hafa ætlað að fylgjur og
verndarguðir voldugra höfðingja verði landið og sveit annarra vætta með þeim.”

Kemur hér greinilega fram að Maurer telur landvættirnar vera „fylgjur og verndarguði voldugra höfðingja” og þá liggur auðvitað beint við að ætla að einmitt þessar verur, sem nefndar eru, — risinn, ormurinn, nautið og fuglinn — hafi á þeim tíma verið taldar vera ættarfylgjur þessara sérstöku höfðingja, sem Snorri telur upp í lok sögunnar. Er þessi tilgáta Maurers vafalaust alveg rétt. En þá verður næst fyrir hendi að athuga ætt og uppruna þessara höfðingja.

Eyjólfur Valgerðarson var afkomandi Helga magra. Hann var faðir Guðmundar ríka á Möðruvöllum og Einars Þveræings, sem mikið koma við sögu hér á söguöldinni. Athyglisvert er það, að Eyjólfur skuli vera kenndur við móður sína, þótt föðurætt hans sé ein hin göfugasta allra landnámsættanna. Eyjólfur var sonur Einars Auðunssonar rotins, hins göfugasta manns, en Auðunn hafði átta Helgu Helgadóttur hins magra. Var Helgi magri, svo sem kunnugt er, sonur Eyvindar austmanns og Raförtu Kjarvalsdóttur Írakonungs. Var ætt Eyvindar austmanns öll austan úr Svíaríki, svo sem síðar verður nánar getið. Móðurætt Eyjólfs, sem hann er við kenndur, er í Njáls sögu rakin þannig: „Móðir Eyjólfs, föður Guðmundar (ríka), var Valgerður Runólfsdóttir. Móðir Valgerðar hét Vilborg. Hennar móðir var Jórunn hin óborna, dóttir Ósvalds konungs hins helga. Móðir Jórunnar var Bera dóttir Játmundar konungs hins helga.” Er Eyjólfur Valgerðarson þannig 5 maður frá Játmundi heilaga Englakonungi, er síðar varð verndardýrlingur bresku konungsættarinnar. Eyjólfur Valgerðarson er því í aðra ættina kominn af höfðingjum í Suður-Svíþjóð, en í hina af Englandskonungum. Hann er þannig tvímælalaust af saxnesku kyni móðurætt.

Þóroddur goði bjó á Hjalla í Ölfusi. Hann var faðir Skafta lögsögumanns. „Þeir voru höfðingjar miklir feðgar og lögmenn miklir,” segir í Njáls sögu. Þóroddur var í móðurætt kominn af Ölvi barnakarli, en um hann segir Landnáma:

„Ölver barnakarl hét maður ágætur Noregi; hann var víkingur mikill; hann lét eigi henda börn á spjótsoddum, sem þá var víkingum títt; því var hann barnakarl kallaður.”

Þormóður skafti, afi Þórodds goða, var kvæntur Helgu dóttur Þrándar mjögsiglanda, en þeir Þrándur mjögsiglandi og Eyvindur austmaður voru hálfbræður. Voru báðir ættaðir austan úr Svíaríki. Eru þeir Eyjólfur Valgerðarson og Þóroddur goði þess vegna náskyldir og ættaðir af sömu slóðum úr Svíaríki.

Þórður gellir var sonur Þorsteins rauða. En Þorsteinn sá var sonur Ólafs hins hvíta og Auðar djúpúðgu. Þorsteinn rauði varð konungur yfir miklum hluta Skotlands, að sögn Landnámu, en „Skotar sviku hann ok féll hann þar í orrustu,” segir þar. Þorsteinn rauði kvæntist í Suðureyjum Þuríði, dóttur Eyvindar austmanns, systur Helga magra. „Þau áttu mörg börn,” segir Landnáma og nefnir til sex dætur, en aðeins einn son,

Ólaf feilan, föður Þórðar gellis. Eftir að Þorsteinn konungur var veginn, flýði Auður djúpúðga, móðir hans, burt úr Skotlandi og með henni Ólafur feilan. Fór hún fyrst til Orkneyja, þá til Færeyja og loks til Íslands og nam land við Breiðafjörð. Þar fæddist Þórður gellir, sonurÓlafs feilans, er varð einn merkasti höfðingi sögualdarinnar. Móðurætt Þórðar gellis er og mjög merk. Ólafur feilan átti Álfdísi hina bareysku, dóttur Konáls Steinmóðarsonar, en sá Steinmóður var sonur Ölvis barnakarls.

Sést af þessu að þessir þrír höfðingjar, sem nú eru nefndir, Eyjólfur Valgerðarson, Þóroddur goði og Þórður gellir eru allir náfrændur og allir afkomendur Björns Hrólfssonar frá Ám á Gautlandi, en sá Björn átti Hlíf Ingjaldsdóttur Fróða sonar konungs í Danmörku. Voru þeir Eyjólfur Valgerðarson og Þórður gellir afkomendur Eyvindar austmanns, en Þóroddur goði kominn frá Þrándi mjögsiglanda, bróður Eyvindar, eins og hér er rakið, samkvæmt ættartölum Landnámu og Njáls sögu. Þessir þrír höfðingjar eiga ættir sínar upphaflega í Suður-Svíþjóð og á Bretlandseyjum, en eins og sýnt var fram á áður, var það einmitt á þeim slóðum, sem afkomendur hinna fornu Ísraelsmanna settust að. Það er og athyglisvert, að einmitt landvættir þær, sem við þessa höfðingja eru tengdar, risinn, sem virðist vera tengdur Þóroddi goða,fuglinn, sem virðist tengdur Eyjólfi Valgerðarsyni, og nautið, sem virðist tengt Þórði gelli, eru nákvæmlega sömu verurnar eða merkin og í Biblíunni greinir frá. Viðumefni Þórðar, „gellir”, sem merkir naut eða griðungur, talar og sínu máli í þessu sambandi. Er ekki að efa, að ætt hans hefur talið nautsmerkið sér nátengt og nautið ættarfylgju sína. Í landvættasögu sinni orðar Snorri það þannig, er hann segir frá heimsókn hvalsins á Breiðafjörð:

„Þar fór móti honum griðungur mikill ok óð á sæinn út og tók at gelIa ógurliga.”

Er ekki að efa, að með þessu orðalagi vill Snorri minna á sambandið milli Þórðar gellis og landvættarinnar við Breiðafjörð.

Brodd-Helgi úr Vopnafirði, sá sem er trúi „drekans” eða ormsins í sögu Snorra, kemur þá að lokum til athugunar. Brodd-Helgi var sonur Þorgils sonar Þorsteins hvíta landnámsmanns, en afi Þorsteins hvíta var Öxna-Þórir, sem talinn er verið hafa bróðir Ölvis barnakarls. Er þetta sama ættin og stendur í annan legg að Þóroddi goði í Ölfusi og Þórði gelli. En móðurætt Brodd-Helga er enn athyglisverðari með tilliti til þeirrar tilgátu, sem verið er að reyna að færa nokkrar líkur að í þessari ritsmíð. Móðir Brodd-Helga var Ásvör Þórisdóttir úr Atlavík við Lagarfljót, en Þórir var sonur Gaut-Atla landnámsmanns, er nam syðri strönd Lagarfljóts og bjó í Atlavík. Gegnt honum við fljótið nam land Ketill þrymur, bróðir hans, og bjó á Arnheiðarstöðum. Bræður þessir voru synir Þóris þiðranda í Veradal í Noregi. Droplaugarsonasaga segir frá þessum bræðrum. Þar segir, að þeir „váru fémenn miklir; fóru jafnan til annara landa með kaupeyri ok gerðust stórríkir.”

Frá einni ferð þeirra segir Droplaugarsona saga á þessa leið:

„Þeir váru úti lengi ok tóku Konungahellu um haustið og settu þar upp skip sitt; en síðan keypti hann (þ. e. Ketill þrymur) sér hesta ok reið austr í Jamtaland við tólfta mann til þess manns, er Veðormr hét. Hann var höfðingi mikill, en vinátta góð var með þeim Katli. Veðormr var Rögnvaldsson, Ketils sonar raums. Veðormr átti þrjá bræðr; hét einn Grímr, annar Guttormr, þriðji Ormarr.”

Barði Guðmundsson þjóskjalavörður hefur tekið þessa grein af ætt Brodd-Helga til rækilegrar athugunar — í sambandi við Grím Droplaugarson — í hinum stórmerku greinum sínum í tímaritinu Helgafelli: „Uppruni íslenskrar skáldmenntar.” Vil ég benda þeim, er þetta lesa, á að afla sér þeirra ritgerða og lesa þær vandlega með sérstöku tilliti til þess máls, sem hér er flutt.

Ég tel rétt að taka hér upp í heilu lagi þann kafla úr ritgerð Barða Guðmundssonar, sem sérstaklega fjallar um „orms”-nöfnin og uppruna þeirra.

Þar segir svo:

„Nú mun reynast hægara um vik að ræða um ætterni fjórða Austurlandsskáldsins, Gríms Droplaugarsonar. Ætt hans er í Landnámabók talin frá Þóri þiðranda, sem líklega hefur heimkynni átt í Veradal í Þrændalögum. Þaðan eiga þeir synir hans, Ketill þrymur og Gaut-Atli, að hafa komið til Íslands. Þeir námu Lagarfljótsstrandir, og var Grímur þriðji maður í beinum karllegg frá Katli þrym. Ketill þrymur á tvo alnafna í fornum sögum. Var annar þeirra Ketill þrymur í Njarðvík, sonarsonur hans. Um hinn er getið í þættinum: „Hversu Noregur byggðist”, og á sá Ketill þrymur að hafa búið í Þrumu á Ógðum endur fyrir löngu, því að hann er talinn fjórði maður frá Austurvegskonunginum Nór, sem á að hafa lagt Noreg undir sig. Í sömu andrá, sem Ketils þessa þryms er getið í ættartölunni frá Nór konungi, er og nefndur Végarður „faðir Veðrorms föður Vémundar gamla”. Nöfn þessi beina huganum þegar að landnámsfrásögninni um Ketil þrym, afa Gríms Droplaugarsonar. Þar segir: „Ketill fór utan og var með Véþormi, syni Vémundar hins gamla”. Í Droplaugarsona sögu er nánar frá utanlandsförinni skýrt og Véþormur nefndur þar Veðormur. Í þessum ritum mæta okkur aftur sömu nöfnin: Ketill þrymur, Veðrormur og Vémundur gamli. Þau eru allt of fágæt til þess að um tilviljun geti verið að ræða. Hvergi er getið frændsemi milli vinanna Veðorms Vémundarsonar og Ketils þryms landnámsmanns, en það má auðsætt vera, að einhverju sinni hafa ættir þeirra verið raktar upp til frændanna Ketils þryms í Þrumu og Vémundar gamla Veðrormssonar. Samhljóðan nafnanna í ættartölunni frá Nór og frásögnunum af Katli þrym sýnir, að þessu hefur verið þannig varið.

Í þættinum „Hversu Noregur byggðist” er aðeins ein ættkvísl rakin frá Nór konungi niður til landnámsmanna. Það er til bræðranna á Akranesi, Bersasona. Lýkur henni með Tungu-Oddi,dóttursyni Þormóðs. Þessi undantekning er kynleg, en það er nú svo, að Reykhyltingar 13.aldar fóru með goðorð Tungu-Odds, bjuggu í heimahögum hans og voru frá honum komnir. Ættir annarra landnámsmanna frá Nór lætur þáttarskrifarinn sér nægja að rekja niður til Ketils þryms í Þrurnu, Vémundar gamla, Ketils raums og Hjörleifs konungs hins kvensama. Í landnámabók er Geirmundur heljarskinn talinn þriðji maður í karllegg frá Hjörleifi, en Ingimundur gamli annar frá Katli raum. Má nú segja, að margt sé líkt með skyldum. Ættir þeirra landnámsmanna, sem taldar hafa verið frá Nór konungi, bera á sér óvenju” skýr einkenniaustrænna menningarhátta.

Hérna höfum við þá fimm ættbálka, sem allir eiga að vera af sömu austnorrænu rótinni runnin. Menn munu yppta öxlum yfir þeirri sagnfræði að tala um austnorræna rót í sambandi við hinn ósannsögulega Nór konung. En látum okkur sjá. Frá 9. og 10. öld eru kunn nokkur mannanöfn, sem enda „ormur”. Þau eru að því er E. H. Lind telur í nafnabók sinni þessi: Hallormur, Ketilormur, Ráðormur, Veðrormur og Þórormur. Það er fróðlegt að athuga, hvar þau koma fyrir. Hallormur heitir tengdasonur Ingimundar gamla og býr í Vatnsdal. Við Atlavík, heimkynni Graut-Atla, bróður Ketils þryms, liggur Hallormsstaður. Fleiri Hallormsnöfn eru ekki kunn á Íslandi, en eitt Noregi frá því um 1400. Ketilormur ermaður nefndur í Droplaugarsona sögu og er einn um nafnið. Hann bjó við Lagarfljót, eins og Hallorm ur sá, sem Hallormsstaður er við kenndur. Veðrormur Vémundarson vinur Ketils þryms, er og einn um nafn sitt. Hann bjó austur á Jamtalandi, og sótti Ketill hann þangað heim. Þórormarnir eru þrír, sem hægt er að staðfæra. Einn bjó í Þrumu á Ögðum, hinu gamla heimkynni Ketils þryms hins elsta, annar í Þórormstungu í Vatnsdal, og var bróðir Hallorms tengdasonar Ingimundar, sá þriðji var frá Rauðamel og dóttursonur Tungu-Odds. Loks er það svo Ráðormur landnámsmaður í Vétleifsholti, bróðir Jólgeirs. Vegna nafnanna hyggur Lind þá bræður helst hafa austnorræna verið. Lind nefnir úr Noregi þessi „orm”- nöfn, auk þeirra, sem áður voru talin: Landormsstaðir heitir bær í Veradal. Frá því byggðarlagi komu þeir Ketill þrymur og Graut-Atli. Frá lokum miðalda eru tveir Lindormar kunnir, annar á Hálogalandi, en hinn á Jamtalandi. Ætlar Lind að Lindormsnafnið muni vera „lánað” frá Svíþjóð. held það sé óhætt að segja hið sama um allan „orm”-nafnaflokkinn í heild. Hann hefur naumast fest rætur í Noregi og virðist bundinn við umhverfi þeirra fáu landnámsmannaætta, sem raktar verða til Nórs konungs úr Austurvegi.” (Helgafell 1942, bls. 307-308).

Það verður býsna erfitt að mæla því í gegn, þegar þessi rök eru fram færð, að ætt Brodd- Helga sé ekki einnig, eins og hinar, komin austan úr Svíþjóð eða jafnvel enn lengra austan að — líklega alla leið austan frá þeim slóðum, sem hinir fornu Ísraelsmenn dvöldu lengst á undir nöfnum eins og Skýþar, Gotar o. fl., sem áður er á drepið. Það er alveg tvímælalaust að „orms”- eða drekanafnið var fast tengt við þessa ætt og bendir það til þess að „ormurinn” hafi einhvern tíma verið hermerki þessarar fornu ættar og átrúnaður hafi verið við hann bundinn. Kemur hér fram sama líkingin og hjá Þórði gelli, og enn greinilegra verður þetta, ef þjóðsagan um Lagarfljótsorminn er tekin með í samanburðinn, en þeir Graut-Atli og Ketill þrymur — afkomendur þessarar austrænu „orms”-ættkvíslar — bjuggu einmitt sinn hvoru megin Lagarfljóts, og höfðu „orminn” þar á milli sín í fljótinu.

XVIII.
Það, sem hér hefur verið rakið af ættum þessara fjögra höfðingja Sögualdarinnar, sýnir ljóslega að þeir eru allir ættaðir úr Austurvegi. Þeir eru því að líkindum allir afkomendur þeirra manna, sem sögur okkar segja að komið hafi austan frá þeim slóðum, er Ísraelsmenn hinir fornu bjuggu lengst á. Snorri Sturluson segir berum orðum í Ynglingasögu í Heimskringlu, að Óðinn hafi komið með miklu föruneyti austan frá „Tanakvísl í Ásíá.” Hann segir ennfremur, að þetta hafi gerst í þann tíma, Rómverja-höfðingjar Rómverja höfðingjar fóru víða um heiminn ok brutu undir sik allar þjóðir”, — þ. e. um Krists fæðingu Og Snorri segir ennfremur, að af því „að Óðinn var forspár og fjölkunnigur, þá vissi hann at hans afkvæmi myndi um norðurhálfu heimsins byggva.” Og loks segir Snorri: „Þá setti hann (þ. e. Óðinn) bræðr sína, Vé ok Víli, yfir Ásgarð, en hann fór ok díar allir með honum ok mikit mannfólk annat. Fór hann fyrst vestr í Garðaríki ok suðr í Saxland. Hann átti marga sonu. Hann eignaðist ríki víða um Saxland ok setti þar sonu sína til landgæslu. Þá fór hann norðr til sjávar ok tók sér bústað í ey einni; þar heitir nú Óðeinsey Fjóni.” Og loks segir enn: „Óðinn tók sér bústað við Löginn, þar sem nú eru kallaðar fornu Sigtúnir, ok gerði þar mikit hof at siðvenju Ásanna; hann eignaðist þar lönd svo vítt, sem hann lét heita Sigtúnir. Hann gaf bústaði hofgoðunum: Njörður bjó at Nóatúnum, en Freyr at Uppsölum, Heimdallr at Himnabjörgum, Þórr á Þrúðvangi, Baldr á Breiðabliki; öllum fékk hann þeim goða blótstaði.” Það er engum blöðum um það að fletta, að Snorri Sturluson er hér að segja frá raunverulegri för stórs hóps manna austan úr Rússlandi og til Danmerkur og Suður-Svíþjóðar. Merkilegt er að veita því athygli, að það er ekki þessi hópur, sem þó er talinn fyrstur koma til Danmerkur, sem gefur henni það nafn, er síðar festist við landið. Hins vegar ber stærsti bærinn á Fjóni ennþá nafnið Óðinsvé og sennilegt er, að Fjón hafi í fyrstu verið nefnt Óðinsey eftir Óðni. Danmerkur-nafnið kemur ekki fyrr en alllöngu síðar, eða með Dans-ættkvíslinni, eins og bent er á hér að framan.

Menn mega á engan hátt láta það rugla sig, þó að Óðinn og helstu höfðingjar hans yrðu síðar að guðum í hugum fólksins. Slíkt er algengt með þjóðum, er trúa aðallega á anda framliðinna feðra sinna. Allt til þessa dags á það sér t. d. stað í kaþólsku kirkjunni, að menn séu „teknir í dýrlingatölu” og er það í rauninni sama og að gera þá að eins konar guðum.

Óðinn og Æsir eru alveg áreiðanlega sannsögulegar persónur, sem á fyrstu eða annarri öld e. Kr. brutust alla leið austan frá Svartahafi og til Norðurlanda. Þeir hafa vafalaust verið ein greinin af hinum mikla Ísraels-þjóðaflokki, sem þá bjó í Suður-Rússlandi, á Ar-Sarethsvæðinu, og síðar fluttist allur að kalla vestur að sjó og út á Bretlandseyjar. Snorri segir hiklaust, að Óðinn hafi átt „eignir stórar” í Tyrklandi. Staðfestir það og þá skoðun, að Óðinn hafi verið af Skýþa þjóðflokki þeim, er kom sunnan úr Litlu-Asíu.

Að Snorri Sturluson er ekki einn um þessa skoðun, hinna fornu sagnaritara, sýnir m. a. ágætlega ættartala Ara fróða, skráð af honum sjálfum aftast í Íslendingabók. Ef nokkur ættartala í öllum Íslendingasögum ætti að vera rétt, þá er það ættartala Ara fróða. Hann hefur skráð hana sjálfur eftir þeim bestu heimildum, sem þá hafa verið til, og vafalaust hafa geymst skrifaðar með rúnaletri á skinn eða steintöflur hjá ættarhöfðingjunum kynslóð eftir kynslóð.

Ari fróði skammar sín sýnilega ekkert fyrir ætt sína, og það hygg ég, að ef hann mætti upp rísa úr gröf sinni, að hann mundi reka á stampinn þá „vísindamenn” í þessum fræðum, sem mest hafa reynt að rangsnúa ættartölu hans, sem hann hefur vafalaust haft hinar bestu heimildir fyrir, og vitað að var hár-rétt.

Þar sem einmitt þessi merkilega ættartala Ara fróða er eitt órækasta vitnið um það, að margar stærstu og merkustu ættir á Íslandi til forna voru komnar austan frá Svíþjóð og Danmörku og þangað aftur austan úr Skýþíu eða Suður-Rússlandi og Litlu-Asíu, tel ég rétt að setja ættartölu hans hér eins og hún er í Íslendingabók.

Þar segir: „Þessi eru nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga:

1. Yngvi Tyrkjakonungur.
2. Njörður Svíakonungur.
3. Freyr.
4. Fjölnir, sá er dó að Friðfróða.
5. Sveigðír.
6. Vanlandi.
7. Visburr.
8. Dómaldur.
9. Dómarr.
10. Dyggvi.
11. Dagur.
12. Alrekur.
13. Agni.
14. Yngvi.
15. Jörundur.
16. Án hinn gamli.
17. Egill vendilkráka.
18. Öttarr.
19. Aðils að Uppsölum.
20. Eysteinn.
21. Yngvarr.
22. Braut-Önundur.
23. Ingjaldur hinn illráði.
24. Ólafur trételgja.
25. Halfdán hvítbeinn Upplendingakonungur.
26. Goðröður.
27. Ólafur.
28. Helgi.
29. Ingjaldur, dóttursonur Sigurðar Ragnarssonar loðbrókar.
30. Ólafur hinn hvíti.
31. Þorsteinn hinn rauði.
32. Ólafur feilan.
33. Þórður gellir.
34. Eyjólfur, er skírður var í elli sinni, þá er kristni kom til Íslands.
35. Þorkell.
36. Gellir.
37. Þorgils,
38. en ek heita Ari.

XIX.
Þegar hinir fornu landnámsmenn á andi höfðu um hríð notið hins óskoraða frelsis, og þegar landið tók mjög að byggjast, kom það í ljós, að nauðsynlegt var að stofna ríki í landinu, svo að allt endaði ekki hér í innbyrðis deilum og vígaferlum, er enginn fengi við ráðið. Þá var það, sem „hinir bestu menn” íslenskir tóku sig til og stofnuðu allsherjarríki á Íslandi árið 93o. Virðist svo sem þetta ríki hafi í fyrstu verið mjög laust í böndunum og verulegir örðugleikar á því að menn gætu náð rétti sínum eða lög væru haldin. Kom þetta æ betur í ljós, er lengra leið frá stofnun Alþingis. átti ekki svo búið standa og þá er það, sem einn þeirra höfðingja, sem nefndur er í landvættasögu Snorra í Heimskringlu, — Þórður gellir úr Breiðafirði — tekur sér fyrir hendur að koma fram endurbótum á stjórnarskipan landsins. Um þetta farast Konráð Maurer svo orð í bók hans: „Upphaf allsherjarríkis á Íslandi”:

„Þá er eigi var liðið lengra en hér um bil 30 ár frá því er hin fyrstu allsherjarlög voru samþykkt á Íslandi, varð mikil breyting á stjórnskipan landsins og mjög til framfara. Var hún í því fólgin, að sett var reglubundin þingaskipun og fylgdu því talsverðar breytingar á tilhögun sjálfs þingsins.”

Þessar breytingar voru fyrst og fremst skipting landsins í fjórðunga með því, sem þar af leiddi og of langt yrði að rekja hér.

Sá maðurinn, sem mest gekk fram á því að fá þessari breytingu komið á, var Þórður gellir úr Breiðafirði og er ástæðan sögð vera deila mikil út af Blund-Ketilsbrennu svo kallaðri, milli höfðingja í Borgarfirði og Þórðar gellis. Er því ekki að efa að Þórður gellir hefur lagt fram rökstuddar tillögur á Alþingi um breytingar þessar. Var það tillaga Þórðar, að því er best verður séð, að landinu skyldi skipt í fjórðunga, en hverjum fjórðungi aftur i þrjú þing, þannig að alls yrðu 12 höfuðþing í landinu. Fjórðungarnir fengu nafn eftir áttum og voru nefndir: Austfirðingafjórðungur, Norðlendingafjórðungur, Vestfirðingafjórðungur og Sunnlendingafjórðungur. Hverjum fjórðungi var svo skipt í þrjú þing. Virðist svo sem þau hafi átt að vera þessi, samkvæmt fyrstu samþykkt Alþingis eða tillögum Þórðar gellis um þingaskipunina: Að vestan: Þorskafjarðarþing á Vestfjörðum, Þórsnesþing um Breiðafjörð og Snæfellsnes og Þverárþing um Borgarfjörð. (Það þing var líka nefnt Þingnesþing.) Að sunnan: Kjalarnesþing á Reykjanesi og austur að Ölfusá, Árnesþing frá Kjalarnesþingi og austur að Þjórsá og Rangárþing um Rangárvöllu. Austfirðingafjórðungur varð stærstur um sig og að ýmsu leyti öðru vísi en hinir fjórðungarnir. Náði hann frá Jökulsá á Sólheimasandi og til Langaness. Eru á þessu svæði mestu öræfi á Íslandi. Þar virðast hafa verið þessi þing: Skaftafellsþing syðst, þá Múlaþing um Austfirði og loks Sunnudalsþing norðan Héraðsflóa, um Vopnafjörð og Bakkaflóa. Á Norðurlandi voru og tillögur Þórðar gellis um 3 þing, þó að þau yrðu 4 þar að lokum. Má nokkuð ráða það af ummælum Íslendingabókar, hvernig þessar tillögur Þórðar gellis hafa verið. Íslendingabók segir svo frá:

„Þá talaði Þórður gellir tölu um að Lögbergi, hve illa mönnum gegndi at fara í ókunn þing at sækja of víg eða harma sína, og taldi hvað honum varð fyrir áður hann mætti því máli til laga koma, ok kvað ýmissa vandræði mundu verða, ef eigi réðist bætur á. Þá var landinu skipt í fjórðunga, svá at 3 urðu þing í hverjum fjórðungi, ok skyldu þingunautar eiga hvar saksóknir saman, nema í Norðlendingafjórðungi voru 4, af því at þeir urðu eigi á annat sáttir, þeir er fyrir norðan voru Eyjafjörð, vildu eigi þangað sækja þingið og eigi í Skagafjörð, þeir er þar voru fyrir vestan.

Má af þessum ummælum draga þá ályktun, að upphaflega hafi verið til þess ætlast, að Húnvetningar og Skagfirðingar yrðu saman um eitt þing, og eins Suður-Þingeyingar og Eyfirðingar. En um þetta fékkst ekki samkomulag vegna þess, að þeir, sem voru „fyrir vestan” Skagafjörð — þ. e. Húnvetningar — vildu eigi þing sækja í Skagafjörð, og þeir, sem voru „fyrir norðan Eyjafjörð” — þ. e. Þingeyingar — vildu ekki sækja þing í Eyjafjörð. Varð því að sættast á, að hafa þingin fjögur í þeim fjórðungi, eða 13 alls á landinu.

XX.
Ef við berum nú saman það, sem hér hefur sagt verið um stjórnarskipun Íslendinga til forna, við stjórnarskipun Ísraelsmanna eins og frá henni er skýrt í Biblíunni, verður ekki hjá því komist að taka eftir því, hversu líkt þetta er að mörgu leyti. Hjá Ísraelsmönnum voru ættkvíslirnar tólf og þær voru þar grundvöllur stjórnarskipunarinnar. Hjá Íslendingum voru þingin tólf og þau voru einnig grundvöllur stjórnarskipunarinnar hér. Auk þess er ljóst af Íslendingasögum, sérstaklega Landnámu, að byggðin hér á landi varð með þeim hætti, að ættirnar byggðu mjög sama landnám eða þing. Varð það því í raun og veru fyrst og fremst skyldleika- eða ættarbandið, sem tengdi þá saman, er í sama þingi bjuggu, alveg eins og hjá Ísraelsmönnum.

Þá er það einnig athyglisvert, að svo virðist sem mönnum hafi verið heimilt að telja sig þingmann ákveðins goða, þótt þeir byggju utan goðorðs hans. Er ekki að efa að þetta ákvæði hefur verið sett til þess að ættmenni gætu notið verndar voldugra ættingja sinna eða ættarhöfðingja, þótt fjær byggi. Minnir þetta ekki lítið á þann sið hjá Ísraelsmönnum, að þeir urðu að hverfa til „ættborgar” sinnar, þegar mikils þótti við þurfa, s. s. við herkvaðningu eða skrásetningu, og áttu ekki full réttindi annars staðar en með ættkvísl sinni, ,þeir byggju meðal annarra ættkvísla Ísraels. Glöggt dæmi þessa er för Jóseps og Maríu, sem voru af Júda-ættkvísl, þótt þau byggju norður í Galileu meðal Benjamínsættkvíslarinnar, til Betlehem — „borgar Davíðs”— til þess að skrásetjast þar. Um þetta segir í 2. kap. Lúkasar guðspjalls:

„En svo bar til um þessar mundir, að oð kom frá Ágústusi keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin, er gjörð var þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Og fóru þá allir til að skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Fór þá einnig Jósef Galileu frá borginni Nazaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, því að hann var af húsi og kynþætti Davíðs, til þess að láta skrásetja sig, ásamt Maríu heitkonu sinni, sem þá var þunguð.”

Manni sýnist nú að ólíkt þægilegra hefði verið fyrir þau Maríu og Jósef að láta skrásetja sig meðal þess fólks, er þau bjuggu með í Nazaret, en slíkt kom ekki til greina. Í„borg Davíðs” — þ. e. í ættborg Júdaættkvíslarinnar — gátu þau aðeins notið þess réttar að verða skrásett til þess að njóta fullra þegnréttinda og því urðu þau þangað að fara.

Hinum tólf ættkvíslum er hjá Ísraelsmönnum skipað niður með sérstökum hætti.

Eru þrjár ættkvíslir að austan: þ. e. Sebúlons, Júda og Íssakars; þrjár að norðan: Naftali,, Dans og Assers; þrjár að vestan: Manasse, Efraims og Benjamíns, og þrjár að sunnan: Gads, Rúbens og Símons.

Hjá Íslendingum eru þrjú þing — þ, e. þrír ættbálkar — sérstaklega að austan: Skaftafellsþing, Múlaþing og Sunnudalsþing. Þrjú að norðan: Þingeyjarþing, Vaðlaþing og Hegranesþing. (Þessi þing urðu síðar fjögur.) Þrjú að vestan: Þorskafjarðarþing, Þórsnesþing og Þverárþing, og loks þrjú að sunnan: Kjalarnesþing, Árnesþing og Rangárþing. Þótt þessari þingaskipan Þórðar gellis væri breytt á þann veg, vegna sundurþykkis Norðlendinga, að þingin yrðu 13, var ákveðið að sú breyting skyldi þó engin áhrif hafa á skipun sjálfs Alþingis, og að aðrir landsfjórðungar skyldu jafnréttháir og valdamiklir á Alþingi og í dómum sem Norðlendingar.

Að lokum kemur svo hermerkjaskipun Ísraels, sem að líkindum hefur verið sú. í Ísraelsríki, eftir aðskilnað Júda- og Benjamínsættkvíslar frá hinum tíu, að þau hafa verið: að sunnan mannsmerki, að vestan nautsmerki, að norðan fuglsmerki, og að austan ormsmerki. — Þessum hermerkjum fylgdi mikill átrúnaður hjá Ísraelsmönnum. Þeir töldu merki þessi fyrst og fremst tákn verndarvætta þeirra, er gættu „hásætis hins hæsta”, en brot af því hásæti hlaut auðvitað að vera hin „útvalda þjóð guðs” — Ísraelsmenn sjálfir —, sem gefið var það göfuga fyrirheit, að „af þeim skyldu allar þjóðir jarðarinnar blessun hljóta”.

Þessi merki eða tákn Ísraelsmanna voru þeim heilög og eftir að þeir hættu að vera þjóð urðu þau aðeins til í trú þeirra, siðum og venjum. En þau voru þeim eigi að síður heilög. Og löngu eftir að þeir höfðu gleymt uppruna sínum lifðu sagnirnar um þessar kynlegu verndarverur hjá hinum einstöku ættbálkum og fylgdu þeim á flækingi þeirra út um víða veröld.

Hjá Íslendingum verða verur þessar að landvættum, heilögum verum, sem bannað er með lögum að styggja, vættum, sem vaka yfir frelsi þessa litla, flýjandi þjóðarbrots, er tekur sér bólfestu á þessu óbyggða útskeri.

Og í sögu og bókmenntum íslensku þjóðarinnar verða þessar landvættir aðallega fjórar og vernda hver sinn fjórðung af landinu. Ein gætir suðurlandsins: risinn mikli; annar vesturlandsins: griðungurinn ógurlegi; hinn þriðji norðurlandsins: vængsterki örninn; og hinn fjórði austurlandsins: drekinn mikli eða ormurinn, sem spýr eitri á þá, sem úr austri koma með illum huga í garð Íslands.

XXI.
Hér verður þá staðar numið og mál þetta ekki akið meira um sinn. Mér hefur þótt rétt að birta þessar hugleiðingar, m. a. Til þess að eim gæfist kostur á að hrekja þá tilgátu, sem hér er haldið fram, er það vildu reyna.

Sjálfum finnst mér augljóst, að milli landvættatrúar hinna fornu Íslendinga og verndarvættartrúar hinna fornu Ísraelsmanna, sem sagt er frá í Gamlatestamentinu, sé greinilegt samband. Það er óhugsandi að hér valdi tilviljun ein, bæði hvað snertir líkinguna milli vera þeirra, sem um er að ræða, bæði hjá Ísraelsmönnum og Íslendingum, niðurskipun þeirra eftir áttum og hlutverk þeirra í þjóðtrú og sögnum beggja þessara þjóða. Í huga mínum er enginn efi á því að hinir fornu Íslendingar, er hingað flýðu undan kúgurum þeirra tíma, hafi verið ein greinin af hinum forna stofni Ísraelsmanna og þess vegna hafi bæði þessar og ýmsar aðrar venjur, siðir og trúarhugmyndir þeirra borist hingað og varðveist hér. Margt fleira mætti benda á en landvættasöguna og verður það síðar gert, er tími og tækifæri verður til. Frá mínu sjónarmiði er landvættasagan hjá Snorra, eins og hún hefur verið skýrð og rakin hér, ein merkasta sönnunin, sem enn hefur verið færð fram, fyrir því að milli hinna norrænu og engilsaxnesku þjóða nútímans og hinna týndu ættkvísla hins forna Ísraels séu greinileg og óhrekjandi ættartengsl, sem eiga þó eftir að skýrast enn betur, er stundir líða.

EFTIRMÁLI.
Um það bil sem ég var að ganga til fulls frá síðustu próförk af ritgerðinni hér á undan, barst mér í hendur ný bók, „Heiðinn siður”, eftir Ólaf Briem. neðanmálsgrein á bls. 75 í bók þessari, í kafla þeim, sem fjallar um landvættir til forna, vekur höf. athygli á því, að Matthías Þórðarson fornminjavörður hafi bent á það í leiðarvísi fyrir Þjóðminjasafnið (útg. 1914), að „hinar fjórar táknmyndir landvættanna: dreki, fugl, griðungur og bergrisi, séu bein afkvæmi kerúbanna, eins og þeim er lýst í spádómsbók Esekiels og Opinberunarbókinni”. Þessi athyglisverða athugasemd M. Þ. hafði alveg farið framhjá mér, þar til ég las „Heiðin sið”. Þykir mér það leitt, því að annars hefði ég minnst hennar á þeim stað er best átti við í ritgerð minni. M. Þ. bendir og á það í smágrein sinni, að kerúbarnir eigi að líkindum „kyn sitt að rekja til hinna forn-assyrísku dýramynda, sem eru með mannshöfði, Ljónsbúk, uxafótum og arnarvængjum”. Þykir mér vænt um að M. Þ. hefur komist hér að nokkru að sömu niðurstöðu og ég um uppruna landvættanna. Hins vegar finnst mér ákaflega ólíkleg sú tilgáta höf: „Heiðins siðar”, að ekki sé ólíklegt „að Snorri hafi einhvers staðar séð slíkar helgimyndir í kirkjum og sé þaðan runnin lýsing hans á uppruna landvættanna”. Á slíkum helgimyndum í kirkjum hefði Snorri hvergi séð dreka eða orm eins og hann lýsir í sögu sinni. Hann hefði þá auðvitað haldið ljónsmyndinni. Skiptin á drekanum (orminum) og ljóninu eru eitt hið allra athyglisverðasta við landvættasögu Snorra og í mínum augum fullkomin sönnun þess, að saga Snorra er eldri en áhrif kirkjunnar. Þar að auki bendir niðurröðun hermerkja Ísraelsmanna og niðurröðun Snorra á landvættunum alveg ótvírætt til þess, að þar á milli sé náið samband. Eins hefði Snorri enga ástæðu til þess haft að fara að setja hina fjóra stórhöfðingja á söguöld í samband við landvætti, sem Snorri hefði sjálfur búið til eftir kirkjumyndum, sem hann hefði einhvers staðar séð á ferðalögum sínum. Landvættatrúin var trúarbrögð þess þjóðarbrots, sem hingað kom í öndverðu og sú trú átti auðvitað sínar sérstöku verur eða vættir, sem vernduðu þá, líkt og kristnir menn nú trúa því, að „Guðs hönd” leiði þá og hjálpi þeim. Mér þótti ekki rétt að lengja þessa ritgerð með því að reyna að rekja uppruna landvættanna enn lengra aftur en til Ísraelsmanna, þótt ég sé sömu skoðunar og M. Þ. um það, að þessar verur eða merki séu enn eldri. Ég er þeirrar skoðunar, að þær séu eldri en sú menning, sem nú er á jörðinni, séu, eins og t. d. Pýramídinn mikli og sfinxinn leifar þeirrar menningar, sem var á jörðunni fyrir Nóaflóð, en leið að mestu undir lok í þeim stórfelldu náttúruumbrotum. Grískir og egypskir sfinxar eru ekki annað en ýmis konar samsetning þessara tákna. Við Íslendingar eru nú eina þjóð í heimi, sem hefur þessi ævafornu merki í ríkistákni sínu, og á það ekki illa við, að einmitt „söguþjóðin” — eins og við heitum einir allra þjóða — geymi þessi fornhelgu merki og varðveiti þau, sögu þeirra og átrúnað frá glötun í hinu mikla umróti komandi tíma.

Höfundur Jónas Guðmundsson
Úr tímaritinu Dagrenning
1 árgangur 1946